Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991.
15
Tvær hæpnar hugmyndir
Föstudaginn 17. október síöast
liöinn hélt Viöskipta- og hagfræði-
deild Háskóla íslands upp á fimm-
tíu ára afmæli sitt á sérstakri hátíð
í Háskólabíói, þar sem dr. Jónas
H. Haralz, fyrrverandi bankastjóri,
flutti aðalræðuna. Erindi Jónasar
var hið athyglisverðasta. Hann
taldi, að í heimskreppunni hefðu
tvær hugmyndir öðlast hér mikið
fylgi. Önnur er um sérstöðu íslend-
inga með þjóðum heims. Hin hug-
myndin er um gildi og nauðsyn
opinberra afskipta, og hefði hún
verið notuð sem eins konar lausn
hinnar fyrri: Opinber afskipti
hefðu einmitt verið rökstudd og
réttlætt með sérstöðu lands og
þjóðar.
ísland er sérstakt
- eins og öll önnur lönd
Báðar hugmyndirnar eru hæpn-
ar, eins og Jónas benti á, og hyggst
ég hér bæta nokkrum orðum við
skarplega greiningu hans. Auðvit-
að er það rétt, að íslendingar eru
um margt sérstakir. En allar þjóðir
eru sérstakar hver á sinn hátt.
Enginn maöur er sem betur fer al-
veg eins og annar, og engin þjóð
er heldur eins og önnur. Tvennt er
til dæmis sérstakt við ísland. Ann-
að er, hversu fámenn þjóðin er,
hitt, hversu samleit hún er. íslend-
ingar eru aðeins 255 þúsund tals-
ins, og hér skiptir ekki hörundsht-
ur, saga eða trú mönnum í tvær
eða fleiri fjandsamlegar fylkingar,
eins og við sjáum á írlandi og í
Króatíu. (Ef til vill bæta íslending-
ar sér þetta upp með óvenjulega
heiftúðlegum og heimskulegum
stjórnmáladeilum.)
Lögmál hagfræðinnar
gilda á íslandi
Þetta merkir þó alls ekki, að þau
lögmál, sem hagfræðingar og aðrir
KjaUarinn
Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
lektor í stjórnmálafræði
mannvísindamenn hafa fundið um
mannlegt hátterni, eigi ekki við á
íslandi. íslendingar eru nákvæm-
lega eins og aðrir menn í því, að
þeir bregðast við kostnaði af verk-
um sínum. Ef verð á vöru eða þjón-
ustu lækkar að öðru óbreyttu, þá
eykst eftirspurn eftir þessu. Ef
verðið hækkar hins vegar, þá
minnkar eftirspurnin. íslenskir at-
hafnamenn eru vafalaust hvorki
betri né verri en athafnamenn ann-
ars staðar: Hafi þeir svigrúm og
frelsi til athafa, þá munu þeir finna
greiðfærustu leiðirnar frá draumi
til veruleika. íslenskir stjórnmála-
menn eru flestir ekki heldur betri
né verri en stjórnmálamenn ann-
ars staðar: Fái þeir tækifæri til að
eyða almannafé í atkvæðakaup, þá
nota þeir það tækifæri.
Sömu lausnir og
annars staðar
Vegna þess að nákvæmlega sömu
lögmál gilda um mannlegt samlíf á
íslandi og annars staðar, má nota
sömu lausnir og annars staðar.
Lágir skattar, traustir peningar og
skýr fyrirmæli í lögum um réttindi
og skyldu borgaranna mynda um-
hverfi, þar sem atvinnulífið vex
örast og einstaklingarnir ná mest-
um þroska.
Hverju breytirfámennið
og samleitnin?
