Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Qupperneq 14
14
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: '
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Framkvæmdasjóður
Framkvæmdasjóður hefur verið fremst í sjóðasukk-
inu. Opinberir „gjafasjóðir“ af því tagi hafa leitt illt af
sér. Ekki er nóg með, að milljörðum hafi verið sólundað
af almannafé, heldur hafa gjafir úr slíkum sjóði lengt
dauðastríð vonlausra fyrirtækja. Uppgjör, sem nú fer
fram um Framkvæmdasjóð, sýnir, að þar hafa farið í
vaskinn íjármunir, sem hefðu getað skipt miklu fyrir
atvinnulífið, fyrirtæki 1 arðbærum rekstri, hefðu slík
fyrirtæki getað fengið þá íjármuni að láni. Þess í stað
hefur fénu verið eytt í fiskeldi og Álafoss. Nú leggur
ríkisstjórnin til, að Framkvæmdasjóður verði lagður
niður. Vonandi verður þessi reynsla til þess, að horfið
verði frá þeirri stefnu, sem sjóðurinn hefur verið dæmi
um.
Stjórnmálamenn í ýmsum flokkum hafa að sjálfsögðu
verið með fmgurna í úthlutunum Framkvæmdasjóðs.
Þetta gildir til dæmis bæði um Steingrím Hermannsson
og Þorstein Pálsson. Svokölluð fortíðarvandanefnd rík-
isstjórnarinnar bendir í skýrslu á bréf Steingríms, í tíð
hans sem forsætisráðherra, þar sem hann mæltist til
þess, að Álafoss hf. fengi „fyrirgreiðslu“. Stjórn sjóðsins
taldi sjóðinn ekki ráða við þá fyrirgreiðslu, en þó var
hún samþykkt. Þetta er vafalaust aðeins eitt dæmi af
mörgum um, hvernig stjórnendur Framkvæmdasjóðs
létu undan pólitískum þrýstingi. Þorsteinn Pálsson hafði
afskipti af málefnum sjóðsins, þegar hann óskaði eftir
hundruðum milljóna til fiskeldis.
Fortíðarvandanefnd segir nú um stjórn sjóðsins: „Að
mati nefndarinnar bar sjórninni naumast skylda til að
fara að „eindregnum tilmælum“ stjórnvalda í þeim til-
fellum, sem þau fólu í sér, að hagsmuna sjóðsins sjálfs
var ekki gætt sem skyldi“.
Nefndin telur, að „afskipti stjórnvalda af útlánum
Framkvæmdasjóðs hafi orðið til þess, að afkoma hans
varð verri en ella hefði orðið“. Nefndin bendir á, að það
sé hlutverk stjórnvalda að hafa eftirlit með því, að sjóð-
ir og stofnanir hins opinbera starfi í samræmi við hlut-
verk þeirra. Þetta hafi farið forgörðum.
Þetta er í rauninni tiltölulega vægt orðalag um Fram-
kvæmdasjóð, með tilliti til þess, sem gerzt hefur, en að
baki þessum ummælum öllum liggur ferill sjóðasukks
og spillingar. Afkoma sjóðsins sýnir, hvað gerðist. Eigið
fé sjóðsins rýrnaði um 2,7 milljarða króna síðan í byrjun
árs 1986. Eigið fé Framkvæmdasjóðs er nú „neikvætt“
sem nemur 1,3 milljörðum króna, sem munu falla á
skattgreiðendur í landinu. Fyrirsjáanlegt er, að árin
1993-97 verði greiðsluhalli sjóðsins um 4 milljarðar
króna.
í ljósi þessa er fagnáðarefni, að stefnt er að því að
leggja sjóðinn niður. Ríkisstjórnin hefur lagt frumvarp
þess efnis fyrir þingflokka stjórnarliðsins í samræmi
við tillögur fyrrgreindrar nefndar. Skipa skal yfirtöku-
nefnd með fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, íjármála-
ráðuneytinu og Ríkisendurskoðun, og taki hún við eign-
um og skuldum sjóðsins. Sjóðurinn verður þá aflagður
sem slíkur og gerður að deild við Lánasýslu ríkisins.
