Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Qupperneq 39
íiÁÚGARtíAtíÚR 7. bÚSEMBER 1991. 51 Trimm Kennir listdans á skautum: Þetta er svo skemmtilegt - segir Þórunn Ósk Rafnsdóttir Einbeiting og jafnvægisskyn eru mikilvæg atriði i iistdansinum. „Ég byrjaði að kenna í september og þetta er einu sinni í viku, á sunnudagsmorgnum. Þetta eru þrír hópar og hver þeirra er í fimm-' tíu mínútur í senn. Það er ísknatt- leiksfélagið ísbjörninn sem stendur fyrir þessu en það hafði samband við mig og bað mig um að sjá um þetta. Viðtökumar hafa verið mjög góðar og það rná segja að það sé fullbókað. Þetta hefur verið voða- lega lítið auglýst enda virðist ekki hafa verið þörf á því,“ sagði Þórunn Ósk Rafnsdóttir í samtali við DV. Líka fyrir stífa og stirða Á skautasvellinu í Laugardal er nú boðið upp á kennslu í hstdansi á skautum og það er einmitt Þór- uim sem sér um kennsluna en áður en lengra er haldið er réttast að fræðast um það hvað listdans á skautum er. „Þetta er mikill sjálfs- agi og krefst þess að viðkomandi hugsi mikið um það sem hann er að gera. Nákvæmnin verður að vera til staðar og í raun er þetta líka nokkurs konar listræn tjáning. Einbeitingin verður að vera í lagi og sömuleiðis er jafnvægisskynið mikið atriði. Það má segja að list- dans sé rosalega mikil nákvæmni og það skiptir miklu máli hvemig líkamanum er beitt.“ Listdans, eins og nafnið reyndar gefur til kynna, má túlka sem dans á skautum og líkt og í venjulegum dansi spilar tónlistin stórt hlut- verk, enda erfitt að ímynda sér þetta án hennar. Þeir sem em stífir og stirðir þurfa þó ekki að hafa neinar áhyggjur því að Þórunn seg- ir að það geti allir lært að renna sér á skautum. Munurinn á því að renna sér á skautum, eins og flestir gera, og svo að vera í listdansi er töluverður. Því síðarnefnda fylgir að viðkomandi reyni ýmsar kúnst- ir, eins og hopp og stökk, og það er nokkuð sem er aðeins komið inn á hjá Þórunni. Stelpur í listdansi og strákar í íshokkíi „Það þarf mikla nákvæmni í það að stökkva og þá verður að beita líkamanum á réttan hátt. Þetta er erfitt. Þú kannski stekkur sama stökkið 1 mánuð áður en þú nærð því og maður er marga mánuði að æfa hringina." Fólk á öllum aldri rennir sér á skautasvellinu og t.d. er einn um áttrætt sem mætir reglulega. Hann mætti í fyrsta skiptið með barna- börnin í fyrra og hefur ekki látið deigan síga síðan. í hópunum hjá Þórunni em mestmegnis stelpur. Þegar á hana er gengið kemur í ljós að aðeins einn strákur er í hst- dansi og hann þykir nokkuð góður sem sýnir kannski að þetta er alveg eins fyrir þá eins og stelpumar. Þátttakendurnir em ahir byrjend- ur en námskeiðið, sem nú stendur yfir, er einmitt ætlað slíkum. Sú yngsta er þriggja ára en sú elsta sextán eða sautján ára. Ekki veit Þórunn skýringuna á því hvers vegna strákamir em svona feimnir við þetta en eitthvað er þetta e.t.v. Þórunn Ósk með nokkrum nemenda sinna. DV-myndir Brynjar Gauti Yngstu nemendunum í listdansinum þykir gott að fá stuðning Þórunnar Óskar. að snúast við eins og þróunin í al- mennum dansi sýnir glögglega. Þegar htið er á íshokkíið kemur hins vegar í ljós að þar er kynja- skipting svipuð og í hstdansi nema hvað hlutfalhð er algjörlega öfugt, þ.e.a.s. nær