Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1991, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991.
Lífsstíll
DV kannar verð í matvöruverslunum:
Verðmunur mestur á grænmeti
Neytendasíöa DV kannaði að þessu
sinni verð í eftirtöldum verslunum:
Bónusi í Kópavogi, Fjarðarkaupi í
Hafnarfirði, Hagkaupi, Skeifunni,
Kjötstöðinni í Glæsibæ og Mikla-
garði í Garðabæ.
Bónusbúðimar selja sitt grænmeti
í stykkjatali en hinar samanburðar-
verslanirnar selja eftir vigt. Til þess
að fá samanburð þar á milli er græn-
meti í Bónusi vigtað og umreiknað
eftir meðalþyngd yfir í kílóverð.
Neytendur
Að þessu sinni var kannað verð á
sveppum, grænum vínberjum, gulri
papriku, blómkáli, kínakáli, perum,
mandarínum, s vínalærissneiðum,
Botaniq þvottaefni, Cocoa Puffs
morgunkorni, Nescafé Gull, 100 g, og
maísbaunum í dós frá Ora, 400 g.
Ekki munar miklu að þessu sinni
á hæsta og lægsta verði á sveppum
eða aöeins 14 af hundraði. Sveppir
fengust ekki í Bónusi en lægst var
verðið í Kjötstöðinni, 489 krónur.
Síðan kom Hagkaup, 539, Fjarðar-
kaup, 545, og Mikhgarður, 614 krón-
ur. Þriðjungsmunur var á hæsta og
lægsta verði á grænum vínberjum.
Græn vínber fengust ekki í Bónusi
en verðið var 199 í Fjarðarkaupi, 249
í Hagkaupi, 250 í Kjötstöðinni og 264
í Miklagarði.
Verð á gulri papriku er æði mis-
Búið er að opna Kjötstöðina í Glæsibæ aftur eftir gagngerar endurbætur á húsnæði verslunarinnar.
jafnt eftir verslunum og munar 86%
á hæsta og lægsta veröi. Gul paprika
var ódýrust í Bónusi á 268. Verðið
var örlítið hærra í Fjarðarkaupi eða
269, 415 í Kjötstöðinni, 427 í Mikla-
garði og 499 í Hagkaupi. Blómkál var
einnig mjög misdýrt eftir verslunum.
Lægsta verðið var að finna í Bónusi
þar sem kílóverðið var 129. Blómkál
kostaði 144 í Fjarðarkaupi, 149 í Hag-
kaupi, 199 í Miklagarði og 231 í Kjöt-
stöðinni. Munur á hæsta og lægsta
verði er 79 af hundraði.
Tveir kinakálshausar fást fyrir
hvem einn ef verslað er á ódýrasta
stað í staö þess dýrasta því verðmun-
ur er 99%. Lægsta verðið var aö finna
í Bónusi, 136, en verðið var 139 í
Fjarðarkaupi, 149 í Hagkaupi, 156 í
Miklagarði og 270 í Kjötstöðinni. Per-
ur kostuðu 109 í Bónusi, þar sem þær
voru ódýrastar, 132 í Fjarðarkaupi,
145 í Miklagarði, 189 í Hagkaupi og
198 í Kjötstöðinni. Munur á hæsta
og lægsta verði er 82 af hundraði.
Verðmunur er aðeins 30 af hundr-
aði á mandarínum (klementínum) ef
þannig má komast að orði. Þær voru
á 127 í Bónusi, 130 í Miklagarði, 137
í Kjötstöðinni, 153 í Hagkaupi og 165
í Fjarðarkaupi. Svínalærissneiðar
fengust ekki í Bónusi en munur á
hæsta og lægsta verði er 49%. Þær
voru á 537 kr. kílóið í Fiarðarkaupi,
567 í Miklagarði, 690 í Kjötstöðinni
og 798 í Hagkaupi.
Helmingsmunur reyndist vera á
hæsta og lægsta verði á Botaniq
þvottaefni en verðið var lægst í Bón-
usi þar sem pakkinn kostaði 399
krónur. Næst kom Hagkaup með 434,
Fjarðarkaup með 454, Kjötstöðin með
522 og Mikligarður með 589. Munur
á hæsta og lægsta verði á Cocoa Puffs
morgunkorninu vinsæla reyndist
vera 22%. Lægsta verðið var i Bón-
usi, 174 krónur, en pakkinn kostaði
189 í Fíarðarkaupi, 191 í Hagkaupi,
195 í Kjötstöðinni og 212 í Miklagarði.
