Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1991, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991. 3 Fréttir Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari er að vonum hrifin vegna sjóðs sem stofnað- ur hefur verið til að fjármagna fiðlukaup handa henni. Ekki veitir af pening- unum þar sem virkilega góð fiðla kostar á bilinu 10-15 milljónir. 300 þúsund í fiðlusjóð Sigrúnar Eðvaldsdóttur: Þykir af skaplega vænt um þetta framtak - Sotheby’s býöur Sigrúnu til Englands aö prófa fiðlur „Ég er hálfklökk yfir þessum stuöningi sem mér er sýndur og þyk- ir afskaplega væst um þetta framtak Sævars Karls,“ sagði Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari í samtali við DV en sjóður til að fjármagna kaup á fiðlu handa Sigrúnu hefur verið stofnaöur. Að honum standa ýmsir áhugamenn um tónhst. Um helgina hélt Sævar Karl Ólason klæðskeri tónleika í Óperunni til styrktar fiðlukaupunum. Þessir tón- leikar Sævars Karls eru árlegir og býður hann venjulega viðskiptavin- um sínum á þá. Nú seldi hann hins vegar inn og lét féð renna í fiðlusjóð- inn. Sævar Karl mun afhenda Sig- rúnu 300 þúsund krónur í dag. Sigrún sagði að virkilega góð fiðla kostaði á bihnu 10-15 mihjónir króna. Hún sagðist geta hugsað sér einhveija góða og gamla ítalska fiðlu. Sigrún á sér draumafiðlu en hún kostar hins vegar svo mikið að hún leyfir sér varla að leiða hugann að því. Þá koma nöfn eins og Strativar- ius og Guarnerius del Jesu upp í hugann og tölur eins og 70-80 millj- ónir. Sigrún sagði nær ómögulegt að koma höndum yfir shka dýrgripi. Hún hefði hkis vegar prófaö að spha á þessar fiðlur og eðlhega léti hún stundum eftir sér að dreyma um þær. Fulltrúi hins heimsþekkta upp- boðsfyrirtækis Sotheby’s í London er staddur hér á landi og hefur heyrt af fiðlusjóðnum og áhuga vegna hans. Hann lét hendur standa fram úr ermum og bauð Sigrúnu ferð með öllu th London að prófa fiðlur. Sagð- ist Sigrún vera mjög spennt yfir þessu tilboði og ætlar utan strax eftir áramót. Reikningur fiðlusjóðsins er númer 2400 í aöalbanka Búnaðarbankans. -hlh Ríkissaksóknari krefst öryggisgæslu vegna vanaafbrota: Dómur í máli Steingríms Njálssonarfyrirjól - geðrannsókn sýndi að maðurinn er sakhæfur Gert er ráð fyrir að dómur gangi fyrir jól í máh ríkissaksóknara á hendur Steingrími Njálssyni þar sem krafist er öryggisgæslu yfir mannin- um. Er það gert á grundvehi þess að Steingrímur hefur ítrekað framið kynferðisafbrot gagnvart ungum drengjum. Fjölskipaður, þriggja manna dómur hefur máhð th með- ferðar í Sakadómi Reykjavíkur. Málshöíðun ákæruvaldsins hefur dregist á langinn þar sem beðið var eftir niðurstöðu nýrrar geðrann- sóknar á sakborningnum. Sú niður- staða hggur nú fyrir. í henni kemur meðal annars fram að Steingrímur sé sakhæfur. Eghl Stephensen, fuh- trúi nkissaksoknara, sagði við DV að hann vænti þess að hinn fjölskip- aði dómur muni meta hvort úrræði séu fyrir hendi í dómskerfinu varð- andi öryggisgæslu. Steingrímur lauk við afþlánun á 12 mánaða refsidómi í febrúar síðast- hðnum. Frá þeim tíma hefur hann ekki orðið uppvis að eða grunaður um önnur kynferðisafbrot. Hann varð hins vegar uppvís að áfengis- lagabrotum í sumar. Samkvæmt upplýsingum DV hefur Steingrímur dvahð á stofnun undanfarna mán- uði. Þar er vel látið af manninum. -ÓTT Grafarvogur: Gáleysi drengja olli brunanum Tveir 13 ára drengir hafa upplýst að þeir hafi orðið valdir að brunan- um á bamaheimihnu við Gagnveg í Grafarvogi á mánudagskvöld. Sam- kvæmt upplýsingum frá Rannsókn- arlögreglu ríkisins olh gáleysi og fikt með eld því að eldur breiddist út í byggingunni. Verulegt tjón varð í brunanum. -ÓTT Langtímaveðurspá út desember: Hlýtt en úrkomusamt Það verður afgerandi hlýrra en í meðalári og frekar úrkomusamt. Þannig hljóðar langtímaveðurspá bandarísku veðurstofunnar (NOAA) fyrir desembermánuð. Það sem af er þessum mánuði hefur spáin staðist í grófum dráttum og ekki útht fyrir annað en hún eigi eftir að standast aha næstu daga. Hins vegar vih spá þessi aðeins riðlast þegar líður á spá- tímabihð svo ekki er útséð enn hvort jólin verða hvít eða rauð. í Evrópu er veðurlag meira í takt við árstíðina en í Mið-Evrópu fer reyndar ekki mikið fyrir úrkomu ef marka má spá þessa. Eins og fyrri daginn minnum við á að áreiðanleiki veðurspáa snar- minnkar því lengra sem spátímabihð er. Því ber að taka þessum spám með fyrirvara. Þær segja einungis til um megintilhneigingar í veðrinu en ekki um veðurfarið frá degi til dags. DV birtir Accu-veðurspá hvern fóstudag en þar má sjá veðurhorfumar fimm daga fram í tímann. -hlh Langtímaspá um veður á N-Atlantshafí til 1. jan. Byggt á gögnum NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) Spáin sýnir frávik frá meðalhita og meöalúrkomu á spásvæöinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.