Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Síða 12
12
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991.
Spumingin
Ferðu með skóna til skó-
smiðs?
Dagný Hængsdóttir, nemi og húsm.:
Já, svona tvisvar í mánuði.
Bjarnrún Júlíusdóttir banka-
starfsm.: Já, stundum, svona tvisvar
til þrisvar á ári.
Ragnar Kristinn garðyrkjum.:
Stundum, kannski þriðja hvert ár.
Katrín Fjeldsted Jónsdóttir skrifstof-
um.: Já, þegar þarf að sóla.
Axel Karlsson bakari: Já, kannski
einu sinni á ári.
Sólrún Bjarnadóttir húsm.: Já, svona
einu sinni til tvisvar á ári, til að láta
sóla.
Lesendur
Stríðsógnir króat-
ísku þjóðarinnar
„ ... fjöldi Króata flýr heimili sín og aleigu, aðeins með óvissuna og óttann
í farteskinu.
A.K.E. skrifar:
Ég harma seinagang vestur-evr-
ópskra stjórnmálamanna, ríkja og
ríkjasambanda í að viðurkenna
Króatíu sem sjálfstætt og fullvalda
ríki og síðan önnur í kjölfarið sem
þess óska. Fólk horfir nú til Vestur-
landa vonaraugum og skyldi engan
undra því að fólkið hefur heyrt svo
ljúflega talað um réttlæti lýðræðis,
mikilvægi skilnings og ákveðna sam-
stöðu almennings í vestrænum lýð-
ræðislöndum gegn hvers konar kúg-
un og óréttlæti. Ætli okkur væri ekki
hollt að leiða hugann að því hvernig
fólkið, sem þarna býr, hugsar til okk-
ar sem höfum básúnað allt þetta en
höfum svo upp á eintóma sýndar-
mennsku og kjaftæði að bjóða þegar
til okkar er leitað. Sérstaklega nú,
þegar málum er svo komið að fjöldi
Króata flýr heimili sín og aleigu, að-
eins með óvissuna og óttann í far-
teskinu. En heldur enn í þá trú að
sagan góða um Davíð og Golíat geti
endurtekið sig.
Ég er ennþá að bíða eftir að sjá til-
kynningu um útifund tii að mótmæla
þessum ódæöisverkum sem þarna
eru framin með trúarhatur, valda-
græðgi og grimmd að leiðarljósi. Að
sjálfsögðu allt hvítþvegið með af-
söknum um meint áformað misrétti
gagnvart minnihluta Serba, búsettra
innan Króatíu. Allt þetta leiðir hug-
ann að því fólki sem þarna verst, illa
vopnum húið en með góðan málstað
og treystir á stuðning þeirra sem
halda uppi merki lýðræðis, frelsis og
mannúðar. Siðferðilegur stuðningur
kostar okkur svo lítið en skiptir fólk-
ið þarna svo óendanlega miklu.
íslenskir stjómmálamenn léðu
máls á góðu málefni Eystrasaltsland-
anna og þjóðin stóð óskipt að baki
þeim. Því er það von min að þeir
ræski sig og veiti Króötum sama lið-
sinni þó málefnið sé ekki nákvæm-
lega það sama. Ég þykist viss um
góðan vilja alls þorra fólks hér til
hjálpar bágstöddmn vegna neyöar-
hjálpar þegar söfnun hefst.
Ég læt öðrum það eftir að útskýra
og skrifa um tilefni og þann djúp-
stæða ágreining sem ríkir á milli
þeirra þjóða og þjóðarbrota sem áður
hétu Júgóslavía. Það er tilgangur
minn ög von að þetta pár mitt veki
einhverja til umhugsunar um ná-
ungakærleikinn og jafnvel hvetji fólk
til aö stinga niður penna og tjá sig
um máhð.
EES-samningurinn og ókostir sem fylgja
K.S. eldri borgari:
Ýmislegt gott og slæmt má segja
um samninginn um hið evrópska
efnahagssvæði, til dæmis er hætt við
að alls kyns fólk, sem ekki nennir
að vinna, hasli sér völl í miðbæ
Reykjavíkur með alls konar drasl til
sölu (oft eru eiturlyf með).
Ég hef séð slíkt erlendis og mér
fmnst hörmulegt að þetta fólk skuli
ekki rekið frá ýmsum stöðum, til
dæmis kirkju í miðri Berlín. Eg get
ekki horft upp á það að slíkt fólk
hasli sér völl við gamla Útvegsbank-
ann eða aðalpósthúsið í Reykjavík.
Önnur hætta, sem fylgir EES-
samningnum, er að til dæmis ÍSAL
léti flesta íslendinga fara og inn
kæmu til dæmis Tyrkir fyrir helm-
ingi lægri laun. Gæti þetta ekki gerst
þegar nýja álverið rís?
Við höfum þegar séð mjög ljót brot
hjá atvinnurekendumm hvað þetta
varðar, til dæmis hjá Nesskipi sem
rak íslensku sjómennina í land og réð
Pólverja í staðinn á lægra kaupi. Ég
spyr: Er þetta það sem EES-samning-
urinn býöur upp á?
Ég skora á ráðherra að svara þessu
strax.
Þjóðaratkvæði, tafarlaust, það er
rétta aðferðin til að kveða dóm um
þetta viðkvæma mál.
Við hvaða réttarf ar búum við?
annað um friðhelgi þína.
