Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1991, Blaðsíða 32
40
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
■ Verslun
Glæsilegt úrval af sturtuklefum og bað-
karshurðum úr öryggisgleri og plexi-
gleri. Verð frá 25.900,15.900 og 11.900.
A & B, Skeifunni 11, s. 681570.
Jólagjöfin hennar. Eitt besta úrvalið
af gullfallegum og vönduðum undir-
fatnaði á frábæru verði. Einnig
æðislegir kjólar frá East of Eden.
Korselett frá 'kr. 4373, m/sokkum.
Samfellur frá kr. 3896. Brjóstahald-
arasett frá kr. 4685, m/sokkum o.m.fl.
Ath. við erum með þeim ódýrustu.
Myndalisti yfir undirfatn. kr. 130.-
Opið frá 10-18 mán.-föstud., 10-20
laugard. og 13-18 sunnud.
Kristel, Grundarstíg 2, sími 91-29559.
...
Stretchbuxur, svartar síðbuxur, stórar
stærðir. Treflar, vettlingar, alpahúfur
o.fl. Póstsendum. Greiðslukort.
Topphúsið, Austurstræti 8, sími
622570, og Laugavegi 21, sími 25500.
Jólagjöfin sem kemur þægilega á óvart.
Stórkostlegt úrval af stökum titrur-
um, settum, kremum, olíum o.m.fl.
f/dömur og herra. Einnig nærfatn. á
dömur og herra. Sjón er sögu ríkari.
Opið frá 10-18, mán.-föstud., 10-20
laugard. og 13-18 sunnud.
Erum á Grundarstíg 2 (Spítalastígs-
megin), sími 91-14448.
Jólatilboð 25% afsláttur af öllum vörum.
Kreditkortaþjónusta. Póstsendum.
Dragtin, Klapparstíg 37, sími 12990.
Vélsleðakerrur - jeppakerrur.
Eigum á lager vandaðar og sterkar
stálkerrur með sturtum. Burðargeta
800-2.200 kg, 6 strigalaga dekk.
Yfirbyggðar vélsleðakerrur. Allar
gerðir af kerrum, vögnum og dráttar-
beislum. Veljum íslenskt.
Opið alla laugard.
Víkurvagnar, s. 91-43911/45270.
Fortec skrefi framar.
Reiknir með tveimur gluggum.
Sólardrifinn DP900, kr. 1.390, stærð
16x16 cm. DP700, stærð 10x15 cm, kr.
690. Sólardrifinn í vasann og á borðið.
Hitamælir. Nákvæmur og skýr álest-
ur, kr. 980. Blóðþrýstingsmælir, kr.
3.450. Nýborg, Ármúla 23, s. 91-813636.
Dugguvogi 23, slmi 681037.
Fjarstýrð flugmódel í miklu úrvali,
stór sending nýkomin. Athugið, mörg
módelin aðeins í örfáum eintökum.
Alls konar aukahlutir og allt sem þarf
til að smíða módel. Póstkröfuþjónusta.
Opið mánudaga - föstudaga, 13-18,
og laugardaga, 10-12.
ökklaskórnir komnir aftur, kr. 4.995.
Stærið 40-46, svart leður.
Póstsendum. Sími 18199, opið 12-18.
Skómarkaðurinn, Hverfisgötu 89.
Spyrnubilar, kr. 2.085, með sírenu og
ljósum, kr. 2.955. Póstsendum.
Tómstundahúsið, sími 91-21901.
Talandi Bart Simpson vekjaraklukka.
Raunveruleg rödd Barts Simpson.
Verð aðeins 2690 kr.
Selt í Jólaskeifunni, Faxafeni. Póst-
sendum. Öskjuhlíð hf., sími 91-621599.
Auglýsing frá sóknarnefnd Kálfatjarn-
arkirkju, Vatnsleysuströnd
Þeir aðilar, sem vilja fá lýsingu á leiði yfir jólahátíð-
ina, hafi samband við Friðþjóf Sigursteinsson í
s. 92-46633 eða Bryndísi Rafnsdóttur, s. 92-46548.
Ljósin verða til afhendingar frá og með 15. desember.
Sóknarnefnd
99-6272
-talandi dæmi um þjónustul
■ Húsgögn
^tdíi
HUSGÖGN
Sigild stálhúsgögn.
