Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1991, Blaðsíða 12
12 Spurrimgin FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991. Ertu búin(n) aðgera jólahreingerninguna? Hólmar Þór Filippsson flugm.: Ég er búinn aö hreyfa aðeins til í íbúðinni. Ingibjörg Gísladóttir nemi: Nei, ég er ekki byrjuð en ég hjálpa mömmu örugglega. Kristín Guðjónsdóttir húsm.: Já. Við erum bara tvö í heimili svo það er ekki mikið verk. Dóra Pedersen búðarkona: Já, ég gerði hana í október. Sigrún Þorsteinsdóttir húsm.: Já það er svona vika til tíu dagar síðan. Ég er líka búin að kaupa allar jólagjaf- imar. Gréta Korts kennari: Nei, ég geri ekki jólahreingemingu. Ég þríf held- ur á vorin þegar það er bjart. Lesendur ísland úr hendi þér.herra „Vágesturinn er sestur, útsmoginn og illgjarn ...“ Þorsteinn Víkingur skrifar: Innganga EES leysir ekki neinn þjóðarvanda. Hún eykur á hann. Hún er skammgóður vermir. Álíka spjöll og að pissa í skóinn sinn. Ógæfulegt er það fyrir íslensku þjóð- ina að fá misvitrum embættis-, kaup- sýslu- og stjómmálamönnum svo mikið vald í hendur að þeir geti með undirskrift sinni einni saman gert aö engu ævistarf Jóns Sigurðssonar forseta og margra annarra mætra manna er með honum lögðu hönd á plóginn. Að slá ryki í augu almennings er list þessara „gáfumanna" er hamra eingöngu á ágæti þessa EES-samn- ings í fjölmiðlum. Það er ekkert hreint sem reynt er að fela. - Gætu hylmingar þeirra yfir ókosti samn- ingsins orðið þjóðinni dýrkeyptar. Lítið er almenningur upplýstur um þessi válegu mál öll því slyngir stjómmálamenn era leiknir í því að krækja framhjá sannleikanum. EES-brölt ráðamanna og hin þrá- láta kerskni þeirra og rembingur er samfara því að reyna að hneppa ís- lendinga í ánauð enn einu sinni með þvi að færa okkur í hendur kaupa- héðnum EB. Er það okkur, þjóðholl- um mönnum, sem þekkjum sögu vora og unnum landi, þjóð og menn- ingu, með öllu óskiljanlegt. Drekinn ógurlegi er sá ógnvaldur er vér íslendingar höfum nú fengið í túnfótinn. Vágesturinn er sestur. Útsnjoginn og illgjarn, eigingjam og fégráðugur. Með hægri hendi réttir hann okkur fullveldisafsal íslenska lýðveldisins og þar með rétt okkar á Kristinn Snæland skrifar: Vinur minn í fjarlægu landi kom mér í vont skap á dögunum. Hann sendi mér bréf og spurði m.a. hvað væri í fréttum frá Islandi. Ég vildi bregðast vel við og fór að leita. En viö þaö fór skap mitt úr skorðum því að engar vora fréttimar góðar. Ég byijaði á Stálbræðslunni, sem orðið heíði gjaldþrota, og að hætt væri við álbræðsluna. Þá fannst mér fréttnæmt að Félag lögfræðinga teldi nauösynlegt að grípa til sérstakra ráðstafana vegna óheiðarlegra fé- lagsmanna. Og ekki gat ég gleymt að geta þess að frystihúsin berðust í bökkum og útgerðin væri á hausnum en það var svo sem líka þannig þegar vinur minn yfirgaf landiö. Ég varð hins vegar að geta þess Eyfirðingur skrifar: Nú hafa tveir háttvirtir þingmenn komið fram með tillögu um að taka erlent lán til að leggja í vegafram- kvæmdir. Það væri ekki óeðlilegt að