Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Blaðsíða 32
44
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991.
Meiming___________
Bach í Lang-
holtskirkju
Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar
hélt tónleika í gær þar sem fluttar voru tvær Kantötur
eftir Jóhann Sebastian Bach. Einsöngvarar voru
Harpa Harðardóttir, Þóra Einarsdóttir, Björk Jóns-
dóttir, Þorgeir Andrésson og Ragnar Davíðsson.
Kammersveit Langholtskirkju annaðist undirleik og
konsertmeistari hennar var Júlíana Elín Kjartansdótt-
ir. Daði Kolbeinsson óbóleikari og Nora Kornblueh
sellóleikari áttu stór einleikshlutverk á tónleikunum
sem voru haldnir á vegum Minningarsjóðs Guðlaugar
Bjargar Pálsdóttur.
Þegar Kantötur Bachs fara að heyrast vita menn að
jólin eru í nánd svo nauðsynlegur og sjálfsagður þátt-
ur er þessi tónlist í jólahaldi flestra tónlistarunnenda.
Menn undrast sífellt hve margar kantötur Bach komst
yfir að semja. í raun er meira tilefni til að gera róm
að því hve góð þessi tónlist er frá listrænu sjónarmiði
og einnig frá trúarlegu. Þá gefur tónlistinni aukna
dýpt og styrk sú augljósa og einlæga trúarsannfæring
sem hvarvetna svifur yfir vötnum og lætur engan ó-
snortinn. Skiptir þar ekki máii hver afstaða manna
að öðru leyti er til trúarskoðana Bachs.
Kantöturnar, sem þarna voru fluttar, eru nr. 131 og
21 og ekki af lakari endanum. Flutningur þessara
verka er mikið fyrirtæki sem mikils krefst af öllum
hlutaðeigandi enda þótt Langholtskirkjukórinn og Jón
Tóiúist
Finnur Torfi Stefánsson
Stefánsson séu farin að sjóast í verkefnum af þessu
tagi. Flutningurinn tókst að mestu leyti með ágætum.
Kórinn kom mjög vel út og einsöngvarar og hljóm-
sveit komust yfirleitt vel frá sínu. Harpa Harðardóttir
og Þóra Einarsdóttir sungu mjög fallega og hljómuðu
best af einsöngvurunum. Þá var óbóleikur Daða Kol-
beinssonar mjög góöur. Tónleikarnir voru prýðilega
sóttir og undirtektir áheyrenda góðar.
Andlát
Valborg Bentsdóttir, Ljósheimum
16b, lést á heimili sínu 2. nóvember.
Sigurlaug Svanlaugsdóttir andaðist
að morgni 31. október.
Pétur Andrésson, Miðleiti 5, andaðist
31. október.
Friðrikka Kristín Benónýsdóttir,
Hvassaleiti 24, lést í Borgarspítalan-
um þann 31. október.
Óskar Long Jónsson frá Arnarstöð-
um, Núpssveit, N-Þingeyjarsýslu,
lést að morgni 31. október.
Sigurgeir E. Ágústsson, Lyngholti 16,
Akureyri, lést á Fjórðungssjúkra-
húsi Akureyrar þann 29. október.
Jarðarfarir
Björgvin Finnsson læknir verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13.30.
Karl Hans Björnsson, Engihjalla 19,
Kópavogi, verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju í dag, mánudaginn
4. nóvember, kl. 15.00.
Unnur Tryggvadóttir verður jarðsett
frá Kópavogskirkju í dag, mánudag-
inn 4. nóvember, kl. 13.30.
Salvör Jónsdóttir, áður Hvoli Ölfusi,
Skúlaskeiði 36, Hafnarfiröi, verður
jarðsungin frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði þriðjudaginn 5. nóvemb-
er kl. 15.00.
Minningarathöfn um Ara Kr. Gunn-
arsson, sem lést af slysforum 9. okt-
óber sl„ fer fram frá Akureyrar-
kirkju þriðjudaginn 5. nóvember kl.
