Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991. GERUM GÖT Á EYRU ERUM NÝBÚIN AD FÁ NEFLOKKA HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG STOFNUÐ 1918 SÍMI 13010 Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. STÖÐVUM BÍLINN ef viö þurfum aö tala í farsímann! fi méumferðar m IV tf^FERÐ NÝ SENDING AF / •• HUSGOGNUM GLÆSILEGIR HORNSÓFAR, SÓFA- SETT, SVEFNSÓFAR OG BORÐ- STOFUHÚSGÖGM ÚRVAL ÁKLÆÐA _ Verð 86.000 staðgr. % húsgögn FAXAFENI 5, SÍMI 674080 - 686675 Fréttir Verður Snæfell víg- girt með skurðum? - fyrirhuguöum framkvæmdum Landsvirkjunar mótmælt Sigiún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstödum: „Á miðöldum var tíðkað að víg- girða borgir með göröum og skurð- um eða síkjum sem víða sér merki. Samkvæmt áætlun Landsvirkjunar um tilhögun Fljótsdalsvirkjunar er fyrirhugað að girða Snæfell og Snæ- fellshnjúka á svipaðan hátt - með stíflugörðum, uppistöðulónum og veituskurðum um það bil 3/4 úr hring, eða frá Snæfellsskála að vest- an, norður og austur í kringum fell- in, að Eyjabakkajökli í suðaustri. Um er að ræða eftirtaldar veitur: 1) Upptakakvíslar Sauðár, Grjótár og Hölknár, sem nú falla til vesturs í Jökulsá á Dal, verða stíflaðar og leiddar í skurðum yfir í Laugará en hún aftur í jarðgöngum ofan í aðal- göngin. 2) Hafursárkvísl verður tek- in beint í göngin. 3) Hafursá verður leidd í skurði inn í aðallónið inn að Eyjabakkajökli og verða það um 42 ferkílómetrar. Aðeins síðasttalda stíflulónið er beinlínis nauðsynlegt fyrir virkjun í Fljótsdal. Hinar veiturnar eru aðeins til að skrapa saman vatn í vorleys- ingum eða rigningum úr hlíðum Snæfells og hnjúkanna kringum það og skipta því engum sköpum fyrir virkjunina. Á hinn bóginn valda þær tiltölulega miklu raski á viökvæmu og óspilltu landi, sem þegar er orðið fjölsótt og vinsælt ferðamannasvæði, og hindra umferð um það.“ Þetta sagði Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur á Egilsstöðum, þegar hann var spurður álits á fram- kvæmdum sem Landsvirkjum hefur ákveðiö á svæðinu kringum Snæfell, en Helgi skrifaöi nýlega grein í Austra um þetta mál. Náttúruverndarsamtök Austur- lands, „NAUST“, og fleiri samtök eystra hafa þegar og munu mótmæla enn frekar þessum ákvörðunum Landsvirkjunar. Kristbjörg Krist- mundsdóttir, formaður NAUST, sagði að stjórn samtakanna hefði mótmælt eindregið þessum fram- kvæmdum vegna þess mikla rasks sem þær hefðu í för með sér, hve áberandi þær yrðu á vaxandi ferða- mannasvæði, hversu þær myndu hefta ferðir manna undir hlíðum Snæfells og þeirrar hættu á skemmd- um á náttúruperlum sem af þeim gæti hlotist. Þá átaldi Kristbjörg hve seint Landsvirkjun hefði kynnt virkjunar- framkvæmdir fyrir náttúruverndar- samtökum og heimamönnum þannig að fólk hefði alltof seint gert sér grein fyrir þeirri miklu röskun sem verður á landi bæði inn við Snæfell og í byggð. Ferðamálasamtök Austurlands munu og mótmæla ákveðnum atrið- um í fyrirhuguðum framkvæmdum við Snæfell, einkum aðveituskurðum viö Hafursá, þar sem þær munu valda sjónmengun og verða sem sár í lítt snortnu landi. Karen Erla Erl- ingsdóttir ferðamálafulltrúi sagði að samtökin teldu einnig að laugin við Laugará yrði í hættu en hún er orðin vinsæl hjá ferðafólki. Þessi laug er ein af fáum slíkum á Austurlandi. Vil gef a f ólki kost á að f ara í hrossasmölun Ur Laufskálarétt í Skagafirði. Jón Garðarsson, réttarstjori og bonai. - segir Jón Garðarsson, réttarstjóri í Laufskálarétt Hluti stóðsins á leið í réttina. Öm Þóraiinsson, DV, njótum: „Ég tel að við eigum að gefa að- komufólki kost á að fara í hrossa- smölun með okkur. Ég mun und- irhúa það í vetur og gefa fólki tæki- færi til að fara með þegar ég rek stóð- ið á afrétt næsta vor,“ sagði Jón Garðarsson, bóndi í Neðraási og rétt- arstjóri í Laufskálarétt, þegar frétta- ritari DV tók hann tali í stóðréttinni fyrir skömmu. Seint í sumar auglýsti Jón að hann hefði hross og húsnæöi ef fólk vildi koma norður og taka þátt í hrossa- smölun og réttarstörfum þegar stóði væri smalað úr afrétt Hóla- og Við- víkurhreppa. Það er ekki að orð- lengja að viðbrögð við þessari aug- lýsingu voru meiri en nokkum grun- aði. Alls sýndu 35 manns áhuga á að koma en vegna slæms veðurs dagana fyrir smölumna komu aðeinslS. Jþn sagði að það heföi í raun verið mjög heppilegt því hann hefði alls ekki verið undir það búinn að taka við svo miklum fjölda; hefði alls ekki grunað að svo mikil viðbrögð yrðu við aug- lýsingunni sem eingöngu var sett í tilraunaskyni. iJón sagði aö hann.' sæi lekkert ,því til fyrirstöðu að gefa fólki kost á að taka þátt í stóðrekstri hvort, sem væri að vori eða hausti. Hann ásamt fleiri bændum stefnir á aö hafa tals- vert af hrossum tiltækt þegar rekið verður á fjall að vori og gefa þannig ókunnugum kost á að kynnast hrossarehstó af ejginTatjn., Ul,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.