Ef eitthvað er, þá eru minni ríkis-
afskipti einmitt nauðsynlegri hér
en annars staðar vegna fámennis-
ins og samleitninnar. Samleitnin
felur það til dæmis í sér, að siðferði-
legt taumhald er sterkara en víðast
annars staðar. Hér getur enginn
horfið í skúmaskot neinnar stór-
borgar. Hér þarf þess vegna ekki
stranga löggjöf í siðferðilegum efn-
um: Almenningsálitið tekur af lög-
gjafanum ómakið. Annað dæmi er,
að vinnumarkaöurinn er hér til-
tölulega gagnsær. Menn hafa
sæmilega yfirsýn, éiga auðveldara
með að flnna vinnu við sitt hæfi
en gerist víða erlendis. (Þetta orða
hagfræðingar svo, að leitarkostn-
aður sé hér lægri en annars stað-
ar.) Þriðja dæmið er, að menn geta
hér frekar en annars staðar treyst
á sjálfvalda samhjálp, ef svo má
segja. Ejölskyldan og ýmis áhuga-
mannasamtök sinna hér verkefn-
um, sem ríkið tekur að sér annars
staðar. Dr. Stefán Ólafsson dósent
orðar þetta svo, að íslendingar hafi
valið velferðarþjóðfélag frekar en
velferðarríki.
Átökin um evrópskt
efnahagssvæði
Við þurfum að hafna afdráttar-
laust þeirri hugmynd, að sérstaða
íslands kreíjist víðtækari ríkisaf-
skipta en annars staðar. Við meg-
um ekki leyfa dalakofasósíalistum,
sem nú hafa sem hæst vegna samn-
ingsins um evrópskt efnahags-
svæði, að breyta íslandi í byggða-
safn, sem framtakssömustu ein-
staklingarnir hafa horfið úr. Við
verðum óhrædd að ganga til sam-
starfs við aðrar þjóðir um alþjóð-
legan markað, þar sem hver sinnir
því, sem hann getur gert betur en
annar, og alhr græða á öllum í
krafti verkaskiptingar og frjálsra
viðskipta. Átökin um evrópskt
efnahagssvæði eru, eins og Jónas
Haralz benti á í erindi sínu, öðrum
þræði uppgjör við úreltar hug-
myndir heimskreppunnar.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Ef eitthvað er, þá eru minni ríkisaf-
skipti einmitt nauðsynlegri hér en ann-
ars staðar vegna fámennisins og sam-
leitninnar.“
„Atökin um evrópskt efnahagssvæði eru, eins og Jónas Haralz benti á
i erindi sinu, öðrum þræði uppgjör við úreltar hugmyndir heimskrepp-
unnar.“
Það var ódýrt að
kynda sumarið 1991
- öll aukning niðurgreiðslna er fokin út í veður og vind
„Iðnaðarráðherra Alþýðufiokksins hafði ekki tryggt neina fjármuni í
þessu skyni.“
Síðastliðið vor lagði iðnaðarráð-
herra fram tillögu til þingsályktun-
ar um lækkun húshitunarkostnað-
ar. Þar var gert ráð fyrir jöfnun í
húshitunarkostnaði milli heitra og
kaldra svæða í þremur áföngum.
Iðnaðarráðherra Alþýðuflokksins
hafði ekki tryggt néina fjármuni í
þessu skyni. Hér var því bersýni-
lega um kosningaplagg að ræða,
innistæðulaust. Þegar núverandi
ríkisstjóm var mynduð var til-
kynnt að tekið yrði fyrsta skrefið í
þá átt að lækka húshitunarkostn-
aðinn á köldu svæðunum - fyrsta
skrefið af þremur. Það var gert. í
fréttatilkynningu iðnaðarráðu-
neytisins var gert ráð fyrir því að
reikningurinn fyrir ársupphitun
færi úr 90.000 kr. í 80.000 kr. Ekki
kom fram í þeim tilkynningum
hver ætti að borga brúsann en fuh-
yrt að það yrði gert af niður-
greiðslufé. Nú er fjárlagafrum-
varpið komið fram. Þar kemur í
ljós að ekki á að bæta neinu við í
niðurgreiðslu húshitunar. Og það
sem hefur gerst síðan er ekki síður
merkilegt: Með gjaldskrárhækkun-
um 1. júlí og 1. október er öll niður-
greiðslan horfin út í veður og vind.
Kosningatjaldið er fallið - eftir
stendur opið sviðiö og keisarinn er
ekki í neinu. Keisarinn heitir Jón
Sigurðsson.