14.00.
Námskeið
Sálfræði kvenna
- nýtt námskeið
Sálfræðistöðin ætlar nú í fyrsta sinn hér
á landi að halda sérstakt námskeið í sál-
arfræði fyrir konur. Markmið nám-
skeiðsins er að gefa innsýn í hvemig sál-
arlíf kvenna er sérstakt og hvemig þær
skynja sjálfar sig út frá fyrri reynslu.
Slík þekking getur auöveldað hverri
konu að byggja upp innri styrk bæði sem
einstaklingur og í samstarfi við aðra.
Námskeiöiö fjallar sérstaklega um sam-
starf og samskipti á milli kvenna á vinnu-
stað. Leiðbeinendur verða sálfræðing-
amir Álfheiöur Steinþórsdóttir og Guð-
finna Eydal.
Ættfræðinámskeið með
nýju sniði
Ættfræðiþjónustan verður meö nám-
skeið fyrir almenning í ættfræði á næstu
sjö vikum. Þar er veitt fræðsla og þjálfun
í ættarleit og úrvinnslu ættfræðiupplýs-
inga og að þessu sinni veröur bætt viö
sérstakri tilsögn í tölvuvinnslu á ættar-
tölum og niðjatölum. Á það bæði við um
sjö vikna grunnnámskeið og fimm vikna
framhaldsnámskeið fyrir rannsóknar-
hópa. Á grunnnámskeiðunum verða
byrjendur fræddir um heimildir í ís-
lenskri ættfræði, leiðbeint um fljótvirkar,
ömggar leitaraðferðir og gerð ættartölu
og niðjatals. Þátttakendur fá svo leiðsögn
og aðstöðu til að rekja sjálfir eigin ættir
og frændgarð með afnotum af víðtæku
gagnasafni, meðai annars kirkjubókum
um land allt, manntölum, ættartöluhand-
ritum og útgefnum bókum. Námskeiðin
heQast eftir mánaðarmótin en leiðbein-
andi er Jón Baldur Jensson. Innritun er
hafin hjá Ættfræðiþjónustunni, Sólvalla-
götu 32a, í síma 27101.
Fundir
Kvenfélagið Fjallkonurnar
Fundur verður þriöjudaginn 5. nóvember
kl. 20.30 í safnaðarheimili Fella- og Hóla-
kirkju. Snyrtivörukynning, slæðuhnýt-
ingar, saumakona kynnir vetrartískuna.
Kaffiveitingar.
JC Garðar, Garðabæ
heldur kynningarfund í Café Garði í
kvöld, 4. nóvember, kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
heldur fund mánudaginn 4. nóvember kl.
20.30i í félagsheimili Dómkirkjunnar.
Rætt veröur um basarinn. Kaffiveitingar.
ITC-deildin Ýr
Fundur í kvöld kl. 20.30 að Síðumúla 17.
Allir velkomnir. Nánari upplýsingar hjá
Elsu í síma 71507 og Kristínu í síma 34159.
Tilkynningar
Félag eldri borgara
Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17, bridge
og frjáls spilamennska. Námskeið í kín-
verskri leikfimi í Risinu. Upplýsingar á
skrifstofu félagsins í síma 28812.
Jólakort Amnesty
jnternational
íslandsdeild mannréttindasamtakanna
Amnesty International er nú að hefja
sölu á jólakortum ársins 1991. Að þessu
sinni er á jólakortinu mynd eftir Karl
Kvaran (1924-1989) sem listamaðurinn
nefndi „Fljótt, fljótt...“ og er hún frá
árinu 1981. Hægt er að fá jólakortin meö
jólakveðju á íslensku eða ensku og einnig
án kveðju. Tekiö er á móti pöntunum í
síma skrifstofunnar alla virka daga milli
kl. 13-18. Kortin kosta 80 kr. stykkiö,
umslög innifalin.
