Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991. Skák DV Tölvuforrit varpa nýju ljósi á einföld endatöfl Þótt skáklistin í sinni núverandi mynd hafi veriö iökuð í fimm hundruð ár er enn verið að upp- götva ný sannindi. Slíkir eru mögu- leikar skákarinnar að nærri lætur að brunnur hennar sé ótæmandi. Nú hefur skákmeisturum bæst hðsauki í formi „kísilflögu- véfrétta“ eins og stórmeistarinn og stærðfræðidoktorinn John Nunn kýs að nefna tölvuforrit sem sér- fróð eru um ákveönar, einfaldar endataflsstöður. Véfréttir þessar hafa heldur þrengra svið en var til foma og ráða t.a.m. ekki við spurn- ingar um tilgang lífsins og tilveru Guðs, eins og Nunn kemst að orði. En um alit sem lýtur að einfóldum endataflsstöðum má fá skjót og greið svör. Nunn athugaði endatafl sem oft hefur kostaö andvökunætur skák- meistara - hrók og biskup gegn hróki - fræðilegt jafntefli sem þó . getur verið snúið að sanna í tefldri skák. Til skamms tíma gerðu skák- reglur FIDE undantekningu frá 50 leikja reglunni (skákin jafntefli ef peði hefur ekki verið leikið og eng- inn maður drepinn í 50 leiki) og leyfði að endatafl þetta mætti tefla helmingi lengur. Astæða þess er sú að mögulegt er að stilla upp stöðum þar sem tékur yfir 50 leiki að máta. Nú hefur hins vegar verið horfið frá þessu aftur, mörgum skák- manninum til mikils léttis. Meö því að ráðfæra sig við vé- fréttina komst Nunn að því að sterkir stórmeistarar gerðu sig seka um mörg mistök í þessu erfiða endatafli sem vissulega lætur ekki mikið yfir sér. Nunn og véfréttin fundu einnig villur í þekktum skákþrautum og rannsóknum. Hér er staða sem ætti að vera norðlenskum skákáhugamönnum kunn. Hún er úr skák sem tefld var fimm morgna í röð á alþjóðamótinu á Akureyri 1988. Á þessu ári mátti tefla endataflið í 100 leiki og Mar- geir Pétursson, sem hafði hrókinn og biskupinn, nýtti sér þann rétt til hins ýtrasta gegn Helga Ólafs- syni. Báðir gjörþekkja þessa stöðu, enda fór svo að Margeir komst ekk- ert áleiðis. Þeir sömdu um jafntefli eftir 163 leiki og mun þetta vera lengsta skák sem tefld hefur verið á íslandi! Nunn mataði tölvuna góðu á þessu endatafli og viti menn, hún var fljót að sjá það út að Margeir - sigrar tölva heimsmeistarann innan árs? hefði getað unnið taflið á einum stað - fleiri tækifæri fékk hann hins vegar ekki. Helgi hafði hvítt og átti að leika sinn 98. leik í þess- ari stöðu: Eini leikurinn í stöðunni er 98. Hfö! en Helgi lék hins vegar 98. Kcl? með hugmyndinni að svara 98. - Kc3 með 99. Hc2 + ! Bxc2 patt og jafntefli. Eftir 98. - Kd4? 99. Hf2 var hvítur aftur kominn á rétta braut og 65 leikjum síðar var samið um jafntefli. Úrskurður „véfréttarinnar" er sá að skákin sé unnin eftir 98. - Hal + 99. Kb2 Hhl! og áfram 100. Ka3 Kc3, eða 100. Hg2 Hbl+ og næst 101. - Kc3, og hvítur lendir í hinni frægu Philidor-stöðu og tapar í fáum leikjum. Sigur í 223 leikjum Áreiðanleiki tölva í stöðum af þessu tagi gjörbreytir aðstöðu manna við biðskákarannsóknir. Biðskákum hefur raunar fækkað rpjög með breyttum tímamörkum og líklegt er að innan fárra ára til- heyri þær liöinni -tíð. Nærtækt dæmi er 16. einvígisskák Karpovs og Kasparovs í Lyon. Kasparov fann ekki vinningsleiðma meö hrók gegn biskupi, lék hlutlausa leiki og kom skákinni í bið. Eftir að hafa skoðað stöðuna heima var hann fljótur að vinna úr henni og knýja Karpov til uppgjafar. Ka- sparov þvertók fyrir að tölva hefði aðstoðað sig við heimalærdóminn en heimsmeistarinn hefði þó hæg- lega getað borið niðurstöður sínar saman við tölvu - svona til öryggis. Tölvur hafa þegar lagt sitt að mörkum við þróun skákhstarinn- ar. í þessum einfoldu endatöflum er besta taflmennska að mati tölv- Enski stórmeistarinn og stærðfræðidoktorinn John Nunn er einn þeirra sem nýtur aðstoðar tölvu við að rannsaka einföld endatöfl, enda eru yfirburðir hennar ótvíræðir á því sviði. Skák Jón L. Árnason unnar oft óskiljanleg mannsheilan- um, rétt eins og einhver grundvall- arsannindi skákborðsins séu hon- um enn hulin. Sjáið þessa stöðu hér þar sem hvítur hefur hrók og biskup gegn tveimur riddurum: 8 7 6 5 4 3 2 1 ABCDEFGH Þetta er óvepjulegt endatafl