Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991. FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991. 25 Iþróttir Iþróttir Frank Bruno rotar Hollendínginn i 1. lotu I gærkvðldi. Símamynd/Reuter Bruno rotaði Hollendinginn Breski hnefaleikakappinn, Frank Bruno, keppti í fyrsta skipti í þungavigt hnefaleikanna í gær- kvöldi eftir að hann tapaði fyrir Mike Tyson í slag um heimsmeist- aratitilinn 1989. Bruno kom vel undirbúinn til leiks og sigraöi hol- lenskan andstæðing sinn, John Emmen, í fyrstu lotu. Bruno haíöi vart svitnað er slakur andstæðing- ur hans lá á bakinu í hringnum, rotaður. -SK Bikarkeppnin í handknattleik: Guðmundur Hraíhkelsson, landsliðsmarkvörður 1 handknatt- leik, bjargaði liði sinu í gærkvöldi á síðustu stundu er Valur lék gegn Haukum í Valsheimilinu. Valur sigraöi naumlega, 27-26, og varöi Guðmundur vítakast Hauka þegar aðeins 10 sekundur voru til leiks- loka. Valdimar Grímsson og Brynjar Harðarson skoruðu 6 mörk hvor fyrir Val en Ingi Rafn Jónsson 5. Jón Örn Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Hauka og Petr Bamrauk 5. Víkingar komust í hann krappan gegn Breiðabliki í Víkinni í gær- kvöldi. Víkingur sigraði, 29-24. Blikar höfðu yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleik en Víkingar í leik- hléi, 14-13. Sex mörk Víkinga í röð eftir hlé gerðu síðan útslagið. Karl Þráinsson gerði 8 mörk fyrir Vík- ing og Bjarki Sigurðsson 7. Sigur- björn Narfason skoraði 6 fyrir UBK. ÍR vann b-hð KR með 22 mörkum gegn 37. Leikjum ÍBV og Stjörn- unnar og Þórs og Fram var frestað vegna þoku í Reykjavik. í kvenna- flokki sigraði FH Stjörnuna, 21-17, og Grótta vann Hauka, 12-16. Leik Vals og ÍBV var frestað. -SK/KG/RR/BÓ Knattspymuúrslit 1 Evrópu í gærkvöldi: Liverpool er komið í 4. umferð enska deildabikarsins í knatt- spymu eftir stóran útisigur, 1-4, gegn Port Vale í gærkvöldi. Li- verpool mætir Peterboro á útivelli í 4. umferö. í gærkvöldi sigraði Manchester City lið QPR á útivelli, 1-3, og City Ieikur í 4. umferð á heimavelli Middlesboro. Þásigraði Southamp- ton lið Sheffield Wednesday, 1-0, og mætir Nottingham Forest á úti- velli í 4. umferð. í 2. deild ensku knattspyrnunnar voru tveir leikir í gærkvöldi. Leic- ester og Bristol Rovers gerðu jafn- tefli, 1-1, og Newcastle vann Sout- hend, 3-2. í skosku úrvalsdeildinni urðu úrslit þessi: Aberdeen- Hearts 0-2, Celtic - Motherwell 2-2, Falkirk - Dunfermline 0-1 og St. Johnstone-St Mirren 1-0. • íitölskuknattspymunnigerðu AC Milan og Genoa jafntefli, 1-1. Skuhravy skoraði fyrir Genoa á 12. mín. en Marco van Basten jáfnaöi úr víti á 87. mín. Áhorfendur 77 þúsund. Milan hefur tveggja stiga forskot á Juventus á toppnum. • í Hollandi vann Ajax lið SW Dordrecht, 1-0, og PSV Eindhoven og FC Volendam gerðu jafntefli, 1-1. -SK NBA-deiIdin í nótt: Meistarar Chicago Bulls unnu góöan útisigur á Golden State Warriors, 108-112, í bandarisku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Þessi lið era efst í sínum riðl- um og Chicago hefur nú unniö flesta leiki í deildinni, 8 af 10. Miamí Heat, sem var mjög óvænt í efsta sæti Atlantshafsríðilsins, tapaöi fyrir Philadelphia 76ers, 114-107, og liöin höfðu þar með sætaskipti. Úrslitin í nótt urðu ann- ars þessi: Atlanta - Sacramento.......116-104 Detroit-Seattle........... 86-91 Dallas - NY Knícks........ 