Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1991, Blaðsíða 14
l43t Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarforma'ður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91)27022-FAX:Auglýsingar: (91)626684 - aðrar deildir: (91)27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGOTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Jóhanna og Jón Jón Baldvin er litríkur stjórnmálamaður. Það verður ekki af honum skafið. En hann er ekki allra. Það sýna vinsældakannanir þar sem Jón Baldvin er ekki nema hálfdrættingur á við margan meðalmanninn í pólitík- inni. Æth skýringuna sé ekki meðal annars að finna í yfirlýsingagleði hans og þessum sífelldu skringilegu uppákomum sem ekki falla allar í góðan jarðveg. Svo sem hattauppboð á herrakvöldum. Svo sem umdeildar yfirlýsingar út og suður. Þar á meðal um samstarfs- menn og samferðamenn. Þegar menn eru tilbúnir til að rífa kjaft þá er rifinn kjaftur á móti. Þegar menn eru með palladóma um aðra pólitíkusa þá er svarað í sama. Jón er hvatskeytinn og hreinskiptinn en sú hvatvísi og hreinskilni kallar á við- brögð. Tímaritin og fjölmiðlarnir kunna kannski að seljast betur með krassandi viðtölum við málglaðan og herská- an krataforingja. En hvorki Jón né Alþýðuflokkurinn græða á þeirri sölu og satt að segja verður ekki komið auga á tilganginn með þessum bersöglisfrásögnum. Ut- anríkisráðherra kemst vissulega í sviðsljósið og ef til vill er tilgangurinn sá að vekja á sér athygli. En sú at- hygh orkar tvímæhs þegar heih þingflokkur þarf að halda kvöldfund til að útskýra það sem menn lesa út úr Mannlífsviðtölum, th að eyða misskilningi og rang- túlkun. Nýjasta afrek Jóns Baldvins á þessu sviði er viðtal við Mannlíf. Það er skemmtilegt viðtal og opinskátt og þar er enginn veifiskati á ferð. Þar fær hver sitt. Um- búðalaust. En þetta viðtal hefur ekki aðeins vakið at- hygh heldur reiði og sárindi. Einkum í hans eigin flokki. Varaformaðurinn, Jóhanna Sigurðardóttir, fær sinn skammt og mun vera sárreið og móðguð. En raunar eru ummæli Jóns Baldvins um Jóhönnu svo skemmtheg og óvanaleg að ástæða er til að birta þau orðrétt: „Ég neita því ekki að sennilega hefur engin mann- eskja, mér vandalaus, átt meiri þátt í að stytta líf mitt. Jóhönnu er ekki sýnt að semja við annað fólk“. „Ef Jóhanna væri karlmaður,“ heldur Jón áfram og kímir, „væri búið að reka hana úr flokknum fyrir löngu, að minnsta kosti úr þingflokknum, fyrir frekju og yfir- gang. En ef tUlaga um slíkt hefði verið borin upp hefði ég einn manna greitt atkvæði gegn henni. Því án Jó- hönnu væri Alþýðuflokkurinn ekki það sem hann er. Hún er heUög Jóhanna.“ Enn og aftur er ástæða tU að lýsa undrun á ótímabær- um yfirlýsingum um nána samstarfsmenn. En það þarf enginn að móðgast eða biðjast afsökunar á slíku hrósi. Jóhanna Sigurðardóttir á að þekkja sitt heimafólk. Hún á að hafa þroska tU að brosa, að minnsta kosti út í annað, og þakka fyrir lofið. Ef einhver fær á baukinn í Jónsbók þá er það ekki varaformaðurinn. Jóhanna Sigurðardóttir fær góða einkunn hjá formanni sínum. Það eru ekki allir heUagir í hans augum. Það írafár, sem orðið hefur út af þessu máU, er aftur á móti í stU við ýmislegt annað sem fram fer á vett- vangi