Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Side 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm - Auglýsíngar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991.
Slys í Óshlíð:
16og19ára
pilta saknað
Tveggja Bolvíkinga, 16 og 19 ára,
er saknað eftir að bíll fór út af Óshlíð-
arvegi við Seljadal skammt norður
af Hnífsdal á flmmta tímanum að-
faranótt laugardagsins. Bíllinn féll
um 10 metra niður og hafnaði í sjón-
um.
Tæplega tvitugur piltur komst lífs
af. Talið er að hann hafi kastast út
úr bílnum áður en hann lenti í sjón-
um. Leigubílstjóri, sem átti leið um
Óshlíðina, tók hann upp í búinn um
nóttina. Björgunarsveitarmenn frá
ísafirði og Bolungarvík hafa leitað
um helgina að þeim sem saknað er.
Aðeins hlutir úr bílnum hafa fund-
Jst.
-ÓTT
íþróttahöll í Kópavogi:
Endanlega
blásin út af
„Meirihluti bæjarstjórnar Kópa-
vogs, íjármálaráðherra og mennta-
jnálaráðherra hafa tekið sameigin-
iega ákvörðun um að hætta við bygg-
ingu iþróttahallar í Kópavogi. Bygg-
ingin þótti allt of dýr,“ sagði Gunnar
Birgisson, forseti bæjarstjórnar
Kópavogs, við DV í morgun.
Jón Hjaltalín Magnússon, formað-
ur HSÍ, mætti hjá borgarstjóranum
í Reykjavík í morgun ásamt forseta
ÍSÍ og formanni ólympíunefndar ís-
lands. Þar átti að fá endanlegt svar
borgarstjóra varðandi möguleika á
byggingu umræddrar hallar í
Reykjavík. -hlh
Grindavík:
Kjöti af heima-
slátruðu stolið
125 skrokkum af kjöti var stolið í
Grindavík um helgina. Kjötið er af
fé sem fjáreigendur í Grindavík
höfðu tekið sig saman um að slátra
heima fyrr í haust og heilbrigðisyfir-
völd höfðu bannað neyslu á.
Að sögn lögreglu er ekki vitað ná-
kvæmlega hvenær þjófnaðurinn átti
sér stað. En það var á laugardags-
kvöldið sem lögreglunni var tilkynnt
um hann. Kjötið var geymt í frysti-
gámi skammt frá þeim stað þar sem
kjötinu var slátrað. Rannsóknardeild
■““lögregunnar í Grindavík fær málið
til athugunar í dag.
-J.Mar
LOKI
Þetta ersvona nýmóöins
sauðaþjófnaður.
Þetlavar
meiri háttar
upplifun
„Þetta bar brátt að. Viö náðum í
konuna í efra Breiðholtið og flýtt-
um okkur niður eftir áleiðis að
fæðingardeildinni á bláum Ijósum.
En stúlkan var komin svo nálægt
fæðingu að við ákváðum að stoppa
á leiðinni," sagði Oddur Eiríksson
sjúkraflutningamaður í samtali við
DV stuttu eftir að hann og félagi
hans, Jón Pétursson, tóku á móti
barni i sjúkrabíl á Bústaðavegar-
brúnni um klukkan tvö aðfaranótt
sunnudagsins. Barninu, sem er
drengur, og móðurinni, Michelle
Árnason, 27 áraReykvíkingi, heils-
ast vel.
„Um það leyti sem við stöðvuðum
bílinn kom kollurinn á barninu í
Ijós. Viö tókum á móti og kölluðum
á neyðarbílinn. Áður en hann kom
var barnið fætt. Síöan var skilið á
milli í bílnum," sagði Oddur. Hann
sagði að þetta væri fyrsta barnið
sem hann tekur á móti í sjúkrabil:
„Ég hef áður komið i heimahús
aö fæðingu en þá var barníð kom-
ið. Við Jón skutum því að í gríni
þegar þetta var búið í nótt að það
ætti að skíra drenginn Jón Odd,“
sagði Oddur.
„Þetta er í fjórða skiptið sem ég
lendi í svona. En svona lagað er
hreinlega meiri háttar upplifun. Ég
held að það sé alveg klárt að dreng-
urinn eigi aö heita Jón Oddur,"
sagði Jón Pétursson félagi Odds
hlæjandi.
Samningatilboð ríkisins:
Sjúkraflutningamennirnir Jón Pétursson og Oddur Eiríksson stuttu eftir að þeir tóku á móti sveinbarni í sjúkrabil
á brunni á Bústaðavegi aðfaranótt sunnudagsins. DV-mynd S
Algjörlega
útíhött
„Menn geta gleymt þessu. Því fyrr
sem þeir gleyma þessu, þeim mun
betra. Þetta plagg er aigjörlega út í
hött,“ sagði Ögmundur Jónasson,
formaður Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, er DV spurði hann álits
á tilboði því sem samninganefnd rík-
isins lagði fram fyrir helgina.
Ögmundur sagöi að í tilboði ríkis-
ins segði að í komandi kjarasamning-
um væri ekkert svigrúm til al-
mennra launahækkana á næsta ári.
Gert væri ráð fyrir 2-3ja ára samn-
ingstíma. Þá væri gert ráð fyrir end-
urskoðun á launa- og lífeyriskerfi
ríkisstarfsmanna. Síðan segði:
„Samninganefnd ríkisins bendir á að
takist vel að innleiða framleiðni sem
hluta af launakerfi samhliða auknu
sjálfsforræði stofnana opnast betri
möguleikar á útboðum og einkavæð-
ingu á ýmissi þjónustu ríkisins."
„Þetta þýðir að við eigum að sitja
og hanna kerfi sem er líklegt til að
opna leið til þess að störf fólksins,
sem við erum að semja fyrir, verði
seld,“ sagði Ögmundur. „Loks vilja
þeir ráðast að fæðingarorlofi og veik-
indarétti." -JSS
Skákmótið í Tilburg:
Kasparov
sigurvegari
Heimsmeistarinn Kasparov hefur
þegar sigrað á skákmótinu mikla í
Tilburg þrátt fyrir tap gegn Anand í
12. umferð. Karpov vann Anand í 13.
umferð og þá tapaði Indverjinn mjög
óvænt biðskák sinni gegn Kamsky
úr 11. umferð. Lokaumferðin verður
tefld í dag og þá mætast Kasparov
og Karpov.
Staðan fyrir lokaumferðina er
þannig. Kasparov 9 v. Anand, Short
og Karpov l'A v. Kamsky 7 v. Tim-
man 6'A v. Kortsnoj 4‘A og Bareev
2 'A v. -hsím
Fjárhús og
hlaðafuku
„Það var um morguninn sem við
sáum að fjárhúsið og hlaðan voru
farin,“ sagði Guðrún Einarsdóttir,
húsfreyja á bænum Teigi í Hvamms-
hreppi í Dalasýslu.
Mikið óveður gekk yfir Dalasýslu
aðfaranótt sunnudags og urðu víða
skemmdir á mannvirkjum. Bifreið
eyðilagðist einnig á á Teigi. Engar
kindur voru í fjárhúsunum og lítið
hey í hlöðunni. Á bænum Rauð-
barðaholti losnaði járn af íbúðar-
húsi. Þá brotnuðu á þriðja tug raf-
magnsstauraíönundarfirði. -J.Mar
Laugardaga 10-17
Sunnudaga 14—17
TM-HUSGÖGN
SIDUMULA 30 SIMI 686822