Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991.
47
Fergie telur ráðlegast að farga
ástarbréfunum frá eiginmannin-
um.
Ástarbréfin
eyðilögð
Fergie, hertogaynjan af York
og eiginkona Andrews Breta-
prins, ljóstraði því upp í sjón-
varpsviðtali fyrir nokkru að hún
tæki alltaf tætara með sér í ferða-
lög til þess að eyðileggja ástar-
bréfin sem Andrew skrifar henni.
Hún sagði að hún væri t.d. búin
að eyðileggja öll bréfin sem hann
skrifaði henni þegar hann var á
sjó. Hún geymdi þau um tíma í
bankahólfi en óttaðist svo að
bankinn yrði rændur og eyðilagði
þau.
Fergie er líka hætt að halda
dagbók af ótta við að hún kæmist
í rangar hendur og yrði e.t.v. birt.
Sutherland
í ástarsorg
Leikarinn Kiefer Sutherland hefur
nú loks fengist til að opna munninn
og tala um ástarsorg sína vegna Júl-
íu Roberts.
Júlía og Kiefer höfðu verið saman
í næstum tvö ár þegar hún bað um-
boðsmann sinn um að segja honum
að hún vildi slíta trúlofuninni, ein-
ungis þremur dögum fyrir brúð-
kaupið.
Kiefer segir að það hafi verið mjög
svo sorglegur endir á sambandi
þeirra. Hann segist þó ekki vera al-
saklaus í þessu máli frekar en öðrum
og viðurkennir að hann geti verið
mjög óraunhæfur og missi oft stjórn
á skapi sínu.
Hann hins vegar harðneitar því að
hann hafi ætlað að merkja sér Júlíu
eins og margir halda fram með þvi
að þvinga hana til þess að láta setja
á sig tattó.
Hann segist að vísu hafa farið með
henni á staðinn, og að það hafi verið
yndisleg og rómantísk stund, en
þvertekur fyrir að hann hafi neytt
Kiefer á ekki sjö dagana sæla um
þessar mundir, hann saknar Júliu
Roberts óskaplega.
hana til eins eða neins. Það fylgir
hins vegar ekki sögunni hvernig
tattóið er.
Barbara Bush á ferð?
Halloween, eða hrekkjavakan, stendur nú yfir i henni Ameríku og þeir eru
ófáir sem lagt hafa nótt við dag til þess að búa til skemmtilega og frum-
lega búninga. Þessi ungi herramaður er hér í gervi forsetafrúarinnar, Bar-
böru Bush, og hefur tvo öryggisverði sér til halds og trausts er hann stígur
út úr eðalvagninum.
Þeir voru kátir þessir enda um það
bil að sameinast myndarlegri og lit-
ríkri skrúðgöngu i New York.
Sviðsljós
Frægðin
er
hvimleið
Madonna gerir nú örvænting-
arfullar tilraunir til að selja íbúð
sína í New York. Hún frétti nefni-
lega af því að Don Johnson og
eiginkona hans, Melanie Griffith,
væru að kaupa sér íbúð í sama
húsi.
Eins og það séu ekki nógu
margir aðdáendur og ferðamenn
hangandi fyrir utan nú þegar...
Douglas
komst
ífeitt
Breskt dagblað greinir frá því
að Michael Douglas hafi tekið
ástaratriðin í myndinni Basic
Instinct vægast sagt mjög alvar-
lega.
Þar leikur hann á móti fyrrum
opnustúlku Playboy-timaritsins,
Sharon Stone, og sum atriðin
æfðu þau í allt aö tólf tíma á dag
i heila viku!
Sjálf segist Sharon ekki hafa
haft neitt á móti því og leggur
áherslu á að Michael hafi mikinn
metnaö i starfi. Lái honum hver
sem vill!
Imelda
heldur
skó-
uppboð
Imelda Marcos, eiginkona
Ferdinands Marcos, fyrrum for-
setaFilippseyja, hefur nú ákveðið
að selja íúð fræga skósafn sitt á
uppboði til styrktar fórnarlömb-
um Pinatubo eldgossins.
Núverandi forseti landsins,
Corazon Aquino, segist ekkert
hafa við þetta að athuga, en eins
og allir vita eru þær ekki beint
bestu vinkonur.
Þegar Imelda og Ferdinand
flúðu í útlegð árið 1986 varð hún
að skilja skósafnið sitt eftir, en
frúin átti yfir 1200 pör af skóm.
Síðan þá hafa skórnir verið til
sýnis í Malacanang forsetahöll-
inni en hún á nú rétt á aö fá þá
aftur.
Fréttir
Strætisvagnasamgöngur á höfuðborgarsvæðinu:
Bæjarfélögin greiði helming rekstursins
„Tíðni strætisvagnaferðanna
mun fara eftir þéttleika byggðar-
innar á hverjum stað. Það er stefnt
að því að það verði samvinna við
Reykjavíkurborg um fargjöld. Þaö
kemur til greina að það verði sama
fargjald fyrir þá sem búa í Reykja-
vík og í nágrannabyggðarlögunum.
