Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Page 7
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991.
*
7
________________________________________________________Viðskipti
Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri:
Við getum ekki beðið lengur
eftir því að verkef ni aukist
- þriðjungi starfsmanna sagt upp störfum
Gylfi Krisljánsson, DV, Akureyri:
„Við erum þessa dagana að fram-
kvæma þær varúðarráðstafanir sem
stjórn fyrirtækisins ákvað að grípa
tO, að gera ráðstafanir gagnvart iðn-
aðar- og verkamönnum og fækka í
stjómunarstörfum vegna þess að
fyrirtækið er að minnka," segir Sig-
urður G. Ringsted, forstjóri Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri, en fjöl-
margir starfsmenn Slippstöðvarinn-
ar eru að fá í hendur uppsagnarbréf
þessa dagana, eða um 50 manns af
170 starfsmönnum stöðvarinnar.
Sigurður sagði að fyrirtækið yrði
minna og þyrfti færri menn í stjóm-
unarstörfum en verið hefur. „Stefn-
an hjá fyrirtækinu hefur verið sú að
það væri af ákveðinni stærð, það
þyrfti mannskap í samræmi við það
og svo hefur verið þraukað dauðu
tímabilin. Við höfum ekki viljað
Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri.
DV-mynd gk
skera niður þekkingu okkar og styrk
í stjórnkerfi okkar. Það hefur alltaf
verið talað um að við þyrftum að
þrauka erfitt tímabil sem tæki senn
enda en við sjáum því miður ekki
fyrir endann á þessari lægð ennþá
og þurfum því að gera varanlegar
varúðarráðstafanir.“
Þýðir þetta ekki að þið eruð að glata
mikilvægri þékkingu út úr fyrirtæk-
inu og eruð í raun og vem að gefa
nýsmíðar upp á bátinn?
Aðstæður okkur í óhag
„Nei, það er langt frá því. Við get-
um ekki beðið í mörg ár eftir því aö
verkefnin fari að aukast og haft
marga og góða menn á góðum laun-
um til þess að bíða eftir því. Ef við
fáum stórt nýsmíðaverkefni inn á
borð til okkar þurfum viö auðvitað
að ráða mannskap aftur en við getum
að sjálfsögðu ekki gengið að því sem
gefnu að þessir menn, sem nú hætta,
séu þá tiltækir og tilbúnir. Við emm
bara búnir að tapa svo miklu á því
að reyna að halda okkar stærð þegar
næg verkefni em ekki fyrir hendi að
það gengur ekki lengur.
Fyrirtækið hefur smíðað skip á lag-
er og brúað með því tíma þegar lítið
hefur verið um verkefni. Það hefur
hins vegar ekki gengið upp, nægt
verð hefur ekki fengist fyrir þau skip
og ytri aðstæður hafa verið okkur í
óhag, minnkandi kvóti og fleira í
þeim dúr.
Stefnan að smíða skip
Stefna okkar hlýtur hins vegar að.
vera sú að smíða skip og gera við
skip. Ein af okkar röksemdum með
að draga það að grípa til þeirra að-
gerða sem nú er verið að framkvæma
hefur verið sú að það sé svo dýrt að
láta þekkinguna frá sér.“
Sigurður tók það þó fram að upp-
sagnimar, sem snúa að iðnaðar- og
verkamönnum, væru ekki endanleg-
ar, nema ef ekki yrðu næg verkefni
þegar á reyndi.
„Við munum að sjálfsögðu berjast
við það áfram að ná til okkar verk-
efnum eins og við erum að gera og
vonandi mun fyrirtækið vaxa aftur
og eflast. Við erum ekki að stefna að
því að hætta nýsmíðum og vera hér
með lítið fyrirtæki. Þetta fyrirtæki
vill og ætlar sér aö vera í fremstu röð
þeirra fyrirtækja í landinu sem
stunda þessa starfsemi og helst á
toppnum. í því hefur styrkur þess
legið undanfarin ár.“
>4
Panasonic örbylgjuofn NN5250
Nettur og öflugur, 21 lítra, 800 w, með snúningsdiski,
6 mismunandi hitastillingar, 30 mínútna tímastillir.
Panasonic
Ef þig vantar dugmikla vinnukrafta á heimilið þá hefur Panasonic lausnina:
Panasonic ryksuga og Panasonic örbylgjuofn, sannkallaðir dugnaðarforkar.
Panasonic ryksuga MCE89
Öflug og meðfæranleg, með inndraganlegri snúru,
stillanlegum sogkrafti og geymslu fyrir fylgihluti i vélinni sjálfri.
10.680.:,
JAP1S3
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
SÍMI 62 52 00
Eigum einnig ódýrari og einfaldari ryksugu Panasonic MCE61 á kr. 7.980.-