Þú, íbúi góður, skalt bara breyta
lífsvenjum fjölskyldunnar, til að
þóknast alræðisvaldinu. Til að fá
notið ákvarðana þess borgar þú jú
skatta. Hlutfall þeirra, til þessa mála-
flokks, hlýtur að vera mjög stórt.
Næsta skref þitt er væntanlega að
setja eigu þína á sölulista. Þá kemstu
að því að enginn, sem veit við hvað
er að búa, vill kaupa. Þú ert ekki
lengur bara réttlaus, þú er líka orð-
inn eignarlaus. Slíkt er alræðisvaldið
og var svo einhver að tala um Aust-
ur-Evrópu.
... þó lög þessa lands segi allt annað um friðhelgi þína.“
H.H. skrifar:
Hvort skyldi það vera svæðisstjórn
fatlaðra eða félagsmálaráðuneytið,
sem ræður búsetu ófatlaðra ef ein-
hverjir eru enn eftir í þessu landi?
Það kom í ljós við úrskurð dóms-
valda varðandi lögbannsbeiðni íbúa
í Reykjavík að ófatlaðir eiga sér eng-
an friðhelgisrétt lengur.
Þú, lesandi góður, getur reynt aö
tryggja rólegt og öruggt umhverfi
þitt og þinna. En þegar kemur aö
tækifærissinnuðum ákvörðunum fé-
! lagsmálaráðuneytis, svæðisstjórnar
j fatlaöra eða félagsmálaráða sveitar-
félaga þá ertu orðinn réttlaus maður.
Alræðisvaldið er í höndum þessara
stofnana, þó lög þessa lands segi allt
Hringið í síma
27022
milli kl. 14 og 16
-eða skrifið
ATH.: Nafn og símanr. verður
að fylgja bréfum
Boðpáfa
Margrét skrifar:
Mér finnst Ólafur Skúlason
biskup hafa sýnt mikinn kot-
ungshátt þegar hann afþakkaði
boð páfa til Vatíkansins. Jóhann-
es Páll páfi er einn mesti friðar-
og mannréttindavinur sem nú er
uppi. Það er því skaði að biskup
íslands skuli ekki hugsa hærra
og þiggja boð hans.
Ég var mjög fegin að það var
Pétur Sigurgeirsson sem var
biskup íslands þegar páfinn
heimsótti island fyrir nokkrum
árum.
Frábærþjónusta
Agnar Tryggvason hringdi:
Eg og kona mín vorum á Spáni
nú fyrir stuttu með Ferðaskrif-
stofu Reykjavíkur. Við flugum
heim 17. október síðastliðinn með
flugfélaginu Atlantsflug. í flug-
vélinni fengum við alveg frábæra
þjónustu. Starfsfólkið var kurt-
eist, almennilegt og vildi allt fyrir
okkur gera.
Við hjónin viljum skila þakk-
læti til Atlantsflugs og starfsfólks
þess en þó sérstaklega til einnar
flugfreyjunnar, Ágústu, sem
hugsaði svo vel um okkur í þess-
ari ferð.
Rollur
eyðileggja
Reynir Markússon hringdi:
Mig langar að koma því á fram-
færi til yfirvalda aö margar rollur
ganga lausar og eyðileggja garða
og gróður í Kópavogi og
Garðabæ. í Leirárdalnum í Fífu-
hvammslandi eru nokkrir kofar
sem roUur eru í. En girðingarnar
í kringum kofann halda ekki
þessum skepnum og því eru þær
lausar. Eyðileggingarmáttur
þeirra er miög mikill. Ég hef séð
þessar kindur bryðja aspirnar
sem Vigdís Finnbogadóttir forseti
setti niður í Smalaholti fyrir
norðan Vífilsstaði. Nú eru Kópa-
vogsbúar að setja niöur tré á
Rjúpnahæð en ef rollumar halda
áfram að ganga lausar verður
ekki mikið eftir af þeim trjám að
vori.
Einkennilegt
fréttamat
I.J. hringdi:
Mér finnst nokkuð einkennilegt
fréttamat útvarps og sjónvarps.
Nú er einn sögulegasti heimsvið-
burður að eiga sér stað í Madríd
en við íslendingar fáum engar
fréttir af því nema í gegnum er-
lendar fréttastofur, nema það
sem fréttaritari útvarpsins á
Spáni kemur með í pistlum sín-
um. Ef um væri að ræða heims-
viðburð í fótbolta eða handbolta
er ömggt að búið væri að senda
út heilan hóp manna svo hægt
væri að senda þetta hingað í
beinni útsendíngu. Það sama átti
sér stað þegar heimsmeistara-
keppnin í bridge átti sér stað. Þá
var ekki einu sinni haft fyrir því
aö hafa fréttaritara úti.
ísamkeppni
vfðhvali
Hlynur hringdi:
Eg heyrði i fréttum nú nýlega
að hvalir og önnur spendýr,
ásamt sjófuglum, éti um milljón
tonn af fiski hér við land á ári
hverju. Mér finnst þessi tala svo
ógnvænleg að ég get ekki orða
bundist. Nú þegar þorskstofhinn
virðist vera smátt og smátt að
hrynja er lífsnauðsynlegt að gera
eitthvað 1 þessum málum. Eða
ætla stjórnvöld að láta hvalina
éta okkur út á gaddinn? Það er
nauðsynlegt að hefja hér aftur
hvalveiðar sem allra fyrst. Einnig
þarf að fækka selnum verulega
hér viö land.