Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Side 60
72 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991. Merming Fjölskyldan, blekteikning. Carl Fredrik Hill Sýnlng sænska listamannsins Carls Fredriks Hill lýkur nk. sunnudag í Norræna húsinu með fyrirlestri Görans Christensons, forstööumanns Listasafnsins í Málmey um hinar sérstæðu teikningar Hilis. Því er ekki úr vegi að rekja í örfáum orðum feril C.F. Hilis og vega og meta list hans - og þá sérílagi teikningarn- ar. Eins og fram kemur í ágætum pistli Görans Christ- ensons í sýningarskrá var Hill metnaðarfullur og vel upplýstur listamaður sem reyndi allt hvað hann gat að slá í gegn í heimsborginni París á árunum upp úr 1870, en metnaðurinn braut hann í þess stað niður. Christenson ýjar að því að tíðarandinn hafi e.t.v. ver- ið ófurlítið á nótum sjálfsvorkunnar og lifsflótta - hugsýkin hafi oft ekki verið annað en hálmstrá við- kvæms listamanns til að fá frið. Samlandi Hills, Ernst Josephson var samtíða honum í heimsborginni, en hvor um sig fetaði einn sína götu. Hið sama má ugg- laust segja um aðra einræna útlenda listamenn í París í lok nítjándu aldar, þ. á m. Munch og Van Gogh. Myndlist Ólafur Engilbertsson Framadraumar í þungbúnu málverki Margt er þó til að staðfesta alvarlega persónuleika- truflun í tilviki Hills og nægir þar að líta í það regin- djúp sem er á milli teikninga hans frá sjúkdómstíma- bilinu í Lundi og málverkanna frá Parísarárunum. Málverk voru vel til þess fallin þá, einsog nú, að öðl- ast viðurkenningu listmangara og sýningarhaldara. Carl Fredrik Hill felldi málarastíl sinn kirfilega inn í tískubylgju þess tíma, impressjónismann. Þótt sýn hans hafi að sjálfsögðu haft á sér persónulegan blæ - gjaman yfirgefið land í hausthtum - þá er þessi vett- vangur honum greinilega þvingun. Það var Hill þvílíkt kappsmál aö öðlast viðurkenningu föður síns á sér sem trúverðugum listamanni að hann útilokaði sína innri sýn; túlkun á mannslíkamanum og frelsisþrá manns- ins. Lát föðurins og áhugaleysi sýningarhaidara í Par- ís á málverkum Hills hjálpuðust því að við að draga fram sjúkdómseinkennin. Jafnframt varðaði sjúkdóm- urinn leið Hills tfl frelsis; hann varð laus undan þeirri ánauð að þurfa á friðþægingu og viðurkenningu sam- tíma síns að halda. Þeim mun stærri varð gjáin á milli mannlausra og þungbúinna olíumálverkanna og ftjálslegra teikninganna af mannslíkömum. Viðstöðulaus teikning og litkrítarperlur Það er því kaldhæðni örlaganna að Carl Fredrik HiO skyldi eftir dauða sinn öðlast viðurkenningu fyrst og fremst fyrir teikningar sínar sem hann rissaði oft á tilfaflandi bleðla. Teiknistíll C.F. HOls er fjölskrúðug- ur. í einn stað er um að ræða eins konar viðstöðu- lausa teikningu þar sem pennastönginni er helst aidr- ei lyft af pappírnum. Þannig eru myndraðimar „Hall- arsvítan" og „Veraldarsaga Wallis" unnar og hafa t.a.m. súrrealistar og dadaistar orðið fyrir ómældum áhrifum af þessum teiknistíl Hills - samanber autom- atisma og ósjálfráða teikningu. í annan stað eru mjúk- ar penna- og krítarteikningar af lostafuflum líkömum sem umfaðma hver annan. Loks eru það litkrítar- myndir sem eru næsta fáar á þessari sýningu, því miður. Meöal htkrítarmynda HOls er að finna margar af helstu perlum norrænnar myndhstar. Það er þó huggun að í anddyri skuh hggja frammi eftirprentanir af nokkrum helstu litkrítarmyndum Hills ásamt upp- lýsingum. Betri yfirsýn yfir hst Hihs eftir að hann frelsaðist af framadraumunum heföi því verið vel þeg- in, en hver veit nema Göran Christenson bæti úr því í fyrirlestrinum í Norræna húsinu á sunnudag kl. 16. Sýningunni lýkur þann sama dag. Andlát Halldóra Guðmundsdóttir frá Hnífsdal, Huldubraut 13, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimihnu Sunnu- hhð, Kópavogi, föstudaginn 6. des- ember. Bára Björgvinsdóttir lést á Landa- kotsspítala 5. desember. Tilkyimingar Basar Kvenfélags Seljasóknar Sunnudaginn 8. desember verður Kven- félag Seljasóknar með basar í kirkjumið- stöð Seljakirkju eftir messu sem hefst kl. 14. Seldar verða kökur og fleira. Um kvöldið verður kafíisala að lokinni að- ventudagskrá sem hefst kl. 20.30. Siifurlínan sími 616262, er þjónusta við eldri borgara (t.d. að versla, viðhald og fl.). Símatími alla virka daga kl. 16-18. Afríkubasar i Perlunni Ungmennahreyfing Rauða kross íslands heldur Afríkubasar í Perlunni alla sunnudaga fram aö jólum. Á basamum eru seldar vörur frá þróunarlöndum sem keyptar eru milliliðalaust af handverks- mönnum. Allur ágóði af sölunni rennur til þróunarverkefnis sem ungmenna- hreyfingin fer af stað með