Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1991, Blaðsíða 8
Útlönd____________________________________ Friðanmúeitanir SÞ í Júgóslavíu að renna út í sandinn: Átökin aldrei harðari - Kohl ætlar að viðurkenna Króatíu fyrir jól Snurða er hlaupin á þráðinn í frið- arumleitunum Cyrus Vance, sátta- semjara Sameinuðu þjóðanna í Júgó- slavíu, eftir að bardagar hörðnuðu enn á ný í Króatíu í gær. Tanjug-fréttastofan skýrði frá því að bardagarnir sums staðar í Króatíu hefðu verið haröari en nokkru sinni fyrr. Stríðsaðilar sökuðu hvorir aðra um vopnahlésbrot. Á sama tíma ræddi Vance í annað sinn við leiðtoga Serbíu og hersins um hvort fýsilegt væri að senda friðargæslusveitir SÞ til landsins. Vance sagði fréttamönnum að enn væri erfiðleikum bundið að fá Króata til að aflétta umsátri um búðir sam- bandshersins í Króatíu og koma á vopnahléi en það er grundvallarskil- yrði fyrir því að SÞ sendi friðar- gæslusveitir sínar á staðinn. Háttsettur eftirlitsmaður Evrópu- bandalagsins í Zagreb sagði að Vance virtist svartsýnn á að sveitir SÞ yrðu sendar. „Hann sagði að friðargæslusveit- imar kæmu ekki nema samkomulag næðist um algjört vopnahlé. Sannast sagna held ég að þær muni ekki koma,“ sagði eftirlitsmaðurinn. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sagði Franjo Tudjman Króatíufor- seta í Bonn að hann mundi viður- kenna sjálfstæði Króatíu fyrir jól. Bandaríkjastjóm lýsti hins vegar andstöðu sinni við þau áform í gær. Reuter Króatískur varðliði gengur samsiða króatískri skriðdrekasveit við bæinn Osijek. Bardagar hörðnuðu í lýðveldinu í gær og eru menn svartsýnir á að hægt verði að koma á varanlegu vopnahléi. Simamynd Reuter Flugleiðir bjóða 35% afslátt af flugi og 50% afslátt af gistingu. Verð 3.500 í stæði, aðeins 3.800 í sæti. 14 ára aldurstakpiark. Áfengisneysla bönnuð. FhUGLEIDIR Skrifstofa Borgarfoss hf., Gerðubergi 1, simi 677750. Lækna frunsu með sólarolíu Læknar í Bandaríkjunum hafa fundið út að helsta ráðið til að hefta úrbreiðslu frunsu er að nota sterka sólarolíu. Meðalið er þó ekki mjög kröftugt því aðeins um fjórði hver maöur læknast. Tahð er að í Bandaríkjunum þjáist um 150 milljónir manna að staðaldri af frunsu. Illvíg veira veldur sjúk- dómnum og hafa fá ráð dugað til þessa til að hefta úrbreiðslu hans. Reuter Komábarínn meðhöfuðóvin- arins í poka Pörupiltur nokkur í Marokko hef- ur verið dæmdur til dauöa fyrir að höggva höfuöið af óvini sínum. Piltur var ekki að leyna morðinu því hann kom með höfuð mannsins í poka á bar og hældist um yfir að hafa myrt hann. Morðinginn gengur undir nafninu brjálaða stelpan og hefur á hðnum árum staðið fyrir ýmsum smáglæp- um í heimabæ sínum. Reuter 432 ára fangelsi 16 gamlar konur Spænskur vegghleðslumaður að nafni Jose Antonio Rodriguez Vega hefur verið dæmdur í 432 ára fang- elsi fyrir að myrða 16 gamlar konur í Santander á Norður-Spáni. Honum var einnig gert aö greiða háar íjár- hæðir í bætur til fjölskyldna hinna myrtu. Jose nauðgaði konunum áður en hann kyrkti þær. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sálsjúkur en þó ekki svo alvarlega að hann væri óskahæfur. Jose framdi morðin á árunum 1987 og 1988. Þetta er lengsta fangvist sem um getur í sögu Spánar. Reuter FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991. Norðmennfinna Norska rikisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um mikinn olíu- fund við Norður-Noreg. Talið er að nýju olíulindirnar geti orðið þær gjöfulustu sem til þessa hafa fundist þar norðurfrá. Norðmenn fagna þessum tíð- indum því undanfarna mánuði hefur krepputal einkennt alla efnahagsumræðuí Noregi. Nú sjá menn þó vonarglætu ef unnt reynist að vinna oJíuna úr nýju lindunum í bráð. kvennasmokk Danir eígna sér uppfmninguna, sem hvað mesta athygli hefur vakið á þessu ári. Það er hinn svokallaði kvennasmokkur sem fer á almennan markað í_ Sviss og Frakklandi næsta vor. í Dan- mörku verður smokkurinn hins vegar ekki hoðinn til sölu fyrr en eftir ár. Sá sem á heiöurinn af uppfmn- ingunni heitir Valdemar Frantz- en. Hann er fæddur i Danmörku en starfor fyrir Chartex smokka- framleiðandann í Lundúnum. Valdemar á að hafa unnið að málinu í fimm ár og þróunar- starfið hefur kostaö um 200 millj- ónir danskra króna. Það eru nærri tveir milljarðar íslenskra króna. Sjómennæfir vegna 200daga veiðbanns Sjómenn í Danmörku hafa brugðist öndverðir við hugmynd- um um að stöðva veiðar á þorski og ýsu í Norðursjó í 200 daga á næsta ári. Fiskifræðingar teija að veiðibann sé eina leiöin til að bjarga fiskistofnunum þar frá al- geru hruni. Sjómenn segja að veiðibannið muni ríða sjávarútveginum að fullu. Þeir segja einnig að skrif- fmnar hjá Evrópubandalaginu hafi minna vit en aðrir á hvað bera að gera til að tryggja áfram- haldandi veíðar í Nórðursjó. Mörg ríki EB eiga veiöikvóta á þessu hafsvæði en mikil brögð hafa verið að kvótasvindli á liðn- um árum. ánæstunni Aðstoðarforstjóri sovésku leyniþjónustunar KGB segir að endanleg skýring á örlögum Raouls Wallenberg sé á næsta leiti því nú er vitað í hverra hönd- um Wallenberg var síðustu dag- ana sem hann lifði. Sovétmenn hafa lofað Svíum að gera allt sem í þeirra valdi stend- ur aö upplýsa málið en núklum vandkvæðum er bundið að pæla í gegnum allt skjalasafn KGB þar sem svarið kann að leynast. Yfir- heyrslur yfir mönnunum sem réðu örlögum Wallenbergs kunna því að reynast auðveldasta leiðin. hækkaíSvíþjóð Sænski seölabankinn ákvaðöll- um á óvart í gær aö hækka vexti úr 11,5% í 17,5%. Tilgangurinn með vaxtahækkuninni er að stemma stigu við flutningi fjár- magns úr landi. Á undanfómum dögum hafa hlutabréf í sænskum fyrirtækj- um iækkað stöðugt og spariíjár- eigendur leita út fyrir landstein- ana eftir flárfestingum. Nú von- ast menn til að þessari þróun verðisnúiövið. NTB, Ritzau og tt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.