Islensk gæðaframleiðsla.
Sendum í póstkröfu.
Stálhúsgögn, Skúlagötu 61, s. 612987.
Veggsamstæöur úr mahónii og beyki.
Verð kr. 49.500 samstæðan og kr.
39.500 hvít. 3K húsgögn og innrétting-
ar við Hallarmúla, næst fyrir ofan
Pennann, sími 91-686900.
■ Vaiahlutir
Brettakantar á Toyota, MMC Pajero og
flestar aðrar tegundir jeppa og
pickupbíla, einnig skúffúlok á jap-
anska pickupbíla. Tökum að okkur
trefjaplastklæðningu í gólf og hliðar
á sendi- og pickupbílum, sem og aðrar
plastviðgerðir. Boddíplasthlutir,
Grensásvegi 24, sími 91-812030.
■ Bflar til sölu
Björgunarbifreió.
Chevrolet C30, árg. ’79, bifreiðin er í
toppástandi, nýmáluð og nýleg vél.
Uppl. í síma 91-670722 og 985-21314.
Le Sabre, árg. '79, 2 dyra, ekinn
aðeins 76 þús. mílur, þarfnast lagfær-
ingar á lakki, fæst á góðu verði ef
samið er strax. Uppl. í síma 98-75071
og 985-25837.
Nissan double cab '85 4x4 disil til sölu,
5 gíra, góður bíll. Upplýsingar í síma
91-814024 á daginn og 91-75867 e. kl. 18.
smAauglýsingasíminn
FYRIR LANDSBYGGÐINA:
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991.
Meiming___________________________________________pv
Að sjá hið smáa
í hinu stóra
Palli, ellefu ára strákur sem býr í litlu þorpi á Austfjörðum, er aðalper-
sóna bókarinnar Bestu vinir. Sagan greinir frá einu sumri í lífi drengsins.
Til sumardvalar í þorpinu koma Gunnhildur og faðir hennar sem er
frægur listmálari. Hann hefur tekið að sér að mála altaristöflu fyrir kirkj-
una á staðnum. Palla og Gunnhildi verður vel til vina. Þau eiga ýmislegt
sameiginlegt þrátt fyrir ólíkan bakgnmn. Þau eru til að mynda bæði
böm einstæðra foreldra og bæði eru þau miklir náttúruunnendur.
Vandaðar persónulýsingar
Aðall þessarar bókar em vandaðar persónulýsingar. Þær eru allar dregn-
ar upp skýrum dráttum.
Prestshjónin, Fróðný Hallgrímsdóttir og séra Gottskálk Þórarinsson,
em afar skemmtilegar persónur og eiga sér eflaust margar hliðstæður í
hinu raunverulega lífi. Sömuleiðis vöruflutningabílstjórinn Hallvarður
sem er að stíga í vænginn við móður Palla. Fyrir það hatar drengurinn
bílstjórann. Afinn er ein af þungamiðjunum í lífi Palla, hann er góður
vinur hans, betri en móðir hans. Reyndar er það svo með mæðumar í
þessari bók að þær em ekki sérlega nátengdar bömum sínum. Það væri
synd að segja að móðurhlutverkið sé hafið upp til skýjanna, hkt og gert
hefur verið í mörgum barna- og unglingabókum.
Gunnhildur er kotroskin stelpa sem hefur skoðanir á hlutunum. Móðir
hennar býr í útlöndum og samband þeirra mæðgnanna er ekki mjög náið.
Palli veit ekki hver er faðir hans. Hann segir því Gunnhildi að hann
eigi heima í Ameríku og sendi sér stórbrotnar gjafir og komi oft að heim-
sækja sig á flugvélinni sinni. Drengurinn verður hins vegar afar undr-
andi þegar hann er kynntur fyrir fóður sínum (bls. 115 og 116). Hann leit
til mannsins sem átti að vera að bíða eftir honum, átti að vera pabbi
hans. Hann var búinn að leggja veiðistöngina frá sér og var að fara úr
regnúlpunni.
Auðvitað þurfti hann ekki að virða hann neitt fyrir sér. Horfði eitt
andartak framan í þennan hallærislega veiðimann að sunnan sem átti
að vera pabbi hans og lét hann sjá að honum væri ekkert um hann gef-
ið, gretti sig framan í hann.
