Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Qupperneq 9
LAÚGARDAGUK 7. DESKMBF.R 1991.
Nú tippa allir á þrettán:
Reynt að krækja
í 40 milljónir
Eftir aö Islenskar getraunir hófu
samstarf við sænsku getraunirnar
hefur aldeilis komið kippur í tippara
um allt land. Vinningsupphæðirnar
eru mun hærri en íslenskir tipparar
hafa átt að venjast en heildarupphæð
vinninga um síðustu helgi var um
140 milljónir króna. í pottinum fyrir
fyrsta vinning voru heilar 40 milljón-
ir. Það er því ekki nema von að
glampi sé í augum tippara þar sem
þeir grúfa sig yfir getraunaseðilinn
og pæla í einum, x eða tveimur.
Fjöldi klúhba er starfandi þar sem
kunningjar eða vinnufélagar slá
saman í stór kerfi. Við bætast allir
einstaklingarnir sem annað hvort
tippa eftir sínum eigin kerfum eða
láta bara vaða niður seðilinn, l-x-2
í belg og biðu. Loks eru það þeir sem
ekki vilja liggja lengi yfir seðlinum
og láta tölvuna um að tippa fyrir sig.
Laugardagar eru miklir tippdagar,
enda liggja úrshtin þá fyrir. Fyrir
hádegi á laugardögiun eru flestar
sjoppur með getraunakassa fullar af
fólki en getraunir loka á tippara
klukkan tólf á hádegi. En það er víð-
ar en í sjoppunum sem tippað er. I
félagsheimilum íþróttafélaganna er
mjög lífleg tippstarfsemi eins og með-
fylgjandi myndir bera greinilega með
sér. Þar er spáð og spekúlerað-og
oftar en ekki eru einhveijir gamal-
reyndir sérfræðingar í ensku knatt-
spymunni á næstu grösum til að
hjálpa til við að setja merkin. Pen-
ingaglampinn skín úr augum allra
viðstaddra, enda margar milljónim-
ar í húfi.
-hlh
Ekki er nú víst að hún Lilja Rut vinni
nokkuð á kerfið sitt en henni virðist
standa alveg á sama. Það er svo
gaman að strika í rúðurnar.
í Fram-heimilinu sat friður hópur kvenna við borð á laugardaginn fyrir viku
og tippaði af lífi og sál. Þær.virtust ekki spá minna í leikina en karlarnir
og ekki að vita nema að einhver þeirra hafi orðið ríkari seinna um daginn.
DV-myndir S
Það voru miklar spekúlasjónir i gangi í Fylkis-heimilinu og af svipnum á mönnum að ráða virtust þeir þegar
vera komnir á slóð þess stóra. Þarna hafa menn tippað saman í langan tima og oft mikil stemmning þegar stórleikir
- og stórir pottar - eru í gangi.
Það var ös í miðstöð íslenskra getrauna i Laugardal þar sem fólk grúfði
sig yfir seðlana i básunum sínum. Klara litla hafði engan áhuga á að grúfa
sig yfir seðlana en vildi vera við öllu búin - með getraunaseðil og blýant
í hendi.
Jólatilboð!
Stórafsláttur á fataskápum úr beyki.
Verðdæmi:
Skápur, 100x210x60 cm
Áður: 29.146 kr.
Jólatilboð: 22.151 kr. stgr.
Stakir skápar
Skápur 300x248x60cm
Aður: 13C
Jólatllboö; 96
■5C
.105 kr,
.880 kr, Stgr.
A\
Skápar milli veggja
Axis húsgögn hf.
AXIS Smiðjuvegi 9, Kópavogi
# v\i ^ $ímj 4350Q
50m2 qf
LASSIK
bKiFAN hefur nú opnað sérstaka 50 fermetra klassíska deild að Laugavegi 26,
þar $em á boðstólnum er eitt besta og mesta úrval af klassiskri tónlist sem völ er
4,á ísiandi. ViS viljum af þessu tilefni benda sérstaklega á geisladisk
®dé Erlendsdóttur sem er einn fremsti píanóleikari Islands. Edda leikur hér
sónötur, fantasíur og randó eftir C.P.E.Bach. Eigulegur diskur fyrir
unnendur klassískrar tónlistar.
0PIÐ SUNNUDAG FRÁ KL.12-17.00
PÓSTKRÖFUSÍMI 680685
SmK' 1‘F'A'N
KLASSÍSK VERSLUN ■ LAUGAVEGI26