Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Page 8
8 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991. LAUFABRAUÐSJÁRN KLEINUJARN Vönduð og handsmiðuð laufabrauðsjárn og kleinujárn úr kopar til sölu. Sendi í póstkröfu. Sími 98-21730. Björn Jensen, rennismiður, Selfossi I vinnurými með tveimur eða fleiri starfsmönnum eru tóbaksreykingar lögum samkvæmt óheimilar nema eftir samkomulagi starfsmanna og vinnuveitenda! TÓBAKSVARNANEFND og annað frábært barnaefni á Stöð 2 í jólamánuðinum Jólasveinninn og tannálfurinn, Vesalingarnir, Koddafólkið. Besta jólagjöfin, Tinna, Snædrottningin, Doppa íHollywood, Öskubuska, Jólatréð, Vetur konungur, Babar og jólasveinninn, Hvíti úlfaldinn, Kærleiksbirnirnir, Jólin allra barna, Hans og Gráta, Jólastrákurinn, Tannálfurinn, Svanirnir, Jólaboð hjá Afa, Lóa og leyndarmálið, Bugsy Malone, Kalli kanína og félagar, Tindátinn, Pee Wee fer í sirkus... Ert þú ekki örugglega með myndlykil? Matgæðingur vikuiiiiar_dv Svínarif Regína Sveinsdóttir lyfjatæknir skorar á starfssystur sína, Valgerði Magnúsdóttur, að vera matgæðingur næstu viku. „Það má segja að svínarif séu uppáhaldsmaturinn á mínu heimili enda eru þau oft á borðum. Það er gaman að borða þennan mat og getur gengið svolítið á á meðan. Það er gott að hafa nóg af þurrkum við höndina," segir Regína Sveins- dóttir lyfjatæknir en hún er mat- gæðingur vikunnar að þessu sinni. Regína býður okkur upp á svína- rif í kryddlegi. Uppskriftin hijóðar þannig: 1 Vi-2 kíló svínarifjasteik án puru Kryddlögur 2 msk. smjör 'A bolli saxaður laukur 1 bolli vatn 1 bolli tómatsósa 2 msk. edik (helst rauðvínsedik) 2 msk. sítrónusafi 2 msk. Worcestershire-sósa 2 msk. púðursykur 1 tsk. sinnepsduft 1 msk. sinnep 1 tsk. salt og pipar Takið mestu fituna ofan af steik- inni. Skerið hana í hæfilega bita og steikið bitana á þurri pönnu við mikinn hita, nokkrar mínútu á hvorri hlið. Setjið bitana í eldfast mót. Blandið öllu því sem fara á í kryddlöginn í pott eða á pönnu og látið malla í nokkrar mínútur. Hellið kryddleginum síðan yfir kjötið. Ekki er verra að láta kjötið liggja í kryddleginum í nokkrar klukkustundir en það er þó ekki nauðsynlegt. Setjið álpappír yflr mótið og bakið við 180 gráður í um 1 'A klukkustund. Takið pappírinn af síðustu 15-20 mínútumar. Veiðið fituna ofan af leginum áður en rétt- urinn er borinn fram. Gott er aö borða soðin hrísgrjón eða salat með svínarifjum í kryddlegi. Regína var ekki lengi að hugsa sig um þegar skora átti á einhvern til að vera matgæðing næstu viku. Regína valdi Valgerði Magnúsdótt- ur lyflatækni sem hún sagði vera mjög góðan kokk. -hlh Hinhliðin______________ Edda Björgvinsdóttir uppáhaldsleikkonan Bryndís Guðmundsdóttir, sem kjörin hefur veriö fimleikamaður ársins 1991 af Fimleikasambandi íslands, sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Bryndís varö íslands- meistari í fimleikum á þessu ári í flölþraut en áður hefur hún hlotið Islandsmeistaratitla í einstökum greinum. Bryndís, sem er sautján ára göm- ul verslunarskólamær, hefur æft fimleika í átta ár og alltaf í Ár- manni. Hún er nú hætt keppni en æfir og sýnir enn fimleika. Bryndís þjálfar einnig stelpur í yngri flokk- um í fimleikadeild Ármanns. Fullt nafn: Bryndís Guðmunds- dóttir. Fæðingardagur og ár: 22. apríl 1974. Maki: Enginn. Börn: Engin. Bifreið: Fiat Uno, árgerð ’88. Starf: Nemi í Verslunarskóla ís- lands og þjálfari hjá Ármanni. Laun: Lítil. Áhugamál: Fimleikar, skíðaferðir og önnur ferðalög. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég hef ekki fengið neina rétta. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að ferðast. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Aö lesa undir próf. Uppáhaldsmatur: Piparsteik. Uppáhaldsdrykkur: Islenskt vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Sovéska fimleikastúlkan Svetlana Bag- inskaya. Uppáhaldstímarit: Vikan. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Tom Cruise. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Hlynnt. Hvaða persónu langar þig mest að Bryndís Guðmundsdóttir. hitta? George Bush. Uppáhaldsleikari: Siggi Siguijóns- son. Uppáhaldsleikkona: Edda Björg- vinsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Daníel í Ný danskri. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bart Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðar bíómyndir. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Hlynnt. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM. Uppáhaldsútvarpsmaður: Anna Björk á FM. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Emir Rúnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Epliö. Uppáhaldsfélag í iþróttum: Ár- mann. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að verða hamingju- söm. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór í sýningarferð með Ármanni til Amsterdam. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.