Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 Kvikmyndir Homo Faber eru latnesk orð sem geta þýtt margt en meiningin er samt mann- eskja sem afkastar óg gerir hlutina og trú- ir á það. Aðalpersónan í nýjustu kvik- mynd Volker Schlöndorff, sem gerð er eft- ir skáldsögu Max Frisch, Walter Faber, er Bandaríkjamaður á fimmtugsaldri, verkfræðingur sem gengur vel í starfi. Hann lærði í Ziirich og vinnur nú á vegum Sameinuðu þjóðanna og ferðast vítt og breitt um heiminn. Þegar flugvél, sem gerðist, af hveiju það gerðist og hvemig hann eigi að taka því sem geröist. Voru það örlög eða tilviljun að þeir dramatísku atburðir, sem við fáum að sjá, gerðust? Gat ekki haldið mig frábókinni „Engin kvikmynda minna hefur náð eins sterkum tökum á mér, ef undanskilin ar, við óskum að svo sé ekki, en enginn getur séð við örlögum sínum og Faber er jafn einmana í lokin og við sáum hann í byijun, enn ein ferðin að hefjast." Þannig lýsir Schlöndorff Walter Faber, persón- unni sem hann hefur hugsað um í mörg ár. Volker Schlöndorff er einn af þekktustu leikstjórum seinni tíma í Þýskalandi, var einn af þeim sem náðu að reisa þýska kvikmyndagerð úr þeirri lægð sem hún lenti í eftir seinni heimsstyijöldina. Hann ..•••. •• •»>>•> •: c x > 4 •> ** Sam Shepard leikuraðal- hlutverkið i Homo Faber. Hann er hér meðBarböru Sukowa. Kvikmyndir Hilmar Karlsson hann er farþegi í, neyðist til að lenda í Sierra Madre eyðimörkinni í Mexíkó byija hlutir að gerast sem eiga eftir að hafa af- drifaríkar afleiðingar á líf hans. Myndin byijar nokkrum vikum síðar á flugvelli þar sem Faber bíður flugs. Hann fer í huganum aftur í tímann og reynir að koma einhverri skynsemi á þaö sem gerðist. Og við fylgjumst síðan með Faber þar sem hann fer nákvæmlega yfir hvað er Tintromman," segir þýski leikstjórinn Volker Schlöndorff. „í tólf ár var ég með söguna á heilanum og það var ekki fyrr en nú að ég þorði aö leggja í hana. Homo Faber er eitt af meistaraverkum evrópsks skáldskapar á þessari öld. Aðalpersónan er maður sem hefur alla stjóm á lífi sínu, hann byggir stíflur sem veita fólki öryggi og hann trúir á það sem hann er að gera, þar til snögglega, þegar hann nálgast fimmtugsaldurinn, að lífi hans er skyndi- lega snúið við og honum sýnt fram á að það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að stjóma eigin lífi. Hann er þannig per- sóna að áhorfandinn tekur við honum umyrðalaust og við fyllumst þeirri von að kannski sé það ekki rétt sem okkur grun- hefur samt oft verið ásakaöur um að reyna að gleyma því aö hann sé þýskur. Sjálfur viðurkennir hann að hann hafl alist upp við bandarísk áhrif og ávallt liðið best þegar hann hlustaði á bandaríska tónlist. Schlöndorff nam kvikmyndafræði í Frakklandi og var staðráðinn í að festa sig þar í sessi sem kvikmyndagerðarmaður. Hann vann sem aðstoðarmaöur hjá Louis Malle, Jean Pierre Melville og Alain Resnais og horfði að jafnaði á þijár kvik- myndir á dag. Hann segir að aö lokum hafi hann komist að þeirri niðurstöðu gegn vilja sínum aö hann væri ekki franskur og það væri í raun hlægilegt að reyna að vera þýskur leikstjórl í Frakk- landi og hélt heim. Kvikmyndar helst gæðabókmenntir Volker Schlöndorff sneri heim árið 1965 og leikstýrði fyrstu kvikmynd sinni, Der junge Törless sem byggð er á skáldsögu Robert Musil, og evrópskar bókmenntir áttu eftir að vera honum sá heimur sem hann sótti í. Der junge Törless var valin besta kvik- myndin af gagnrýnendum í Cannes 1966 og vakti athygli á honum. Síðan þá hefur hann veriö