þeir skattar sem bíleigendur greiða beint af bílunum og rekstri þeirra færa óskiptir til veganna. Þetta er mikil umhyggja fyrir okk- ur og raunar heimilunum í landinu því að nú er svo komið að næstum hvert einasta heimili í landinu á öku- tæki og þarf að greiða af því gjöld. Þetta snertir að vísu ekki þá sem hafa allan ferðakostnað frían og al- menningur er látinn greiða hann. Eftirtekt vekur að annar ílutnings- manna er úr kjördæmi samgöngu- ráðherra. í Eyjaflarðarsveit er langt frá að vegir séu í æskilegu ásigkomu- lagi. Fyrir. nokkrum árum var t.d. lagður vegarslóði suður Eyjaíjarð- ardal, að mestu leyti í sjálíboða- vinnu. Þegar slóðinn var orðinn bíl- náttúraauðlindum vorum. Með vinstri hendi gull og græna skóga handa hverju valdsmannsílóni á Fróni, auðgunarmarkmiðum sínum til framdráttar. Dreki þessi mun spúa eitri og eim- yiju yfir helga brunna. Mun hann landið'svíöa, fótum troöa, þar til hann hefur leikið grátt og vafið um fmgur sér landsins bestu embættis-, sérstaklega að nú væri veldi Einars Guðfinnssonar á Bolungarvík að hrani komið og að bankastjórarnir, þessir sem lánuðu þúsundir milljóna króna út á laxeldi, loðdýrarækt og margs konar umsvif önnur án þess að fullnægjandi veð væru fyrir hendi, sæju nú fram á að bankar þeirra töpuðu stórum fjárfúlgum. Þessir bankastjórar væra líka enn í vinnunni sinni sem er svo vel launuð einmitt vegna þess hve mikil ábyrgð fylgir henni! Ég bætti svo við, sem mér fannst einnig fréttnæmt, að Davíö væri nú hættur að tala um kaffipakkann en talaði núna um að lækka þyrfti vexti. Það var vinur minn nú reyndar bú- inn aö segja hérna um árið þegar hann tapaði öllu sínu og flutti til út- fær tók Vegagerðin við honum og hefur séð um viðhald hans. Ekki hefur verið þar um endurbætur að ræða. V. Að þessu er bæði skömm og tjón. Þetta er þó aðeins um 20 km leið og verslunar- og hagfræðisnillingum. Þá fyrst hefur vágesturinn haslað sér völl sem útgerðar-, jarðeigna- og raf- orkufursti. Eins konar drottinn er ræöur öllu. Þá hlær hann tröllsleg- um hlátri að heimsku eyjarskeggja því að heimskan er löngum hávær- ust. Og af líttbrennandi eldi leggur mikinn reyk. landa. Já, og svo það að verktakar væru nú að segja upp starfsfólki og borgarstarfsmenn að salta þurrar götur. Hér væri hins vegar ónotuð raforka í svo miklum mæli að hætt væri við yfirþrýstingi á lögnum. Samt fengju bakarar sér olíukynta bökunarofna vegna ofurverðs á rafmagni. Ég lét flakka með að Landsbankinn væri í kröggum vegna útgerðarinnar en Reykjavíkurborg væri komin þar með hrikalegan yfirdrátt. Auðvitað gæti þetta allt leitt til þess að nú þyrfti að segja upp svo sem einni ræstingarkonu í hverri ríkisstofnun og í sumum tilvikum væri jafnvel talað um tvær. - Já, þær era litskrúð- ugar fréttimar héðan þótt ekki sé nema rétt ágrip af því helsta. þar er einnig um langstystu leið að ræða úr byggð og inn á hálendi á öllu Norðurlandi. Þessa leið ættu áætlunarbfiar um hálendið að fara því hún er u.