Við munum sjá til þess að fólk geti
notaö þjónustu beggja fyrirtækj-
anna með auöveldum hætti. Reikn-
að með því að bæjarfélögin greiði
reksturkostnaöinn niður um helm-
ing og fargjöld standi undir hinum
helmingnum," segir Örn Karlsson,
framkvæmdastjóri Almennings-
vagna hf„ sem er er byggðasamlag
sex byggðarlaga: Hafnarfjarðar-
bæjar, Garðabæjar, Bessastaða-
hrepps, Kópavogskaupstaðar, Mos-
fellsbæjar og Kjalarneshrepps.
Fyrir skemmstu var ákveðið að
taka tilboðum Hagvirkis-Kletts og
AUrahanda í fólksflutninga á höf-
uðborgarsvæðinu.
Tilboð Hagvirkis-Kletts hljóðaði
upp á 216 milljónir króna og mun
fyrirtækið annast innanbæjarakst-
ur í Hafnarfirði, Kópavogi,
Garöabæ og Bessastaðahreppi og
hraðleiðir milli þessara sveitarfé-
laga og Reykjavíkur.
Allrahanda bauð í innanbæjar-
akstur í Mosfellsbæ og leiðina milli
Mosfellsbæjar og Reykjavíkur og
hljóðaði tilboðið upp á 38 milljónir
króna.
Hagvirki-Klettur mun kaupa 18
til 20 nýja Volvovagna til að nota
til akstursins en Allrahanda mun
ætla að fjárfesta í einum nýjum
vagni auk þess sem komið hefur til
tals að fyrirtækið kaupi 3-4 gamla
vagna af Kópavogsbæ.
„Við reiknum með að fyrirtækin
fari að keyra á næsta ári. Sérleyfi
á þessum akstursleiðum falla úr
gildi 1. mars næstkomandi, ef við
veröum tilbúnir forum við aö stað
þá. Þau fyrirtæki, sem við höfum
tekið tilboðum frá, hyggjast bæði
nota nýja vagna og þá er hugsan-
legt að það verði einhver dráttur á
að akstur hefjist þar sem af-
greiðslufrestur vagnanna er lengri
en fjórir mánuðir," segir Öm.
-J.Mar
BINGO!
Hefst k!. 19.30 í kvöld
Aðalvinninqur að verðmæti
__________100 bús. kr.________
Heildarverðmæti vinninqa um
300 bús. kr.
TEMPLARAHÖLUN
Eiríksgötu 5 — S. 20010
fhgefiwtc
MARGFELDi 145
PÖNTUNARSÍMI ■ 653900
Veður
Fram eftir morgni verður norðankaldi, siðan gola
með éljum norðan- og norðaustanlands en bjartviðri
fyrir sunnan. Síðdegis og i kvöld verður vestangola
eða hæg breytileg átt og skýjað með köflum vestan-
lands en norðanlands styttir upp og léttir heldur til.
Hiti verður nálægt frostmarki fram eftir degi en fer
síðan hækkandi vestanlands.
Akureyri snjókoma -2
Keflavíkurflugvöllur hálfskýjað 0
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 0
Raufarhöfn snjóél -1
Reykjavik léttskýjað -1
Bergen rigning 5
Helsinki þokumóða 6
Kaupmannahöfn skýjaö 6
Úsló skýjað 4
Stokkhólmur léttskýjað 5
Þórshöfn rigning 5
Amsterdam skýjað 5
Barcelona skýjað 16
Berlín rigning 8
Chicago snjóél 7
Feneyjar þokumóða 7
Frankfurt rigning 7
Glasgow skýjað 6
Hamborg léttskýjað 5
London skýjað 5
LosAngeles heiðskírt 16
Lúxemborg skýjað 6
Madríd léttskýjað 15
Malaga alskýjað 13
MaUorca hálfskýjað 19
New York léttskýjað 7
Nuuk haglél 1
Orlando alskýjað 16
Paris léttskýjað 6
Róm skýjað 16
Valencia skýjað 20
Vin þokumóða 7
Gengið
Gengisskráning nr. 210. - 4. nóv. 1991 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 58,630 58,790 60,450
Pund 103,579 103,861 103,007
Kan. dollar 52,369 52,512 53,712
Dönsk kr. 9,1933 9,2183 9,1432
Norsk kr. 9,0913 9,1161 9,0345
Sænsk kr. 9,7717 9,7983 9,7171
Fi. mark 14,6520 14,6920 14,5750
Fra. franki 10,4189 10,4474 10,3741
Belg. franki 1,7296 1,7343 1,7196
Sviss. franki 40,4680 40,5784 40,4361
Holl. gyllini 31,6141 31,7004 31,4181
Þýskt mark 35,6240 35.7212 35,3923
ít. líra 0,04750 0,04763 0,04738
Aust. sch. 5,0624 5,0762 5,0310
Port. escudo 0,4143 0,4154 0,4120
Spá. peseti 0,5657 0,5672 0.5626
Jap. yen 0,45229 0,45352 0,45721
Irskt pund 95,215 95,475 94,650
SDR 80,8027 81,0232 81,8124
ECU 72,8742 73,0730 72,5007
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.