stjómmálanna. Stjómmálamenn hafa eytt mörg- um dögum í að heimta afsakanir hver af öðrum: Davíð móðgaði stjómarandstöðuna, Jón Baldvin móðgar Jó- hörniu. Em póhtíkusar ekki einmitt búnir að gefa kost á sér til að taka við ágjöfum og er þeim ekki nær að snúa sér að alvörumálum í stað þess að móðgast út af stráksskap í glanstímaritum og útvarpsstöðvum? Eða hafa slíkan stráksskap í frammi. EUert B. Schram FÖSTUDAGUR' 6.DESEMBBR 1991; Þaö er nú komið fram sem Míkhaíl Gorbatsjov óttaöist mest, Úkraína, sem hingað til hefur verið tahn óaðskiljanlegur hluti hinna slav- nesku Sovétríkja, hefur ákveðið að fara sína leið út úr ríkjasamband- inu. Vegna ótta við þetta barðist Gorbatsjov í lengstu lög gegn sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna, sem annars eru Sovétríkjunum ekki ómissandi. - Hann óttaðist for- dæmið. Vegna þessarar hættu meðal annars var valdaránið reynt í Moskvu í ágúst, sjálf tilvera Sovét- ríkjanna er undir því komin að Úkraína ásamt Rússlandi og Hvíta-Rússlandi myndaði kjarna sovésku þjóðarinnar. Nú er kjarn- inn klofinn og illgerlegt að sjá fyrir hvort áframhaldið verður hægfara, viðráðanlegur klofningur eða sprenging. Sovéska miðstjórnarvaldið er nú þegar í upplausn, völd Gorbatsjovs minnka dag frá degi. Hinn nýi valdamaður í Moskvu er Boris Jeltsín, sem er forseti langstærsta lýðveldisins og hefur yfirtekið mik- ið af þeim völdum sem forseti ríkja- sambandsins hafði. Rússar neituðu til dæmis á dögunum að halda áfram að leggja fram fé í ríkissjóð af skatttekjum sínum, sem heíði Míkhail Gorbatsjov forseti. - „Hann berst nú vonlausri baráttu fyrir ríkja- sambandi sem ekki er lengur vilji fyrir að halda saman.“ Símamynd Reuter Kjarnaklofningur í Sovétríkjunum gert Sovétríkin gjaldþrota, ef ekki hefði komið til neyðarsam- komulag Gorbatsjovs og Jeltsíns á síðustu stundu. - Með úrsögn Úkraínu hafa þessi tvö ríki öll tögl og hagldir. Spurningar Úrsögn Ukraínu vekur upp fjölda spuminga og getur ekki annað en aukiö svartsýni á að sundurlimun Sovétríkjanna takist friðsamlega. Með því að miðstjórnarvaldið í Moskvu er nú ekki nema svipur hjá sjón má búast við enn frekari kröfum um aöskilnað frá öðrum ríkjum, svo sem Armeníu og Ge- orgíu. Því minni sem völd miö- stjómarinnar eru, því minna hafa hin ríkin að sækja tú Moskvu. Þjóð- ernisvakningin, sem breiðst hefur út um alla Austur-Evrópu síðan kommúnisminn hrundi, hefur enn ekki náð hámarki. Það sem nú er að gerast í Júgó- slavíu eru smámunir einir miðað “við það sem gæti hæglega gerst í Sovétríkjunum. Allcir forsendur fyrir blóðugum átökum nærri allra ríkjanna innbyrðis eru fyrir hendi. Miídll fjöldi þjóða býr innan landa- mæra sem Rússakeisari og síðan kommúnistastjórnir drógu af handahófi á kort. Þær rúmlega 100 þjóðir, sem byggja Sovétríkin fyrr- verandi, em margar að rísa upp, samanber Tsjechen-Ingúsh þjóðina sem krefst sjálfstæðis frá Rússlandi og leiðréttingar á því ranglæti sem öll þjóðin var beitt eftir heimsstyrj- öldina þegar Stalín refsaði henni allri fyrir samvinnu við Þjóðverja, ímyndaða eða raimverulega. Nágrannar Samskipti Úkraínu viö ná- grannaríkin geta orðið í meira lagi flókin. Þau eiga sér hvergi land- fræðilegar forsendur, innan Úkra- ínu eru hlutar