Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Síða 5
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991.
5
Fréttir
Dagsbrún boöar félagsfund og blæs til sóknar:
Ekkert miðar í
sérkjaraviðræðum
- léitum eftir verkfallsheimild 1 dag, segir Guðmundur J. Guðmundsson
„Þetta er félagsfundur haldinn á
alvörustundu. Við höfum verið með
sérkjaraviðræður fyrir Dagsbrún í
gangi að undanfómu og það hefur
nákvæmlega ekkert hreyfst. Þess
vegna er fundurinn boðaður í dag.
Við munum þar leita eftir verkfalls-
heimild til handa stjórn félagsins og
við erum í raun að leita eftir harðri
afstöðu félagsmanna,“ sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson, formaður
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, í
samtali við DV.
Guðmundur var spurður hvort
búast mætti við verkfallsboðun ef
verkfallsheimild fengist á fundinum:
„Menn leika sér nú ef til vill ekki
að því að fara í verkfall í desember.
Desemberverkfall er desemberverk-
fall, það muna þeir sem tóku þátt í
einu slíku 1953. Það er hins vegar
gott að hafa verkfallsheimildina því
að það getur þurft að grípa til hennar
á ákveðnu augnabliki," sagði Guð-
mundur J.
í dag er boðaður félagsfundur hjá
Dagsbrún. Þar verður staðan í kjara-
samningunum rædd og óskað veröur
eftir verkfallsheimild.
Guðmundur J. sagði að vissulega
væri þungt fyrir fæti varðandi aðal-
kjarasamninga. Dagsbrún hefði að-
eins verið í sérkjaraviðræðum og þar
hefði ekkert miðað. Hann sagðist
gera sér grein fyrir því að hjá mörg-
um fyrirtækjum væri starfsemin að
hrynja og ef ekkert væri að gert
stefndi í fjöldaatvinnuleysi hér á
landi í vetur. Verkalýöshreyfmgin
stæði því frammi fyrir mjög miklum
erfiðleikum hvað varðaði gerð að-
alkjarasamninga.
-S.dór
Samþykkt Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæöis:
Sorpa fái að urða óbaggað
Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis
hefur samþykkt aö mæla með því að
Sorpa fái tímabundið leyfi til að urða
óbaggað sorp í Álfsnesi. Ekki er þó
ákveðið hvort eða hvenær urðun af
því tagi hefst því fyrst þarf hrepps-
nefnd Kjalarneshrepps að leggja
blessun sína yfir leyfið.
Að sögn Halldórs Runólfssonar,
heilbrigðisfulltrúa Kjósarsvæðis, er
samþykkt nefndarinnar á þann veg
að margoft hafi komið fram á fund-
um með forystumönnum urðunar í
Álfsnesi að þar eigi einungis að urða
baggað sorp. Hins vegar gerði nefnd-
in sér ljóst að mikið vökvainnihald
sorps breytti nokkru þeim áætlunum
sem gerðar hafi verið um urðunar-
svæðið í Álfsnesi. Þess vegna leggi
nefndin til við hreppsnefnd Kjalar-
neshrepps að Sorpu verði veitt leyfi
til urðunar á óbögguðu sorpi. Leyfið
verði veitt til bráðabirgða til eins
árs. Innan þass tíma verði þaö endur-
skoðað, meðal annars með tilliti til
mæhnga sem þá skulu hafa farið
fram á svæðinu.
Halldór sagði að leyfið væri veitt
með þeim skilyrðum að haft yrði
náið samráð við heilbrigðisfulltrúa
um fyrirkomulag á urðuninni. Þær
tegundir sorps sem urðaðar yrðu
þarna væru aðallega úrgangur hús-
dýra, ósöluhæf matvæli, dýrahræ,
sag, það sem félh th við niðuirif húsa
ogfleiraíþeimdúr. -JSS
UMBUÐAPAPPIR
GJAFAPAPPIR
í 20 cm — 40 cm — 57 cm rúllum fyrirliggjandi
A L M A N O K
1992
Borð — Vegg
KRAFTPAPPÍR
í 100 cm rúllum
Félagsprentsmiðjan hf.
SPÍTALASTÍG 10. SÍMI 11640. FAX 2952^
Anilínprent hf.
HOFI, SELTJARNARNESI, SÍMI 611976 1
NÚ ER VETUR GENGINN í GARÐ!
STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN
Á ÖLLUM OKKAR JEPPUM
FRAM TIL MÁNAÐAMÓTA
Greiðslukjör
við allra hæfi
eða góður
staðgreiðsluafsláttur.
92
Að sjálfsögðu eru
allir bílarnir
skoðaðir.
Raðgreiðslur
eða allt að 75%
lánað til 2ja ára,
óverðtryggt.
SS*©';
ÁV- ■
Við erum með
opið frá
kl. 9-18 mánudaga til föstudaga
og frá kl. 10-14 laugardaga.
1
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2, sími 42600
Skeljabrekku 4, 200Kópavogi,
Símar (91)642610 og (91) 42600