Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991. Fréttir Islandsbanki stefnir að aukinni hagræðingu í rekstri: Reiknum með að starfs- mönnum fækki enn frekar - segirValurValssonbankastjóri „Við höfum í töluvert langan tíma verið aö endurskoða skipulag bank- ans og huga að því sem betur mætti fara. Markmiðið er að einfalda skipu- lagiö og gera reksturinn hagkvæm- ari. En þessi vinna er ekki komin á það stig að nýtt skipurit taki gildi næstu vikurnar," segir Valur Vals- son, bankastjóri íslandsbanka. Valur segir að því stefnt að starfs- mönnum bankans fækki um 15 pró- sent, eða um allt að 130 manns, mið- að við starfsmannafjöldann fyrir sameiningu bankanna. Fyrir sam- einingu var fjöldi starfsmanna Út- vegsbankans, Alþýðubankans, Iðn- aðarbankans og Verslunarbankans um 900 manns. Vaiur segir að enn hafl engar ákvarðanir verið teknar um uppsagnir. „Við þurfum að lækka rekstrar- kostnað og í því sambandi þarf að huga að nýtingu starfsmanna. Fólki hjá okkur hefur fækkað og við reikn- um með að því fækki enn frekar. Reksturinn á árinu er í járnum og það gæti brugðið til beggja vona með afkomuna. Það var tap hjá okkur fyrri hluta ársins en það er spurning hvort hagnaðurinn síðari hlutann nær að bæta það upp.“ Að sögn Vals ná aðgerðir tO að auka hagræðinguna til mun fleiri þátta en starfsmannaflöldans. Þann- ig hafl bankinn losað sig.við margar fasteignir að undanfórnu, minnkað Prestssetur landsins: Virðist vera tilviljun ein hver húsaleigan er Eins og skýrt var frá í DV á dögun- um er húsaleigugreiðsla fyrir prests- bústaði landsins í flestum tilfellum hreint út sagt furðuleg eða frá 1 krónu á mánuði og upp í rúmar 11 þúsund krónur. Þegar skrá yfir húsaleigu prestsbústaða er skoðuð kemur í ljós að hún virðist vera ákveöin út í loftið, alveg án tillits til stærðar eða aldurs húsanna. Á Kolfreyjustað í Austfiarðapró- fastsdæmi er prestsbústaðurinn 189 fermetra hús sem byggt var árið 1960. Fyrir þetta hús greiðir presturinn 4 krónur á mánuði í húsaleigu. Á Eskifirði er prestsbústaðurinn 184 fermetra hús, byggt árið 1961. Fyrir það greiðir presturinn 10.263 krónur á mánuði í leigu. Hér er um svo til jafnstór og jafngömul hús að ræöa. í Hveragerði er prestsbústaðurinn EskHjörðw Greidd húsaleiga [ Saurbær Kolfreyjustadur — 16,00 HvwamrM 'j 11.320 Grindavik c DVJRJ 162 fermetra hús byggt árið 1967. Fyrir það greiðir presturinn 16 krón- ur á mánuði í húsaleigu. Á Eyrarbakka er prestsbústaður- inn 188 fermetra hús byggt árið 1962. Fyrir það greiðir presturinn 9.489 krónur á mánuði í leigu. Á Akranesi er prestsbústaðurinn 251 fermetra hús byggt árið 1947. Presturinn greiðir 10.283 krónur í húsaleigu. Aö Saurbæ á Hvalflarðarströnd er 196 fermetra prestsbústaður byggður árið 1940 og presturinn greiðir 1 krónu á mánuði í húsaleigu. Þannig væri hægt að halda áfram. En svona til fróðleiks má benda á það að hæsta húsaleiga sem prestur greiðir fyrir prestsbústað er i Grindavík, 11.320 krónur á mánuði fyrir 242 fermetra hús byggt árið 1965. -S.dór við sig.húsnæði undir reksturinn og náð hagkvæmari innkaupum. „Við erum smám sáman aö ná þeim ár- angri sem við væntum með samein- ingu bankanna en eðlilega tekur þetta sinn tíma,“ segir Valur. -kaa Nýj ar mengunarvarnir: Bílverð hef ur ekki hækkað mikið Eiður Guðnason umhverfisráð- herra segir að mörg bílaumboð séu nú farin að flytja inn bíla með nýjum staðlí um útblástur og sér sýnist bilverð ekki hafa hækkað um 10 til 15 prósent eins og búiö var að spá. Nýr íslenskur staðall um út- blástur bíla, sem ákveðiö hefur verið að taki gildi um mitt næsta ár, hefur tekið meira miö af bandarískum mengunarstöðlum en evrópskum. Vegna samninganna um evr- ópska efnahagssvæðið mun Evr- ópubandalagiö þurfa að fikra sig nær bandaríska staðhnum. Eiður segir að þar sero íslend- ingar séu ekki búnir að taka í gOdi hinn nýja stranga staðal muni reglur um útblástur bíla ekki breytast vegna samning- anna um evrópska efnahags- svæðið. -JGH í dag mælir Dagfari Heildsalar í