Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991. Fréttir Skýrsla Seðlabankans: Lækkun raunvaxta er undir ríkinu komin „Enginn vafi er á því aö tilraunir til þess af hálfu Seðlabankans að þrýsta niður vöxtum við slíkar að- stæður yrðu til þess eins'að auka peningaútstreymi og magna þannig viðskiptahalla og jafnvægisleysi í þjóðarbúskapnum sem fljótlega leiddi til undanhalds á gengismál- um.“ Svo segir í skýrslu frá Seðla- bankanum þar sem hafnaö er kröf- um aðila vinnumarkaðarins um vaxtalækkun með „handaili". Seðlabankinn segir fullum fetum að það sé undir ríkinu komið hvort vextir lækki. Seðlabankinn segir að- stæður vera þær að hallarekstur rík- issjóðs hafi mikil þensluáhrif og óhemju fjárstreymi sé til íbúðalána. Afleiðingarnar hafi komið fram bæði í vaxandi viðskiptahalla og hækkun raunvexta á lánsfjármarkaðnum. Raunvaxtalækkun sé því aðeins líkleg eða framkvæmanleg hér á landi á næstunni að verulega takist að draga úr eftirspum hins opinbera eftir lánsfé. Tryggja verði peningalegt jafnvægi í þjóðarbúskapnum með aðhaldsað- gerðum á sviði opinberra fjármála og peningamála. Seðlabankinn segir að raunvextir hér á landi séu nokkuð líkir því sem sé í þinum smærri af grannríkjum Eiturefnasprenging var sett á svið í rafstöðinni við Elliðaámar síðdegis í gær. Vöktu sprengingar með til- heyrandi eldglæringum og blossum mikla athygli þeirra sem óku um okkar. Ekki sé ástæða til sérstakra aðgerða til að fullnægja ákvæði í lög- um um Seðlabankann þar sem bank- anum er heimilt að „takmarka út- lánsvexti bankastofnana svo að raunvextir verði hóflegir og eigi hærri en þeir eru að jafnaði í helstu viðskiptalöndum íslands." -HH Ártúnsbrekkuna. Mikill viðbúnaður slökkviliðs var á staðnum. Þama var um að ræða lokaæfingu fyrir tilvon- andi varðstjóra slökkviliðsins í Reykjavík. Þótti hún takast vel. -ÓTT JónBaldvin: Sáekki ástæðutilað biðja Jóhönnu afsökunar „Þaö er ranghermi í DV-frétt á baksíðu á fimmtudag aö ég hafi séð ástæðu til að biðja vinkonu mina, Jóhönnu Sigurðardóttur, afsökunai' á ummælum um hana. Þau ummæli í tímaritsviðtali endurspegla, eins og lesendur geta skynjað sjálfir, einlæga virð- ingu og væntumþykju. Þau orð tek ég ekki til baka. Hins vegar hef ég sagt Jóhönnu þaö að ef grallarahúmor minn hefur orðið til þess að særa hana þá þyki mér það mjög miður því að ekkert slíkt bjó i mínum huga," segir Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra. Athugasemd fréttamanns: í raun er ekki miklu við þetta að bæta. Síðari hluti yfirlýsíngar Jóns Baldvins er afsökun. Hafi maöur sært einhvern en komi til hans og segi að manni þyki þaö miður ef ummælin hafi sært viö- komandi þá heitir það á íslensku að biðjast afsökunar. Hitt er svo annað mál að undirritaður frétta- maður hefur fengiö það staðfest hjá tveimur þingmönnum Al- þýðuflokksins að Jóhanna hafi ekki tekið þessa afsökun Jóns Baldvins til greina og þá hafi hann beðið hana fyrirgefningar. Því stend ég við hvert orð sem stóðífréttDV. -S.dór Útflutningur minni en innflutningur í október voru fluttar út vörur fyrir um 7,6 milljaröa en inn voru fluttar vörur fyrir um 8,9 millj- arða. Vöruskiptajöfhuðurinn