Og tók til fótanna.
Lýsingin á því þegar Palli fer suður að heimsækja föður sinn er einnig
afar vel úr garöi gerð. Það fer ekkert á milh mála að höfundurinn er að
Bókmenntir
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
deila á bruðhð í henni Reykjavík þó það sé gert á fínlegan hátt. Pabbinn
kemur hins vegar á óvart þegar hann gleymir að taka á móti stráknum.
Hann er því vegalaus í borginni (bls. 133).
Hann beið og beið.
Svo gafst hann upp óg arkaði af stað. Hugsaði hlýlega til pabba síns
þó hann hefði ekki komið. Nú var hann áreiðanlega að hugsa til hans,
alveg miður sín. Komst ekki úr vinnunni til að sækja hann. Það hlaut
að vera skýringin.
Hann bjargar sér samt, kemst svo að raun um að faðir hans hefur
gleymt að segja konunni sinni frá því að hann væri að koma.
Þeir feðgar fara svo saman að skoða borgina. Drengurinn verður að
vonum hálfruglaður yfir öllu því sem hann sér. En sárindi hans verða
mikh þegar hann uppgvötar að hann er ekki velkominn á heimhi fóður
síns (bls. 161).
Það var óbæriiegt að hggja svona á gólfinu í framandi húsi og geta
ekki sofið. Hafa á samviskunni að vera búinn að sundra heilli fjölskyldu.
Það lá í loftinu að Didda var búin að fá nóg. Að hann hafði gert útslagið.
Og drengurinn flýr af hólmi og kemst með vöruflutningabíl tU síns
heima. En hann segir engum frá vonbrigðum sínum. Sorgina ber oft á
góma í þessari bók, sorg í ýmsum myndum. Lýsingin á viöbrögðum PaUa
þegar ekið er yfir besta vin hans, hundinn Garp, er mjög trúverðug (bls.
82).
Þama lá það sem hann leitaði að ofan í skurði við vegamótin.
Svart hvítt hrúgald.
Besti vinurinn hans!
Þama lá hann hreyfingarlaus. Nákvæmlega jafn lífvana og grjótið og
moldarkögglarnir í kringum hann. Eins og hvert annað rusl sem hafði
verið fleygt í burtu.
Hann klöngraðist niður. Stóð yfir honum og varð allur svo einkennUeg-
ur aUt í einu, eins og dofinn. Fann tárin streyma niður heitar kinnam-
ar. Stóð lengi í sömu sporum með sáran hlaupasting, hreyfði hvorki legg
né hð.
Bara grét.
Mannleg og kímin
Það er slegið á marga strengi mannlegs lífs í Bestu vinum. Hún fjallar
um það sem mestu máli skiptir í lífi okkar flestra; vináttuna, ástina, fyrir-
gefninguna og dauðann. Höfundur hefur einstakt lag á að sjá hið smáa
í hinu stóra.
Bókin er heldur ekki laus við kímm. Þær em tU að mynda kostulegar
aöfarimar þegar Palh og Gunnhildur eru að reyna að koma foreldrum
sínum saman. Lýsingamar á viðbrögðum þorpsbúa við altaristöflunni
em líka skemmtilegar, einkum prestshjónanna.
Bækur, sem hafa sveitina eða lítið þorp úti á landi sem sögusvið, em
orðnar frekar sjaldgæfar. Höfundurinn tefiir saman bami sem hefur aldr-
ei komið tíl Reykjavíkur og bami sem er fætt og uppahð í borginni. Hann
nær á þann hátt að draga skýrt fram andstæður landsbyggðar og borg-
ar. Það dylst engum sem les þessa bók að höfundurinn er að róma lífið úti
á landi á kostnað borgarinnar (bls. 160).
Það vom engin fjöll til að horfa á út um glugga, engir fingur sem teygöu
sig upp til himins og gáfu hugarfluginu byr undir vængina, ekkert sem
gat rifið hugann upp úr sárum hugsunum og breytt öUu í kostuleg ævin-
týri.
Bókin er rituð á góðri íslensku og stíllinn er einfaldur, laus við aUt
prjál. Það verður ekki annað sagt um Bestu vini Andrésar en hún sé afar
góð bók.
Bestu vinlr
Andrés Indriðason
löunn 1991