Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Síða 18
18
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991.
Merming________________________________ dv
Reyni að Ijá samskipti
mín við náttúruna
- segir Gunnar Öm sem heldur málverkasýningu á Kjarvalsstöðum
Gunnar Örn myndlistarmaöur. Samskipti manns við náttúru íslands er við-
fangsefni hans. DV-mynd BG
Gunnar Örn Gunnarsson mynd-
listarmaður opnaði málverkasýn-
ingu á Kjarvalsstöðum um helgina.
Gunnar er vel þekktur listamaður
hér heima og sums staöar úti í hinum
stóra heimi. Hann sýnir tiltölulega
ný málverk sem ekki hafa sést áður
á sýningu í Reykjavík.
Gunnar, sem býr í sveit fyrir aust-
an, hefur haldið málverkasýningar í
rúma tvo áratugi og hefur eins og
ílestir málarar, sem málað hafa þetta
lengi, tekið breytingum á listferli sín-
um sem vel eru sjáanlegar. Auk þess
sem sýning er á verkum hans á
Kjarvalsstöðum á hann myndir á far-
andsýningu um Norðurlöndin þar
sem eingöngu eru verk er tengjast
náttúrunni. Sú sýning er nú stödd í
Finnlandi. ■
Á liðnum árum hefur Gunnar Öm
haldið sýningar hér heima en auk
þess sýningar í mörgum stórborgum
víða um heim, meðal annars í jafn-
ólíkum borgum og New York, Sao
Paulo og Tokyo.
Verk eftir Gunnar Örn prýða víða
veggi í virtum söfnum. Guggenheim
í New York, Saubu í Tokyo, Moderna
Museet í Stokkhólmi og Listasafn
íslands eiga verk eftir Gunnar Öm,
svo fáein séu nefnd. Við litum inn til
Gunnars þegar hann var að leggja
lokahönd á uppsetningu á myndum
á sýningu sinn og spyrjum hann fyrs:
hvaö það sé að vera listarmaður.
„Að vera listamaður er að vera
manneskja sem fjallar um kjarnann
í tilverunni, að komast af einn dag í
einu í þeirri andlegu sambúð sem
maður á í með sjálfum sér. í listinni
er verið að takast á við eilífðarmálin,
hvernig maður er í afstöðunni gagn-
vart sjálfum sér og þá um leið gagn-
vart öðrum. Þegar þetta er gert er
maður kominn með pakka sem má
kalla á nútímamáli umhverfisvæna
list. Þetta er sköpunin. Annað er að
standa í sýningarhaldi, þá getur
listamaðurinn oft breyst úr því að
vera andlegur pælari með tilvistar-
málin á oddinum yfir í að verða upp-
tekinn af metingi, öfund og alls kyns
Fuglastríðið í Lumbruskógi er ný
dönsk barnamynd sem Regnboginn
hefur hafið sýpingar á. Það mundi
ekki þykja fréttnæmt nema fyrir það
að sett hefur verið íslenskt tal við
myndina, ekki eins og í teiknimynd-
um í sjónvarpinu, þar sem kannski
tveir leikarar tala fjölmargar raddir
heldur hafa verið fengnir okkar
helstu gamanieikarar til að tala inn
á myndina, má nefna Bessa Bjama-
son, Ladda, Sigurð Sigurjónsson og
Örn Árnason. Margir aðrir þekktir
leikarar ljá raddir sínar. Leikstjóri
íslensku talsetningarinnar er Þór-
hallur Sigurðsson. Auk þess ljá söng-
raddir sína Björgvin Halldórsson og
Sigríður Beinteinsdóttir. Þýðingu yf-
ir á íslensku gerði Ólafur Haukur
Símonarson.
Frumkvæðið að þessari skemmti-
legu nýjung í kvikmyndum hér á
landi á Jón Ólafsson í Skífunni en
hann rekur Regnbogann. Hann hefur
haft hug á að talsetja íslenska bama-
mynd frá því hann hóf rekstur kvik-
neikvæðum hlutum. Þetta er önnur
hliðin á listamanninum.