eingöngu strákar eru í þeirri grein. Ekki er gott að finna neina einhhta skýringu á þessu en Þórunn hahast að því að strákarnir sæki í það vegna spennunnar og hraðans. Þykktleður og sterkt stál Námskeiðið hjá Þómnni stendur yfir til áramóta en það hófst í sept- ember eins og áður er komið fram. Kostnaður á hvern þátttakanda er kr. 5.000. Það sem til þarf er eitt par af skautum en engar sérstakar kröfur em gerðar um klæðaburð. Þó vih það brenna við að sumir séu of mikið dúðaðir og þá vill það hamla hreyfingum. Ekki er þó hægt að fara fram á að stelpurnar séu í sokkabuxum, sem væri auð- vitað mjög hentugt, því yfirbygg- ingin er ekki til staðar enn sem komið er. Aðstaðan á skautasveh- inu í Laugardalnum er samt sem áður orðin mjög góð. Fyrst var notað hituveitavatn en nú er notað kalt vatn sem er hitað upp og það er víst miklu betra. í hstdansinum eru notaðir sérstakir skautar en þá mun ekki vera hægt að kaupa hérlendis og því brúka flestir „gömlu“ skautana. Skautar fyrir listdansinn hafa sérstaklega þykkt leður og sterkt stál sem þarf sjaldan að skerpa. Nýir skautar eru eihtið dýrir en á móti kemur að þeir duga árum saman og Þórunn nefnir að hennar eigin séu búnir að endast henni í meira en áratug. „Frumraunin í kennslu hjá mér var á Akureyri í fyrra en munurinn á þessum tveimur stöðum er fyrst og fremst sá að aðstaðan er miklu betri hér í Reykjavík. Þetta hefur gengið mjög vel og er mjög vinsælt og ég held að það sé engin spurning að þetta er framtíðaríþrótt, einfald- lega vegna þess að þetta er svo skemmtilegt. Ég sé það líka fyrir mér að við eigum eftir að keppa í þessu en það verður þó auðvitaö ekki fyrst um sinn.“ Áhyggjulaus á svellinu Á námskeiðinu hjá Þórunni er m.a. stílað upp á að þátttakendurn- ir verði öruggir á sveUinu, læri að fara fram og aftur og beygja og einnig einfóldustu stökkin og skrefin. Einnig eru kenndir hringir en fyrir þá sem það vilja læra væri æsldlegast að hver og einn sækti einkatíma því þar þarf mikla ná- kvæmni. Þess má geta að í hveijum hópi eru 10 nemendur en óvíst er hvort boðið verður upp á fram- haldsnámskeið. Þórunn, sem er 26 ára, kynntist þessu í Lúxemborg en þar hefur hún búið mikinn hluta ævinnar. Hún fór lítið á skauta hér heima sem krakki en í Lúxemborg kvikn- aði áhuginn og hún fór að stunda þetta reglulega. Hún keppti htiUega í þessu og náði ágætum árangri en kaus frekar að leggja fyrir sig kennslu og hefur nú tekið fjögur fyrstu stigin í Ustdansinum. Það er fer ekkert á mUli mála að skauta- íþróttin á sterk ítök í Þórunni en hvað er það sem er svona skemmti- legt. „Þetta er svo fjölbreytt og t.d. er mjög gaman að snúa sér í hringi en í rauninni er maður alltaf að gera eitthvað nýtt. Á svellinu er ég líka áhyggjulaus og þá gleymist allt annað. Kennslan gefur mér Uka mjög mikið og það er mjög gaman að fylgjast með krökkunum," ságði Þórunn. _qrs S U Z U K I A E R O B I C Skráningarstaðir: Reykjavik: Suzuki bílar hf„ Gym 80, Stúdíó Jónínu og Ágústu, Ræktin og World Class. Kópavogur: Alheimskraftur Hafnarfjöröur: Hress Keflavik: Líkamsrækt Önnu Leu og Bróa, Æfingastúdíó og Perlan Akureyri: Dansstúdíó Aiice ísafjöröur: Studio Dan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.