Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1991, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991.
Fréttir
Ibúar á GuIIteigi 4 áhyggjufullir vegna bílaumferðar við fiskbúð á móti:
Atta sinnum hef ur verið
ekið á bfla við sama húsið
- 4 sinnum tjón á mínum bílum á 3 árum, segir Daníel Dagbjartsson
„Það er búið að keyra 8 sinnum á
bíla á síðustu þremur árum fyrir
framan húsið sem ég bý í. í fjögur
skipti var ekið á mína bíla og í öllum
þeim tilvikum var stungið af,“ sagði
Daníel Dagbjartsson, íbúi að Gull-
teigi 4 í Reykjavík.
„Á mánudagskvöld var ekið á ný-
legan bíl sem ég á. Hurðin á honum
stórskemmdist. Þessar ákeyrslur
hafa langoftast átt sér stað þegar
mest er að gera 1 fiskbúðinni á móti
- frá klukkan hálffimm til sex á
kvöldin. Þá koma margir viðskipta-
vinir og það verða þrengsli í göt-
unni. Þegar bílarnir hafa bakkað út
úr bílastæðum við flskbúöina hafa
þeir bakkað að því er virðist með
vinstra afturhornið á bOa sem standa
við húsiö okkar. Lögreglan hefur
sagt við mig að þeir geti ekkert gert
og það er kannski skiljanlegt," sagði
Daníel.
Daníel segir að á álagstímum séu
10-15 kyrrstæðir bílar á móts við hús
hans og fiskbúðina á móti sem er
vinsæl verslun. Þá verði allt of
þröngt. Daníel telur að borgaryfir-
völd verði að grípa inn í og endur-
skipuleggja fyrirkomulagið við þetta
„klúðurslega" umferðarhom sem er
Daníel Dagbjartsson ibúi við Gullteig 4 viö skemmdina sem kom á nýjan
bil hans í vikunni. Tjónvaldurinn stakk af eins og oft hefur gerst við þetta hús.
DV-myndir S
Piskbuðin vinsæla er i husinu á horni Sundlaugavegar og Gullteigs. Þar þurfa viðskiptavinir að bakka út á Gullteig
og hafa oft rekist á kyrrstæða bíla sem hafa staðið á bílastæði við húsið á móti.
á mótum Sundlaugavegar og Gull-
teigs.
„Ég veit bara að það ei; búið að
skemma 8 bíla á þremur árum við
okkar hús. Það getur líka meira en
vel verið að fleiri ákeyrslur hafi átt
sér stað hjá öðrum án þess að viö
íbúarnir höfum fengið að vita um
það,“ sagði Daníel. -GTT
Fundur kennara á Akureyri:
Alvöruviðræður eða verkfall
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri;
Fundur um kjaramál kennara í
Kennarasambandi íslands, sem
haldinn var á Akureyri, krefst þess
að félagsmenn í Kerinarasamband-
inu fái nú þegar samsvarandi launa-
hækkun og aðrir opinberir starfs-
menn hafa fengið á síðasta samn-
ingstímabih.
Fimdurinn fordæmdi hugmyndir
samninganefndar ríkisins um skerð-
ingu á ýmsum félagslegum réttind-
um kennara, s.s. bamsburðarleyfi,
lífeyris- og veikindarétti sem þeir
hafa fengið á löngum tíma í kjara-
samningum, oft á kostnað launa-
hækkana.
Þá segir fundurinn að verði ekki
gerð gangskör að því að semja við
Kennarasamband íslands á næstu
vikum og kröfur þeirra ræddar af
fullri alvöm hvetji fundurinn til þess
að verkfallsvopninu veröi beitt.
í dag mælir Dagfari
Ekki ég, ekki ég
Það er nú meiri dæmalausi yfir-
gangurinn í þessari ríkissfjóm.
Hún leggur sig fram við að ná sér
niðri á fólki, og það jafnvel blásak-
lausu fólki, og veltir öllum vandan-
um yfir á herðar almennings. Mað-
ur vissi svo sem að ríkisstjómin
væri óvinur fólksins í landinu en
að hún skuh dirfast að láta efna-
hagsaðgerðir sínar bitna á kjósend-
um og kjömm þeirra tekur út yfir
allan þjófabálk.
