Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Page 11
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991. 11 33áralést eftirslagsmál Þrjátíu og þriggja ára gamall maöur frá Eqalugaarsuit, nærri Julianeháb á Grænlandi, fannst látinn á heimili sínu eftir slags- mál á laugardag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafði maðurinn lent í slagsmáium nærri heimili sinu og verið sleginn niður. Hann virðist hafa komist inn í húsið af sjálfsdáðum áður en hann missti meðvitund og andaðist, líkiega af innvortis blæðingum í höfði. Maður ur byggðarlaginu hefur viðurkennt fyrir iögreglu að hafa slegist við þann sem lést og slegið hann í höfuðið með einhverju hörðu. Sprengjunni var smyglaðum barnadeildina Sprengju, sem drap tvo breska hermenn á sjúkrahúsi í Belfast á Norður-írlandi á laugardag, var smyglað um barnadeild spítalans af frska lýðveldishemum, IRA. Richard Needham, ráðherra málefna Norður-írlands í bresku stjórninni, sagði í gær að þaö væri með eindæmum að IRA hefði dottið í hug að smygla tutt- ugu pundum af Semtex-sprengi- efni í gegnum bamadeildina. Sprengjan sprakk í þeirri deild sjúkrahússins þar sem særðir lögregluþjónar og hermenn liggja undir ströngu eftirliti vopnaðra manna. Ráðherrann sagði aö greinilega væri glufa í öryggisvörslunni og það mál yrði rannsakað. CIA-prestar gegn kommum Bandaríska leyniþjónustan, CIA, fjármagnaði leynisveit her- skárra jesúítakierka á Ítalíu til að berjast gegn útbreiðslu komm- únisma að stríðinu ioknu. Antonino Giiozzo, jesúítaprest- ur frá Sikiley og fyrrum leiðtogi leynisveitarinnar, skýrði frá þessu í viðtali við kaþólska tíma- ritið n Sabato. Sveitin starfaði frá 1955 til 1963. Kommúnistaflokkurinn á ítalíu óx hratt eftir stríð og varö sá stærsti í Vestur-Evrópu. Hann komst þó aldrei í ríkisstjórn. Embættismaður sektaðurfyrir sexhjákonur Kínverskur embættismaður, sem varð fyrir miklum áhrifum af bók sem heitir „Stórlaxar í Hong Kong“, kom sér upp sex hjákonum sem fæddu honum sjö börn. Kínverska dagblaðið skýrði frá því i morgun að Jiang Jiming, fyrrum verkstjóri í Guangdong- héraði i Suður-Kína, hefði verið í haldi í þrjá mánuði og sektaður um tæpar fimmtiu þúsund krón- ur eftir að hann var gripinn við fjárhættuspil hjá einni „eigin- konu“ sinni í júh. Jiang sagði yfirvöidum að hann hefði orðíö fyrir slæmum áhrif- um af borgaralegum þankagangi skáldsögunnar sem iýsir ástar- ævintýrum stórlax í Hong Kong. Eldur í húsi sovéskradáta Stór íbúðabygging yfirmanna sovéska hersins í borginni Legnica í suðurhiuta Póllands eyðilagðist af eldi á laugardags- kvöld. Grunur leikur á að pólsk ungmenni, sem voru að skemmta sér í diskóteki í húsinu, hafi kveikt eldinn. Ritzau og Reuter Útlönd MÍKRÓ FÆÐIÐ Örugg leið til að léttast varanlega Imelda komin heim Imelda Marcos, fyrrum forsetafrú á Filippseyjum, sneri heim í fyrsta sinn í morgun eftir tæplega sex ára útlegð í Bandaríkjunum. Þúsundir æstra stuðningsmanna Imeldu fógn- uðu henni við heimkomuna. Landgönguhðar og öryggisverðir höfðu ekki roð við æstum stuðnings- mönnunum og sjónvarpsfrétta- mönnum og lá nærri að Imelda væri kramin til bana á leið sinni í gegnum flugstöðina. Sonur hennar, Ferdínand „Bong- bong“ Marcos yngri, sem sneri heim í síðustu viku, tók á móti móður sinni með rauðum rósum. Salvardor Laur- el, varaforseti Filippseyja og and- stæðingur Aquino forseta, var einnig meðal þeirra sem tóku á móti Imeldu. Æstir stuðningsmenn hrópuðu: „Imelda, Imelda, við elskum þig.“ Einnig voru hafðir uppi borðar þar sem ,járnfiðrildið“ var boðið vel- komið heim. Imelda sagði við fréttamenn í flug- véhnni frá Hawaii að hana langaði til að hitta Aquino forseta til að ræða um væntanlega útfor Marcosar sem lést 1989. Aquino hefur neitað að verða við þeirri ósk. Stjómvöld á Filippseyjum hafa ákært Imeldu fyrir fjársvik. Reuter Imelda Marcos kom heim úr útlegð í morgun. Teikning Lurie Þ egar þú vilt grennast og tryggja varanlegan árangur er Undraverða Míkrófæðið öruggasta leiðin. Míkrófæðið er ekki niðurdrepandi meinlætalifnaður heldur fjölbreyttur og spennandi kostur, sem hjálpað hefur fjölda fólks víða um heim til þess að breyta lífsvenjum sínum til langframa. Þér mun líða vel á meðan þú grennist með örvandi hraða. Þú munt finna fyrir auknu þreki vegna þess að Míkrófæðið lætur þér í té það sem þú þarfnast af nauðsynlegum næringarefnum án þess að hitaeiningarnar fylgi með. Af því að þú veist nákvæmlega hversu margar hitaeiningar eru í hverri máltíð af Míkrófæðinu þarft þú ekki að telja þær né vega eða mæla það sem þú borðar. Þess vegna ná fleiri árangri með Undraverða Míkrófæðinu en nokkurri annarri aðferð. Hafðu samband eða komdu og við veitum þér persónulega ráðgjöf og stuðning alla leið að settu marki. ífU uni vite í S L A N D Laugavegi 95, 3. hæð (gegnt Stjörnubíói), sími 623230

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.