Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991. Útlönd Aðskilnaðar- hreyfingarí sóknáNorður- Ítalíu Allt bendir til að aðskilnaðar- hreyfmgar nióti vaxandi fylgis á Norður-ítaliu, í bæjarstjórnar- kosningum í bænum Breseia í gær fékk flokkur Langbarða jafn- mikið fylgi og kristilegir demó- kratar sem jafnan hafa veriö sterkir þar í bænum. Langbarðar vilja aukna sjálf- stjórn eins og reynar fleiri hópar á þessum slóðum sem telja sig bera skarðan hJut frá borði stjómvalda i Róm. í kosningum kom raunar einnig fram aö ýmsir óánægjuflokkar eru aö sækja í sig veörið. Niðurstaöan þykir gefa vísbendingar um aö gömlu flokk- amir fái slæma útreiö í þingkosn- ingunum á næsta ári. Kaupaekki leikf öng fram- leiddíKína Verkalýðsfélög og neytenda- samtök í Bandaríkjunum hvetja félaga sína til að kaupa ekki leik- föng frá Kína nú fyrir jólin vegna gruns um að Kinveijar láti börn vinna við leikfangagerðina í eins konar þrælkunarvinnu. Nær helmingur allra leikfanga, sem flutt eru inn til Bandaríkj- anna, koma frá Kína. Upplýs- ingar hafa borist um aö böm séu látin gera leikföngin og fai lítið sem ekkert greitt fyrir. Meðal frægra leikfanga, sem framleidd em í stómm stíl í Kina, eru Barbiedúkkur og Ninja skjald- bökur. Skotarhafna kröf um Líbýu- manna umrann- sóknarnefnd Háttsettur lögregluforingi í Skotlandi segir að kröfur Libýu- manna um alþjóölega rannsókn á sprengingunni í Pan Am þotunni yfir Lockerbie séu fáránlegar. Miklu nær væri aö halda alþjóð- leg réttarhöld í málinu og fá Líbýumennina dæmda fyrir ijöldamorð og hryðjuverk, Pan Am þotan kom niður í skoska bæinn Lockerbie og létu 11 bæjarbúar lffið. Með þotunni fórust 259 manns. Libýumenn vilja að óvilhöll nefnd rannsaki ásakanir á hendur þeim um að þeir hafi staðið fyrir sprenging- unni. Tveir menn hafa verið ákærðir vegna málsins að þeim fjarstöddum. Samkomulag umumferðar- stjórníErmar- sundsgöngunum Bretar og Frakkar hafa náð samkomulagi um umferðarstjórn og löggæslu í væntanlegum neð- ansjávargöngum undir Ermar- sundið. Vinna við göngin er vel á veg komin og ár frá þvi bormenn Breta og Frakka náöu saman. Sununuverður ekkirekinn Barbara Bush, forsetafrú í Bandaríkjunum, segir að John Sununu, starfsmannastjóri Hvíta hússins, verði ekki rekinn. Þrá- látur orðrómur hefur verið um að Barbara hafi hom í síðu Sun- unus og vilji láta reka hann. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. Óleyst þjóðernisátök í Vestur-Evrópu Albanía (Ítalía). Bretonskaginn (Frakkland). Katalónía (Frakkland, [talía- Sardinía, Spánn-Katalónía). Korsíka (Frakkland) Króatía (Austurríki-Ítalía). Fræðslumál, málsvæði. Danmörk (Þýskaland). Fræðslumál, stjórnsýsla. Flæmingjar (Belgía, Frakk- land). Ríkismál (Belgía). Baskar (Frakkland, Spánn). Sjálfsstjórn, tungumálaerjur. Færeyjar (Danmörk). Eigið málsvæði. Franskir Próvenar (Ítalía- Piedmont og Foggia). Frakkar (Belgía, Ítalía, Sviss). Ríkismál. Vestur-Frísar (Holland). Eigið málsvæði. Norður-Frísar (Þýskaland). Fræðslumál. Fríúlar (Ítalía). Fræðslumál, stjórnsýsla. írar (Bretland, N-írland). Ríkismál, stjórnmál. 