Þaö er ekkert leyndarmál að
kreppa gengur yfir landið. Kvótinn
hefur verið skertur, álverið kemur
kannski aldrei og fjárhagsvandi
ríkissjóðs era miklu meiri en upp-
haflega hafði verið reiknað út. Um
þetta era ailir sammála. Efnahags-
érfræðingar, stjómmálamenn,
talsmenn atvinnulífsins, fjölmiðlar
og bankastjórar. Fulltrúar hins
sauðsvarta almúga hafa sömuleiðis
gert sér grein fyrir alvarlegu
ástandi og era þeir þó ekki alltaf
ginnkeyptir fyrir bókhaldinu í rík-
isfjármálunum eða atvinnuvegun-
um. Þjóðin hefur sem sagt samein-
ast í svartsýniskasti og bölbænum
og hún væri fyrir löngu búin að
láta reiði sína bitna á þorskinum
ef til hans naéðist eöa álfurstimum
ef þeir gæfu færi á sér. í staðinn
hefur íslandsmaðurinn skammað
iðnaðarráðherra fyrir að missa ál-
verið út úr höndunum á sér og
skammað sjávarútvegsráðherra
fyrir að leyfa ekki meiri veiði, rétt
eins og það sé þeim persónulega
að kenna að álverð hefur hrunið á
heimsmarkaðnum og þorskurinn
gengur ekki á miðin.
En þetta er nú útúrdúr. Aðalatr-
iðið er að menn sáu þaö almennt
fyrir aö ríkisstjómin þyrfti að gera
eitthvað í múinu. Það var ekki
dregið í efa. Ríkissjóður tapar tekj-
um vegna samdráttarins og ríkis-
sjóður er með langtum meiri halla
en ráð var fyrir gert og það gengur
ekki lengur að þenja út ríkisbú-
skapinn þegar ná þarf vöxtiun nið-
ur og draga úr eyðslu þjóðarinnar.
Þetta blasir við hveiju manns-
bami.
Það hefur jafnan verið svo að fyr-
ir kosningar hafa stjómmálaflokk-
amir lagst á eitt og skammast yfir
of miklum ríkisumsvifum og menn
hafa óbeit á því miðstýringarvaldi
og allri þeirri stóra hít sem sífellt
hefur sogað meira til sín af sköttum
og peningum og getur aldrei hamiö
sig í eyðslunni.
Þetta era kjósendur nánast sam-
mála um og þegar það fer saman
að draga saman seglin í ríkisbú-
skapnum vegna efnahagskreppu og
pólitískur meirihluti myndast um
það í þinginu að hafast eitthvað að
kemur ekki á óvart þótt ríkisstjóm-
in tilkynni niöurskurð og spam-
aðaraðgerðir.
Hitt er verra þegar í Ijós kemur
að þessar aðgerðir eiga að bitna á
þjóðinni. Ríkisstjómin ætlar að
draga úr mannaráðningum hjá rík-
inu. Ögmundur hjá BSRB bregst
hinn versti við. Ríkisstjómin ætlar
að draga úr greiðslum til bænda.
Bændur mótmæla. Ríkisstjómin
ætlar að leggja fleiri verkeftii á
sveitarfélögin. Sveitarfélögin sætta
sig ekki við það. Ríkisstjómin ætlar
að skerða niðurgreiðslm- á ipjólk-
urdufti. Sælgætisframleiðendur
kvarta sáran. Rfldsstjómin ætlar
að fella niður sjómannaafsláttinn á
sköttum. Sjómenn ætla aö sigla í
land.
Þeir eiga það sammerkt, þessir
aðilar allir og fleiri sem verða fyrir
barðinu á sparnaöaráformum rík-
isstjómarinnar, að mótmæla því
ofbeldi sem felst í því að láta spam-
aðinn bitna á sér. Það hefði sosum
verið þolandi að framkvæma nið-
urskurð á ríkisútgjöldum ef hann
hefði bitnað á einhveijum öðrum.
En ekki mér, takk fyrir, ekki ég,
ekki ég. Enda sjá það allir að það
er ekkert annað en mannvonska
hjá ríkisstjóminni að ætlast til að
einhver þurfi að gjalda fyrir það
þótt efnahagserfiðleikar séu fram
undan og kreppa sé í landinu.
Hafa ekki Islendingar verið að
streyma til útlanda í innkaupaferð-
ir? Hafa ekki íslendingar verið að
undirbúa jólin og bíða eftir nýju
kortatímabili? Hafa ekki íslending-
ar sýnt það og sannað að þeir hafa
nóg við peningana að gera þótt rík-
isstjómin fari nú ekki að klípa
þessar krónur af þeim til að bjarga
sínu eigin skinni?
Ríkisstjómin á að skera niður
ríkisútgjöld. Hún verður að gæta
aðhalds í opinbera rekstrinum. En
hún á ekkert með það að láta þenn-
an niðurskurð bitna á blásaklausu
fólki.
Dagfari