Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991. 11 Utlönd Allir hituðu te eftir heimkomu Waites Myrti sex konur líkartengda- móðursinni Ástralskur bökusölumaöur hef- ur viöurkermt að hafa myrt sex fullorðnar konur vegna þess að þær líktust tengdamóður hans um of. Konurnar voru á aldrinum 60 til 92 ára. Þær voru ýmist barð- ar til bana eða kyrktar. Morðinginn heitir John Glover, tveggja barna faðir á sextugs- aldri. Hann sagðist í yfirheyrsl- um hjá lögreglunni ekki hafa ráð- ið við sig þegar hann sá konum- ar. Tengdamóðirin bjó ámm sam- an á heimili mannsins og ríkti fullkomið hatur milli þeirra. Glover er lýst sem hæverskum manni og víðkunnanlegum. DóttirBrandosí morðrannsókn Cheyenne, dóttir Marlons Brando, var lögð inn á sjúkrahús til hvíldar um leið og hún kom til Tahítí vegna hugsanlegrar að- ildar að morði á elskhuga sínum. Undanfarið hefur Cheyenne oft reynt aö stytta sér aldur. Christian Brando, hálfbróðir Cheyenne, myrti Dag Drollet, elskuga hennar, á síðasta ári eftir að hún kvartaði undan barsmíð- um. Christian aiþlánar nú 10 ára fangelsi en dómsyfirvöld á Tahítí grunar að Cheyenne hafi átt þátt í morðinu. SSegiðaf kröfum umbrjóstmál lögreglukvenna Lögregluyfirvöld á Taiwan hafa ákveðið að fella niöur umdeilda reglugerð sem segir að lögreglu- konur verði að vera í það minnsta 81 sentimetri yfir barminn. Aðstoðardómsmálaráðherrann segir að hér eftir verið konum, sem sækja um störf hjá lögregl- urrni, ekki gert að sanna að þær séu nægilega vel á sig komnar líkamlega með því að gefa upp brjóstmál sitt. Karlmenn hafa ekki þurft að sanna hæfni sína með líkum hætti. 106 ára í barna- tannskoðun Albert Persson, 106 ára gamall maður i Bollnás í Svíþjóð, hefur fengið boð um að koma í lögboðna skoðun á bamatönnum sínum. Skoðunin tekur til allra sex ára barna 1 Svíþjóð þannig að boðin koma öld of seint. Albert hefur verið með falskar tennur í sextíu ár. Reuter og TT Rafkerfið á Bretlandseyjum ann- aði ekki þörfum neytenda aö lok- inni beinni útsendingu frá heim- komu Terrys Waite eftir nær fimm ára gíshngu í Líbanon. Sérfræðingar í rafmagnsmálum segja að svo virðist sem hver ein- Bað elskunnar með krossgátu Neil Nathanson, lagastúdent við Stanfordháskólann í Kaliforníu, datt niður á snjalla aðferð á dögunum til að biðja um hönd elskunnar sinnar, krossgátufikilsins Leslie Hamilton. Nathanson tókst að fá höfund krossgátanna í sunnudagsútgáfum tveggja blaða í San Francisco í lið með sér og búa til krossgátu þar sem bónorðið var borið upp. Krossgátuhöfundurinn Merle Re- agle bjó til krossgátu sem hljóðaði svona þegar lausnin var fundin: „Elsku Leslie, viltu giftast mér, Neil.“ Leslie féllst á bónorðið umsvifa- laust. Skötuhjúin hittust fyrir einu ári þegar þau voru bæði að glíma við krossgátur yfir matardiskunum á veitingastað einum. Reagle setti lykilspurninguna í miðju krossgátunnar en um allt voru tilvísanir í fortíð stúlkunnar, eins og ættarnafn hennar, uppáhaldshunda- tegund og hljóðfæri sem hún lék eitt SÍnn á. Reuter Sauð konuna sína, bútaði sundurog pakkaði inn Breskur flugvirki að nafni John Perry er grunaður um að hafa soðið konuna sína, bútað hana niður og pakkað líkamsleifunum inn rétt eins og hann ætlaði að hafa þær til taks við matargerð síðar. Fyrir rétti fullyrti læknirinn Don- ald Wayte að því væri líkast sem „kjötið hefði átt að fara í kássu.