Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Qupperneq 29
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991.
41
Sviðsljós
Rás2á
íjölmiðlablús
Rás tvö brást skjótt við þeirri
áskorun að senda fulltrúa sína á fjöl-
miðlablúsinn á Púlsinum á föstu-
dagskvöldið.
Undanfarið hafa fjölmiðlarnir
skorað hver á annan að senda sinn
fulltrúa og hingað til hefur enginn
skorast undan.
Að þessu sinni voru það þau Georg
Magnússon, Lísa Pálsdóttir og Magn-
ús Einarsson sem mættu galvösk til
leiks og héldu uppi fjörinu við góðar
undirtektir gestanna.
Hátíðisdagur
fjölskyldunnar
Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi:
Grímur Gíslason, fyrrum bóndi og
oddviti í Saurbæ, og eiginkona hans,
Sesselja Svavarsdóttir, héldu upp á
gullbrúðkaup sitt þann 25. október
síðastliðinn.
En það voru ekki bara þau Grímur
og Sesselja sem héldu upp á daginn.
Sama dag áttu dætur þeirra Sigrún
í Saurbæ og Katrín á Steiná í Svart-
árdal afmæli og Sigrún hélt jafn-
framt upp á silfurbrúðkaup sitt með
eiginmanninum Guðmundi Guð-
brandssyni bónda í Saurbæ.
Sigrún fæddist á eins árs brúð-
kaupsafmæli Sesselju og Gríms og
Katrín á fjögurra ára brúðkaupsaf-
mælinu. Það er líklega einsdæmi hér
á landi að hjón eignist tvö börn á
brúðkaupsafmæli sínu.
Önnur börn þeirra hjóna, Sæunn
og Gish, eru skírð þennan dag og
systkinin öll giftu sig þennan sama
dag. Þá eru fjölmörg barnabörn skírð
og gift á þessum degi, þannig að alls
munu vera um 20 afmæli í fjölskyld-
unni þann 25. október á hverju ári.
Sannkallaður hátíðisdagur fjölskyld-
unnar frá Saurbæ.
Sesselja og Grímur ásamt börnum sinum, f.v. Gísli, Sæunn, Katrín og Sigrún.
DV-mynd Sigurður Kr. Jónsson
Slapp fyrir hom
Þau eru misjöfn verkin sem lögreglumennirnir okkar þurfa að vinna.
Þessi lögreglumaður forðaði æðarkollu frá bráðum bana á dögunum
þegar hún hafði komið sér fyrir i dekkjasamstæðu sem kveikt var í.
DV-mynd S
Þau líta bara nokkuð „prófessjónal" út. F.v. Georg Magnússon, Lísa Pálsdóttir og Magnús Einarsson.
DV-mynd RASI
Hefur slminn þinn happanúmer?
Símanúmer þitt
er númer
happdrættismiðans
Nú byggjum við nýja
sundlaug
fyrir börnin okkar
STYRKTARFÉLAG
LAMAÐRAOG FATLAÐRA
Háaleitisbraut 11-13, Reykjavík
Kaup á miða í símahappdrættinu styðja framkvæmdir félagsins í | Dágu fatlaðra barna
ni ÍÁN UDAGSTILE iOl D
| ALLA MÁNUDAGA j
ALLAR SPOLURA100 KR. ALLA MANUDAGA
SchviarzejTegger
i\ el r orren
COP
Schvarzenegger
. > iíihi.
j\ d r aren
COP <
SKEMMTILEG SKEMMTILEG
OPIÐ ALLA DAGA KL. 12-23
GRENSÁSVIDEO
.... er best
GRENSÁSVEGI 24, SÍMI 686635, VIÐ HLIÐINA Á LANDSBANKANUM