sem ætla mætti að sé jafntefli svo fremi svartur leiki ekki af sér riddara. Sú var a.m.k. skoðun spekinganna fyrir tilkomu tölvanna en nú þurfa þeir að endurskoða hug sinn. í bandaríska tímaritinu Scientific American er greint frá því að tölvu- forrit Lewis B. Stíiler, nemanda við John Hopkins háskóla í Bandaríkj- unum, hafi sýnt fram á að hvítur vinni þvingað í 223 leikjum! Forrit Stillers er ætlað það verk- efni að rannsaka allar stöður án peða þar sem tveir kóngar og fjórir menn eru einir á borðinu. Forritið þurftí að fara í gegnum og skrá 100 milljarða mismundandi stöður. Það byrjar verkið á þeim fáu stöð- um þar sem hvítur vinnur. Spinnur síðan leikina aftur á bak. Þannig er staðan hér að framan fundin og lokastaðan, 122 leikjum síðar, lítur þannig út: Svartur á leik. Hann er í leik- þröng og kemst ekki hjá því að tapa öðrum riddaranum er eftirleikur hvíts verður auðveldur. Bandaríski básúnuleikarinn og söngvarinn FRANK LACY TÓMAS R. EINARSSON bassi SIGURÐUR FLOSASON saxófónn KJARTAN VALDEMARSSON píanó EINAR SCHEVING trommur ■k/erða með tónleika: Föstudaginn 6/12 kl.2l:30 PÚLSINN v/ Vitastíg Laugardaginn 7/12 kl.2l:30 PÚLSINN v/ Vitastíg Sunnudaginn 8/12 kl.2l:30 HÓTEL SELFOSS Þriðjudaginn 10/12 kl.21:30 PÚLSINN v/ Vitastíg UMMÆLI GAGNRÝNENDA Á ÍSLANDSFÖR TÓMASAR R. EINARSSONAR “íslendingar eru orðnir gjaldgengir í djassútflutningi” VemharÖur Linnet, MorgunblaðiÖ. “þetta er áreiöanlega besta djassplata okkar til þessa” GuÖmundur Andri Thorsson, Þjóðviljinn. “er það skoðun margra að þar sé að fínna bestu djasstónlist sem komið hefur út eftir íslenskan kómpónista” Hilmar Karlsson DV. Samkvæmt tímaritsgreininni virðast mennirnir dansa stefnu- laust um borðið fyrstu 200 leikina eða svo og það er ekki fyrr en und- ir lokin sem taflið verður mennsk- um mönnum skiljanlegt. Þetta leiðir hugann að ýmsum öðrum endataflsstöðum sem sér- fræðingar hafa þurft að skoða hug sinn til. T.a.m. hefur verið sýnt fram á að endataflið tveir biskupar gegn riddara er unnið og drottning vinnur gegn tveimur biskupum sem talið var jafntefli í virtum, gömlum endataflsbókum. Á þessu afmarkaða sviði ein- faldra endataíla hefur tölvan ótví- ræða yfirburði. Frá upphafsstöð- unni hefur heimsmeistarinn Ka- sparov hins vegar enn vinninginn, hversu lengi sem það verður. Töl- van Deep Thought, sem er í eigu IBM, lagði sitt af mörkum við rann- sóknir á skákum Karpovs og Ka- sparovs í New York og Lyon í fyrra og hafði sitthvað við taflmennsku meistaranna að athuga. Nú er stór- lega endurbætt útgáfa hennar í smíðum sem búist er við að verði tilbúin eftir ár. Hönnuðir hennar segja að með tilkomu hennar muni tölvur endaniega slá mannsheilan- um við á skáksviðinu. Lengsta skákþrautin Úr því 200 leikja skákir eru til umraeðu er ekki úr vegi að líta á lengstu tafllok sem samin hafa ver- ið úr löglegri stööu og án þess að maður hafi verið vakinn upp. Staö- an er eftír Hetherington og Morse. Hvítur á leikinn og á að máta í 226 leikjum! Fyrstu leikimir eru 1. Bh2+ Kf3 2. De3+ Kg2 3. Dgl+ Kf3 4. Dfl + Kg4 5. De2+ Hf3 6. De6+ Hf5 og nú 7. Rd7. Svartur leikur best 7. - Kf3 og þá koma sömu drottningarskák- ir og áður (8. Dxf5+ Kg2 er ekki eins sterkt), fyrst 8. De3+ - og þannig endurtekur sagan sig. Hvítur bætir smám saman stöð- una með 13. Kb2, 19. Kcl 25. Kdl og nú neyðist svartur til að leika 25. - a3 (því að 25. - Kf3 26. De2 er mát). Þá kemur 26. Kcl, 32. Kbl, 38. Ka2 og 44. Kxa3 - alltaf fimm drottningaskákir á milli. Áfram á sama hátt og síðan 62. Kdl a4 63. Kcl, 69. Kdl a5 70. Kcl, 76. Kdl a6 77. Kcl Kf3, 83. Kdl og þá verður svartur að leika 83. - a3. Eftir 102. Kxa3 heldur taflið áfram sem fyrr þar tíl hvítur vinnur þriðja a-peðið á a3 í 153. leik. Hvítur leikur síðan í 178. leik Kdl og svartur reynir að þæfa taflið: 178. - c4179. Kcl Kf3180. De3 + Kg2 181. Dgl+ Kf3 182. Dfl+ Ke4 183. Dxc4+ KÍ3 184. Dfl+ Kg4 185. De2+ Kf3 186. De6+ Hf5 187. Kdl a3 og síðasta a-peðið fellur loks í 206. leik. Eftír 224. Kdl er svartur loks kominn í leikþröng. Lokin eru 224. - RhfB 225. Rf6 + Kf3 226. De2 mát. -JLÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.