Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Page 63

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Page 63
LAUGARDAGUR 7.'DESEMBER 1991. 75 dv__________________Aímæli Gestur Ólafsson Gestur Olafsson, arkitekt og skipu- lagsfræðingur, eigandi Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofunnar, til heimilis að Unuhúsi, Garðastræti 15, verður fimmtugur á morgun. Gestur fæddist á Mosvöllum í Ön- undarfirði og ólst þar upp til sex ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1961, stundaði nám í arkitektúr í Leicester í Bretlandi 1961-66, fram- haldsnám í skipulagsfræðum í Liverpool 196&-68 og síðar fram- haldsnám í skipulagsfræðum við University of Pennsylvania í Fílad- elflu í Bandaríkjunum 1973. Gestur rak Teikmstofuna Garða- stræti 17,1968-80, og skipulagðiþá marga bæi hér á landi, m.a. Selfoss, Hveragerði, Hellu og Akureyri, auk þess sem hann breytti Lækjartorgi og Austurstræti í göngusvæði. Hann var stundakennari í skipu- lagsfræðum við Verkfræðideild HÍ frá 1974 og síðan hlutadósent til 1988. Gestur var forstöðumaður Skipu- lagsstofu höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdastjóri Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu 1980-88 en þá vann hann svæðis- skipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Hann rekur nú Skipulags-, arki- tekta- og verkfræðistofuna. Gestur hefur haldið fyrirlestra um skipulagsmál og byggingarhst hér á landi og erlendis. Hann hefur ritað fjölmargar greinar um þessi mál í blöð og tímarit. Gestur var ritstjóri Stefnis um skeið og er nú útgefandi og ritstjóri tímaritsins Arkitektúr ogskipulag. Gestur stofnaði Útimarkaðinn á Lækjartorgi með Kristni Ragnars- syni arkitekt og starfræktu þeir hann þar til Reykjavíkurborg hóf rekstur útimarkaðar á þessu svæði. Hann hefur átt sæti í stjórn Arki- tektafélags íslands, Kvennréttinda- félags íslands og félagsins Verkefna- stjórnun. Hann var einn af stofn- endum Lífs og lands og síðar for- maður þess. Þá hefur hann setið í flölda nefnda á vegum Reykjavíkur- borgarogríkisins. Fjölskylda Kona Gests er Guðbjörg Garðars- dóttir og eiga þau eina dóttur, Guð- rúnu Sóleyju, f. 4.9.1987. Synir Gests og fyrri konu hans, Ernu Ragnarsdóttur, eru Ragnar Kristján Gestsson, f. 4.8.1964, menntaskólanemi, og Ólafur Hrólf- ur, f. 4.12.1969, menntaskólanemi. Systkini Gests eru Valdimar, yfir- flugumferðar stj óri í Reykjavík, kvæntur Helgu Árnadóttur, og Ingi- leif Steinunn, húsfreyja á Bólstað í Bárðardal, gift Héðni Höskuldssyni, bónda þar. Foreldrar Gests: Ólafur Bergþór Hjálmarsson, f. 26.8.1903, d. 1987, bóndi og síðar efnisvörður hjá Olíu- verslun íslands, og kona hans, Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 25.10.1902, húsfreyja. Ætt Ólafur var sonur Hjálmars, smiðs á Selabóh og Mosvöllum, Guð- mundssonar, b. og smiðs þar, Ein- arssonar á Tannanesi Jónssonar, á Augnavöllum í Hnífsdal Ólafssonar, á Breiðabóh Jónssonar, í Þemuvík Jónssonar, á Hahstöðum á Langa- dalsströnd Einarssonar, í Reykja- firði á Ströndum, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Ehn, dóttir Eiríks, prests á Stað í Súgandafirði, Vigfús- sonar. Bróðir Elínar var Hahdór, b. í Grafargili, faðir Ragnheiðar, langömmu Gunnars Ásgeirssonar stórkaupmanns. Halldór var fóður- afi Friðrikku, fóðurömmu Einars Odds, formanns VSÍ. Systir Frið- rikku var Bersebe, móðir Guð- mundar Inga skálds og Halldórs, skálds frá Kirkjubóli, og Ólafs skólastjóra, fóður Kristjáns Bersa, skólameistara í Flensborg, og afa Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmála- fræðings. Ragnheiður er föðursystir Kristín- ar Ólafsdóttur, söngkonu og fyrrv. varaformanns Alþýðubandalagsins. Foreldrar Ragnheiðar voru Guð- mundur, b. á Mosvöhum, Bjarnason Gestur Ólafsson. og