16. Gelískir skotar (Bretland, Skotland). Fræðslumál. 17. Galasía (Spánn). 18. Þýskaland (Belgía-Liege, Danmörk-Slésvík, Alsace Lorraine-Frakkl., S-Tírol- Ítalía, Sviss). Tungumál, fræðslumál, stjórnsýsla. 19. Grikkir (Ítalía). 20. Ítalía (Sviss). Málsvæði. 21. Ladinhérað (Ítalía). 22. Letzeburg (Lúxemborg). Eigið málsvæði. 23. Occitanhérað (Frakkland, Ítalía-Piedmont). 24. Rómanir (Sviss). Sjálfsá- kvörðunarréttur, tungumál. 25. Samar (Noregur, Svíþjóð, Finnland). 26. Sardar (Sardinía-Ítalía). 27. Slóvenar (Austurríki, Ítalía). Fræðslumál, stjórnsýsla. 28. Sorbar (Þýskaland). Fræðslumál, stjórnsýsla. 29. Svíar (Finnland). Ríkismál. 30. Walesbúar (England). Eigið málsvæði. ~2 £ Serbar geta farið sínu fram í Júgóslavíu þrátt fyrir friðartilraunir EB: Þjóðernisdeilur binda Evrópuríki í báða skó - hörð átök milli Króata og sambandshersins um bæinn Osijek þrátt fyrir vopnahlé Sambandsher Júgóslavíu og skæruliðar Serba sækja hægt að bít- andi að króatíska bænum Osijek þrátt fyrir að vopnahlé eigi að heita í gildi. Króatar segja greinilegt aö Serbar ætli sér aö taka bæinn með líkum hætti og Vukovar í síðustu viku. Osijek er umsetinn og stöðug stórskotahríð dynur á honum. Fregnir af mannfalli eru óljósar en þó er viðurkennt að fjórir menn féllu í bænum í gær. Að þessu sinni voru það Samein- uðu þjóðirnar sem komu á vopnahléi fyrir milligöngu Cyrus Vance, fyrr- um utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Þetta er fjórtánda vopnahléið en hin fyrri hafa tekist fyrir milli- göngu Evrópubandalagsins. Allt sem Evrópubandalagið hefur gert til þessa til að koma á friöi í júgó- slavíu hefur til einskis orðið. Við- skiptabann er í gildi á Serbíu en það hefur engin sýnileg áhrif. Ríki EB hafa hótað harðari aðgerðum en ekk- ert kemst í framkvæmd. Margir fréttaskýrendur hallast að þvi að bandalagið sé með öllu ófært um að sinna hlutverki alþjóðalög- reglu eins og vonir margra forystu- manna þess standa til. Sérstaklega er til þess tekið að þjóðernisdeilur veijast fyrir bandalagsmönnum. Ástæðan er öðru fremur sú að innan Evrópubandalagsins eru fjölmargar þjóðernisdeilur óleystar og hafa ver- ið svo um langa hríð. Spánverjar hafa t.d. lítinn áhuga á að styðja sjálstæðishreyfingar í Júgóslavíu á sama tíma og ekki færri en þrjár aðskilnaðarhreyfmgar beij- ast gegn stjórnvöldum í Madríd. Það eru Katalónar, Baskar og Galisíu- menn. Bretar eiga raunar við saman vandamál að stríða á Norður-írland. Meðfram öllum landamærum í Mið-Evrópu búa þjóðabrot, sem hafa mikinn hug á aö fá sjálfstjórn að ein- hverju marki. Þessu fólki finnst það standa Evrópubandalaginu nær að sinna kröfum þess en að styðja sjálf- stæðishreyfingar Slóvena og Króata í Júgóslavíu. Á Italíu gætir vaxandi óróa meðal þjóðabrota, einkum nærri landa- mærum Sviss og Austurríkis. Þar hafa t.d. Suðru-Tírólar mikinn hug á