Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991. LífsstOl DV kannar verð í matvöruverslunum: Allt að sexfaldur munur á hæsta og lægsta verði - munurinn mestur á tómötum Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð í eftirtöldum verslunum: Bónusi, Hafnarfirði, Fjarðarkaupi, Hafnarfirði, Hagkaupi, Kjörgarði, Kjötstöðinni, Glæsibæ, og Mikla- garði, Garðatorgi í Garðabæ. Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til þess aö fá samanburð þar á miUi Meðalverð Græn vínber 150 125 | Kínakál JUU 250 153/ 210\ K : 200 150 100 75 100 I 50 12/9 26/9 30/10 20/11 12/9 20/9 30/10 20/11 Blómkál er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verð. Að þessu sinni var kannaö verö á tómötum, grænum vinberjum, kart- öflum, blómkáli, kínakáli, perum, gulrótum, sykri frá Dansukker, lambalærissneiðum, Maggi kartöflu- mús, Löwenbrau alkóhóllausum bjór og 700 grömmum af frystum frönsk- um kartöfium frá Þykkvabæ. Munur á hæsta og lægsta verði er mjög mikili á tómötum. Þar sem þeir voru dýrastir kostuðu þeir 399 krón- ur kílóið en ódýrastir voru þeir á 51 krónu kílóið í Bónusi en Fjarðarkaup seldi kílóið á 87 krónur. Munur á Perur 130 100 158 19/9 26/9 6/10 20/11 300 Tómatar 250 200 / 216 150 1°0 26/9 17/10 6/11 20/11 Kartöflur 40 20 10/10 17/10 6/11 20/11 hæsta og lægsta verði er 682%. Mun- 199 í Hagkaupi, 268 í Kjötstöðinni og ur á hæsta og lægsta verði á grænum 273 í Miklagarði en þau fengust ekki vínberjum er 173%. Verðið var lægst í Bónusi. í Fjarðarkaupi, 100 krónur. Það var Nokkur munur er á hæsta og lægsta verði á kartöflum en hann hefur oftast verið meiri í könnunum DV. Munurinn er 69 af hundraði. Lægsta verðið var að finna í Bónusi, 45 krónur kílóið, Fjarðarkaup með 62, Mikligarður og Hagkaup 74 og Kjötstöðin með 76. Blómkál fæst ekki í Bónusi en lægsta verðið var í Mikla- garði, 125 krónur kílóið. Næst kom verðið í Fjarðarkaupi og Hagkaupi 179 og í Kjötstöðinni 243 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 94 af hundraði. Munur á hæsta og lægsta verði á kínakáli er öllu meiri en á blómkáh eða 238%. Lægsta verðið á kínakáli var í Bónusi, 80 krónur, en síðan komu Fjarðarkaup og Mikligarður með 136, Hagkaup með 138 og Kjöt- stöðin 270 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verði á perum mælist vera 65%. Perur voru ódýrastar í Bónusi á 120, Fjarðarkaup seldi kílóið á 132, Mikligarður 159, Hagkaup 179 og Kjötstöðin 198. Gulrætur voru ódýrastar í Bónusi á 88 krónur kílóiö. Næst kom Mikli- garður, 97, Kjötstöðin, 137, Fjarðar- kaup, 165, og Hagkaup, 184 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 109%. Eitt kíló af sykri frá Dan- sukker er á svipuðu verði í saman- burðarverslununum og verðið fer lækkandi nú fyrir jólin. Lægst var Munur á hæsta og lægsta verðí er mestur á grænmeti og ávöxtum. DV-mynd BG Kínakál stór- hækkar í verði - en perur lækka í verði Hæsta og lægsta verð Sykur Verð á grænmeti og ávöxtum fer ýmist hækkandi eða lækkandi efdr tegundum en helst í fáum tilfellum stöðugt. Meðalverð á grænum vín- beijum er einna stöðugast af þeim tegundum sem teknar voru í könn- uninni nú. Meðalkílóverð er yfirleitt rúmlega 200 krónur en fór niður fyr- ir 200 króna markið í lok september. Meðalverðið nú er 210 krónur. Verðsveiflur á meðaiverði kínakáls eru ótrúlega miklar. Þegar verðið vr lægst, í síðari hluta september, var það 74 krónur en er nú 153 krónur. Meöalverðið