Yfirtaka skulda lækkaði
orkuverð verulega
Hér verða rakin dæmi um þróun
orkuverðsins annars vegar hjá
Kjallarinn
Svavar Gestsson
alþingismaður
Orkubúi Vestfjarða og hins vegar
hjá Rafmagnsveitum ríkisins. En
áður en að því kemur er rétt að
minna á að fyrri ríkisstjórn yfirtók
skuldir af Rarik og Orkubúi Vest-
fjarða svo nam geysiháum upp-
hæðum. Samkvæmt mati, sem fyr-
l,; U/ liLSn ■ : 3.TLÍ í f I I5 (. ~l( -
ir liggur, nemur skuldayfirtakan
því að taxtarnir eru umtalsvert
lægri en án yfirtökunnar. Þannig
kemur fram í áhti Hagfræðistofn-
unar háskólans að orkuverðið væri
36,5% hærra hjá Rafmagnsveitum
ríkisins og 45% hærra frá Orkubúi
Vestfjarða ef stofnanirnar hefðu
þurft að bera skuldirnar að fullu.
í nefndaráliti, sem skilað var th
iðnaðarráðherra síðasthðið vor,
var miðað við 35.420 kílóvatts-
stunda ársnotkun til húshitunar.
Ef miöað er við 35 þúsund kíló-
vattsstundir á ári hefur ársreikn-
ingurinn þróast sem hér segir hjá
kaupendum húshitunarorku á
Vestfjörðum:
1. Miðað við verð eins og það var
á fyrstu fimm mánuðum þessa
árs var árskostnaður talinn kr.
83.700.
2. Eftir að ríkisstjómin ákvað nið-
urgreiðslur sínar síðasthðið vor
og eftir að OV hafði einnig
ákveðið hærri afslátt svo og
Landsvirkjun var kostnaðurinn
á ári kominn niður í 72.800 kr. á
r,LíSL>'.h iSDJt'iif.tf ££ ,;t x j.l 7.
ári.
3. Ríkisstjórnin féllst á hækkanir á
raforku frá Orkubúinu vegna
gjaldskrárhækkana Landsvirkj-
unar frá 1. október. Þá fór árs-
reikningurinn upp í 81.720 kr.
og er því í dag aðeins 1.920 kr.
lægri en hann var fyrir niður-
greiðsluhækkunina. Það gerir
fimm krónur og níutíu aura á
dag - og munar um minna.
Ef hins vegar er miðað við 40
þúsund kílóvattsstunda ársnotkun,
sem er algeng, htur reikningurinn
þarmig út:
1. Miðað við verðlag til maíloka
94.000 kr.
2. Miðað við verðlag í sumar 87.800
kr.
3. Miðað við verðlag frá 1. október
97.870 kr.
Með öðrum orðum verðlag á raf-
orku er nú hærra en það var til
notenda á Vestfjörðum. Ibúar Vest-
íjarða geta að vísu huggað sig við
það að það var ódýrt að kynda yfir
hásumarið.
Og að sjálfsögðu er dæmið svipað
hjá Rafmagnsveitum ríkisins:
1. Niðurgreiðslan er uppétin þegar
kemur yfir 35 þúsund kílóvatts-
stunda ársnotkun til húshitun-
ar.
2. Ef miðað er við 40 þúsund kíló-
vattsstunda ársnotkun hefur
orkuverðið hækkað um liðlega
7% frá síðastiiðnu vori áður en
niðurgreiðslurnar voru ákveðn-
ar.
Aht ber því að sama brunni: Nið-
urgreiðsluhækkunin er farin og
með óbreyttri krónutölu í niður-
greiðslur á næsta ári mun hita-
kostnaðurinn aukast hlutfallslega
enn frekar. Og þegar Alþýðuflokk-
urinn verður spurður um hita-
reikningana í framtíðinni mun
hann engu geta svarað öðru en því
að það hafi verið ódýrara að kynda
sumarið 1991.
Sýndarmennska er vissulega
vægt orð yfir þá blekkingarstarf-
semi sem Álþýðuflokkurinn iðkaði
fyrir kosningamar 1991 gagnvart
Kjósendum á „köldu svæöunum“.
Svavar Gestsson
„Og þegar Alþýðuflokkurinn verður
spurður um hitareikningana í framtíð-
inni mun hann engu geta svarað öðru
en því að það hafi verið ódýrara að
kynda sumarið 1991.“