Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1991, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991.
15
Takið Davíð á orðinu
„Áberandi er að þar sem sjávarútvegurinn er uppistaða atvinnulifsins
er óánægja fólksins mest,“ segir m.a. í grein Sæmundar.
Ég er hissa á því hve litlar undir-
tektir hafa orðið við þeirri hug-
mynd Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra að ríkið aðstoði þá sem
vilja flytja búferlum frá smápláss-
um úti um land þar sem atvinnu-
rekstur á undir högg að sækja.
Menn þegja þunnu hljóði við þess-
ari hugmynd utan upphlaups
nokkurra þeirra sem eiga pólitískt
hf sitt undir því að útdeila fé úr
almannasjóðum undir yfirskini
byggðastefnu. Með dyggri aðstoð
þessara sjóðsstjóra hafa óhæfir
stjómendur fyrirtækja víða um
land, ekki síst á sviði sjávarútvegs,
nælt í milljarða króna úr ríkiskass-
anum.
íbúar þessara staða eru ofurseld-
ir sameiginlegu valdi forstjóranna
og pólitíkusanna sem verða æfir
þegar taka skal fyrir sukkið. Fólk-
inu er sagt að ef fyrirtækin fái ekki
áframhaldandi aðstoð frá ríkinu sé
voðinn vís. Það sitji uppi án at-
vinnu með óseljanlegar húseignir.
Því þurfi að strika út gömul lán,
veita ný lán og óendurkræfa styrki
til atvinnulífsins á viðkomandi
stöðum.
Fólkið vill fá að flytja
í opinberri umræðu um hug-
mynd Davíðs Oddssonar hafa sjálf-
skipaðir fyrirgreiðslukóngar hald-
ið þvi fram að Davíð stefni á ein-
hvers konar nauðungarflutninga
fólks úr þeirra ástkæru heima-
byggð. En við skulum líta á hvað
þetta fólk vill sjálft þegar það fær
að tjá sig í friði fyrir ofurvaldi kjör-
dæmapotaranna.
Á síðasta ári voru birtar niður-
stöður könnunar sem Félagsvís-
indastofnun Háskólans gerði fyrir
Húsnæðisstofnun ríkisins. Þar
kemur fram að um 23% Vestfirð-
inga vilja flytja á brott. Sömu skoð-
unar reyndtSt 21% Austfirðinga
Kjallaiirm.
í'1
Sæmundur Guðvinsson blaðamaður
og rúmlega 14% þeirra sém búa á
Norðurlandi vestra. Auk þessa
reyndust fjölmargir óánægðir með
búsetu sína án þess þó að þeir séu
á fórum.
Um 40% Vestfirðinga vildu til
dæmis búa annars staðar og svip-
aða sögu er að segja frá Norður-
landi vestra. Það er athyglisvert að
frá þessum landshlutum koma
áköfustu talsmenn svokallaðrar
byggðastefnu. Flestir þeirra dvelja
þó mestan part ársins í Reykjavík
vegna starfa sinna við að úthluta
peningum til atkvæðanna heima
fyrir.
Þorpin eru óvinsælust
Það kemur glöggt fram í niður-
stöðum þessarar könnunar að
flestir vilja flytja úr þorpum þar
sem íbúar eru tvö hundruð til eitt
þúsund en þaðan vilja 17,3% kom-
ast í burtu. Mun færri vilja flytja
frá þéttbýlisstöðum og það segir
okkur einfaldlega að þétting byggð-
anna er ekki bara þjóðhagslega
hagkvæm heldur einnig í samræmi
við vilja íbúa landshlutanna.Áber-
andi er að þar sem sjávarútvegur-
inn er uppistaða atvinnulífsins er
óánægja fólksins mest. í heild vildu
10% flytja af landsbyggðinni en
margir vilja flytja miili staða út á
landi.
Þegar htiö er á ástæður þess að
fólk vill flyija frá landsbyggðinni
kemur í ljós að flestir nefna félags-
lega þjónustu og síðan atvinnumál
og kjör, afþreyingu, menningu og
húsnæðismál.
Byggðastefna á villigötum
Sú byggðastefna, sem hér hefur
verið rekin, hefur ekki skilað þeim
árangri sem stefnt var að. í nafni
byggðastefnu hafa sjóðir verið
stofnaðir og sjóðir verið tæmdir.
Eftir standa hnípin þorp í vanda
vítt og breitt um landið og fólk sem
þráir að komast þaðan. Suðureyri
er dæmigerður staður fyrir gjald-
þrot byggöaste'fnunnar. Búið er að
ausa peningum í sjðvarútvegsfyrir-
tæki staðarins í nafni byggðastefnu
og til að tryggja atvinnu á staönum.
Það hefur ekki skort styrki, lán né
fisk á Suðureyri. Það hefur hins
vegar skort vitræna stjómun á
stærsta atvinnufyrirtækinu. Sömu
sögu er að segja frá mörgum öðmm
stöðum.
