Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Page 18
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991.
Veiðivon
Haglabyssa gefin til
æfinga fyrir byrjendur
Fyrir fáum dögum var Skotfélagi
Reykjavíkur afhent að gjöf frá
BRNO-umboðinu í íslandi, Mikla-
garði, heildsölu, haglabyssa af gerð-
inni BRNO-SUPER SKEET sem er
sérstaklega útbúin til leirdúfuskot-
fimi. Haglabyssa þessi mun vera not-
uð sérstaklega fyrir æfinga fyrir
byijendur á skotæfingum félagsins.
Það var Ólafur Jóhannsson frá
Miklagarði hf. - heildsölu - sem af-
henti Jóhannesi Jenssyni, formanni
Skotfélags Reykjavíkur, byssuna upp
á æfingasvæöi Skotfélagsins í Leir-
dal.
Að því búnu var byssan reynd á
léttri æfingu strax á eftir og voru
menn sammála um að þarna væri
komin mjög góð byssa til æfinga.
Mun byssan vera í vörslu stjórnar
félagsins og einvörðungu vera notuð
á auglýstum æfingatímum.
Byssa af þessari gerð kostar um
120. þús. í verslun. Ennfremur er
hægt aö fá ódýrari haglabyssur fyrir
um það bil 50 þús. en þessar byssur
eru framleiddar í tékknesku borg-
inni BRNO. Aðrir viðstaddir voru
Guðmundur Kr. Gíslason frá Mikla-
garði og Helgi Bjömsson frá Skotfé-
laginu. -G.Bender
Ólafur Jóhannsson frá Miklagarði afhendir Jóhannesi Jenssyni, formanni Skotfélags Reykjavíkur, byssuna sem
nota á fyrir byrjendur upp á skotsvæði félagsins. DV-GKG
Svipuð ijúpna-
veiði og í fyrra
Rjúpnaveiðin er svipuð og i fyrra
segja fróðir skotveiðimenn.
DV-mynd Sigurður Kr.
Margir landsmenn eru famir að
hugsa gott til glóðarinnar að borða
rjúpur í jólamatinn en þær þykja
einkar góður matur.
„Þetta er svipuð veiði og í fyrra,
sýnist mér, best er þetta austur á
héraði og vestur á fjörðum," sagði
Sverrir Sch. Thorsteinsson skot-
veiðimaður í vikunni. ,
„Ég hef heyrt í skotveiðimönnum
víða um land og fyrir skömmu frétti
ég af einum rétt hjá Húsavík, hann
skaut 40 rjúpur. Sumir skotveiði-
menn hafa ekki hátt um sína veiði
en þeir fá margir þónokkuð af
rjúpu,“ sagði Sverrir ennfremur og
ætlaði til rjúpna næstu daga.
-G.Bender
Þjoðar-
spaug DV
Kjafta
kerlingin
Um annálaða kjaftakerlingu í
Borgarfiröi var eitt sinn ort:
Kristín heitir kona flá,
kjafta beitir nöðrum.
Sker og reytir mest sem má
mannorðsfeiti af öðmm. :
Ekki hægt að
geymahann
lengur
Vinnukona í sveit var trúlofuð
manni sem fór á vetrarvertíö til
Vestmannaeyja. Ekki kom mað-
urinn aftur á þeim tíma sem hann
hafði lofað og því tók vinnukonan
saman við annan mann, Arin-
björn að nafni. Er konan sagði
upp „vertíðarvininum“ gerðí hún
það með þessari vístu
Þreytt ég geymdi meydóminn,
margur vildi haf ann.
Á endanum varð ég uppgefin
og Arinbirni því gaf ann,
Vissari leggur
Tveir stjórnmálamenn voru eitt
sinn að hæla sér af því að þeir
væru komnir af Finni biskupi.
„Minn ættleggur er göfugri því
aö ég er kominn af Finni í karl-
legg en þú í kvenlegg," sagði arrn-
ar stoltur.
„Já, en minn er vissari," svar-
aði hinn þá sigri hrósandi.
aldur en hafði aldrei gifst.
Ein vinkona hennar spurði
hana einhverju sinni hvort eitt-
hvað væri hæft í því að hún ætl-
aði að fara að gifta sig.
„Nei,“ svaraði Sigurveig ákveð-
in, „en ég er þakklát fyrír orð-
róminn.“
Ég ætlaöi eiginlega aö smygla einni viskíflösku en ég fékk samviskubit Nafn:
á siðustu stundu.
Heimilisfang:
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð
kemur í ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með krossi
á hægri myndinni og senda okkur
hana ásamt nafni þínu og heimilis-
fangi. Að tveimur vikum liðnum
birtum við nöfn sigurvegara.
1. verðlaun: SHARP stereo ferðaút-
varpstæki með kassettu að verð-
mæti kr. 6.380 frá Hljómbæ, Hverf-
isg. 103.
2. verðlaun: Fimm Úrvalsbækur að
verðmæti kr. 3.941.
Bækumar, sem eru í verðlaun,
heita: Á elleftu stundu, Falin
markmið, Flugan á veggnum, Leik-
reglur, Sporlaust. Bækumar em
gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið fneð lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 132
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundrað
og þrítugustu getraun reynd-
ust vera:
1. Guðmundína Haraldsd.
Víkurtúni 15,510 Hólmavík
2. Rúnar Jóhannesson
Heiðarbr. 1E, 230 Keflavík
Vinningarnir verða sendir
heim.