ham Heildsalar hafa fundið upp sniöugt ráð til að koma í veg fyrir inn- kaupaferðir til útlanda. Þeir vilja setja sérstakan skatt á fargjald í mOlilandaflugi og svo vOja þeir að tollaramir hreinsi upp úr töskum farþega og grandskoði hveija flík og hvert stykki sem þar finnst til að fá úr því skorið hvort hluturinn sé keyptur erlendis. Með því að setja skatt á ferðalögin og siga toll- urunum á farþegana er næsta víst aö íslendingar þora ekki lengur í ferðalög og sifla sem fastast heima. Þá hætta þeir þessari vitleysu og óráðsíu að kaupa ódýrt í útlöndum. Heildsalarnir hafa nefnilega fundið það út aö það sé stórtap á ódýmm innkaupum erlendis. ís- lendingar hafa haldið að þeir græddu á því að kaupa vörar sem eru ódýrari erlendis en hér heima. Það er misskilningur. Það getur vel verið að kaupandinn græði í augnablikinu en hann tapar í raun- inni stórfé. Ríkissjóður tapar, segja heOdsalar, þegar ekki er borgaður virðisaukaskattur og þjóðarbúið tapar á því að verslun dregst saman og fólk missir vinnuna og kannske sama fólkið sem er að græöa á því að kaupa ódýrt. Kenning heOdsalanna er sem sagt sú að maður tapar á því að græða og græðir á því að tapa. Þetta er hugsanlega skýringin á því hvers vegna verðlag er svo hátt sem raun ber vitni hér á landi. Það er gert fyrir kúnnana og kaupend- urna og viðskiptavinina. Þeir eru allir að hagnast á verðlaginu og mega eiginlega hoppa hæð sína af fógnuði yfir því að verðið sé ekki lægra. Vegna þess að þá væru þeir að tapa á innkaupunum. Þetta segja heilsalarnir og þeir hafa jú vit á fijálsri verslun. Einmitt af því að það er svo mik- 01 gróðavegur fyrir viðskiptavini og almenning hér á landi að versla dýrt í sínu eigin landi er það jafn- framt hagsmunamál þjóðarinnar að þessi sami almenningur haldi sig heima. Hann á ekki að vera aö flækjast til útlanda. Einfaldast er auðvitað að leggja allar milhlanda- fiugferðir niður til að fólk komist ekki í ódýrar innkaupaferðir tO að tapa á innkaupunum. En hefldsal- arnir eru frelsisunnandi og styðja verslunarfrelsi og feröafrelsi og taka það ekki í mál að leggja niður flugferðir til annarra landa. En í staðinn leggja þeir tO að fargjöldin verði hækkuð, svo að minnsta kosti þeir efnaminnstu hafi ekki efni á að tapa í útlöndum með ódýrum innkaupum og þannig geta þeir átt sig sem eru ríkir fyrir og það er þá þeirra mál hvort þeir asnast til útlanda til að gera góð innkaup sem era vond innkaup þegar upp er staðið. Svo er hinn vamaghnn sem heUdsalamir vilja setja gagnvart þeim sem ennþá hafa efni á að ferð- ast. Hann er sá að yfirheyra hvern þann sem kemur inn í landið og spyrja hann hvaö hann hafi verið að gera í útlöndum. „Eru þessar nærbuxur keyptar í Glasgow eöa Kringlunni?" spyija toUararnir og innheimtumennimir og ef nær- buxurnar eru ónotaðar verður komumaður að sanna það með kvittunum hvar hann hafi keypt buxurnar. Ef hann getur ekki sannað hvar nærbuxurnar eru keyptar verður hann að greiða virðisaukaskatt af öUum ónotuðum nærbuxum sem finnast í farangri hans og þannig má „terrorisera" farþega með þeim ágæta árangri að enginn leggi í feröalög nema til- neyddur. Það verður ekki einu sinni nóg að hafa engan farangur með sér því að tollararnir verða að klæða farþegann úr og athuga hvort nærbuxurnar sem hann klæðist eru notaðar eða nýjar. íslenskir heildsalar geta þannig komið í veg fyrir að þjóðarbúið riði til falls með því að stöðva farþega- flutninga til og frá landinu og út- lendinga Uka þvi þaðer engin sann- girni í því að útlendingar geti keypt ódýrar vörur erlendis ef Islending- ar mega það ekki vegna þess að það er tap.á því að þeir græði á þyí að kaupa ódýrt með sama hætti og það er gróði að því fyrir íslenska kúnna að kaupa dýrt. Þaö verður að vera heiöarleiki og jáfnrétti í samkeþpn- inni og/frjáls verslun verðúr að gilda um aUa, jafnt hvort þeir fara héðan eða koma hingað. Islenskir heildsalar hafa aUtaf barist fyrir fijálsri verslun og gera það enn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.