Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1991, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991. Fréttir Kjarasamningarnir að komast 1 strand? Við sitjum á púðurtunnu - segir Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, og Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar - lykilmenn í verkalýðs- hreyfingunni. Nú, eftir að atvinnurekendur hafa hafnað öllum óskum verka- lýðshreyfingarinnar um lagfæring- ar á sérkjarasamningum og við- skiptabankamir hafa hafnað vaxtalækkun, er allt útlit fyrir að kjarasamningarnir sé að sigla í strand. Þar með er boðið upp á átök á vinnumarkaði. Enginn getur séð fyrir hverjar afleiðingar það muni hafa. Púðurtunna „Ég er nú svartsýnni en ég hef verið um langa hríð. Mér hefur fundist lengi vel í haust að það væri einhver ljóstýra í þessu öllu saman en mér sýnist sem slokknað sé á henni. Mín tilfinning er sú að þetta geti allt saman farið úr bönd- unum hvenær sem er. Viö sitjum á púðurtunnu. Það má eiginlega segja að það sé farið að neista úr kveikjuþræðinum,“ sagði Björn Grétar Sveinnson, formaður Verkamannasambandsins. „Ég óttast að þetta sé allt að springa. Einar Oddur hefur bundið sig of mikið í vaxtalækkun. Hún er auðvitað nauðsynleg en það þarf meira til. Það er borin von að kjara- samningar takist nema gerðir verði sérkjarasamningar. Ég þori að full- yrða að langt er oröiö síðan mér hafa fundist kjarasamningar jafnt- vísýnir og núna. Staðan í þeim er einhver sú viökvæmasta sem ég man eftir ef menn ætla að koma í veg fyrir að allt springi í loft upp,“ sagði Guðmundur J. Guðmunsson, formaður Dagsbrúnar. Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson „Kjarasamningarnir og mál þeim tengd eru á svo viðkvæmu stigi að ég vil ekkert segja. Oftast er mér nú ekki orðs vant en nú er best að segja ekkert," sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveit- endasambandsins. Samstiga í upphafi Alveg frá því í sumar hafa vinnu- veitendur og verkalýðshreyfingin verið samstiga í að ná vöxtunum niður. Það hefur verið yfirlýst sem verkefni númer eitt til að liðka fyr- ir gerð kjarasamninga. Þetta hefur mistekist. Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til að ganga þar á undan, beita sér fyrir og leiða vaxtalækkun. Þorsteinn Pálsson hefur verið eini ráðherrann sem lýst hefur því yfir að fáist bankam- ir ekki til að lækka vexti, þurfi þeir „handleiðslu til þess“, eins og hann orðaði það. Segja má að lokunni hafi endan- lega verið skotið fyrir kröfur aðila vinnumarkaðarins um vaxtalækk- un á fundi þeirra með viðskipta- bönkunum síðastliðinn þriðjudag. Þá var óskinni um að vextir yrðu færðir niður í 11 prósent hafnað. Þar með lokuðust þær leiðir sem virtust opnar til að ná þeim kjara- samningum sem aðilar vinnu- markaðarins voru samstiga um að reyna að ná. Ríkisstjórnin biðlar Aftur á móti virðist sem ríkis- stjórnin hafi kveikt á peranni á miðvikudaginn. Nú biðlar hún til aðila vinnumarkaðarins um að ná kjarasamningum fyrir 10. desemb- er þegar endurskoðað fiárlaga- frumvarp verður lagt fram. Þeir verkalýðsleiðtogar, sem DV hefur rætt við, telja það orðið of seint. Ríkisstjómin hafi misst af lestinni. Hún gerði ekkert til þess að liðka fyrir því að samningar gætu tekist þegar mest lá við. Davíð Oddsson forsætisráöherra hefur skynjað hættuna. Hann sagði í sjónvarpsviðtali á miðvikudag að ríkisstjómin væri tilbúin til að end- urskoða þá ákvörðun ríkissfióm- arinnar að breyta lögum um ríkis- ábyrgð á laun sem staðið hefur til. Sú lagabreyting er þyrnir í augum verkalýðshreyfingarinnar. Ljóst er að þetta er ekki nóg. Vaxtalækkun verður að koma til og ýmislegt fleira áður en ríkis- stjórnin getur vonast til að menn gangi í að ljúka kjarasamningum, segja verkalýðsleiðtogar. Og nú segja þeir að ríkisstjómin hafi dregið of lengi að gera þær ráðstaf- anir sem nauðsynlegar eru til þess að mynda grundvöll fyrir nýja kja- rasamninga. Dagsbrún og fleiri félög hafa boð- að stutt skyndiverkfoll í desember. Fleiri verkalýðsfélög eru að afla sér verkfallsheimilda. Fari verkfalls- skriðan af stað með þessum skyndiverkföllum er hætta á að hún verði ekki stöðvuð. Beinar afskriftir Ríkisábyrgöasjóös — í milljónum króna — ísþór hf. Árlax hf. ísl. fiskeldisf. hf. Þverlax hf. Smári hf. Laxalón hf. íslax hf. Fiskeldi Grindav. Eldist. Króki