var því óhagstæður um 1,3 milljarða. Á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 900 milljónir á sama gengi. Fyrstu 10 mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins nánast óbreytt á fóstu gengi miö- að við sama tíma í fyrra. Verð- mæti innflutningsins var hins vegar um 8 prósent meira. Á fyrstu 10 mánuöum ársins var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 800 milljónir en á sama tíma í fyrra var hann hag- stæður um 5,3 milljarða. -knu Jurtaolia fannst norður af Horni Ýmis togveiðiskip hafa síðustu mánuði fengið stórar tunnur í botnvörpuna við veiöar á svoköll- uöu Gildrusvæði - um 50 mílur noröur af Homi á Vestfjöröum. Talið er að timnumar séu úr þýska vöruflutningaskipinu Wolfsburg sera sökk á þessum slóðum árið 1940. Við efiaagrein- ingu hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins hefur komið i Ijós að innihald tunnanna er jurtaolía. Islensk yfirvöld hafa ekki fengið staðfest hver farmur skipsins var en upplýsingar um hann eru væntanlegar. Siglingamálastofnun óskar eftir að skipstjómarmenn tilkynni mengunardeild stofnunarinnar eða Landhelgisgæslunni um alla torkennilega hluti sem koma í veiðarfæri á þessum slóöum. Wolfsburg sökk á staönum 67 gráður 30’59 noröur og 22 gráður 22’28vestur. -ÓTT Auglýsingafarsi hjá ríkissjónvarpinu: Bókaauglýsing bönn- uð vegna bakgrunns Útvarpsráö hefur bannað bóka- auglýsingu útgáfunnar ísafoldar í ríkissjónvarpinu. Að sögn formanns- útvarpsráðs var auglýsingunni hafn- að í núverandi gerð vegna þess að svokallað „þularsett" var notaö sem bakgrunnur. Að sögn Leós Löve hjá ísafold er forsaga þessa máls sú að forráða- mönnum ísafoldar datt í hug að fá stúlku, sem leikur í einum bama- þátta sjónvarpsins, til að koma fram í auglýsingunni. Stúlkan gengur undir nafninu ísafold í bamaþættin- um og því þótti tilvalið að fá hana til að auglýsa bækur fyrir ísafold. Skyldi hún nota sama bakgmnn og þulur sjónvarpsins.- Áöur en gerð auglýsingarinnar hófst ræddu Isafoldarmenn við aug- lýsingastjóra stofnunarinnar og fleiri. Enginn geröi athugasemdir við hugmyndina. Auglýsingin var nú gerð og átti aö birtast fyrst á föstudag fyrir rúmri viku. Þann dag skoðaði útvarpsráö hana og fór fram á að henni yrði breytt vegna bakgrunnsins. Auglýsingastjóra var nú falið að gera umbeðnar breytingar ásamt auglýsingagerðarmanninum þannig að ekki yrði um villst að um auglýs- ingu væri að ræða. Það geröu þeir með því að merkja hana rækilega. Átti aö birta hana þannig kvöldið eftir. Úr því varð hins vegar ekki því útvarpsstjóri haföi stöðvað birtingu hennar. Hann vildi fá að sjá hvernig hún liti út eftir breytinguna. Að því loknu leyfði hann birtingu. Auglýsingin var nú birt fimm sinn- um í vikunni. En í gær tók útvarps- ráð þá ákvörðun aö banna hana þar til búið væri að gera bakgrunninn þannig að ekkert væri líkt með hon- um og bakgrunni sem notaður er í þularstofu. Halldóra Rafnar, formaður út- varpsráðs, sagði að umrædd ákvörð- un heföi verið tekin af því að bak- grannur þulanna heföi verið notaður í henni. Þær breytingar, sem gerðar heföu verið, heföu verið „plástur í horninuvinstramegin.