Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Síða 9
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991.
9
dv Útlönd
Myrti flóra í háskólanum í Iowa 1 Bandaríkjunum:
Morðinginn skarpgáf aður
og skipulagði verkið vel
hýddu og klór-
uðusvarta
vinnukonu
Læknishjón í Lundúnum voru
dæmd í fimm ára fangelsi fyrir
illa meðferð á svartri vinnukonu
sinni. Vinnukonan, Helen Samu-
els að naíni, kom til hjónanna frá
Nígeriu fyrir fimm árum og bjó
hjá þeim eins og ambátt æ síðan.
Hún fékk aidrei frídag.
Læknishjónin fengu útrás fyrir
kvalaiosta sinn með því að hýða
Helen með rafmagnssnúrum og
klóra hana til bióðs. Þau sveltu
hana löngum stundum þannig að
hún fékk ekkert að borða annað
en það sem hún gat sníkt hjá
nágrönnunum.
Dómarinn sagði óskiljanlegt
hvernig svo vel menntað fólk
gæti gerst sekt um athæfi eins og
þetta.
Veiðistjórar
Karlsprins
Veiðistjórarnir, sem leiöa uppá-
haids refaveiðiflokk Karls Breta-
prins, hafa sagt af sér eftir að
náttúruverndarsamtök sýndu
opinberlega myndband um
hörmuleg æviiok refanna.
Myndirnar sýna m.a. þar sem
greni er stungið upp þannig að
veiðihundarnir gátu tætt refinn í
sig. Það er brot á veiðireglum þvi
hundana má aðeins nota til að
elta refinn uppi á víðavangi.
Karl prins hefur mikla
skemmtun af refaveiðum en talið
er að Díana kona hans sé þeim
mjög mótfailin.
Björguðu tólf
mönnumaf
norðurpólnum
Tólf mönnum var bjargað af
norðurpólnum um helgina eftir
að þeir höfðu orðið að hírast þar
í tvo daga í miklura kulda. Á mið-
vikudaginn hrapaði flutningavél
frá kanadiska flughernum nærri
pólnum. Með henni voru átján
menn en sex þeira létu lifið á slys-
staðnum. Mjög illa gekk að bjarga
mönnum vegna óveöurs og voru
margír þeirra sem af liföu illa
hraktir þegar þeir loks komust til
byggða.
Blásaáoliu-
elda í Kúveit
Slökkvfiiðsmenn frá Ungveija-
landi hafa fimdið upp nýja aðferð
til aö ráða niöurlögum eldanna í
oliulindum Kúveits. Ráöið er að
blása á eldana eins og kerti.
Til verksins hafa þeir gamlan
skriðdreka af sovéskri gerð og
setja á hann tvo þotuhreyfla úr
Mig-herþotu. Skriðdrekanum er
ekið aö eidimun og blásið á hann
með hreyflunum auk þess sem
vatni er dælt yfir allt saman.
Betlurumekið
brottfyrirráð-
stef nu um fátækt
Lögreglan í Colombo á Sri
Lanka smalaði saman öllum betl-
urum í borginn og ók þeim á brott
áður en gestir á ráðstefnu um
fátækt komu þar saman. Eitt
helsta umræðuefnið á ráðstefh-
unni á að vera hvernig unnt sé
að bæta kjör fólks í borginni og
viðar f þessum heimshluta. Lög-
reglan segir að fólkinu hafi verið
komið fyrir í endurhæfingarbúð-
um. Reuter
„Þetta var þrauthugsað hryðju-
verk. Maðurinn skipulagði moröá-
rásina í smáatriðum áður en hann
lét til skarar skríða," sagi J. Patrick
White, saksóknari í Iowa í Banda-
ríkjunum, um morð á fjórum mönn-
um í háskólanum þar í borginni.
Tilræðismaðurinn hét Gang Lu og
var af kínverskum ættum, stúdent
viö háskólann. Hann svipti sig lífi
eftir árásina. A laugardaginn kom
Lu vopnaður 38 kalíbera skamm-
byssu í skólann. Hann skaut fyrst
þrjá kennara og síðan einn skóla-
bróður sinn frá Kína.
