Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991. 61 Menning Merk o g vönduð bók Nýlega fékk ég til umsagnar bókina Þjóðlíf og þjóðhætti eftir hinn krnina skáldbónda Guðmund L. Friðfinnsson á Egilsá í Skaga- firði. Bók þessi er í stóru broti og afar fögru bandi, sannkailað augnayndi, auk þess sem hún hefur að geyma hátt í 300 ljósmyndir víðs vegar af landinu ásamt mörgum teikn- ingiun eftir listamanninn Bjama Jónsson. Formála ritar Þór Magnússon þjóðminja- vörður. Þar segir að höfundur fari „nokkuð óvenjulegar slóðir í minningaskrifum sínum, þar sem hann er ekki að segja ævisögu sína eða rekja venjulegar minningar um fólk og atburði, heldur hefur hann kosið að segja einkum frá starfsháttum og vinnubrögðum og lifnaðarháttum fólks á æskuheimili sínu og næstu bæjum á fyrstu áratugum þessarar aldar.“ Það mætti vel segja mér að bók sem þessi væri sannkallaður stórreki á fjörur þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafnsins og eins þykir mér líklegt að þeir sem orðum halda til haga á vegum þjóðháttadeildarinnar eða fjalia um íslenskt mál finni hér margt nýtilegt. Sumt ber það aö sjálfsögðu keim af mállýsku en á að sjálfsögðu jafht rétt á sér fyrir því. Það er t.d. enginn kominn til að segja að rangt sé að segja „tólkurinn" (nafnorð í karlkyni) en ekki „tólgin“ (nafnorð í kvenkyni). Form- ur (no í kk.) heitir form og var nafnorð í hvorugkyni (formið). Hér er aðeins um mis- munandi talshátt eða beygingu að ræða eftir landshlutum. Yflrgripsmikið efni Efninu er að hluta til skipt eftir árstíðum: Undir hausthimni heitir fyrsti kaflinn og flallar um störf haustsins og annað sem tengt er þeim árstíma, svo sem göngur og réttir, sláturtíð og matseld o.fl. Síöan kemur kafli er ber heitið: Skarður máni og blá svell. Þar er m.a. fjallað um atriði sem tengd eru vetri svo sem ijúpnaveiði og gegningar, smíði, vefnað, spuna og saumaskap, svo að nokkuð sé nefnt, og sagt er frá jólum, jólahaldi og kvöldvökum. Auk þess er brugðið upp lif- andi og skemmtilegum myndum af nágrönn- um og samferðafólki höfundar á æskuárun- um. Síðasti kaflinn er svo tengdur vori og Bókmenntir Albert Jóhannsson sumri og ber heitið: Sumardís með sól í hári. Þar greinir frá vorönnum, smölunum og frá- færum, ullarþvotti og heyskap, fyrstu kaup- staðarferðinni, sundmennt, reiðtúrum, sil- imgsveiðum og fleiru. Þessi upptalning er langt frá því tæmandi en gefur þó glögga mynd af því hversu yfir- gripsmikið efni bókarinnar er. Það leiðir af sjálfu sér og kemur varla nein- um á óvart aö hér gætir aö nokkru áhrifa breytilegs málfars miðað við landshluta. Þannig segir höfundur að böm hafi ýmist sofið „til fóta“ eða „uppi til“ þar sem a.m.k sums staðar á Suðurlandi var sagt „til fóta“ eða „í arminn" Þá kannast ég ekki við orðið „fjóstími". Þess í stað var sagt „fjósatími" eða öllu heldur „fjósamál“. „Það em komin fjósa- mál“, var sagt þegar mál var að fara í fjósið til að moka flórinn, gefa kúnum og brynna. „Taublámi" hét á mínum bemskuslóðum „blákka", „gangnanesti" hét „fjallnesti“, „fótólar“ kölluðust „sokkabönd" og þannig mætti lengi telja. Guðmundur L. Friðfinnsson, skáldbóndi á Egilsá i Skagafirði. Mikill fjöldi mynda Myndefni er afar yfirgripsmikið og víða leitað fanga. Ef til vill mætti segja að æski- legra hefði verið að myndimar væm úr næsta nágrenni við höfund en það hlýtur að hafa ráðið myndavah aö betra þótti aö hafa myndir sem fengnar vom og teknar voru víðs vegar um land fremur en aö láta hjá líða að birta mynd tengda því efni sem fjallað var um. Ekki em allar myndir skýrðar, sem eðh- legt er, heldur látnar tala sínu mál. Vafa- laust þekkja lesendur þó eitthvað af mynd- efni því sem ekki hefur tekist aö skýra. Þann- ig er bóndinn sem brýnir ljáinn sinn (bls. 258). Þetta er gamaU og góður nágranni minn, Erlendur Magnússon, er bjó á Heylæk í Fljótshlíð árin 1928-1946. Einhvem veginn kom útiit bókarinnar mér kunnuglega fyrir sjónir og þegar ég leit upp í bókahiUu mína blöstu við mér bækur Daní- els Bmuns: íslenskt þjóðlíf í þúsund ár. Þessi bók er bundin í sams konar brot og band og þau tvö bindi. Sjálfsagt hefur útgefandi með því ætlað að undirstrika tengsl efnis og um- fjöllunar þess og er það vel. Þó að efni þessarar bókar sé jafnvíðfeðmt og raun ber vitni fer þó ekki hjá því að ýms- um atriðum skjóti upp í hugann sem áhuga- vert væri að fjalla um. Hvernig valdi t.d. íjár- bóndinn lífgimbrar sínar og hrútsefni? Hvað var það í fari folalds eða trippis sem skar úr um þaö að þar væri „hestsefni" á ferð? Hvemig var tamningu trippa háttað og hvemig átti hestur aö vera tU þess að öðlast sæmdarheitiö „gæöingur?“ Þó að þetta sé nefnt hér er það ekki gert í þeim tilgangi að varpa skugga á þessa ágætu bók. Það er aðeins gert í þeim tilgangi að benda á að enn er hér hálfplægður akur. Ég óska höfundi og útgefanda til hamingju með þessa stórmerku og vönduðu bók sem seld er í fallegri gjafaöskju. Höfundur: Guömundur L. Friöfinnsson Útgefandi: Örn og Örlygur Reykjavík 1991. Líf og fjör í Borgarkringlunni: # Lifandi tónlist # Vörukynningar # Bókakynningar og áritanir # Atari tölvu- og tölvuleikjakynning # Sigurður Helgason áritar bók sína á laugardag kl. 14-16 # Kór Öldutúnsskóla syngur kl. 15 á laugardag € Rósa Ingólfs skreytir uppbúið rúm frá Bláa fuglinum á laugardag kl. 13-15 # Nemar í Myndlista- og handíðaskóla íslands kynna listmuni sína og vinna á staðnum # Verslunin Plexigl^s verður með tísku- sýningu kl. 17 á laugardag # Verslunin Mamman verður með tísku- sýningu fýrir verðandi mæður og feður á sunnudaginn kl. 15 # Félagar úr Óperusmiðjunni syngja á sunnudag kl. 16-17 # Laddi áritar bók sína á sunnudag kl. 16-18 og margt, margt Jleira OPIÐ: Virka daga k'. 10-19 Laugardag 7. desember kl. 10-18 Sunnudag 8. desember kl. 13-18 a einum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.