Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Síða 28
40 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991. ERFISDRYKKJUR LífsstHl í þægilegum og rúmgóöum salar- kynnum okkar. Álfheimum 74, sími 686220 Telepower Rafhlöður i þráðlausa síma: - Panasonic - Cobra - Bell South - Sony - AT*T Rafhlöður i boðsenda: - Paco - Maxon - Motorola - General Electric o.fl. RAFBORG SF. Rauðarárstig 1. simi 622130. FYRIRTÆKI VERSLANIR EINSTAKLINGAR FÉLAGASAMTÖK Tek að mér uppsetníngu auglýsinga, kynningar- bæklinga, blaða og timarita og undirbúning þeirra fyrir prentun. Leita tílboða i prentun og bókband. Skrautríta og útbý tilkynningar. FRENT- ÞJÓNUSTA M 91-42110 Borgarholtsbraut 51, 200 Kóp. - ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæði, þjónusta Rimlagluggatjöld í yfir 20 litum. Sérsniöin fyrir I hvern glugga eftir máli. Sendum í póstkröfu um land allt. Einkaumboð á íslandi Síöumúla 32 - Reykjavík Sími: 31870-688770 Tjarnargötu 17 - Keflavík Sími 92-12061 Glerárgötu 26 - Akureyri Sími 96-26685 \ Grænt númer: 99-6770 r/""- iíGrænt •'>///,it' Margir kostir við greiðslu- kortaviðskipti - segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna „Þaö hefur komið í Ijós, eins og Neytendasamtökin hafa bent á, að það eru ýmsir kostir við greiðslu- kortaviðskipti. í þessu máli. varð- andi sófasettin, hefur komið fram að ef neytandinn er svikinn um aíhend- ingu á vöru er það ákveðin trygging ef hann hefur greitt af sófasettinu með greiðslukorti," sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, í samtali við DV. Komið hefur fram að þeir sem hafa ætlað sér að nota greiðslukort í við- skiptum við verslunarfyrirtækið Framvís verða ekki fyrir neinu fjár- hagstjóni. Þeir sem hafa greitt inn á sófasett í beinhöröum peningum tapa að öllum líkindum þeim peningum. „Það eru ákvæði i alþjóðlegum samþykktum greiðslukortafyrir- tækja að neytandinn eigi kröfu á leið- réttingu. Neytendasamtökin hafa ít- rekað bent á að það eru ýmsir kostir og hagræði að greiðslukortaviðskipt- um. Við höfum hins vegar deilt viö greiðslukortafyrirtækin um ákveðin atriði. Það er fyrst og fremst um það hver á að greiða kostnaðinn af greiðslukortaviðskiptum. Nú er þaö svo að greiðslukortafyr- irtækin innheimta þóknun af versl- unum, mismikið eftir veltu og tegund greinar. Þessi kostnaður fer að sjálf- sögðu, eins og málum er háttað í dag, út í verðlagið eins og allur ann- ar tilkostnaður við sölu. Neytandinn borgar hann þegar upp er staðið. Það þýðir að viðskiptavinir, hvort sem þeir staðgreiða eða greiöa með greiðslukorti, þorga þennan kostnað í sameiningu. Þetta telja Neytenda- samtökin að sé rangt. Við teljum, ef fyllsta réttlætis eigi að gæta, að þeir þorgi tilkostnaðinn sem greiða með greiðslukorti. Þetta hefur verið Neytendasamtökin telja að greiðslukortaviðskipti eigi að byggjast á grundvelli viðskiptatrausts korthafa og útgef- anda. deiluatriði á milli okkar og greiðslu- kortafyrirtækjanna. Samkvæmt upplýsingum, sem ég hef fengið, á fyrirtækið engar eignir upp í kröfur þannig að það sem greitt hefur verið í peningum fyrir sófasett er glatað fé. Hins vegar þurfa þeir sem hafa greitt þetta með greiðslu- korti, raðgreiðslum, ekki að þorga neitt. Ef þeir hafa þegar borgað eitt- hvað fá þeir leiðréttingu. í flestum tilvikum er það þannig að það verður ekki innheimtur af þeim