þ.b. 50 km styttri en sú leið sem nú er farin. Síðbúinafsök- unarbeiðni Gísli Ólafsson hringdi: Ég heyrði i útvarpi nýlega að Landhelgisgæslan hefði beðist afsökunr á því hvernig fiallað heíði veríö um þyrlumálið rétt eför hinn hörmulega atburð við Grindavík á dögunum. Auövitað skyldi aldrei hafha afsökun sem sett er fram, sérstaklega ekki þeg- ar um svo stórt mál er að ræða. Mér fannst þó þessi afsökun vera heldur sein á ferðinni og engan veginn getur Landhelgis- gæslan afsakað eða fríað sig frá handvömm í málinu með því að kalla ekki á nærtækan þyrlukost frá vamarliðinu á Keflavíkur- flugvelli. - Þau mistök standa óhögguð og óbætt eftir sem áöur. Núáaðsýna þjóðinni... Trausti hringdi: Nú á að sýna þjóðinni hver ræður. Ég spyr einfaldlega; Átta menn sig ekki á því að fólk er oröið leitt á biðrööum, jafnvel bara þótt um mjólk sé að ræða? Gera verkalýösforingjar sér ekki grein fyrir þvi að það eru breyttir tímar og menn láta ekki draga sig á asnaeyrunum fyrir nokkrar krónur til viðbótar á klukkutim- ann? Ætla þessir menn að fara að taka upp sömu siði og í hinum fyrrverandi Sovétríkjum? Þessir menn, sem hugsa allt i verkfóil- um og biðrööum væru mun betur komnir Ld. á á samkundum Al- þjóða hvalveiðiráðsins. Þar gætu þeir gasprað eins og þá lysti. ÁmeðanGísli vargíslíKúveit Helgi Sigurðsson skrifar: Ég furöaði mig á þvi sem ég heyröi í útvarpsfréttum er veriö var að ræða um mál Gísla Sig- urðssonar, sem var gísl í Kúveit á sinum tíma, þegar því skeyti var beint að utanríkisþjón- ustunni íslensku að hún hefði ekki gengið nógu rösklega fram um að fá Gísla framseldan strax. Ég man ekki betur en fréttir þær sem bárust af þessu máli væru á einn veg í byrjun, að hann vildi sjálfur vera kyrr í Kúveit og allt þar til um seinan var að koma til hjálpar af íslenskura yf- irvöldum. Átti þá að bijóta sam- stöðu vestrænna ríkja? Mörsungarog Börsungarl Guðný hringdi: Getur verið aö mér hafi mis- heyrst? Ég held því fram aö Bjami Feiixson sé farinn að taka upp notkun ánýyrðum alveg upp á eigin spýtur, Þannig heyrðist mér hann kalla þá sem eru frá Marseille í Frakklandi „Mörs- unga“ og hina sem er u frá Barcel- ona á Spáni, „Börsunga". Er ekki íslenskufræöingur Rikisútvarps- ins á vakt alla daga eða er orðið leyfilegt að uppnefna heilar þjóö- ir og setja einstaka sérnöfh I alls konar samhengi, bara til að það falli að ímyndaöri íslenskri nafn- orðahefð? Barnabóta- skerðingin Ó.E. hringdi: Ég tel aö fyrirhuguð barnabóta- skerðing leggist þyngst á þær fjöl- skyldur sem síst mega við henni. Stórar fiölskyldur þurfá að sjólf- sögðu hærri tekjur en hinar minni. Hér er hins vegar aðeins um ákveöið hámark í tekjum að ræða, 2,4 milljónir á ári. Þetta þýðir augljóslega að lúnar stærri og bamfleiri fjölskyldur missa mest aö þessu leyti. Þeir sem td. ekki eiga börn innan við 7 ára aldurínn verða fyrír talsverðum áföllum sem vert er að skoða nán- ar áður en þetta er nú lögfest. Hvað er í fréttum frá íslandi? Óskiptur skattur til veganna Frá vegaframkvæmdum upp frá Eyjafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.