af Rússlandi, Rúm- eníu, Tékkóslóvakíu og einkum Póllandi og minnihlutahópar frá öllum þessum ríkjum em þar fjöl- mennir, til dæmis um 12 milljónir Rússar af 53 milljóna heildarfjölda. Aö auki skipta önnur þjóðarbrot í Úkraínu mörgum tugum. Meðal Úkraínumanna hafa í gegnum tíðina verið miklir flokka- drættir. Hluti þeirra vildi til dæmis ganga í lið með Þjóðverjum í inn- rásinni 1941, en Þjóðverjar höfðu þá ekki áhuga á samvinnu, aðeins KjaHariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður landvinningum. Krímskagi var rússneskt land allt til 1954, en þá gáfu Rússar Úkraínumönnum Krím með allri áhöfn til að binda þá betur við ríkjasambandið og minnast þess um leið að 300 ár voru liðin frá sameiningu Rússlands og Úkraínu. Úkraína hefur aldrei verið sjálf- stætt ríki, ef frá er tahð Kíev Rús, eða Garðaríki með höfuðstöðvar í Kænugarði, sem væringjar stofn- uðu á 9. öld og leið undir lok á 14. öld. Síðan hafa Úkraínumenn verið hjálenda annarra, fyrst Pólverja og Litháa og síðan Rússa allt þar til nú, og landamærin hafa verið sí- breytileg. Núverandi landamæri, þar sem öll Vestur-Úkraína er fyrrverandi Pólland, voru dregin eftir síðari heimsstyrjöld. Það er því vafamál á hve traustum grunni Úkraínu-. menn standa sem þjóðríki. Hitt er engum vafa undirorpið að þeir eru og geta orðið eitt af stærri og öflugri ríkjum Evrópu. Þeir framleiða til dæmis fjórðung af allri landbúnað- ar- og iðnaðarframleiðslu allra Sovétríkjanna eins og þau voru, þar af fimmta hluta af öllu kom- meti. - Sumar mestu iðnaðarborgir Sovétríkjanna eru í Úkraínu. Án náins samstarfs við Úkraínu eru öll hin ríkin í vanda stödd. Hermálin En þaö sem snýr að Vesturlönd- um framar öðru em hermálin. Úkraínumenn hyggjast koma sér upp eigin her og þeir vilja ekki af- henda miðstjóm Gorbatsjovs einkayfirráð yfir kjarnavopnum í landinu. Úkraína ásamt Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Kasakstan ræð- ur yfir kjarnavopnum. Kraftsjúk forseti hefur talað um að eyða þeim, en þangaö til vill hann að þessi fjögur ríki sameiginlega ráði kjarnavopnunum. Þetta líst öllum öðrum illa á. Ekki þarf að fjölyrða um hve lengi þessi vopn gætu flækt máhn ef til stríðs kemur milh Úkraínu og nágrannanna, sem engan veginn er útilokað. Forsenda fyrir viður- kenningu á Úkraínu á Vesturlönd- um hlýtur að vera að tryggilega sé frá því gengið hver ráði yfir þessum vopnum. Gorbatsjov er nú einangraður í Kreml, en forsetar hinna ríkjanna telja sig ennþá þurfa á honum að halda, því að einhver verður að hafa milhgöngu um samskipti ríkj- anna innbyrðis. Hann berst nú vonlausri baráttu fyrir ríkjasam- bandi, sem ekki er lengur vilji fyrir að halda saman, nema hugsanlega sem efnahagsbandalagi síðar meir. Úrsögn Úkraínu eru uggvænleg tíðindi fyrir Vesturlönd, hún boðar endalok Sovétríkjanna og kann að verða fyrirboði upplausnarástands og innbyrðis átaka sem gera átökin í Júgóslavíu að bamaleik í saman- burði. i Gunnar Eyþórsson „Úrsögn Úkraínu eru uggvænleg tíð- indi fyrir Vesturlönd. Hún boðar enda- lok Sovétríkjanna og kann að verða fyrirboði upplausnarástands og inn- byrðis átaka sem gera átökin í Júgó- slavíu að barnaleik í samanburði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.