Guðrún Jóna, dóttir Guðmundar Jóns, b. á Vöðlum og Kirkjubóli, Pálssonar, b. á Hóli, Sigurðssonar, b. þar, Þorlákssonar, b. þar, Sig- urðssonar. Bróðir Guðrúnar var Kristján, faðir fyrrnefndra Kirkju- bólsbræðra. Guðmundur á Mosvöh- um var sonur Bjarna, hreppstjóra á Tröð í Álftafirði, Jónssonar, b. í Reykjarfirði, Sigurðssonar, hús- manns í Barðsvík, Þorsteinssonar. Móðir Guðmundar var Guðrún Jónsdóttir Ólafssonar á Svarfhóli Ásgrímssonar, b. í Eyrardal. Kona Jóns var Margrét Pétursdóttir, b. í Unaðsdal, Jónssonar. Bróðir Guð- rúnar var Árni, afi Arnfríðar, fóð- urömmu Svans Kristjánssonar, dós- ents í stjórnmálafræði við HÍ. Menning Saga-bíó - Thelma og Louise: ★★★ Útlagar með stæl Thelma og Louise eru tvær vinkonur sem búa í miðríkjum Bandaríkjanna. Louise (Susan Sar- andon) þjónar th borðs á skyndibitastað og Thelma (Geena Davis) er húsmóðir. Þær hafa báðar sætt sig við rislítið hlutskipti sitt í lífmu og eiginmenn sína sem eru engir draumaprins- ar. Þær ætla að skreppa út úr bænum og sletta aðeins úr klaufunum en lenda í klónum á ófyrir- leitnum kvennabósa sem reynir að nauðga Thelmu. Loiúse missir stjórn á sér og skýtur hann til bana og dregur Thelmu með sér á flótta undan óbilgjamri réttvísinni. Flóttinn gerbreyt- ir lífi þeirra og frelsar þær á margan hátt undan því sálræna oki sem þær hafa búið við. Þrátt fyrir að myndin fjalli um alvarleg mál- efni er hún bæði fyndin og skemmtheg. Er það ekki síst að þakka frábærum leik Geenu Davis og Susan Sarandon. Ég verð fyrir vonbrigðum ef þær fá ekki báðar óskarsverðlaunatilnefn- ingu. Sjálfan óskarinn á Geena Davis skihð, hún hefur aldrei verið betri og hlutverk Thelmu er bitastæðara. Handrit Calhe Khouri, sem er kona, er kröft- ugt og boðskapur þess fer ekki leynt. Til þess að fmna sjálfa sig þurfa Thelma og Louise að afneita öhu samfélaginu og gerast útlagar. Karlar eru í aukahlutverkum og þeir eru flest- ir með alvarlega skapgerðargalla, aht frá ræn- ingjum th lögreglumanna. Calhe hnýtir vel í Thelma og Louise. Susan Sarandon og Geena Davis. okkur karlmennina og þótt við getum hlegið að þeim (því þeir eru uppspretta bestu brandar- anna) og sagt að við séum ekki nálagt því svona slæmir og þeir þá sýnir verstu hhðar framkomu okkar gagnvart konum. Ég var ekki nógu hress með leikstjóm Ridleys Scott. Hann er að segja persónulega sögu tveggja kvenna en hann getur ekki shtið sig frá regn- votu strætunum (jafnvel þegar það er engin rigning), ljósadýrðinni, aðdráttarlinsunum og öllu því sem einkennir sthinn hans sem einu sinni var frumlegur en hefur nú verið tekinn upp af ansi mörgum. Myndatökubrellumar vinna á köflum gegn sögunni, sérstaklega í eyði- mörkinni þar sem mér leið stundum eins og ég væri að horfa á sólbakaða Levi’s-auglýsingu. Aðeins nærgjarnari meðferð á efninu hefði leitt af sér meistaraverk en árangurinn er samt meira en nógu góður. Thelma og Louise er frumsýnd í splunkunýju Kvikmyndir Gísli Einarsson og glæshegu Saga-bíói og mynd og hljóðgæði voru eins og best verður á kosið. Thelma & Louise (Band-1991) 128 min. Handrit: Callie Khouri. Leikstjórn: Ridley Scott (Alien, Blade Runner, Legend, Black Rain). Leikarar: Geena Davis (Earth Girls Are Easy, Acciden- tal Tourist), Susan Sarandon (White Palace, Bull Dur- ham), Harvey Keitel, Michael Madsen (Kill Me again, Christopher McDonald, Stephen Toblowski, Brad Pitt. Kalkúnakjöt er ljúffengt og bragðmikið. Heitt eða kalt - sannkallaður hátíðarmatur. MITSUBISHI Sérstakt jólatilboð: Mitsubishi FZ-129 D15 farsími ósamt símtóli, tólfestingu, tólleiðslu (5 m), sleða, rafmagnsleiðslum, handfrjálsum hlióðnemajoftneti og loftnetsleiðslum. Verð áour 115.423,- Verð nú aðeins 89.900,- eða I E S S E M M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.