að ráða málum sínum sjálfir. Ríki Evrópubandalagsins eiga því óhægt um vik að viðurkenna sjálf- stæði þjóða í Júgóslavíu og verja þær á sama tíma og þjóðabrotum í Vest- ur-Evrópu er neitað um sjálfstjórn. Reuter Gorbatsjov mistókst að fá sambandssáttmála undirritaðan: llmbætur gagnslausar án nýja sáttmálans - sagði hann og bar sig mannalega „Ástandið í landinu er slíkt að viö verðum að þoka málinu áfram því að án sáttmálans munu hvorki efna- hagssamkomulagið né umbæturnar koma að neinu gagni,“ sagði Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti á fundi með fréttamönnum í gær eftir að honum hafði mistekist að sannfæra sjö af tólf lýðveldum ríkjasambandsins um að undirrita sáttmála um stofnun sambands fullvalda ríkja og færa völdin frá Kremlarbændum. Leiðtogar lýðveldanna sjö ákváðu þess í staö að vísa málinu til þinga sinna. Fimm lýöveldi, þar á meðal Úkraína, sendu ekki fulltrúa til fund- arins og grófu þar með enn frekar undan þýðingu fyrirhugaðs samn- ings. Sovétforseti bar sig mannalega þegar ríkisráðiö tók ákvöröun um að fresta undirritun sambandsamn- ingsins sem hefur verið ái döfirtni í ÍIJ9.ÍI Mikhaíl Gorbatsjov Sovétfors'eti var borubrattur í gær þótt ríkisráðið frestaði samþykkt sambandssamn- ings Sovétlýðveldanna. -i:iiA uiiii-Eo i ; í jSHnavtymlAáuter nsvsí ifHnéliiiSÍioíafe ýmsum myndum undanfarið ár. Hann sagði að enn væri tími til að samþykkja hann seint í næsta mán- uði. Þá stendur Gorbatsjov frammi fyr- ir aukinni ólgu í Kákasuslýðveldun- um. í Baikú, höfuðborg Azerbajdz- han, mun þing lýðveldisins ræða að- gerðir vegna deilunnar um Nag- orno-Karabakh og er talið að þær muni vekja reiði Armena. Gorbatsjov lagði til á fundi sínum meö leiðtogum lýðveldanna að myndað yrði tíu kílómetra breitt svæði undir stjórn sovéskra her- sveita til aö stía sundur Armenum og Azerum. Taliö var líklegt að Arm- enar mundu setja sig upp á móti til- lögunni en þeir segja aö tengsl við Nagorno-karabakh séu lífsnauösyn- leg. Reuter fcioé 6 imhir/ i i jjumsH íiannfr' -iciL, :!ó •'oSag £f»m ,-yrjagA.. ðiv Viljaað ísraelsmenn hæðirnar af hendi Bandaríkjastjórn hefur að sögn mælst til þess að Sýrlendingar og ísraelsmenn hefji friðarviðræður á að semja um framtíð Gólahæð- anna. Eftir því sem heimildar- menn í Washington greina frá hefur Bandaríkjastjóm mælst til þess að ísraelsmenn láti hæðim- ar af hendi og sýni með því friöar- vilja í verki. Stjórnin vill einnig aö ísraelsmenn láti undan síga í Líbanon og fái líbanska hemum stöðvar sínar. Enn er rætt um aö viðræðurnar fari fram í Washington og hefjist þann 4. desember. ísrelsmenn þráast þó við að koma til þess fundar og vilja ræða málin nær heimavelli. Palestínumenn hafa fyrir sitt leyti fallist á að ræða við ísraels- menn í Washington. Þeir vilja þó að viss ágreiningsefni verið ieyst fyrst. Ekki hefur komið fram ,hy^a skilypejiþehysýtja., Regter tttí-----------------------f.'RI j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.