hefur því meira en tvö- faldast á tveimur mánuðum. Meðal- verð á blómkáli nær tvöfaldaðist frá septemberlokum til 10. október en hefur síðan lækkað nokkuð. Meðal- verð er nú 182 krónur. Meðalverð á perum hefur verið á stpðugri niðurleið frá miðjum sept- embermánuði. Þegar það var hæst var það rúmar 190 krónur en er nú komið niður í 158 krónur. Tómatar voru á rúmlega 160 króna meðalkíló- verði mánaðamótin september okt- óber en hækkuðu um 50 krónur í október. Meðalveröiö hefur örlítið lækkað síðustu vikur og er 216 krón- ur nú. Meðalverð á kartöflum lækk- aði lengi vel og var komiö í 49 krónur fyrir hálfum mánuði. Meðalverðið hefur hækkað um 17 krónur síðan þá og er nú 66 krónur. -ÍS Hæst Lægst Lambalærissn. 1400 Fjarðar- *®."P Hæst Lægst Löwenbráu 100 Gulrætur Hæst Lægst 80 60 40 20 Hagkaup Hæst Lægst Kartöflumús 100 75 50 25 Bónus Hæst Lægst Franskar kart. 250 Bónus Hæst Lægst verðið í Bónusi, 46 krónur, Síðan kom Fjarðarkaup með 48, Hagkaup með 50, Mikligarður 54 og Kjötstöðin með 64. Munur á hæsta og lægsta verði er 39 af hundraði. Lambalærissneiðar, fyrsti verð- flokkur, er á svipuðu verði í verslun- unum en þó lægst í Fiarðarkaupi. Þær fengust ekki í Bónusi en verðið í Fjarðarkaupi var 939, í Kjötstöðinni 1.107, í Miklagarði 1.115 og 1.198 í Hagkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði er 28%. Maggi kartöflummús kostaði 58 krónur í Bónusi, 63 krónur í Hag- kaupi, 64 í Fiarðarkaupi en 69 krónur í Kjötstöðinni og Miklagarði. Munur á hæsta og lægsta verði á kartöflu- mús er 19 af hundraði. Löwenbráu bjór fékkst aðeins í tveimur af fimm verslunum og virðist sem þessi teg- und sé að detta út af markaðnum hér. Hann kostár í flöskum 69 krónur í Hagkaupi en 71 krónu í Fjarðar- kaupi. Þykkvabæjar franskar kart- öflur voru ódýrastar í Bónusi á 165 krónur, 700 gramma pakki. Næstó- dýrastar voru þær í Hagkaupi á 181. Verðiö var 199 í Miklagarði, 203 í Fjarðarkaupi og 218 í Kjötstöðinni. Munur á hæsta og lægsta verði er 32%. -ís * tm ttftðtti; *-« Lit Kft^aiauctixi i.liiiil i Sértilboö og afsláttur: i*ii x r á í Bónusi í Hafnarfirði eru eld- húshnífar ásértilboðsverðinu 199 krónur. Að auki var á sértilboði Opal súkkulaðihiúpur í bakstur, 200 g, á 67 krónur, kókosmjöl, 500 grömm, á 66 krónur og Eldorado grænar baunir i dós, 400 grömm, sem eru seldar á 46 krónur. í Fjarðarkaupi var hægt að kaupa Gerber bamamat í krukk- um, 12 saman, á 459 krónur, og hverri tylft fylgdi barnaleikfang. Allt Gluten pasta var á sértilboðs- verði, skrúfur, spaghetti og skíf- ur. Einnig Sunquik þykkni með hristara, 840 ml, á 366 og Dixcel ekstra þykkar eldhúsrúllur, 2 saman í pakka, á 139 krónur. Hagkaup í Kjörgarði bauð á sértilboði frosna kjúklinga á 389 krónur kílóið, Eðalkakó, 400 g, á 129, Finax hveiti í tveggja kilóa pakkningum á aðeins 65 krónm- og Quantalope melónur á kíló- verðinu 199. Kjötstöðin í Glæsibæ er meö léttreyktan lambahrygg á kíló- verðinu 795 krónur, egg eru á 240 krónur kílóið, eldhúsrúllur meö jólamynstri á 78 krónur og Green Giant heill aspas í dós, 425 grömm, á 269 krónur. í Miklagarði í Garðabæ voru á sértilboöi Nóa/Siríus kattatung- urnar vinsælu í 200 gramma pökkum á 387 krónur, Hellas lakkriskonfekt, sem upplagt er að kaupa fyrir jóhn, á 539 krónur kílóíð, einnig hvítkál, sem kostar aöeins 39 krónur kílóið, og Hy Top tómatsósa, 794 grömm, á 99 krónur. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.