“ Hann sagöi einnig að mjög snyrtilega hefði verið frá öllu gengið. Konan hét Arminda. Hún var 27 ára gömul og kom frá Filippseyjum. Þau bjuggu í Wales. Perry neitar að hafa myrt konu sína en segist hafa komið heim einn daginn og þá fundið megna steikarlykt í íbúðinni. Skömmu síðar segist hann hafa fund- ið konu sína með þeim umbúnaði sem læknirinn lýsti. Lögreglan trúir ekki sögu mannsins. Reuter asti Breti hafi rokið til að lokinni útsendingunni og hitað sér te. Mjög algengt er að rafmagnsnotkun auk- ist skyndilega eftir vinsæla sjón- varpsþætti. Talsmenn rafmagnsveitnanna segja þó að sjaldan fari svo margir á sama tíma að hita teið sitt. Eina hliöstæðan er þegar sjónvarpað var beint frá brúðkaupi Karls prins og Díönu fyrir rúmum áratug. Bretar fögnuðu Waite sem þjóð- hetju þegaar hann kom heim. Þeir láta sem vind um eyru þjóta vanga- veltur um að hann hafi veitt banda- rísku leyniþjónustunni CLA upp- lýsingar og verið tekinn í gíslingu þess vegna. Reuter X Ávamót og veisla aldarinnar á íslenska kastalahótelinu í Torquay á Suður-Englandi. Brottför laugardaginn 28. desemher - 5 dagar 44.800 Flogid veró- | ur beint frá Keflavík til Exeter, sem er alþjóóa- flugvöllur um 30 kílómetra frá Torquay, einni stœrstu og eftirsóttustu ferðamanv.aborginni á „Ensku Rivierunni", um þriggja klukku- stunda akstur frá London. Búið veróur á þremur fyrsta Jlokks hótel- um, Cavendish, Livermeat House og ís- lenska kastalahótelinu Manor House. A gamlárskvöld veróur íslensk áramóta- veisla aldarinnar haldin á Manor House og hefst kl. 19.00 með kampavíni og sjö- réttaóri matarveislu ásamt tilheyrandi borövínum. Jslenskir leikarar og skemmtikraftar flytja annál ársins. Vinsœl bresk danshljómsveit leikur fyrir dansi fram á nýársdagsmorgun. A nýársdagskvöld er flogiö heim til Is- lands. og baóstrandarborg Englands. Þar er fjöldi skemmistaóa og veitingahúsa og boóið upp á fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferóir með íslenskum fararstjór- um. Meðal annars til London og dagsferð til eyjarinnar Jersey. Margir góöir golf- vellir eru í nœsta nágrenni og í eitt til tvö hundruö metra fjarlœgö frá hótelunum er stórt upphitað innisundlaugasvceði, meó vatnsrennibrautum og veitingastöðum. I borginni eru allar helstu stórverslanir Bretlands og liinar víöfrœgu árlegu útsöl- ur hefjast strax milli jóla og nýárs. Þessi einstæóa fimm daga áramótaferð kostar aðeins 44.800 og er þá innifalið flugferöirnar, ferðir milli Jlugvallar og liótela, gisting og enskur morgunveróur og áramótaveislan mikla meö réttunum sjö, kampavíni og boróvinum, skemmtiat- riðum og dansleik. Þar sem hér er um að ræöa oirúlega ódýra ferð, sem best sést á því að áramótaveisla af þessari stærðargráðu myndi varla kosta minna en tólf.til fimmtán þúsund krónur hér á landi, er vissara aó tryggja sér þátt- Matargerð er list og undirstaðan er úrvals hráefni mn SMJÖRLÍKISGERÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.