hf. Bakkalax Vélsm. Seyðisfj. Þorg. og Ellert Slippst. Ak. Landnám rík. Stálvík hf. Gullskipið Útver hf. Arnarflug Þörungav. Skipaútg. rík. Rafmv. rík. 0 200 400 600 i -. iii ... i [L»kS<l= Ríkisábyrgöasjóður: LagtHað 2.013 miiq- ónir verði afskrifaðar - samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun telur að af- skrifa þurfi 2.013 milljónir af kröfum þeim sem ríkisábyrgðasjóður á úti- standandi.. Þetta kemur meðal annars fram í úttekt Ríkisendurskoðunar á fiár- hagsstöðu sjóðsins. Er lagt til að beinar afskiiftir verði 1800 milljónir króna. Telur Ríkisendurskoöun að afskrifa þurfi 213 milljónir til viðbót- ar vegna þess að verulegar líkur séu taldar á að síðamefnda fiárhæðin falli á sjóðinn á næstu ámm. Er þar um að ræða áætlaða uppáskrift vegna átta aðila. Þau lán, sem falla á ríkissjóð og Ríkisendurskoðun leggur til að verði afskrifuð em: raðsmíðaskip, 512,3 milljónir króna, Rafmagnsveitur rík- isins, 72,1 milljón, Skipaútgerð ríkis- ins, 511 milljónir, Þömngavinnslan hf., 33,4 milljónir, Amarflug hf. 196 milljónir, Útver hf. 50 milljónir, Gull- skipið hf. 95 milljónir, Stálvík sf. 32 milljónir, Ábyrgðadeild fiskeldislána 292,5 milljónir og Landnám ríkisins 5,7 milljónir króna. Leifsstöð þarfnast sérstakrar athugunar: Ella falla um 1700 milljónir á ríkissjóð Lánveitingar ríkisins til Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar, svo og fiögurra aðila sem reka feijur og flóabáta, þurfa sfiórnvöld að athuga sérstaklega, að mati Ríkisendurskoð- unar. Þau fyrirtæki sem um er að ræða, önnur en flugstöðin, em Flóabátur- inn Baldur, Skallagrímur hf., Sævar og Sæfari og Heijólfur hf.. Bókfærð skuld Leifsstöðvar við endurlán ríkissjóðs nam í árslok 1990 3335 milljónum króna án dráttar- vaxta. Lánaskilmálum er þannig háttað að ekki þarf að byija að greiða afborganir fyrr en árið 1993. Til þess tíma þarf einungis að greiða vexti. Flugstöðin er þegar komin í vanskil með vaxtagreiðslur. Ríkisendurskoðun telur að verði ekkert gert í tekjuöflunarmálum flugstöðvarinnar fáist ekki greidd um 50 prósent af skuldinni við end- urlán ríkissjóös, eða um 1.700 millj- ónir miðað við síðustu áramót. Skuld Flóabátsins Baldurs við rík- issjóð nam í árslok 1990 401 milljón króna. Er ekki tahð líklegt að rekstur fyrirtækisins standi undir afborgun- um. Skallagrímur hf. skuldaði ríkinu um síðustu áramót 165 milljónir króna. Skuld Hríseyjarhrepps við ríkis- sjóð nam í árslok 1990 83 milljónum króna. Hún er tilkomin vegna þriggja skuldabréfa sem hreppurinn gaf út vegna ferjanna Sævars og Sæfara. Dráttarvextir era ekki reiknaðir inn í ofangreindar upphæðir. Til smíði nýrrar feiju fyrir Heijólf hf. var áætluð lántaka að uþphæð 750 milljónir króna á þessu ári. Ríkisend- urskoðun telur að reksturinn geti ekki staðiö undir afborgunum af lán- um vegna nýsmíðinnar. Ríkisendurskoðun bendir á tvær leiðir til aö mæta fyrirsjáanlegum vanskilum vegna ofangreindra lána. Annars vegar að ríkissjóður leysi til sín eignir sem veðsettar eru vegna lánanna og selji þær. Hins vegar aö veita bein framlög á fiárlögum vegna stofnkostnaðar þar sem ljóst sé að viðkomandi rekstur geti ekki staðið undir afborgunum lánanna við óbreyttaraðstæður. -JSS afskrifaðar verði samtals 1.282 skrifa era eftirfarandi: 110 milljón- hjá Hitaveitu Hialtadals, 2,3 millj- milljónir af útlánum ríkissjóðs. Er ir hjá Hitaveitu Rangæinga, 84 ónir hjá Rafveitu Snæfialla, 148 umaðræðaendurlántilallmargra milljónir hjá Ríkisútvarpinu, 47 milljónir hjá Sjóefnavinnslunni hf., stofnana og fyrirtækja. Er lagt til milljónir hjá grænfóðurverksmiðj- 15 milljónir hjá Þörungavinnslunni að beinar afskriftir nemí 1.140 um, 90 milljónir hjá Skipaútgerð hf., 47 milljónir hjá Vallhólma hf. milljónum og óbeinar afskriffir ríkisins, 1,7 milljónir hjá Lands- og 114 milljónir vegna Þormóðs verði 142 milljónir króna. Þetta höfnlnniíÞorlák8höfn,359milfión- ramma. kemur fram í úttekt Rikisendur- ir hjá hagræðingar- og fram- Að auki leggur Rikisendurskoð- skoðunar á innheimtuvirði úti- kvætndalánadeild Fiskveiðasjóðs untilaöskuldlr sjö aðila til viðbót- standandi krafna ríkissjóðs. íslands, 97,7 milljónir hjá Siglu- ar, að upphæð 551 þúsund, verði Þau lán sem Ríkisendurskoðun Qarðarkaupstað, 13,9 míUjónir hjá afskrifaðar -JSS -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.