í Gambíu, á vesturströnd Afríku, í byijun næsta árs. Margs konar vamingur er á boðstólum á basamum. Sem dæmi má nefna dúka, sjöl, töskur, fót, hljóðfæri, skartgripi og gjafavöm af ýmsu tagi. Verði er stíllt í hóf- raunar má segja að á sumu sé hálf- gert „þriðja heims verð“. Borgarmót í skák Hið árlega Borgarmót í skák verður hald- ið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 laugardaginn 7. des. kl. 14. Borgarmótið er firmakeppni og mimu um 40 fyrirtæki taka þátt í keppninni að þessu sinni. Allir skákmenn em vel- komnir að tefla, einnig em áhorfendur velkomnir. \ FJQLBRAUTASKÓU SUÐURU\NDS Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi leitar eftir kennara á vorönn 1992 í efnafræði og stærðfræði. Einnig er óskað eftir bókasafnsfræðingi í fullt starf. Umsóknir berist fyrir áramót til skólameistara sem veitir nánari upplýsingar. Síminn er 98-22111. Myndgáta dv Kór Átthagafélags Strandamanna heldur jólatónleika í Bústaðakirkju sunnudaginn 8. desember kl. 16. Kórinn ásamt bamakór og einsöngvurum flytur jólalög. Kaffisala í safnaðarheimilinu á eftir. Safnaðarfélag Ásprestakalls verður með árlegan kökubasar sinn á morgun, 8. desember, í safnaðarheimili Áskirkju við Vesturbrún og hefst hann kl. 15. Þar verður einnig handavinnuhom með ýmsum góðum munum. Allt verður selt á hóflegu verði. afar intan er gengin í garð fer undirbúningur jólahátiðarinnar í hönd. Hjá mörgum okkar er það þáttur í hátið- arhöldunum að gefa þeim sem okkur þykir vænt um jólagjafir. Ofbeldi í heim- inum fer sivaxandi. Viö verður þess líka vör á íslandi. í fréttum útvarps og sjón- varps og kvikmyndum heyrum við og sjáum að ofbeldi meö vopnum og án þeirra virðist sjálfsagt, hvort heldur sem er á bömum eða fullorðnum. Ömmur og afar, við getum vegið á móti áhrifum of- beldis með þvi að kaupa ekki leikfóng sem gera ofbeldi að leik og skemmtun. Veljum heldur leikföng sem horfa til frið- ar og þroska. Ömmur og Nú þegar aðv( Heimspeki hvunndagsins í Gerðubergi Mánudaginn 9. desember verður heim- spekikvöld í Gerðubergi og hefst það kl. 20.30. Heimspekikvöld hefur þegar verið haldið einu sinni í vetur' við góðar undir- tektir og veröa haldin fleiri eftir þetta. Á mánudagskvöldið mun Jón Proppé ræða ýmsar hliðar á vemleikanum eins og hann kemur okkur fyrir sjónir nú á dög- um og rekja heimspekilegar skýringar á ýmsum vandamálum. Allir em velkomn- ir. Fundir Jólafundur Kvenfélags Kópavogs verður haldinn miðvikudaginn 11. des- ember í félagsheimilinu (Seli á 1. hæð). Fundurinn hefst kl. 20.30. Auður Eir flyt- ur jólahugvekju. Góðar veitingar. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík Jólafimdur félagsins verður mánudaginn 9. desember kl. 19.30 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Hefst með borðhaldi. Munið jólapakkana. Félag eldri borgara Félagsvist spiluð í Risinu sunnudaginn 8. desember kl. 14. Kl. 17 verður kökubas- ar í Risinu og kl. 20 er dansað í Goðheim- um. Gestur kvöldsins, Jón Kr. Ólafsson, tekur lagið. Skaftfellingafélagið Síðasti spiladagur á árinu verður á morg- un, 8. desember, kl. 14 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Heildarverðlaun veitt. Fjölbreytt dagskrá í Hlaðvarpanum Að venju verður fjömgt í Hlaðvarpanum í desembermánuði. Fjölbreytt dagskrá verður á laugardögum fram til jóla. Dag- skrá í dag, 7. des.: Kl. 14 Dómkórinn syng- ur; kl. 14.30 Söngsveitin Jarþrúður; kl. 15 Grýla flengjr óþekktarorma; kl. 15.30 kvennahljómsveitin „Hver þekkir þær?“. Listmarkaður Hlaðvarpans hefur fengið í umboðssölu mikið af nýjum spennandi vörum, einnig hefur verið opnaður sér- stakur listmunamarkaður í kjallaranum þar sem um 20 listamenn selja eigiö hand- verk. Jaðarbókamarkaður verður opnað- ur í dag með fjölda titla eftir höfunda sem gefa út á eigin vegum eða hjá litlum for- lögum. í Galleríi Hlaðvarpans er þessa dagana sýning Guðmundar A. Jónssonar frá Hymingsstöðum, Reykhólasveit. Veitingastofan Lyst og list býður upp á gómsæta smárétti, kaffi og meðlæti alla daga. Jólafundur Kvenfélags Hreyfils verður haldinn sunnudaginn 8. desember kl. 20 í Hreyfilshúsinu. Munið eftir litlu jólapökkunum. Safnaöarfélag Ásprestakalls Fundur verður í félaginu þriðjudaginn 10. desember kl. 20.45 í safnaðarheimil- inu. Dagskrá: 1. Jólafóndur fyrir alla fjöl- skylduna, 2. Veitingar. Ath., organisti og kirkjukór Áskirkju verða með jólasöngva f kirkjunni fyrir fundinn og hefjast þeir stundvíslega kl. 20. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. S-------------"“N •Q ejtit (tolta Lamut íatnl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.