Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Síða 32
32
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991.
Memiing
Kristján Kristjánsson sendir frá sér plötuna Lucky One:
Menn verða að passa sig
á að brenna ekki upp
„Maður getur spilað eins mikið
og maður vill hér á landi. Það er
þó vissara að fara varlega og
brenna ekki upp á skömmum
tíma,“ segir Kristján Kristjánsson
tónlistarmaður. Hann sendi nú í
vikunni frá sér sína fyrstu stóru
plötu, Lucky One.
„Þetta eru ellefu lög,“ segir
Kristján sem alla jafna er aðeins
kallaður KK. „Sum eru ný. Önnur
hef ég haft með í farteskinu í nokk-
ur ár. Svo hafði ég eitt erlent með,
svona til gamans. Lagið gamla I
Got A Woman.“
Kristján starfaöi um árabO sem
tónlistarmaður í Svíþjóð. Hann
kom heim í september í fyrra og
hefur síðan sett mikinn svip á tón-
listarlífið hér á landi, aðallega á
höfuðborgarsvæðinu.
„Ég er alls ekki á leið úr landi á
ný. Eg er kominn til að vera,“ segir
hann. „Það er hins vegar hverjum-
manni hollt að reyna fyrir sér utan
landsteinanna. Þá kann maður fyr-
ir vikið miklu betur aö meta landið
en áður.“
Með Kristjáni á Lucky One er
einvala lið. Mágur hans, Eyþór
Gunnarsson, leikur á hljómborð og
stjómar útsetningum. Aðrir aöal-
menn á plötunni eru Þorleifur Guð-
jónsson bassaleikari og Matthías
Hemstock sem leikur á trommur.
Ýmsir fleiri koma við sögu svo sem
Sigtryggur Baldursson, Guðmund-
Kristján Kristjánsson tónlistarmaður. Hann hitti einn (ærasta banjóleikara Svía i veislu og réð hann á staðnum
til að spila á plötu sinni.
ur Pétursson og Magnus Edring,
sænskur tónlistarmaður sem leik-
ur á fimm strengja banjó.
„Þú verður að taka fram að það
sé fimm strengja banjó,“ segir
Kristján og hlær. „Þaö er allt annað
hljóðfæri en heföbundna banjóið.
Það eru aðeins virtúósarnir sem
ráða við fimm strengja banjóin með
einhverjum árangri. Við Þorleifur
rákumst á einn færasta banjóleik-
ara Svía ytra þegar við vorum þar
að spila, hittum hann og félaga
hans í partíi og spurðum hreint út
hvort hann væri ekki til í að spila
með okkur á plötu. Hann hélt nú
þaö og við bókuðum okkur snar-
lega í stúdíó í Malmö og tókum
upp.“
Kristján Kristjánsson fylgir
Lucky One eftir þessa dagana með
hljómleikahaldi. Hann er til dæmis
nú um helgina á Akureyri ásamt
hljómsveit sinni. í henni eru Ellen
Kristjánsdóttir, sem raddar og
syngur, Eyþór Gunnarsson, Þor-
leifur Guöjónsson og Sigfús Óttars-
son trommuleikari. Hljómsveitin
var upphaflega stofnuð til að starfa
saman í tvær til þrjár vikur. KK
segir hins vegar að allir hafi svo
gaman af samstarfinu að óvíst sé
hvort hljómsveitin verði lögð niður
á fyrirfram ákveðnum tíma. Henni
verði allt eins gefið mun lengra líf
en örfáar vikur.
Plata Rafns Jónssonar selst vel:
Viðtökumar langt fram
úr björtustu vonum
Rafn Jónsson hefur fengið gullplötu fyrir þrjú þúsund
seld eintök af Andartaki. Nýlega fékk hann einnig feng-
ið platínuplötu fyrir góðan árangur.
„Ég vissi ekkert við hverju ég
mátti búast. Pantaði þó átta
þúsund eintök. Það voru svo að
koma fimm þúsund til viðbótar
nú í vikunni svo að upplagiö er
komið í þrettán þúsund ein-
tök,“ segir Rafn Jónsson,
trommuleikari og útgefandi
plötunnar Andartak. Sala plöt-
unnar hingað til hefur gengið
ákaflega vel, enda rennur ágóð-
inn til styrktar málefnum fatl-
aðra.
Rafn og söngvararnir, sem
koma fram á Andartaki, fengu
afhentar platínuplötur fyrir aö
hafa náð 7.500 eintaka markinu
í beinni útsendingu á Stöð tvö
aðfaranótt síðasta sunnudags.
Þá var efnt til hljómleika í Perl-
unni þar sem Rafn og fjöldi
annarra hljómlistarmanna
kom fram. Meðan á beinu út-
sendingunni stóð birtist nokkr-
um sinnum texti þar sem aug-
lýst var símanúmer sem þeir
máttu hringja í sem vildu kaupa
plötuna og styrkja um leið gott
málefni.
„Símanúmerið var frekar
sjaldan sýnt en viðbrögðin voru
samt ótrúleg," segir Rafn.
„Fólkið sem sat við símana varð
að vinna til fjögur um nóttina
til að anna öllum pöntunum."
Andartak hefur fyrst og
fremst verið seld i símasölu.
Það fyrirkomulag verður haft
áfram fram í miðjan mánuð. Þá
fæst platan einnig í nokkrum
hljómplötuverslunum, aðallega
á höfuðborgarsvæðinu.
Bjartmar Guðlaugsson. Fyrstu tvær plöturnar hans koma nú út á einum geisladiski.
Geimsteinsútgáfan með fjóra geisladiska:
Fimmtán ár frá fyrstu
Brimklóarplötimni
Geimsteinn, hljómplötuútgáfa Rúnars
Júlíussonar í Keflavík, er með í jólaslagnum
sem endranær. Þar á bæ eru nýkomnir út
fjórir geisladiskar. Aðallega er um endurút-
gáfur að ræða. Stefna Rúnars er að gefa sem
mest af áður útkomnum plötum Geimsteins-
útgáfunnar út á diskum.
I ár voru fimmtán ár liðin frá því að hljóm-
sveitin Brimkló sendi frá sér sína fyrstu
stóru plötu, Rock’n’Roll öll mín bestu ár.
Rúnari fannst rétt að minnast þeirra tíma-
móta með því að gefa plötuna út á geisla-
diski. Þá kemur út hjá Geimsteini diskur
með tveimur fyrstu plötum Bjartmars Guð-
laugssonar; Ef ég mætti ráða og Venjulegur
maður.
Þriðji geisladiskurinn frá Geimsteini er
Til eru fræ. Þar leika Rúnar Georgsson og
Þórir Baldursson nokkur vel þekkt íslensk
lög. Er platan kom út áriö 1986 voru á henni
tíu lög. Rúnar og Þórir hafa bætt fjórum
lögum við á geisladiskinn, lögunum Fallinn,
Umsjón
Ásgeir Tómasson
Sofðu unga ástin mín, Brúðarskórnir og Ég
sá ljósiö.
Fjórði Geimsteinsdiskurinn er í ævintýra-
leik. Þar færir Gylfi Ægisson tvö vel þekkt
Ævintýri, Tuma þumal og Jóa og bauna-
grasið, í sinn búning með hjálp sögumanna
og söngvara. Gylfi vann með þessum hætti
nokkur gömul og þekkt ævintýri á árum
áður og eru Tumi og Jói þau fyrstu sem
koma út á geisladiski.