Listamaðurinn er að fjalla um sjálf-
an sig í tilvistarskynjun, hvernig
hann skynjar sjálfan sig í nútíman-
um og hann þarf helst að finna nýjar
leiðir til að koma þessum innri verð-
mætum á framfæri og þá erum við
að tala um þann tilvistargrunn
hvernig maður upplifir umhverfið
og hvernig maður síar inn áhrif. Eig-
inlega er sama hvaða meðal hann
notar, hvort það er pappír, litur,
keramik, kopar eða hvað sem er, það
er hans æðsta verk að koma því til
skila í gegnum þá miðla sem hann
tileinkar sér.“
- Hefur þú náð þessum markmið-
myndahússins. Þegar hann sá Fugla-
stríðið í fyrsta sinn var hann sann-
færður um að hér væri komin tilval-
in mynd til að setja tal inn á.
Það að talsetja kvikmynd er mjög
kostnaðarsamt eins og nærri má geta
og verður kvikmyndin að fá mikla
aðsókn ef endar eiga að ná saman.
Regnboginn fékk styrk úr norrænum
sjóði en að öðru leyti er verkefnið
íjármagnað af Skífunni. Jafnhliða
myndinni mun Skífan gefa út sam-
nefnda bók sem kemur út samtímis
á íslandi, í Svíþjóð og Noregi.
Fuglastríðið í Lumbruskógi fjallar
í stuttu máli um tvo munaðarlausa
gauksunga sem teknir eru í fóstur
af kolruglaöri uglu og vinalegum
grátitthngi. Allt er með feljdu í
Lumbruskógi þar til ungarnir Ólíver
og Ólafía komast að því að foreldrar
þeirra voru étnir af Hroða, ógnvaldi
skógarins. Þau ákveða að sáfna liði
til að lumbra á Hroða en ýmislegt á
eftir að gerast áður en það verður
að veruleika. ...II >
'um?
„Stundum, aldrei samt nógu vel.
Þegar ég horfi yfir þessi verk mín á
sýningunni hér á Kjarvalsstöðum
held ég að þetta sé bara skrambi góð
sýning, og mín besta sýning til þessa,
en alls ekki nógu góð. Ég þarf að
gera betur og sjálfsagt verö ég aldrei
fullkomlega ánægður."
Samskipti við
náttúruna
- Er eitthvað sameiginlegt með mál-
verkum þínum á sýningunni?
„Já, þau eiga það sameiginlegt að
ég er í þeim að reyna að tjá sam-
skipti mín við náttúruna þannig að
ég lít á þær á jákvæðan hátt, tel allt
Framleiðandi Fuglastríðsins er Per
Holst en hann á að baki meðal ann-
( ars. verðlaunamyndina um P.elle sig-
sem ég skapa jákvætt en ekkert nei-
kvætt. Einnig finnst mér í þessum
nýju verkum vera samruni á því sem
ég hef gengið í gegnum sem málari
og það er viss skírskotun í þeim til
gömlu verkanna."
- Þú býrð í sveit, hvers vegna?
„Viss þróun í mínu málverki varð
þess valdandi að ég kaus að flytja í
sveit. Náttúruskoðun var alltaf að
verða stærri og stærri hlutur í til-
veru minni og um leið kom hún inn
í myndflötinn. Það var því var ósköp
eðlilegt framhald að flytja í sveitina.
Þar hef ég meira næði, meira hús-
rými til að vinna í og er nær náttúr-
unni.“
- Þú segir að þessi sýning nú sé þín
besta sýning til þessa en hvernig
augum lítur þú á eldri verk þín í dag?
„Ég er búinn að standa í þessu í
tuttugu og fimm ár og nú fyrst er ég
aö sætta mig við málverkin sem ég
málaði fyrst en ekki millikaflann.
Þær elstu eru orðnar það gamlar að
ég horfi á þær allt öðrum augum.
Þær eru orðnar svo fjarlægar mér
þegar ég hugsa til baka að ég er far-
inn að njóta þeirra betur en ég tek
það fram að það er stutt síðan þetta
gerðist.
- Hvernig hagar þú vinnu þinni?
Ertu duglegri að mála á sumrin en á
veturna?
„Nei, alls ekki. Veturinn heldur
betur utan um mig. Hann einangrar
mig þannig að ég á betra með að ein-
beita mér. Ég er minna slitinn af
áhuga á skógrækt og öðru náttúru-
undri í okkar stórkostlega landslagi.
Ég geng til vinnustofunnar á veturna
án þess að líta til hægri eða vinstri
og er þetta ein ástæðan fyrir því að
veturinn hefur ávallt verið mikil
vinnutörn hjá mér. Ég er þá oft að
vinna úr skissum frá sumrinu áður.
