Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1991, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991.
31
pv____________________Menning
Andhetiurnar
Það muna margir eflir leynilög-
reglusögunum um lögreglufor-
ingjann Martin Beck og félaga
hans hjá glæpadeild lögreglunn-
ar í Stokkhólmi, eftir sænsku
hjónin Maj Sjöwall og Per Wa-
hlöö. Þau hjón rituðu 10 sögur
um fyrrnefndan lögregluforinga
sem allar náðu töluverðum vin-
sældum. Með sögum sínum þóttu
þau hjón draga upp óvenju-
raunsæja mynd af störfum lög-
reglunnar. Það sem meira var,
dregin var upp mjög raunsæ
mynd af manneskjunum á bak
við iögreglumennina, misjöfnu
einkalífi þeirra og heilsufari.
Þannig man undirritaður vel eftir
þvi að fyrmefndur lögreglufor-
ingi átti í erfiðleikum 1 hjóna-
bandinu (skildi á endanum) og
var sífellt þreyttur, með háls-
bólgu og hitavellu. Þeim sem
vanir voru harðsvíruðum has-
arbókmenntum, þar sem vöðva-
búntin tókust á og hárin risu af
æsingi á 10. hverri síðu, var
óneitanlega brugðið. Að sama
skapi tóku ófáir nánast ástfóstri
við sögur Sjöwalls og Wahlöös.
Bókmeimtir
Haukur L. Hauksson
Undirritaður var í þeim hópi.
Það var því með nokkurri eftir-
væntingu að hann tók til við
lestur nýrrar bókar eftir þau
Maj Sjöwall og Thomas Ross.
Per Wahlöö lést fyrir allnokkr-
um árum og sinnti kona hans
ekki bókaskrifum lengi á eftir,
allt þar til hún hóf samstarf með
Hollendingnum Thomas Ross.
Fyrsta afsprengi samstarfs
þeirra heitir Konan sem líktist
Grétu Garbo.
Sagan er alþjóðleg í víðum
skilningi. Segir frá miðaldra
sænskum uppgjafablaðamanni,
Pétri Hill, og jafnaldra hans,
Albert Kroonen, bílasala frá
Amsterdam. Pétur Hill fær
ábendingu um mögulegt
hneykslismál sem velgt getur
erkióvini hans, dómsmálaráð-
herranum undir uggum. Ungt
par kúgar fé út úr hollenskum
aðstoðarráðherra á ferð í Stokk-
hólmi, með óþægilega nærgöng-
ulum myndum af ráðherranum.
Reynt er að þagga málið niðm-.
A sama tíma er Albert Kronen
á bílasýningu í Frankfurt. Á
hótelinu verður hann fyrir áfalli
er hann sér stúlku er líkist dótt-
ur hans í aöalhlutverki í klám-
mynd. Ðótturina hafði hann
ekki séð né heyrt lengi en vissi
aö hún var í Svíþjóð. Leiðir Pét-
urs og Alberts liggja saman í
rannsókn þeirra.
Þriðji aðilinn, sem rannsakar
málið, er öryggislögreglumað-
urinn Bo Wester. Meðan les-
andinn öðlast samúð gagnvart
þeim félögum Pétri og Albert
tekst höfundum að gera mis-
kunnarlausa og framagjama
persónu úr Bo Wester. Það er
dæmigerður kerfisskúrkur.
Hér skal söguþráðurinn ekki
rakinn. Eins og í bókunum um
Martin Beck og félaga eru aðal-
söguhetjumar dæmigerðar and-
hetjur. Þeir drekka töluvert,
reykja mikið, em þungir á sér
og hálfklepraðir af svita á stund-
um. Pétur Hill hefur misst átt-
imar sem blaðamaður (löggu-
blaðamaður) og fitlar við þá
hugmynd (hvað annað?) að
skrifa opinskáa og afhjúpandi
bók um starf sitt. Konan er
löngu hlaupin með forríkum
arkitekt en frísk dóttir blæs í
hann lífi með því að éta með
honum steik og drekka rauðvín.
Allt við Albert Kronens er einfald-
ara. Hann vill fmna dóttur sína og
bjarga henni úr ósómanum. Hann
er ólíkur Pétri, þokkalega stæður
bílasali sem kippt er úr hversdags-
legu amstri sínu þegar hann slysast
til aö sjá klámmynd á hóteli.
Þessi leynilögreglusaga lullar
áfram á mjög þægilegu tempói, í
takt við líkamlegt ásigkomulag Pét-
urs og Alberts. Þeirra bjástur og
samskipti eru þungamiðja sögunn-
ar. Byrjun sögunnar er hressileg
en undirritaður hafði lúmskt gam-
an af því að aðalsöguhetjurnar
höfðu varla hlaupið við fót, hvað
þá lent í átökum, þegar einungis
íjórðungur sögunnar var eftir.
Engu að síður er manni haldið við
efnið allan tímann. Sagan verður
aldrei langdregin. Lestur hennar
er ágætis skemmtun og flækjan
mátulega flókin til að gráu sellum-
ar hafi eitthvað aö gera.
Ekki er að sjá að vinnubrögð
þeirra Sjöwalls og Ross, að skrifa
söguna hvort í sínu lagi og saman
þegar við átti, komi niður á henni.
Þvert á móti.
Gunnlaugur Ástgeirsson þýddi
söguna og hefur farist það verk
prýðilega úr hendi. Eins og segir á
bókarkápu ættu aðdáendur Sjöw-
alls og Wahlöös ekki að verða
sviknir af þessari bók. Fleiri orð
þar um era með öllu óþörf.
Stúlkan sem líktist Gretu Garbo.
Maj Sjöwall og Tomas Ross
örn og Örlygur 1991
■ ' ’ », . «. f r
BUBBI MORTHENS
veröur m e ð t ó n I e i k a í
Borgarleikhúsinu
föstudaginn 19
D e s e mber o g k e m u r
þar fram meö nýja
efnisskrá og glænýja
hijómsveit sem
skipuö er frábærum
tónlistarmönnum.
Peir eru PÁLMI
GUNNARSSON,
T R Y G G V I H U B N E R ,
G U #N LÁUGUR BRIEM
O G
H e i
REYNI
JÓNASSON.
e s t u r
kvöldsíns veröur
e n g i
n a r e n
M E G A S , v i n u r v o *s^
o g b I ó m a .
TÓNLEIKARNIR HEFJAST %
K L . 2 1 : 0 0 *
T O N
L I S T
A R
V I Ð
MIÐAVERÐ: 1000 K R .
♦ «
V I Ð
BURÐ
U R í
BORG
A R
L E I K
H Ú S
I N U