89-92 Boston - Indiana..........116-101 Orlando - Utah Jazz..... 102-107 SA Spurs -Mimiesota.......113-106 Charlotte - Cleveland.....109-108 76ers - Miami Heat........114-107 Phoenix -Denver...........113-97 Golden State - Chicago....108-112 Seattle komst að hlið Golden State á toppi Kyrrahafsriðilsins meö góðum útisigri í DetroiL -VS Enski landsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu, Gary Lineker, sem leikur með Tottenham, staðfesti í gær að hann hefði gert samning við jap- anska knattspymuliöið Crampus Eight í Japan og myndi hætta aö leika með Tottenham eftir yfir- standandi keppnistímabil. Áformaö er að stofna atvinnu- mannadeild í Japan 1993 og fær Lineker litlar 320 milljónir króna fyrir samninginn. Lineker, sem er 31 árs, raun letka sína síðustu lands- leiki fyrir England í úrslitum EM í Svíþjóð. • Don Howe var í gærkvöldi ráð- inn þjálfari hjá enska l. deildar lið- inu Coventry og tekur við starfmu af Mick Mills sem látimi var fara frá félaginu á dögunum. • Bruno Pasquale, varnarmaður Torino, var í gær dæmdur í 8 leikja bann í ítalska boltanum. Hann fékk rauða spjaldið gegn Juventus um síðustu helgi. Félagi hans, Roberto Policano, sem einnig fékk rautt spjald fékk fjögurra leikja bann. . -SK Undankeppni Evrópukeppni landsliða í knattspymu í gærkvöldi: Birkir hélt liðinu á floti gegn Frökkum - Frakkar unnu íslendinga, 3-1, og fara fyrstir með fuilt hús 1 úrslit Guðmundur Hilmarsson, DV, Paxis: íslenska landsliðið 1 knattspyrnu var engin hindran á vegi franska lands- liðsins í landsleik þjóðanna í París í gærkvöldi. Frakkar léku mjög vel og litlu munaði að íslensk knattspyrna yrði fyrir miklu áfalli. Lokatölurnar, 1-3, voru í sjálfu sér ekki svo slæmar en verri hefðu þær getað orðiö. Frakkar voru nær einráðir á vellinum allan leik- tímann og sóknir þeirra geysilega harð- ar. Sköpuðu þeir sér fjölmörg færi og það var aðeins snilldarmarkvarsla Birkis Kristinssonar sem bjargaði ís- lenska liðinu frá mjög stóru tapi. Það var strax ljóst í hvað stefndi. Frakkar byrjuðu af miklum krafti og hver sóknin á fætur annarri buldi á íslensku vörninni. Það var þó ekki fyrr en á 43. mínútu sem Frakkar komust yfir með marki frá Simba. Staðan 1-0 í leikhléi og okkar menn gátu þakkað fyrir að staöan var ekki enn verri í leik- hléi. Sigurður Grétarsson fékk eina umtalsverða tækifæri íslendinga í fyrri hálfleik. Eftir hornspyrnu nikkaði Pét- ur Ormslev knettinum inn á markteig- inn en laus skalli Sigurðar fór yfir mark Frakka. Betra í síðari hálfleik Strax á 8. mínútu síðari hálfleiks komst Amór Guðjohnsen einn inn fyrir frönsku vörnina en Bruno Martin varði skot hans vel. Ekki er gott að segja hvemig leikurinn hefði þróast ef Arnór hefði náð að skora. Þó voru Frakkar með leikinn í hendi sér og brátt fóru hlutirnir að gerast. Simba átti skalla í stöng á 13. mínútu síðari hálfleiks og fjórum mínútum síðar kom annað mark Frakka. Eric Cantona skoraði það eftir aukaspyrnu með skalla, óverjandi fyrir Birki. Og nokkrum mínútum síðar kom þriöja markið og aftur var Cantona á ferðinni eftir laglegt samspil Frakka í vítateig íslendinga. Þegar hér var kom- ið sögu hafði Eyjólfur Sverrisson komið inn á fyrir Guðmund Torfason og það var eins og við manninn mælt. Strax skapaðist hætta við mark Frakka og Eyjólfur skoraði glæsilegt mark á 26. mínútu síðari hálfleiks með nákvæmu skoti úr utanverðum vítateignum í stöng og inn. Stuttu síðar var Eyjólfur nálægt því að skora aftur en Martin markvörður varði laust skot hans af markteig. Yfirburðir Frakka og glæsilegur árangur Yfirburðir Frakka voru algerir í leikn- um og hefðu hæglega getað skorað 6-8 mörk í leiknum. Stórgóð markvarsla Birkis bjargaði íslenska liðinu alger- lega. Frakkar léku mjög vel, snöggir og leiknir með knöttinn, og