Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Page 12
12
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991.
Milljónir fylgjastmeð íslenskri leikkonu í Bandaríkjunum:
Furðulegt að vera
orðin opinber persóna
Jóhanna Jónasdóttir eóa Yohanna Yonas, eins og hún kallar sig i Bandaríkjunum, fékk hlutverk í þáttaröö hjá ABC-sjónvarpsstöðinni um leið og
hún útskrifaðist úr leiklistarskóla í Boston.
Jóhanna i hlutverki sínu í myndaflokknum Skálkar á skólabekk sem
sýndur var hér á landi síðastliðið sumar. í myndaflokknum leikur Jó-
hanna, sem er 27 ára, átján ára gamla kærustu eins aöalgæjans.
„Það veldur ekki beinlínis ótta en
manni þykir það furðulegt þegar
maður er orðin hálfgerð opinber
persóna." Þetta segir Jóhanna Jón-
asdóttir, ung íslensk leikkona sem
milljónir Bandaríkjamanna hafa
fylgst með í sjónvarpsþáttaröðinni
Loving þar sem hún leikur kaldrifj-
aða mafíósu.
Aðdáendabréf streymdu til henn-
ar og hún var stöðvuð úti á götu
af áhorfendum myndaflokksins
sem vildu ræða gang mála í þáttun-
um. En það var ekki Jóhanna Jón-
asdóttir sem menn voru að snúa
sér til, heldur Yohanna Yonas.
„Ég var orðin þreytt á að heyra
nafnið mitt alltaf borið fram sem
Djóhanna og svo er oröið dóttir
stirt í munni Bandaríkjamanna
þannig að ég ákvað að breyta nafn-
inu. Það hefði líka veriö hætta á
að ég yrði afskrifuð sem útlending-
ur sem kynni ekki orð í ensku,"
segir leikkonan fræga.
Hún vill nú ekki alveg kannast
við að hún sé orðin fræg leikkona
en hún stefnir aö því. Og til að ná
markmiði sínu var hún fjögur ár í
leiklistarnámi í Boston. „Ég fór
fyrst í leikhús- og sjónvarpsfræði í
Suður-Illinois, í litlum bæ sem var
eiginlega úti á miðjum akri. Þetta
var 1985. Áhugi minn á leiklist var
mikill og ég taldi smám saman í
mig kjark til að hella mér út í leik-
hstarnámið.“
Fékk strax hlutverk
Það þarf einnig kjark til að hella
sér út í samkeppnina að námi loknu
þvi að mikið atvinnuleysi ríkir með-
al leikara í Bandaríkjunum. „Rétt
fyrir útskrift fór ég með bekknum
mínum til New York þar sem við
kynntum okkur með uppfærslu fyr-
ir umboðsmönnum og þeim sem
skipa í hlutverk. Þar á meðal voru
fulltrúar ABC-sjónvarpsstöðvar-
innar og ég var ráöin. Ég þurfti
ekki einu sinni að lesa fyrir þá.
Þetta var heljarinnar stökk.“
Jóhanna kveðst hafa flutt til New
York til að leika í Loving í sömu
viku og hún útskrifaðist. Aðspurð
um hvort hún hafi ekki fundið fyr-
ir öfund bekkjarfélaga játar hún
því. „Mér var óskað til hamingju
með brosi en í sömu andrá var sagt
helvítis tíkin. En ég held að þetta
hafi nú allt verið í góðu.“
Brennd og skotin
Jóhanna lék samfleytt í Loving í
sex mánuöi. Teknir voru upp fimm
þættir í viku en misjafnt var
hversu oft hún kom fram í viku
hverri. „Ég var eiginlega fegin þeg-
ar mafiósunni Stevie Lindström
var stungið í fangelsi í nóvember í
fyrra. Þetta er nefnilega ekki það
sem ég vil helst gera. Ég notaði
tækifærið og flutti til Los Angeles,
að sumu leyti til að ekki yrði alltof
auðvelt að ná í mig. Það var kom-
inn tími til aö halda áfram."
Það sem Jóhanna vill helst gera
er að leika í kvikmyndum og leik-
húsum. En Stevie var sleppt úr
fangelsi og Jóhanna þurfti þvi að
fara aftur til New York í júní síð-
astliðnum. Þar var endanlega gert
út af viö Stevie og var hún bæði
brennd og skotin. „Ég er því laus
nema þeir vilji koma með hana sem
draug. Það er svo sem ekkert ólík-
legt,“ segir Jóhanna hlæjandi.