afkastamikill kvikmyndagerð- armaður og eru allar bestu kvikmyndir hans gerðar eftir bókmenntaverkum, meðal annars Tintromman (Die Blech- trommel) sem gerð er eftir skáldsögu Gunther Grass. Fyrir þá mynd fékk Schlöndorff gullpálmann í Cannes. Aðrar þekktar myndir, sem Schlöndorff hefur leikstýrt, eru Die verlorene Ehre der Katharina Blum, sem hann leikstýrði ásamt Margarethe von Trotta, og Swann in Love. í Bandaríkjunum hefur Schlön- dorff leikstýrt Death of a Salesman, A Gathering of Old Men og nú síðast Landscape of a Waitress. Flughræddur aóalleikari Aðalhlutverkið í Homo Faber leikur leikarinn og leikritaskáldið Sam Shepard. Schlöndorff segir að hann hafi hitt Shep- ard fyrst rétt eftir að hann hafi lokið við Tintrommuna og hafi þeim komið vel sam- an. „Ég hgfði því hugsað mér Shepard í hlutverk Faber, þar sem ég þurfti á banda- rískum leikara að halda. Ég sendi honum handritið og hann sagðist vera meira en til í að leika hlutverkið, en einn galli var á gjöf Njarðar, Shepard sagðist vera hræddur viö að fljúga og færi helst aldrei upp í flugvél. Þetta kom ftiér spánsk fyrir sjónir þegar ég hugsað til þess að það var einmitt Shepard sem lék Chuck Yager í The Right Stuff, manninn sem fyrstur braut hljóðmúrinn. Þessi staðreynd varð þó ekki til þess að ég hætti viö hann en ákveðin vandamál komu þó upp. Homo Faber gerist bæði í Mexíkó og víða í Evrópu og var kvikmynd- uð á þeim stöðum. Þetta var ekki svo mik- ið vandamál meðan kvikmyndað var vest- an hafs en þegar hópurinn hélt til Evrópu voru fá ráð góð. Lítið er um farþegaflutn- inga með skipum og ekkert á þeim tíma sem við vorum á. Shepard skildi vanda- mál okkar og sagöist mun mundu geta hugsað sér að fljúga í Concorde. Við urð- um auðvitað alveg orðlausir en um leið ánægðir. En eftir að til Evrópu kom neit- aði hann algjörlega að fljúga meira.“ Homo Faber hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og þykir með betri myndum Volker Schlöndorff. Er myndin sýnd þessa dagana í Regnboganum. Með tilkomu Saga-bíós hafa um- svif Sam-bíóa aukist verulega og hafa aðstandendur fyrirtækisins ákveðið aö í einum sal verði ávallt sýndar listrænar gæðamyndir og kemur fyrirtækið þannig til móts viö stóran hóp kvikmyndaunn- enda. Fyrsta myndin í þessum flokki er nýjasta kvikmynd Bem- ardo Bertolucci, The Sheltering Sky, og eru þegar hafnar sýningar á henni. The Sheltering Sky er mikil og vönduð kvikmynd sem segir sögu þriggja Bandaríkjamanna, tveggja karla og einnar konu, í Tangier. Aöalhlutverkin leika John Malcovich, Debra Winger og Campell Scott. Þess má geta að eitt hlutverk í myndinni leikur söng- konan geöþekka, Amina, en hún heimsótö okkur fyrir stuttu og söng við mikla hrifiúngu á Hótel íslandi. The Sheltering Sky hefur fengið misjafna dóma og misgóðar Jessica Lange leikur aöalhlutverkið i nýjustu kvikmynd Cosia Cavras, The Music Box. eru Debra Winger og John Malcovich í hlutverkum sínum. viðtökur og er það ekki óvanalegt þegar um er að ræða myndir Berto- luccis. Aðrar kvikmyndir, sem sýndar verða á næstunni undir heitinu Gullroolar, eru til dæmis nýjasta kvikmynd Bruce Beresfonl, Mr. Johnson, Mountain of the Moon sem Bob Rafelson leikstýrir, franslca myndin Romald og Juliet sem Coline Serreau Ieikstýrir, Meeting Venus sem Istvan Szabo leikstýrir, The Music Boxsemleik- stýrð er afCosta Cavrasog jafnvel nýjasta kvikmynd Luc Besson, Atl- antis. Allt eru þetta úrvalsrayndir : sem ættuaðgleðja alla kvikmynda- unnendur. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.