íslenska hðið var ofurliði borið. Reyndar er það ekk- ert grín að leika á heimavelli franska landsliðsins í dag og þar fer án efa eitt besta landslið heims um þessar mund- ir. Frakkar unnu þarna áttunda sigur sinn í röð í Evrópukeppninni og fóru í gegnum undankeppnina án þess að tapa stigi. Ekkert lið hefur áður náð þeim glæsilega árangri í Evrópukeppni landsliða. Ekkerttil að skammast sín fyrir Úrslitin, 1-3, eru ekkert til að skamm- ast sín fyrir og í raun ágæt úrslit þegar styrkleikamunur liðanna er hafður í huga. Eins og áður sagði var Birkir yfir- burðamaður í íslenska liðinu og án efa er þetta hans besti landsleikur til þessa. Eyjólfur var hress þegar hann kom inn á og auðvitað átti hann að hefja leikinn í gærkvöldi. En þjálfarinn ræður upp- stillingu liðsins hverju sinni og við því er ekkert að segja. Varnarleikur ís- lenska liðsins var slakur ef þáttur Birk- is er undanskilinn en þó átti Kristján Jónsson góðan kaíla í upphafi leiksins. Frakkar voru nær einráðir í íslenska vítateignum og höföu ótrúlega yfirburöi í skallaeinvígjum. Þá voru miðjumenn slakir og töpuðu knettinum oft á slæm- um svæðum. Lið íslands: Birkir Kristinsson, Kristj- án Jónsson, Guðni Bergsson (Sævar Jónsson, 81. mín.), Pétur Ormslev, Kristinn R. Jónsson, Þorvaldur Örlygs- son, Arnór Guðjohnsen, Valur Valsson, Baldur Bjarnason, Guðmundur Torfa- son (Eyjólfur Sverrisson, 56. mín), Sig- urður Grétarsson, Sigurður fékk gult spjald hjá dómara leiksins, Svíanum Erik Fredriksson. Áhorfendur voru 35 þúsund. Kristján Jónsson hefur betur i baráttu við franskan varnarmann í gær- kvöldi. Birkir við öliu búinn í markinu. Símamynd Reuter Skotar áfram - og Þjóöveijar sluppu fyrir hom Skotar komast í lokaslaginn um Evrópumeistaratitilinn í knatt- spyrnu í Svíþjóð á næsta ári eftir að Rúmenar náðu aöeins jafntefli gegn Búlgaríu í gær, 1-1. Rúmenar voru miklir klaufar gegn Búlgöram og Hagi misnotaði meðal annars vítaspyrnu og fiölmörg dauðafæri Rúmena fóru fiandans til. • Heimsmeistarar Þjóðverja þurftu í það minnsta jafntefli gegn Belgum í gærkvöldi í Brussel til að tryggja sig í úrslitin. Það tókst og gott betur og eina mark leiksins skoraði gamla kempan Rudi Völler á 15. mínútu. Að vísu er enn fræði- legur möguleiki á því að heims- meistaramir komist ekki í úrslita- keppnina en til þess þurfa heims- meistararnir að tapa á heimavelli sínum í lokaleik riðilsins gegn Lúx- emborg. Þýski varnarjaxlinn Gu- ido Buchwald sagöi þó eftir leikinn í gærkvöldi gegn Belgum: „Við er- um öryggir meö að komast í úr- slitakeppnina í Svíþjóð.11 Hollendingar eru ekki öryggir ennþá • í gærkvöldi léku einnig Portúg- alir og Grikkir og lauk leiknum með sigri Portúgal, 1-0. Þar með ætti að vera ljóst að Hollendingar sleppa inn í úrslitin en þó verða þeir að ná jafntefli í leik sínum gegn Grikkjum í Aþenu þann 4. desember og líkurnar á að það tak- isterumiklar. -SK Stúf ar frá París Guðmundur HUmaisson, DV, Paris: & Það gekk ekki þrautalaust fyrir íslenska landsliðið að komast á keppnissta- að fyrir landsleikinn gegn Frökkum. Tveir lögregluþjónar á bifhjólum voru í fylgd með íslenska liðinu og liðkuðu til í umferðinni fyrir langferða- bíl hðsins. Gríðarleg umferð var á hraðbrautinni sem liggur frá hótelinu að miðborg Parísar, þar sem leikurinn fór fram, og gekk bifreiðinni hálfbrösulega að brjóta sér leið í kösinni. Svo fór að lokum að íslenska liðið kom til vallarins aðeins einum klukkutíma fyrir leik sem verður' að teljast frekar knappur tími fyrir stórleik í Evrópukeppni. Leika Skotar á Laugardalsvellinum