Jólakort kvenfélagsins
Hringsins
Út eru komin árleg jólakórt kvénfélags-
ins Hringsins. Kortin eru hönnuð af
Guðnýju Haröardóttur og prentuð 1
prentsmiðju Odda. Kortin eru í tveimur
litrnn, blá og rauö. Aðallega selja Hrings-
konur kortin sjáífar en einnig eru þau til
sölu á ýmsum stöðum í bænum, bóka-,
blóma- og stórmörkuðum. Þau kosta
beint frá félaginu 600 kr., 10 stk. í pakka.
Allur ágóði af kortasölunni fer til styrkt-
ar Bamaspítala Hringsins.
Hljómplatan Hönd í hönd seld
á höfuðborgarsvæðinu
Hljómplatan Hönd í hönd - uppáhaldslög-
in hans pabba, sem gefrn var út til styrkt-
ar Slysavarnafélagi íslands, verður seld
á höfuðborgarsvæðinu í dag. Platan er
gefm út af sjö systkinum frá Bolungarvík
til minningar um fóður þeirra, Vagn
t
Faðirokkar, tengdafaðir, afioglangafi
Björgvin Finnsson
læknir
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. nóvember
kl. 13.30.
Anna Fríða Björgvinsdóttir
Ólafur Björgvinsson Emmi Krámmer
Finnur Björgvinsson Anna Jóhanna Alfreðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Myndgáta
Myndgátan hér að ofan
lýsir athöfn.
Lausngátunr. 171:
Viðkvæmt
mál
Margeir Hrólfsson, og mág, Gunnar Öm
Svavarsson, en þeir fómst í sjóslysi á
ísafjarðardjúpi 18. desember sl. Fram til
þessa hefur platan skilaö u.þ.b. 14 millj-
ónum til handa slysavarnafélögum og
mun helmingurinn, eða 7 milljónir, hafa
farið til björgunarsveitanna umhverfis
landið. Þeim peningum veröur variö til
að betmmbæta aðstæður til björgunar-
mála eftir allri strandlengju íslands. Hin-
um helmingnum, þ.e. 7 milljónum, hefur
verið komið fyrir í sjóði sem mun verða
ráðstafað úr í hin ýmsu verkefni. Nú
þegar hefur verið veitt úr sjóönum 1
milljón króna til styrktar slysavarnaá-
takinu „Vöm fyrir börn“. Á hljómplöt-
unni er að fmna sjómannalög, slagara,
létt rokk og margt fleira. Þess má að lok-
um geta að sölu plötunnar Hönd í hönd
telst lokið frá og með þessu átaki og er
því síðasti sjens að næla í eintak nú um
helgina.
Sveinspróf í kjólasaum
og klæðskurði
Sl. vor luku átta stúlkur sveinsprófi í
kjólasaum og klæðskurði frá Iðnskólan-
um í Reykjavík. Að því tilefni bauð félag
meistara og sveina í fataiðn (F.M.S.F)
þeim til hófs í sal Landssambands iönað-
armanna aö Hallveigarstíg þar sem af-
hent voru sveinsbréfin. Þær sem luku
prófi að þessu sinni voru: Ásdís Lúðvíks-
dóttir, Ásta Vilhjálmsdóttir, Helga Guð-
mundsdóttir, Hulda Guðrún Pálsdóttir,
Lára Elísdóttir, Þórdís Thorlacius og
Jóna Sveinsdóttir. Á myndina vantar Sig-
ríði Sigurjónsdóttur.
Tombóla
Nýlega héldu þessir krakkar tombólu til
styrktar Hjálparsjóði Rauða kross ís-
lands. Alls söfnuðu þau 1.994 krónum.
Krakkarnir heita Fjóla Björk Karlsdóttir,
Bryndís Sigurðardóttir, Samúel Kristj-
ánsson, Ólafur Fannar Ólafsson og Jó-
hanna Ásgerður Einarsdóttir.