Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1991, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991. Verkakonur - menntakonur: Sameiginleg barátta Falleg hönnun gefur notagildinu aukinn tilgang Ægisgötu 4, sími 625515 Laugavegi 17, sími 627810 „Launajafnrétti karla og kvenna í sambærilegum störfum getur þó ekki verið lokamarkmið jafnréttisbaráttunnar," segir m.a. i greininni. kaupaukakerfi við í öllum starfs- greinum. Með því að leggja áherslu á kaupauka en ekki taxtahækkanir hafa taxtar veriö reyrðir niður. Semja hefur mátt um allt milli him- ins og jarðar nema taxtahækkanir í starfsgreinum þar sem kaupauka- kerfi er ekki við lýði eins og í af- greiðslu- og skrifstofustörfum hjá einkafyrirtækjum og ríkisstofnun- um. í störfum sem krefjast formlegrar menntunar eru hiunnindagreiðsl- ur fjölbreyttar en kannanir sýna að þær falla frekar körlum í skaut en konum. Forsenda þess að launa- munur menntakarla og mennta- kvenna minnki er því að dregið verði úr vægi kaupauka í launum verkafólks og að taxtar verði færð- ir að greiddum launum. Þaö eru einnig hagsmunir verkakvenna að vægi kaupauka minnki í greiddum launum þar sem slíku kerfi fylgja óviðunandi starfsskilyrði þegar til lengri tíma er litið. Launajafnrétti karla og kvenna í sambærilegum störfum getur þó ekki verið lokamarkmið jafnréttis- baráttunnar. Konur njóta ekki jafnréttis á vinnumarkaði nema þær haft einnig jafnan aögang að „góðum“ störfum og sambærilega framamöguleika og karlar á vinnu- markaði. Jafnréttislöggjöfin Mikilvægt tæki til að tryggja kon- um sömu starfsmöguleika á vinnu- markaði er jafnréttislöggjöfin. Á undanfómum ámm hefur mennta- em kærðar til jafnréttis og kæm- nefndar jafnréttismála. Oftast kæra mjög hæfar konur stöðuveit- ingu vegna þess að þeim finnst að starfsheiðri sínum vegið og að við- komandi staða samrýmist best þeirri menntun og reynslu sem þær hafa aflað sér. Fái þær ekki stöðuna er mjög ólíklegt að önnur sambæri- leg staöa bjóðist í nánustu framtíð. Fjöldi menntakvenna kýs þó, eins og svo margar ófaglærðar og fag- lærðar konur, að þegja yfir mis- munun við stöðuveitingar til að eyðileggja ekki endanlega frama- möguleika sína á vinnumarkaði. Slík þögn er konum síst til fram- dráttar þar sem „friðurinn" villir sýn um raunverulega stöðu jafn- réttismála á íslenskum vinnu- markaði. Örfáum menntakonum hefur tekist að ná fram leiðréttingu mála sinna með því að kæra til jafnréttisráðs og kærunefndar jafnréttismála. Aðeins fáum kon- um tekst að rétta hlut sinn með því að nýta sér hið svokallaða lagalega jafnrétti. Menntakonur geta aðeins leitað til jafnréttisráðs en þar eiga fulltrúar ASÍ og BSRB sæti en ekki fulltrúar BHM og BHMR. Það skýr- ir kannski hvers vegna stöðuveit- ingar hafa verið áberandi viðfangs- efni jafnréttisráðs en ekki launa- mál. Hafa verður í huga að ef jafn- réttisráð tæki á launamálum væri það komið inn á samningssvið ASÍ og BSRB og takmarkaði þar með völd karlaveldisins innan verka- lýðshreyfingarinnar. Lilja Mósesdóttir FYRIR FAGURKERA handunnar gjafavörur úr smíðajárni Islensk hönnun,íslenskt handverk Fullyrðingar um að jafnréttis- baráttan snúist aðeins um frama- baráttu metnaðarfullra mennta- kvenna heyrast nú æ oftar. Því hefur m.a. verið haldið fram að á meðan verkakonur búi viö lítið starfsöryggi og lág laun geysist menntekonur upp metorða- og launastiga íslensks vinnumarkað- ar. Jafnréttisráð er sakað um að þjóna aðeins hagsmunum „frama- sjúkra“ menntakvenna en ekki hagsmunum verkakvenna. Tilgangur slíkra fullyrðinga er fyrst og fremst að sundra konum til að draga úr slagkrafti jafnréttis- baráttunnar. Svipuðum aðferðum hefur m.a. verið beitt gegn rétt- indabaráttu svertingja í Suður- Afríku. Konum er talin trú uni að einn hópur kvenna hafi í nafni jafn- réttis náð meiru fram en annar hópur kvenna til að innbyröisá- greiningur komi í veg fyrir að ár- angur náist í baráttu kvenna fyrir jafnrétti. Árangursrík jafnréttisbarátta myndi nefnilega svipta karla mörg- um þeim forréttindum sem þeir Kjallaiiim Lilja Mósesdóttir hagfræðingur hafa nú á íslenskum vinnumarkaði eins og tilkalli til betri atvinnu- og tekjumöguleika. Hagsmunir verka- kvenria og menntakvenna eru sam- tvinnaðir þar sem ávinningur eins hóps kvenna hefur áhrif á stöðu og möguleika annars hóps kvenna. Kjarasamningar eru dæmi um hversu nátengdir hagsmunir verka- kvenna og menntakvenna eru. Kjarasamningar Undanfarin ár hafa kjarasamn- ingar aðallega snúist um almennan efnahagslegan stöðugleika án tillits til afkomumöguleika þeirra lægst launuðu og almennar kauphækk- anir í stað þess að færa taxta (kvenna) að greiddum launum (karla). Stöðugt meiri áhersla hefur verið lögð á kaupaukakerfi meðal ráðandi hópa innan stærstu heild- arsamtaka launafólks ASÍ. Kaup- aukakerfi gerir mörgum verkakon- um kleift að ná sama tímakaupi og verkakarlar hafa en slíkur jöfnuð- ur er dýru verði keyptur. Sambærilegu tímakaupi ná verkakonur aðeins með því að af- kasta meiru en verkakarlar. Auk þess að vera mjög líkamlega slít- andi kerfi hefur kaupaukakerfið aðskilið konur í kjarabaráttunni þar sem ekki er mögulegt að koma ■. I konum fiölgað umtalsvert. Ætla má að um 600 konur ljúki prófi á háskólastigi árlega og fer þeim fiölgandi. Flestar konur fara í lang- skólanám í von um að aukin menntun bæti atvinnu- og tekju- möguleika þeirra á vinnumarkaði. Eftir að komið er út á vinnumarkað sjá menntakonur þó fljótt að flest störf eru skilgreind, skipulögð og metin til launa í samræmi við hvort kona eða karl verða ráðin en ekki í samræmi viö mikilvægi mennt- unar og starfsreynslu fyrir við- komandi starf. Störf ætluð mennta- konum eru eins og störf verka- kvenna, vel aðgreind frá störfum karla og einkennast af lágum laun- um og fáum framamöguleikum. Einhæfni og stöðnum íslensks at- vinnulífs hefur einnig takmarkað mjög starfsmöguleika mennta- kvenna. Flestar menntakonur þurfa því stöðugt að berjast fyrir „góðum“ störfum - oft án sýnilegs árangurs. Örfáar tapaðar orrustur koma upp á yfirborðið þegar þær „Hagsmunir verkakvenna og mennta- kvenna eru samtvinnaðir þar sem ávinningur eins hóps kvenna hefur áhrif á stöðu og möguleika annars hóps kvenna.“ ATHUGID, AUKATONLEIKAR 18. desember kl. 19 VEKJUM REYKJAVIK Tónleikar í Laugardalshöll 17,desember1991 VERÐ 3.500 STÆÐI ÐEINS 3.800 ÍSÆTI FLUGLEIÐIR B JÓÐA 30% AFSLÁTT AF FLUGFARI OG GISTINGU F0RS ALA AÐGONGUMIÐA: * FLUGLEICHR i ReykjavíloStéÍnar, Laugavegi 24, Glæsibæ, Strandgata 37, Mjódd, Borgarkringlunni og Au^íírstræti; Skífan, Kringlunni, Laugavegi 33, Laugavegi 96 og Laugavegi 26. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Húsavík: Sími 9§ 4l 362. Akureyri: KEA-Hljómdeild. Neskaupstadur: Tónspil. Selfoss: Verslunin ösp. Akranes: Bókaskemman. Skagafirdi: Kaupfélag Skagfirdin§a. Hornafirdi: KASK. ísafjördur: Hljómborg. Keflavík:K-Sport. \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.