raögreiðslu- samningur. Þeir veröa að senda yfir- lýsingu með tveimur vottum um áð afhending sófasettsins hafi ekki farið fram,“ sagði Jóhannes. Greiðslukort út á viðskiptatraust „Við höfum aö auki gagnrýnt það að þegar gefið er út greiðslukort er það í raun ekki gefið út á grundvelli viðskiptatrausts þess sem fær greiðslukortið og þess sem gefur það út. Það er vegna þess að krafist er þess að komið sé með tryggingar- víxla með undirskrift áþyrgðar- manna. Neytendasamtökin hafa bent á að það tíðkist almennt ekki erlendis heldur einvörðungu hér. Hafi ábyrgðarmaður skrifað upp á trygg- ingarvíxil hefur það verið erfitt að fá undirskriftina ógilta á honum ef ábyrgðarmaðurinn treystir ekki korthafanum lengur. Við teljum að útgáfa á greiðslu- korti eigi fyrst og fremst að byggjast á viðskiptatrausti þess sem fær kort- ið og þess sem gefur það út. Um þetta höfum við deilt við greiðslukortafyr- irtækin. Ýmsir, meðal annars greiöslukortafyrirtækin, vilja túlka það svo að við séum almennt á móti greiðslukortum. Það er alrangt. Kortin hafa ýmsa kosti í för með sér,“ sagði Jóhannes að síðustu. -ÍS Neytendur Athugasemd frá Neyt- endasamtökunum í DV 30. október síðastliðinn er viðtal við undirritaðan um hvaða hag íslenskir neytendur heföu af evr- ópska efnahagssvæðinu (EES). Eins og skýrt kom fram í viðtalinu ræddi ég um EES eingöngu út frá neytenda- sjónarmiði. Því má auðveldlega mis- skilja lokaorðin sem höfö eru eftir mér sem allsherjar stuðningsyfirlýs- ingu við þessa samningsgerð, en þar segir: „ég hef því mikla trú á þessum samningum og finnst þeir vera hið besta mál“. Ég tók það einmitt skýrt fram er ég ræddi við viðkomandi blaðamann DV að ef ég heföi „neyt- endagleraugun" á nefinu teldi ég þetta vera svo. Samningurinn um EES er stærsti samningur sem ísland hefur gert við aðrar þjóðir. Það er því mikilvægt að allar hliðar hans liggi ljósar fyrir, bæði plúsar ogmínusar. Þeir sem eru í forystu Neytendasamtakanna fjalla að sjálfsögðu eingöngu um neytenda- þáttinn í þessum samningum og okk- ur þykir ljóst að þar eru plúsar. Hver og einn veröur að sjálfsögðu að meta fyrir sitt leyti plúsana og minusana, en til þess að það sé hægt þarf að fara fram ítarleg umræða þar sem fram koma allar staðreyndir, bæði jákvæðar og neikvæðar. Með viðtalinu var birt mynd undir yfirskriftinni „íslensk fjölskylda og EES“ og þar sem tíunduð voru íjöl- mörg jákvæð atriði varðandi EES. Að gefnu tilefni skai tekið fram að þessi mynd var alfarið unnin af DV, eins og raunar kemur fram á mynd- inni. Enda ræddi ég í viðtalinu aðeins fáein þeirra atriða sem fram komu á þessari mynd. Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Nýkomin er úi upplýsingarit um mikilvægustu atríði fasteignavið- skipta. I því eru upplýsingar og ábendingar um allt er varðar íbúðakaup fyrir almenning. Því er einnig ætlað aö vera til gagns fyrir bankamenn og stjórnarmenn í fé- lögum og húsnæðisnefndum sem fást viö íbúöamál. í uþplýsingaritinu er allmikið af eyðublöðum og skjölum sem eiga að auðvelda notendum aö átta sig á því hvernig íbúðakaup fara fram. Það er Páll Skúlason lögfræðingur j nýja ritinu eru upplýsingar um sem tók saman efnið. Bókin er í llest m ikil vægustu atrlði f asteí gna- A-4 broti og kostar 2.850 út úr búð. viðskipta. DV-mynd Hanna -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.