Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Side 30
30 LAUGARDAGUR'7. DESEMBER1991.’ Fjögurra manna írönsk fjölskylda slapp naumlega úr borgarastríðinu í Saír: Kúlnaregnið dundi á okkur á flóttanum „Viö vorum nýkomin heim eftir aö hafa ekið börnunum í skólann fyrr um morguninn. Menn aö vinnu rétt hjá komu til okkar og sögðu að bardagar væru byrjaðir inni í borginni. Það fyrsta sem kom upp í huga mér var að bjarga strákun- um okkar. Því ókum við í hend- ingskasti í átt til skólans. Á leiðinni voru harðir skotbardagar upp- reisnarmanna og þjóðvarðhða sem studdu Seko forseta. Til að komast að skólanum þurftum við að fara yíir brú yfir Kisiangani-fljótiö og tókst það. Hinum megin brúarinn- ar var hins vegar hópur vopnaðrp uppreisnarmanna sem veifuðu til okkar að stansa. í stað þess að hlýða gaf ég í botn og þaut framhjá þeim. Kúlnaregnið þaut um höfuð okkar svo við afréðum að stansa. Þegar þeir þustu að okkur héldum við aö það væri okkar síðasta. Þeir spurðu hvert við værum að fara og við sögðum eins og var að við ætluðum að bjarga börnunum okk- ar. Þá sagði yfirmaðurinn: Skjótið - hann! Kúlnaregnið dundi kring um okkur. Þeir voru æfareiðir og skip- uðu okkur síðan út úr bílnum. Þeir leituðu að vopnum á okkur og hirtu allt verðmætt, þar á meðal 850 doll- ara úr tösku konu minnar. Þeir heimtuðu lyklana að bílnum en ég þráaðist við. Við hjónin stóðum stutt hvort frá öðru og nú þutu byssukúlur á milli okkar. Við slepptum lyklunum og hlupum í átt til skólans sem var um 30 metra frá,“ sagði Ataollah-Ansari, íransk- ur prófessor í geislunarlækningum við háskóla Saír í Kisangani, í við- tali við DV. Ataollah flúði Saír ásamt konu sinni og tveimur sonum þegar borgarastyijöld braust þar út seinnihluta september. Þau urðu að skilja allar eigur sínar eftir og sjá á bak bestu vinum sínum. Eftir tæpa tvo mánuði hjá vinum og kunningjum lentu þau í bandvit- lausu vetrarveðri á Keflavíkurflug- velli. Þau búa nú hjá systur kon- unnar í Keflavík og eru með land- vistarleyfi hér til áramóta. Unnið er að því að framlengja það. Frá íran til Saír Ataollah er frá íran. Hann flutti þaðan til Saír fyrir 16 árum. Tveim- ur árum síðar giftist hann konu sinni, Monireh, einnig frá íran. Hún kom á undan honum til Saír og haföi auk þess verið flögur ár á Fílabeinsströndinni. Þau hjón sett- ust að í Kisangani, borg við sam- nefnt fljót í Saír. Þar fékk Ataollah stöðu sem aðstoðarprófessor við háskólann og síðar prófessors- stöðu. Konan rak hins vegar lyfia- heildverslun. Synir þeirra tveir, Neissan 12 ára og Shamim 9 ára, gengu í belgískan skóla og allt lék í lyndi þegar óeirðirnar, sem áttu eftir að slíta fiölskylduna upp með rótum, brutust út að morgni 24. september. Bömin farin Ataollah heldur frásögn sinni áfram: „Þegar við komum inn í skólann var okkur sagt að maður hefði tek- ið strákana okkar. Við urðum skelfingu lostin. Kennarinn var taugaóstyrkur og gat ekki sagt okk- ur hver hefði tekið bömin. Eftir fyrirspumir kom loks í ljós að kunningi okkar hafði orðið á und- - býr nú hjá venslafólki í Keflavík Þessi íranska fjölskylda slapp naumlega undan kúlnaregni í borgarastriðinu I Saír I haust. Þá óraði hana ekki fyrir að hún ætti eftir að dvelja á íslandi en sem stendur býr fjölskyldan hjá venslafólki sínu í Keflavík. Til vinstri er faðirinn, Ataollah-Ansari, prófessor í geislunarlækningum við háskólann í'Saír, þá Shamim-Ansari, 9 ára, Neissan-Ansari, 12 ára, og móðirin, Monireh-Ansari lyfjaheildsali. DV-myndir Brynjar Gauti var á flugvellinum og sló skjald- borg um okkur meðan við fómm um borð í flugvélina. Við fengum ekki að vita hvert ferðinni væri heitið fyrr en við vorum komin í loftið. Nokkru síðar lentum við í Mið-Afríkulýðveldinu Burundi." Höfðu aldrei séð snjó Ataollah og fiölskylda hans eru Baháí-trúar. í Burundi gistu þau hjá kanadískri Baháí-fiölskyldu. Þar voru þau í 50 daga. Systir Mon- ireh, eiginkonunnar, býr í Kefla- vík. Eiginmaður hennar, John Spencer, hafði millgöngu um að þau komu hingað til lands og því fór svo að þau lentu hér í kólvit- lausu veðri. „Okkur hjónunum brá ekki sér- lega mikið þar sem við höfðum séö snjó í íran. Strákarnir höfðu aldrei séð snjó bg þekktu varla annað en 30 stiga hita. Því fannst þeim af- skaplega spennandi að sjá snjó- komu og koma út í fiögurra stiga frost. Það var mikil upplifun fyrir þá.