Einhverjir landsfeðra okkar munu vonandi hér eftir
forðast að leggja að nýju inn á shka braut. Sporin hljóta
að hræða,
Skattgreiðendur munu á næstu árum borga brúsann.
Þeir munu fá reikningana fyrir þetta sukk með öðrum
reikningum sínum, meðan stjórnmálamennirnir bera
sakir hver á annan.
Haukur Helgason
,Greinilega eru skiptar skoðanir um til hvers biðleikur Atlantal-hópsins muni leiða,
Endurmat eftir
álstrandið
Atlantal-hópurinn ákvað á fundi
í Kaupmannahöfn 8. nóvember sl.
að slá á frest um óákveðinn tíma
ákvörðun um fjárfestingu í ál-
bræðslu á Keilisnesi. Iðnaðarráð-
herra fékk leyfi til aö koma þessum
skilaboðum á framfæri og það gerði
hann á sinn hátt á blaðamanna-
fundi þremur dögum síðar.
Viðbrögð fjölmiðla, stjórnmála-
manna og almennings við þessum
tíðindum hafa verið ólík eftir því
frá hvaða sjónarhóli menn hafa lit-
ið á málið til þessa. Áfall er algeng-
asta upphrópunin en aðrir lýsa yfir
fognuði með niðurstöðuna.
Aðeiga alltundir
útlendingum
Staðan í álmáhnu minnir okkur
óþyrmilega á hversu illt það er þeg-
ar menn eiga úrslit í stórmálum
algjörlega undir fjarlægum og
framandi hagsmunum. Sá sem
þetta ritar hefur lengi haldið því
fram að rangt sé að haga hér at-
vinnuuppbyggingu þannig að út-
lendir hagsmunir séu þar allsráð-
andi.
Deilur um þetta hafa einkum
tengst fjárfestingum í orkufrekum
iðnaði þar sem spurningin hefur
m.a. staðið um það hvort Islending-
ar ættu aðeins að framleiða og selja
orku en treysta alfarið á útlendinga
um sjálfan iðnaðarþáttinn, þ.e.
eignarhald á verksmiðjunum.
Eftir þessari forskrift var farið
þegar samið var við Alusuisse um
álbræðsluna í Straumsvík og henni
hefur verið fylgt frá 1983 í tilraun-
um íslenskra stjómvalda til að fá
erlend auðfélög til að fjárfesta hér
á landi í orkufrekum iðnaði. Þetta
hefur stundum verið kallað orku-
sölustefna til aðgreiningar frá
orkunýtingarstefnu undir forræði
íslendinga.
Rökin fyrir orkusölustefnunni
hafa einkum verið þau að alltof
mikil áhætta sé því samfara fyrir
íslendinga að gerast eignaraöilar í
stóriðjufyrirtækjum og við séum
hvort eð er áhrifalausir um mark-
aðsfærslu afurðanna sem sé háð
einokun fárra stórra aðila. Þaö vill
gleymast í umræðunni að fyrirtæki
í orkufrekum iðnaði eru misjöfn
að eðh og umfangi og að áhætta er
ekki síður tengd orkusölunni og
hagnaðarvonin þar að jafnaði
langtum minni en í sjálfum iðn-
rekstrinum.
Niðurstaðan af stóriðjustefnu
Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks um
átta ára skeið birtist okkur í því
að hætt var við að reisa kísilmálm-
verksmiðju á Reyðarflrði, ráðgerð
stækkun álbræðslu í Straumsvík
varð aö engu og draumurinn um
álbræðslu á Keilisnesi hefur nú
breyst í martröð.
011 hefur þessi viðleitni kostað
Kjallaririn
Hjörleifur Guttormsson
alþingismaður
mikla íjármuni og fyrirhöfn og það
lakasta er að önnur atvinnupp-
bygging hefur fallið í skuggann í
nærfellt heilan áratug.
Til góðs eða ills?