“ -JSS Breyting á hlutdeild almennings 1 læknakostnaði: Aukin gjaldtaka af sjúklingum - nýreglugerðlækkarríkisútgjöldum600mílljónir „Með nýrri reglugerð um hlutdeild sjúkratryggða í kostnaði vegna heil- brigðisþjónustu er leitast við að varðveita velferöina þannig að þeir sem þjónustunnar njóta greiði í auknum mæli fyrir hana. Með henni era hækkuð og samræmd þau gjöld sem tíðkast hafa fyrir læknisverk, bæði í heilsugæslu og hjá sérfræð- ingum, en engin ný tekin upp,“ sagði Sighvatur Björgvinsson þegar hann kynnti reglugerðina í gær. Hún mun taka gildi 15. janúar næstkomandi. Með reglugerðinni telst ráðuneyt- inu til að fyrirsjáanlegur kostnaður vegna heilbrigðisþjónustunnar lækki um allt að 600 milljónir, eða um 100 milljónir minna en að var stefnt við gerð fjárlagaframvarpsins. Eftir breytinguna mun hlutdeild sjúklinga verða milli 15 og 17 prósent af heildarkostnaði við heilbrigðis- þjónustuna. Breytingin mun sam- kvæmt útreikningum Hagstofu is- lands leiða til 0,2 til 0,3 prósenta hækkunar framfærsluvísitölunnar. Samkvæmt reglugeröinni þurfa sjúklingar úndir 67 ára aldri að greiða 600 krónur fyrir hverja komu á heilsugæslustöð eða til heimilis- læknis á daginn en annars 1000 krón- •* * * 1 . m *» » * . * • • \ * f ~ ? ♦ - * Falleg jólaljós skreyta nú verslunargötur borgarinnar. Jólaverslunin: DV-mynd GVA ur. Elli- og örorkulífeyrisþegar verða hins vegar kraföir um 200 krónur á daginn en 350 krónur annars. Þá mun vitjun læknis í heimahús kosta 1000 krónur á daginn en 1500 krónur um kvöld og helgar. Sé sjúklingur elli- eða örorkulífeyrisþegi kostar vitjunin 350 krónur að degi til en 500 krónur annars. Mæðra- og ung- bamavemd ásamt heilsugæslu í skólum verður undanþegin gjaldi. Auk þessara gjalda verða gjöld til sérfræðinga hækkuð verulega. Sam- kvæmt reglugerðinni er hins vegar þak varöandi hámarksgreiðslur sjúklinga á hveiju almanaksári. Há- marksgreiðsla fyrir fólk á aldrinum 16 til 67 ára verður 12 þúsund krónur á ári en fyrir elli- og örorkulífeyris- þega er hámarkiö miðað við 3000 krónur. Börn undir 16 ára aldri með sama fjölskyldunúmer teljast sem einn einstaklingur. Að sögn Ólafs Ólafssonar land- læknis er setning reglugerðarinnar ekki tilefni til hátíðarhalda. Á hinn bóginn gefi hún möguleika á að veita íjármagn í brýn verkefni, svo sem að stytta biðhsta á sjúkrahúsum. Á biðlistunum deyi fólk núna. -kaa Hvar er opið um helgina? Verslanir veröa opnar frá klukkan 10-18 í dag, laugardag. Gildir það bæði um Miðbæinn og Kringluna. í Borgarkringlunni verður opið á sama tíma í dag en þar verður einnig opið á morgun fráJclukkan 13-18. Frítt verður í bfiastæðahús og stöðumæla um helgina. Ekki er gert ráð fyrir að venjulegar umferðargöt- ur verði lokaðar bílum þessa helgi, að sögn lögreglu. Þeim sem ætla að leggja leiö sína í miðbæinn er bent á bílastæði við Alþingishúsið, Laugaveg 77, Bakka- stæði við höfnina, Ingólfsgarð og Skúlagötu. Einnig era bílastæðahús við Bergstaðastræti og Vesturgötu 7. Markaður veröur um helgina í bíla- stæðahúsinu í Kolaportinu. -ÓTT Eldglæringar sáust frá rafstöðinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.