Lu skrifaði fimm bréf stíluð á ýms-
ar fréttastofur og bað skólafélaga
sína að póstleggja þau á tilteknum
tímum síðar. í bréfunum kemur fram
reiði Lus vegna þess að hann fékk
ekki stöðu við háskólann að loknu
doktorsprófi í eðlisfræði. Skólabróð-
irinn sem féll fékk stöðuna.
Menn kunnugir Lu segja að hann
hafi verið hæglátur maður og skarp-
greindur. Ekki er vitað til að hann
hafi áður gerst sekur um ofbeldi.
Samt hggur fyrir að hann skipulagði
morðin vel og myrti mennina með
köldublóði. Reuter
Glæpaflokkur
hefur ráðið 18
mönnum bana
Glæpaflokkur í Suður-Pakistan
myrti í síðasta mánuði 18 menn
af ýmsum ástæðum. Um helgina
voru fjórir drepnir og þá fundust
einnig lík 14 manna illa útleikin.
Mönnunum hafði veriö rænt fyrr
í mánuðinum.
Talið er að glæpamennimir
hafi ætlaö að fá lausnargjald fyrir
fólkið sem þeir rændu en flöl-
skyldur þeirra ekki getað reitt féö
af hendi. Lögreglan segir að hún
hafi drepið um 400 glæpamenn í
héraðinuásíðastaári. Reuter
DA NSKIR
DAGAR
ÞÉR í HAG
Hátt í 200 danskar vörur á
kynningarverði
Sumar vörurnar eru meira
að seaia á
Kaupmannanafnarverði!
Danska eldhúsið
Kynning á sérlöguðum dönskum
kjötvinnsíuvörum fer fram
í öllum verslunum Miklagarðs og
í Kaupstað. Par býðst gestum að
smakka ekta danskan
heimilismat, svo sem spægipylsu,
svínasultu, danskunna
jvlsu og svo auðvitað
Janskar "frikadeller".
Algjört nammi.
ÞERIHAG
Allt hráefni í bennan prýðisgóða
mat býðst á kynninaarverði -
jgfnvel Kaupmannanafnarverði!
A Dönskum Dögum er
megináhersla íogð á mikið og
ott úrval afdanskri vöru á
agstæðu verði í samræmi við
kjörorð daganna: Pér í hag!
I
Donskir kjöthöggsmenn
sýna það í Miklagarði v/Sund og i Kaupsiað bvernig
Danir hluta kjöt. Jafnframl rabba þeir á "íslensku"
við viðskiplavini um kjötskurð, kjötvinnslu og danska
matreiðslu.
Radio Danmark
"Radio Danmark" (sérrás Danskra Daga) flytur danska
slagara, slúður, tilkynningar, lög og létt rabb í öllum
verslunum Miklagarðs og í Kaupstað alla dagana.
Daglegir vinningar á Bylgjunni
Gestagetraun verður í gangi og dregið daglega um
vinninga á útvarpsstöðinni Bylgjan, í fyrsta
dagskrárþætti eftir hádegi.
Meðal daglegra vinninga má nefna:
Innkaupakörfufylli afdönskum vörum, stórir
LEGOkassar og danskar kvikmyndir á myndböndum.
Aðalvinningur er Frigor frystikista að verðmæti
kr. 34.500. Hún verður dregin út síðasta daginn í
Miklagarði v/Sund.
H.C Andersen söguhorn
í sjónvarpsherbergjum Miklagarðs v/Sund og
Kaupstaðar verða fóstrunemar sem lesa ævintýri
H.C. Andersen fyrir börnin öll síðdegi og báða
laugardagana.
LEGO kynning
I Miklagarði v/Sund komast börnin ísnertingu við
ævintýraheim LEGO í risastórri LEGO uppstillingu.
Danskir dagar standa yfir í öllum verslunum Miklagarðs og
í Kaupstað. Þeim lýkur laugardaginn 9.nóvember kl. 16.00.
JXL
AIIKLIG9RÐUR
DA NSK/R^DA GA R
Einkennismerki Danskra Daga eru eins oa vördur vitt og breilt um allar verslanir Miklagorls og
Kaupstaðar og benda á bvar aanskar vörur á kynningarverÖi sé aö finna.
KAUPSTAÐUR