Greinilega eru skiptar skoðanir
um til hvers biðleikur Atlantal-
hópsins muni leiða. Það er ekki síst
undir því komið með hvaða hætti
íslensk stjórnvöld bregðast við
honum. Halda menn áfram að gæla
viö að þessi verksmiðja verði að
veruleika eða snúa menn sér fyrir
alvöru að öðrum og vænlegri verk-
efnum? í því sambandi er rétt að
hafa eftirfarandi í huga:
* Raforkusamningurinn við Atl-
antal felur í sér gífurlega áhættu
fyrir Landsvirkjun og aðra viö-
skiptavini hennar, miklu meiri
en skynsamlegt er að taka.
* Staðsetning verksmiðjunnar á
höfuðborgarsvæðinu væri
byggðapólitískt stórslys á sama
tíma og þrengir að í sjávarútvegi
og ekkert er gert til að hlúa aö
atvinnurekstri úti um land.
* Starfsleyfi fyrir álbræðsluna,
sem umhverfisráðherra hefur
lagt drög að og auglýst, er með
shkum endemum að gera verður
kröfu um endurskoðun þess frá
grunni verði verksmiðjan áfram
á dagskrá.
* Með ráðgerðum framkvæmdum
við verksmiðjuna og í virkjunum
sem henni áttu að tengjast var
búið að fylla upp í svigrúm til
fjárfestinga og binda hér hag-
stærðir í efnahagsmálum til
margra ára.
Vissulega er búið að verja miklum
íjármunum til undirbúnings þessa
máls, langtum meira en skynsam-
legt gat talist á meðan allt var í
óvissu um ákvarðanir. Hitt var þó
sýnu verra að ætla að ráðast í fram-
kvæmdir á þeim veika grunni sem
fyrir liggur eftir fiögurra ára samn-
ingaviðræður.
Notum tækifærið
til endurmats
Það ráörúm sem frestun ákvarð-
ana af hálfu Atlantal gefur ætti að
nota til að endurmeta stöðuna
varðandi atvinnuþróun í landinu,
að orkufrekum iðnaði meðtöldum.
Menn hafa ærin víti til að varast
frá liðnum áratug, auk erlendu
stóriðjudraumanna, m.a. offiár-
festingu í fiskeldi og loðdýrarækt.
Endurmatið á ekki að snúast um
að afskrifa einstakar greinar þótt
erfiðlega hafi gengið í þeim fram
tíl þessa, ekki heldur virkjun fall-
vatna og nýtingu orkunnar í iðnaöi
hérlendis. Miklu fremur þurfum
við að læra af mistökunum og leit-
ast við að skapa hér grundvöh til
fiölþættrar atvinnuþróunar sem
víðast á landinu að teknu tilliti til
verndunar umhverfisins.
Ein af forsendunum fyrir farsælh
atvinnuþróun er að hlúa sem best
að menntun í landinu, ekki aöeins
hefðbundinni skólagöngu heldur
og endurmenntun og símenntun
fólks í atvinnulífinu að stjórnend-
um meðtöldum. Annar þáttur teng-
ist rannsókna- og þróunarstarfi
sem hér hefur verið haldið í svelti
með hörmulegum afleiðingum, þar
sem iðulega hefur verið byijað á
öfugum enda í uppbyggingu heilla
atvinnugreina. Smáþjóð eins og ís-
lendingar þarf líka að gæta þess að
láta útlendinga ekki taka af sér
ráðin eins og álmáhð er lýsandi
dæmi um og verða mun í langtum
ríkara mæh ef við gerumst aðhar
að Evrópsku efnahagssvæði.
Hjörleifur Guttormsson
„Niðurstaðan af stóriðjustefnu Sjálf-
stæðis- og Alþýðuflokks um átta ára
skeið birtist okkur 1 því að hætt var
við að reisa kísilmálmverksmiðju á
Reyðarfirði, ráðgerð stækkun ál-
bræðslu 1 Straumsvík varð að engu og
draumurinn um álbræðslu á Keilisnesi
hefur nú breyst í martröð.“