næsta sumar Stjórnarmenn hjá KSÍ voru ánægðir þegar þeir fréttu að Skotar hefðu tryggt sér réttinn í lokakeppni Evrópukeppninnar í Svíþjóð á næsta ári. Ástæðan er sú aö Skotar hafa gefið íslendingum góðar vopnir um að leika á Laugardalsvelli gegn ís- landi í júní á næsta ári áður en þeir halda i úrshtakeppnina í Svíþjóð. Guðni vonast eftir að halda sætinu gegn Sheff. Utd Guðni Bergsson þurfti að fara af leikvelli þegar 10 mínútur voru eftir í gær. Guðni fann fyrir meiðslum í nára sem hafa verið að angra hann síðustu dagana. Guðni, sem er orðinn fastamaður í íiði Tottenham, sagði viö DV eftir leikinn að hann vonað- ist til að verða orðinn góður fyrir laugardaginn en þá mætir Tottenham Sheffield United í ensku knattspyrnunni. Platini og hans menn hylltir í leikslok Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem landslið í knattspyrnu vinnur riðil í undan- kleppni Evrópukeppninnar með fullu húsi stiga eins og Frakkar gerðu. Eftir leikinn í gær voru leikmenn franska liðsins hylltir af áhorfendum og Michel Platini var klappað lof í lófa fyrir frammistöðuna sem er einkar glæsileg. Þrír sigrar - tvö jafntefli -fimm ósigrar Leikur íslenska landsliðsins í gærkvöldi var sá í 10. í röðinni á þessu ári. Árangur- inn er þessi: Þrír sigrar, 4-1 gegn Möltu, 5-1 gegn Tyrklandi, 2-0 gegn Spáni. Jafn- teflin eru tvö; 0-0 gegn Dönum og 1-1 gegn Kýpurbúum. Fimm leikir töpuðust; 0-1 gegn Tékkum, Albönum, Wales, og B-liði Englands og 1-3 ósigurinn gegn Frökkum í gærkvöldi. Nýtt landsleikjamet á árinu hjá Knattspyrnusambandinu Nýtt met var sett hjá KSI í gær en þá var leikinn 41. opinberi landsleikurinn á þessu ári í knattspyrnu. Eru þá taldir með allir leikir unglingalandsliðanna þriggja og leikir a-landsliðsins. Verður Eyjólfur með í toppslagnum í Þýskalandi? Eyjólfur Sverrisson, sem skoraði mark íslands í gærkvöldi, fékk spark í ristina undir lok leiksins. í samtah við DV eftír leikinn sagði Eyjólfur að þetta hefði verið minni háttar meiðsli. Hann sagði ennfremur að hann byggist við að halda stöðu sinni í byijunarliði Stuttgart en liðið mætir Bayer Leverkusen í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Sagt eftir leik: Guðmundur Hflmarsson, DV, París: „Það hefur verið góður stígandi í liði okkar og ég get ekki verið annað en ánægður með leik minna manna hér i kvöld. Sér- staklega fannst mér Eric Cantona koma sterkur út en hann hefur oft fengið ómaklega gagnrýni. Það er of snemmt að spá í úrshta- keppnina í Svíþjóð á næsta ári en vissulega stefnum við á að verða í einu af efstu sætunum í keppninni," sagði Platini, þjálfari Frakka. „Markvörður íslenska Uðsins bjargaði ykkar liði frá mjög stóru tapi með frábærri markvörslu." Birkir Kristinsson „Ég fann mig mjög vel í þessum leik. Ég fékk strax nóg að gera í markinu og það hjálpar mark- verði að komast í takt við leikinn. Frakkar hafa frábæru hði á að skipa en við getum verið þokka- lega ánægðir með úrshtin eins og leikurinn spilaðist." Sigurður Grétarsson „Frakkar eru með geysilega heil- steypt og sterkt lið. Það kom mér á óvart hve grimmir þeir voru gegn okkur. Éyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður af okkar hálfu en þetta batnaði mikið í síð- ari hálfleik. Það sem helst vant- aði hjá okkur var að boltinn hélst ekki nægilega vel innan liðsins og þá hefur baráttan oft verið mun meiri í íslenska landshðinu. Ég veðja á Frakka sem næstu Evrópumeistara." Kristján Jonsson „Auðvitað hefur það sitt að segja að tæpur helmingur leikmanna íslenska liðsins hefur ekki leikið alvöruleik í mjög langan tíma. Hraðinn og snerpan er því minni og því eðlilegt að mistökin verði fleiri en ella. Það var erfitt að eiga við sóknarmenn Frakkanna, þeir voru hreifanlegir og skiluðu bolt- anum fljótt og vel frá sér.