Sumar mynda minna á sýningunni
eru málaðar úti en það er ekki hægt
við stærri myndirnar og þegar ég
mála skissurnar inni veröa ýfirleitt
til meiri fantasíur en hefðu orðið ef
ég hefði málað þær úti í sjálfri nátt-
úrunni." -HK
urvegara og er þegar búið aö selja
myndina til tuttugu landa.
Kjarval 09
Ásmundurí
Kringlunni
Verslunarmiðstööin í Kringl-
unni hefur hingað til ekki verið
mikill vettvangúr menningar en
nú á að breyta því og var opnuð
sýning á vegum Listasafns
Reykjavíkur og Kjarvalsstaða á
föstudag á verkum eftir Ásmund
Sveinsson og Kjarval á neðri
hæðinni. Er þetta liður í að kymia
söfnin og draga athygli almenn-
ings að þeirri starfsemi sem þar
fer fram um leið og ætlunin er
með þessari sýningu að breyta
Kringíunni i menningarsvæðí.
Einleiksverk með
ogánsegulbands
áCaput-tónleikum
Caput-hópurinn og Ung Nor-
disk Musik munu annað kvöld
standa fyrir tónleikum í Nýlista-
safninu. Á efhisskrá tónleikanna
eru einleiksverk, ýmist með seg-
ulbandi eða án. Þeir höfundar
sem eiga verk á tónleikunum eru
Lárus H. Grimsson, Bára Gríms-
dóttír, Helgi Pétursson, Ríkharð-
ur H. Friðriksson, Elín Gunn-
laugsdóttir, Arne Mellnás og
Brian Berneyhough. Óhætt er að
lofa nýjungum og spennandi til-
raunum á tónleikunum. Flytj-
endur eru Bryndís Halla Gylfa-
dóttir, Brjánn Ingason, Guðni
Franzson og Kolbeinn Bjamason
ásamt tækjum og tólum.
Spurningar um
líffiðtil umræðu
íGerðubergi
í Menningarmiðstöðinni í
Gerðubergi verður í kvöld dag-
skrá sem kallast Heimspeki
hvunndagsins og koma þar fram
heimspekingar til að ræða um
almenn hugtök sem varða alla og
allir þekkja en fáir gefa sér tíma
til að gaumgæfa. Til að mynda
spurningum um lífið; Beitum við
skynsemi, breytum við rétt eða
rangt, virðum við sannleikann
eða höfðum við til samvisku okk-
ar og annarra?
Heimur handa þér
Nú eru nýjar plötur farnar að
streyma á markaðinn og meöal
þeirra sem koma út á næstu dög-
um er ný plata frá Gísla Helga-
syni er kallast Heimur handa
þér. Gísli er auk þess að verða
þekktur fyrir störf sín með Is-
landicu. Hann er mjög fær blokk-
fiautuleikari og er einn örfárra
sem hafa lagt fyrir sig að leika á
þetta hljóðfæri. Öll lögin á plöt-
unni eru eftir Gísla og eru tvö
sungin. Meðal þeirra sem koma
fram með Gísla á þessari plötu
er Þórir Baldursson sem útsetur
öll lögin. Heimur handa þér hefur
rólegt yfirbragð en góðir sprettir
eru innan um. Þess má geta aö
eitt lagiö, Síðasta sumariö, er til-
einkað minningu Guðmundar
Ingólfssonar píanóleikara.
Umsögn umBlue
lceíjapönsku
tónlistartímariti
í sumar kom út blúsdiskurinn
Blue Ice með vinum Dóra, Jimmy
Dawkins og Chicago Beau. Disk-
ur þessi hefur greinilega farið
víða því að á.dögunum barst inn
á ritstjórn DV úrklippa Úr jap-
önsku tónlistartímariti þar sem
dómur var um plötuna. Var hún
í samantektardómi með ekki
ómerkari blúsmönnum en
Johnny Winter og Son Seals. Fær
Blue Ice góð meðmæli og segir
um Vini Dóra að það sé pottþétt
sem bakgrunnur fyrir Hawkins
og Chicago en öðruvisi en dæmi-
gert Chicago-blúsband. Þá er
upptakan sögð mjög fersk og lif-
áL
Islenskt tal sett á dönsku barnamyndina Fuglastríðið í Lumbruskógi:
Margir af þekktustu gamanleik
urum okkar liá raddir sínar
Fuglastríðið er teiknimynd sem öll börn geta glaðst yfir, hvort sem þau eru
læs eða ekki.
HK.
iM.