“ Eins og áður sagði hefur fiöl- skyldan landvistarleyfi hér til ára- móta en gerir sér vonir um að fá leyfið framlengt til vorsins þegar hún hefur áttað sig betur á stöðu sinni. Eins og er vita þau ekki hvað nánasta framtíð ber í skauti sér. Þau langar aftur til Saír ef ástandið þar breytist til batnaðar, annars til einhvers frönskumælandi lands. „Allir bestu vinir okkar eru enn í Saír en vegna lélegs símasam- bands höfum við ekkert frétt af þeim. Okkur þykir afskaplega vænt um Saír og fólkið sem þar býr. Þar var heimili okkar, vinna og fram- tíð. Þó við höfum skyndilega misst allt sem við áttum, nánast týnt til- verunni, berum við engan kala til Sair, það er ekki hægt.“ Ataollah segist kunna ágætlega við sig á íslandi. Eins og fram kom hér á undan eru þau Baháíar og einmitt þess vegna fannst þeim þau ekki vera alveg ókunnug hér. Líkar vel við ísland „Viö höfðum lesið okkur til um landið í bókum og bæklingum og séð mynd um það í menningarmið- stöð Frakka í Kisangani. Þá höfð- um við hitt íslenskan ferðamann í Saír en honum buðum við á hátíð- arfund Rotary þar sem ég er for- seti. Þangað var einum fulltrúa frá hverju þjóðlandi boðið og buðum við honum með. Ég haföi lesið mér til um Vigdísi forseta. Eitt af grundvöllarlögmál- um Baháí er að konur og karlar skuli hafa jafna möguleika. Því hreifst ég mjög af að lesa um Vig- dísi. Mér þætti gaman að hitta hana. Þið eruð með bestu almennu menntun sem um getur í heiminum en skyldunám er einnig ein af höf- uðreglum Baháía. Þá hefur verið friður hér í aldir og því er þetta greinilega gott þjóðfélag sem við erum komin í.“ Næg verkefni í Saír Ataollah vildi ítreka að þó Bahá- íar ættu erfitt uppdráttar í íran heföu þau ekki flúið þaðan á sínum tíma. Þau hjón eru bæði með írönsk vegabréf. Hann sagði að Baháíar færu um víða veröld til að láta gott af sér leiða. Margir útlendingar kæmu til Saír til að verða ríkir en það væri þeim mjög fiarri. Ásamt öðrum Baháíum hefðu þau komið á fót skóla, heilsugæslu, fræðslu fyrir vanfærar konur og fræðslu um meðferð ungbarna, svo að eitt- hvað sé nefnt. „Það er mikil fátækt í Saír og því af nógu að taka. Eyðni hefur sett djúp spor í þjóðlíf í Saír en sam- kvæmt UNICEF eru 20 prósent íbúa í bæjum og þorpum smituð og yfir 80 prósent vændiskvenna. Við viljum snúa aftur til Saír, ef ekki vegna vina okkar og þess lífs sem við lifðum þar þá vegna þess að okkur finnst við geta gert gagn.“ -hlh Ataollah líkar vel á íslandi en langar að snúa aftur til Saír um leið og aðstæður leyfa. Hann og fjölskylda hans hafa landvistarleyfi til áramóta en þau vonast til að geta framlengt það til vorsins. an okkur að ná í sín börn og tekið syni okkar með. Það voru ekki margir í skólanum og allt í kring geisuðu bardagar. Skólastjórinn hringdi í breska konsúlinn í Kisang- ani. Sá sendi jeppa eftir okkur og við tróðum okkur í hann ásamt þremur kennurum og þremur börn- um. Við létum bömin vera innst til að verja þau fyrir hugsarúegri skot- hríð. Við skiluðum þeim til síns heima og náðum heim til vinar okk- ar þar sem við gistum um nóttina. bílnum okkar, Land Cruiser jeppa, sem þeir notuðu undir þýfið. Þetta var hörmulegt." í fréttum af atburðunum kom fram að það sama var á seyði í höf- uðborg Saír, Kinsasa. Frakkar og Belgar sendu þúsundir hermanna til landsins til að bjarga útlending- um þaðan í stóram herflutningavél- um. Eftir að hafa hitt bömin sín og gist aðra nótt hjá öðrum vinum sín- um kom kallið um kvöld. Rændu og rupluðu Á leiðinni sáum við hvar her- mennirnir létu greipar sópa í versl- unum. Einnig bratust þeir inn í hús útlendinga. Hermennimir lögðu verslunarhverfi borgarinnar í rúst, kveiktu í eftir að hafa stohð öllu steini léttara úr búðunum. Við sáum hermenn meira að segja á Aðeins eina handtösku með „Við fengum skyndilega tilkynn- ingu um að við ættum að vera kom- in út á flugvöll eftir eina klukku- stund. Við máttum aðeins hafa eina handtösku með okkur og því urð- um við að skilja nánast allar eigur okkar eftir í Saír. Franski herinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.