“ Arnór Guðjohnsen „Það verður bara að segjast eins og er að Frakkar voru miklu betri en við. Okkur gekk illa að ná upp spili og mér fannst við bakka of aftarlega á völlinn. Hvað færið varðar sem ég fékk, þá missti ég boltann of langt til hægri þannig að varnarmaðurinn náði að truíla mig.“ Eggert Magnússon „Ég er í heild ánægður með strák- ana en ég verð að hrósa Birki Kristinssyni fyrir frábæra frammistöðu. Eins og leikurinn spilaðist hefðu úrslitin getað orð- ið á annan veg. Ég hef fylgst mik- ið með franska landsliðinu í knattspyrnu og ég ekki oft séð þá leika eins vel og gegn okkur,“ sagði formaður KSI. Pétur Ormslev „Maður er hálffeginn að þétta er búið. Frakkarnir voru geysilega sterkir og öflugir og það var erf- itt að eiga við þá. Það var mikjil pressa á Frökkunum að klára dæmið með fullu húsi stiga og því gáfu þeir allt í þennan leik. Birk- ir hélt okkur á floti með frábærri markvörslu." Ásgeir Elíasson fylgist áhyggjufullur með landsleiknum í gærkvöldi. Símamynd Reuter „Þokkalega sáttur við úrslitin" - sagði Ásgeir Elíasson landsliðsþjáifari eftir 3-1 tapið gegn Frakklandi Guðmimdur Hilmarsson, DV, París: „Þetta var erfitt og þá sérstaklega í fyrri hálíleik sem ég var ekki nógu ánægður með. Okkur gekk illa að halda boltanum innan liðsins og þegar menn fengu boltann voru Frakkarnir strax komnir í boltann, einn eða tveir. Maður er aldrei ánægður með að tapa leik en í heildina getum við verið þokkalega sáttir við úrslitin," sagði Ásgeir Ehasson, landsliðsþjálfari eftir Frakkaleikinn. „I síðari hálfleik breyttist leikur okkar til hins betra þegar ég gerði þá breytingu að setja Sigurð Grétarsson á miðjuna og færa Arnór framar. Þá náðum við betri tökum á leiknum. Ég var ánægður með markið hjá ■ Eyjólfi en að mínu mati var Birkir Kristinsson bestur og varði stórkostlega," sagði Ásgeir Elíasson. Pétur tók tilboði Tindastóls „Eg kem til Islands á laugardag- inn og spila minn fyrsta leik á tíma- bilinu með liði Tindastóls gegn Grindvíkingum í Grindavík 'á sunnudaginn," sagði körfuknatt- leiksmaöurinn Pétur Guömunds- son í samtali við DV 1 gærkvöldi. Pétur ákvað í gær að taka tilboði Tindastóls frá Sauðárkróki og leika með liðinu í úrvalsdeildinni í vet- ur. DV skýrði frá því í síöustu viku að Pétur væri með tilboð frá Tinda- stóli og þá sagði Pétur að helmings- líkur væm á því að hann færi til liðsins. „Ég tel, eftir nokkra umhugsun, óraunhæft fyrir mig að stefna leng- ur á NBA-deildina. Ég fann fyrir miklum áhuga frá Sauðárkrókí að ég kæmi aftur til liðsins og það hafði rnikið að segja. Ég kunni mjög vel við mig á Sauðárkróki i fyrra og hlakka til að leika aftur með liði Tindastóls. Liðinu hefur kannski ekki gengið nægilega vel hingað til en nú verður stefnan tekin upp á við. Mér fannst leiðinlegt hvemig. tímabilið endaði hjá mér í fyrra, fannst ég ekki skila minu hlutverki nægilega vel hjá liöinu. Þetta sat í mér og hafði sín áhrif núna. Ég á eftir að gera málin upp á Króknum og að minu mati var þetta besti kosturinn í stöðunni fyrir mig,“ sagði Pétur i samtali við DV í gær- kvöldi og er hann þegar hættur að leika með CBA-liöinu Skyforce. Hann verður löglegur með UMFT gegn UMFG á sunnudaginn en fyrsti heimaleikur Péturs og félaga verður á Króknum á þriðjudaginn gegn Þór firá Akureyri. -SK • tj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.