Átta ára í enskunámi
Aðspurð hvernig henni takist
með framburðinn segir Jóhanna
að reyndar hafi hún frá átta ára
aldri verið send í heimarvistar-
skóla til Englands í fjögur sumur.
„Þar var ég í þrjá mánuði á hverju
sumri, mállaus í fyrstu, og varð að
bjarga mér.“ Hún segist enn búa
aö því en til aö ná ameríska fram-
burðinum hljóðritaði hún það sem
hún þurfti að segja í hlutverkum
sínum í skólanum.
Jóhanna segist hafa farið að taka
þátt í leiksýningum tiltölulega
seint, ekki fyrr en hún var komin
í Verslunarskólann. „Ég held að
þátttaka min í Rocky Horror Pict-
ure Show hafi gert útslagið. Við
þurftum aö halda aukasýningar og
fórum einnig út á land. Það var
óskaplega gaman.“
Jóhanna segist vel geta hugsað
sér að koma heim til íslands og
leika hér í kvikmyndum eða í leik-
ritum þótt hún sé búsett í Los
Angeles. Eftir fyrsta veturinn í
Boston lék Jóhanna eitt sumar í
Light Nights hér heima. í Los
Angeles hefur Jóhanna komið sér
vel fyrir ásamt manninum sínum,
Illuga Eysteinssyni.
í Skálkum
á skólabekk
Illugi er við nám í arkitektúr og
sjálf er Jóhanna búin að fá hlut-
verk í annarri sjónvarpsþáttaröö,
Parker Lewis Can’t Loose eða
Skálkar á skólabekk, sem sýnd var
hér á landi síðastliðið sumar. „Ég
leik þar átján ára ungling, Eileen
Larsson sem er kærasta eins af
aðalgæjunum, Larrys Kubiac." Jó-
hanna hefur leikið í tveimur þátt-
um og frekari þátttaka er á döf-
inni. Að sögn Jóhönnu gerir fram-
leiðandinn samning til eins árs í
einu og lýkur tökum í þetta skipti
í vor.
í hlutverki Eileen kveðst Jó-
hanna nýög ólík sjálfri sér og þvi
snýr fólk sér ekki aö henni úti á
götu í Los Angeles vegna leiks
hennar í Parker Lewis þáttaröð-
inni. Það eru þó ýmsir sem muna
eftir henni úr Loving. Og hún hefur
frétt af fólki sem kom sérstaklega
til að horfa á hana leika í leikriti í
Los Angeles Theatre Center þar
sem það hafði séð hana í Loving.
Stórstjömur nálægt
Helst vill Jóhanna verða þekkt
og fá hlutverk vegna leiks síns en
ekki vegna kunningsskapar. „Það
var þó freistandi að stökkva á
Coppola þar sem hann var aö gera
mynd um brúði Frankensteins í
kvikmyndaveri Columbia við hlið-
ina á því sem upptökumar á Park-
er Lewis og félögum fóm fram í.
Það er nú einmitt með því að kynna
sig fyrir hinum stóru sem flestir fá
hlutverk."
Jóhanna segist ekki hafa kynnst
neinni af stóm stjörnunum en hún
segist finna fyrir nálægð þeirra í
kvikmyndaborginni Los Angeles.
„Það getur verið afskaplega pirr-
andi að allt skuh vera hér viö nefið
á manni en samt er maður fjarri
því. En ég geri mér grein fyrir að
ég þarf að fara þá leið sem*ég er á
núna. Ég vil svo mikiö en ég get
ekki kvartað. Flestir þeirra sem
útskrifuðust meö mér hafa haft lít-
ið að gera og það er erfitt tímabil
í leiklistarheiminum vegna krepp-
unnar sem ríkir hér núna. Allra
erfiðast er að vera hér og í New
York ef maöur ætlar að vekja at-
hygh á sér.“
Að sögn Jóhönnu er mikh vinna
fólgin í því að kynna sig. Hún hefur
eigin umboðsmann en hann sér
aðahega um samningahliðina. Sjálf
þarf hún að kynna sig fyrir því fólki
sem hún vih tala við og fá vinnu
hjá. „Ég þarf að vakna snemma á
morgnana og fylgjast með því í
fjölmiðlum og annars staðar hver
sé að gera hvað og hringja síðan
og mæla mér mót við fólk. Níutíu
prósent af tímanum fer í að leita
sér að vinnu og svo leikur maður
hin tíu prósentin. Svoleiðis er nú
vinna leikarans hér.“
-IBS