Nescafé Gull í 100 gramma krukk-
um var ódýrast í Bónusi á 229. Það
kostaði 234 í Fjarðarkaupi, 239 í Hag-
kaupi, 265 í Kjötstöðinni og 277 í
Miklagarði. Munur á hæsta og lægsta
verði er 21 af hundraði. Maísbaunir
í dós frá Ora kosta 95 í Bónusi, þar
sem þær eru ódýmstar, 101 í Fjarðar-
kaupi og Hagkaupi, 119 í Miklagarði
Verðsprenging á
kínakáli
Meðalverð á grænmeti og ávöxtum
fer ýmist hækkandi eða lækkandi en
það sem er mest áberandi í könnun
dagsins er verðsprengingin á kína-
káli. Meðalverð á grænum vinberj-
um hefur hækkað síðustu þrjá mán-
uði. Meðalverðið var 170 krónur í
september en er nú komið upp í 241
krónu.
Meðalverð á blómkáh viröist nú
vera á niðurleið eftir mikla upp-
sveiflu í októbermánuði. Meðalverð-
ið komst hæst í tæpar 220 krónur en
hefur lækkað um tæpar 50 krónur á
tveggja mánaða tímabih. Meðalverð
á sveppum hefur haldist stöðugt und-
anfama mánuði og fer heldur lækk-
andi. Meðalverðið er nú 428 krónur.
Perur eru vinsælar fyrir jóhn og
kaupmenn virðast hafa gert sér grein
fyrir því. Meðalverö þeirra hefur far-
ið lækkandi, þó ekki muni miklu á
verðinu nú, 155 krónur, og því sem
var í lok septemher, 167 krónur.
Kínakál hefur hækkað ótrúlega mik-
ið í verði frá því í lok september þeg-
ar veröið var tæpar 70 krónur. Að
vísu var verðiö í lágmarki þá en þaö
réttlætir á engan hátt þá miklu
hækkun sem orðið hefur síðan. Kíló-
verð hefur hækkað um rúmar 100
krónur og meðalverðið er nú 170
krónur.
Miklar sveiflur eru á verði gulrar
papriku og reyndar er það svo að
mikill verðmunur ríkir á milli versl-
ana eins og sést á greininni annars
staðar á síðunni. Meðalverðið er
heldur á niðurleið í heildina séö og
er nú 376 krónur en var hátt í 500
krónurþegarþaðvarhæst. -ÍS
og 124 í Kjötstöðinni. Munur á hæsta
og lægsta verði er 31 af hundraði.
-ÍS
í Miklagarðsverslunum er hægt
að fá mjög ódýran hamborgar-
hrygg með beini á 998 krónur
kílóiö sem tilvahð er að nota í
jólamatinn. London lamb er einn-
ig á góðu veröi, 849 krónur kílóið,
einnig Sparís og léttur Sparfs sem
kostar 209 krónur lítrinn og lúxus
Emmess ís sem er á 339 krónur
lítrinn.
í kjötborðinu í Kjötstöðinni í
Glæsibæ var verið að taka upp
danska jólarúhupylsu og danska
jólalifrarkæfu, einnig danska
jólaskinkumedisterpylsu og
rjómalifrarkæfu. Mandarinu-
kassi kostar 349 krónur I Kjöt-
stöðinni.
í Hagkaupi í Skeifunni eru
rækjur á sértilboðsverði, aðeins
499 krónur kílóið. Toblerone
súkkulaðið vinsæla er á 99 krón-
ur, 100 gramma stykki, og pipar-
hnappar frá Frón, 250 grömm,
kosta 99 krónur. Widal Sassoon,
Wash and Go er á sértilbpði, 2
brúsar saman kosta 379 krónur.
í Fjarðarkaupi voru 25 vatta ht-
aðar ljósaperur á 65 króna sér-
tilboði og einnig Orchidee kon-
fekt, 400 grömm, á 294 krónur. 1
kjötboröinu gat aö hta sértilboö á
svínahamborgarhnakka, sem
kostaði 1.069, og bayonneskinku
á 998 krónur kílóið.
Bónus í Kópavogi haíði til sölu
Mkfangasparkbíl sem kostar að-
eins 1198 en hann er tilvalinn til
jólagjafa fyrir htil böm. Einnig
fengust klementinur sem kosta
349 krónur, 2'A kg 1 kassa. Jóla-
konfektiö er á góðu verði í Bón-
usi. eitt kg af Hellas lakkrískon-
fekti er á 379 og Nóa konfekt, 1,4
kg.kostar 2.999 krónur. -ÍS