Þaö er löngu ljóst aö stjórnmála-
mönnum er ekki lagið aö fara með
almannafé. Jón Sigurðsson járn-
blendistjóri sagði í blaðagrein ekki
alls fyrir löngu að óarðbærar fjár-
festingar næmu um 100 milljörðum
króna. Svo em menn hissa á því
að hér skuh aht vera á hvínandi
kúpunni. Það er ekki eingöngu við
stjómmálamenn að sakast hvemig
komið er. Við bruðhð og vitleysuna
hafa -þeir notið dyggrar aðstoðar
stjórnenda og svokallaðra eigenda
fyrirtækja, ekki síst í sjávarútvegi.
Svo keppast ahra flokka menn
við að lýsa því yfir að aldrei megi
útlendingar eignast hlut í sjávarút-
vegsfyrirtækjum hér á landi. Við
hvað eru mennimir hræddir?
Fólk úti um land, sem vih flytja
búferlum, ætti að taka höndum
saman og varpa af sér oki sjálfskip-
aðra forsjárhyggjumanna. Bindast
samtökum um að fá að lifa og starfa
þar sem það helst kýs. Við höfum
engan rétt th að skikka fólk til bú-
setu eftir vhja og hagsmunum of-
stopamanna byggöastefnu. Takið
Davíð á orðinu og fáið hjálp th að
flytja.
Sæmundur Guðvinsson
o
„Með dyggri aðstoð þessara sjóðsstjóra
hafa óhæfir stjórnendur fyrirtækja
víða um land, ekki síst á sviði sjávarút-
vegs, nælt í milljarða króna úr ríkis-
kassanum.“
Afengisgróði verkalýðsrekandans
Fyrir skömmu skammaðist for-
maður BSRB yfir því í fréttatíma
einhverrar útvarpsstöðyar að rík-
isstjómin hefði uppi áform um að
einkavæða áfengissölu hér á landi,
þ.e. þá starfsemi sem ÁTVR hefur
nú einokun á.
Formaður benti réttilega á að rík-
ið hefði miklar tekjur af áfengis-
neyslu landsmanna en bætti svo
rangléga við að ef áfengissalan yrði
einkavædd fengju einhveijir
einkaaðhar úti í bæ þær tekjur!
Formaðurinn hefði rétt eins getað
sagt að ríkið hefði engar tekjur af
annarri verslun í landinu og því
væri rétt að ríkið tæki að sér aha
verslun.
Ríkið tapar á ÁTVR
Hið rétta er að ríkið hefur engar
tekjur af rekstri ÁTVR. Þvert á
móti er það einungis kostnaður fyr-
ir ríkið að halda úti þessu fyrir-
tæki. Ahar tekjur ríkisins eru tekj-
ur sem kæmu þó að það seldi ekki
eina einustu flösku af áfengi. Það
losnaði hins vegar við þann kostn-
að sem fylgir því að reka áfengis-
búðimar um land allt.
Þetta ætti að vera auðskhið á
sama hátt og það er auðskhið að
ríkið fær tekjur (skatta, toha og
fleira) af t.d. sölu matvömbúða á
kexi og ávaxtasafa.
Ég botna því ekkert í því hvað
verkalýðsrekandinn hafði í huga
þegar hann lét þessi undarlegu orð
faha. Að vísu hefur hann ekki, svo
ég viti th, verið neinn sérstakur
stuðningsmaður einkavæðingar
ríkisfyrirtækja, og fækkar í félag-
inu hans við hveija slíka aðgerð,
og það þýðir auðvitað að færri
greiða félagsgjöld en þau er skylda
aö greiða ef maður vih halda vinnu
hjá ríkinu enda dytti engum í hug
að greiða þau ótilneyddur.
Kjallaríim
Glúmur Jón Björnsson
efnafræðinemi
Léleg þjónusta
Rökin fyrir því að einkavæða
ÁTVR era fleiri en þau að fyrirtæk-
iö sé baggi á ríkissjóði og þar með
því velferðarkerfi sem formaður
BSRB og fleiri segjast bera um-
hyggju fyrir.
Ein era þau að fyrirtækið virðist
ahs ekki geta boðið fólki upp á sams
konar þjónustu, svo sem af-
greiðslutíma, vöraúrval, upplýs-
ingar um innihald og framleiðslu
vörannar, og greiðslukortaþjón-
ustu eins og önnur verslunarfyrir-
tæki hér á landi, hvað þá eins og
sambærhegar verslanir erlendis
þar sem áfengissala er í höndum
einkaaðha.
Viðskiptavinurinn virðist vera
algjört aukaatriði þó að aht byggjst
nú einu sinni á honum. Afgreiðslu-
tímar era og hafa alltaf verið af-
brigðhegir og virðast miðast við að
afgreiða sem flesta með mest á sem
skemmstum tíma. Vöraúrvalið
hefur verið fátæklegt og jafnvel
hafa vín framleidd af íslandingum
átt erfitt með að fá inni hjá fyrir-
tækinu sem þó er (því miður) í eigu
okkar ahra eins og er.
Með skrúftappa
Drykkjuvenjur íslendinga hafa
heldur ekki sloppið við að bera
þjónustulund fyrirtækisins vitni.
Túradrykkja og flöskur með skrúf-
tappa og þar með sterkum vínum
hafa einkennt áfengisnotkun
landsmanna.
Víðast úti á landi þarf fólk að láta
vini og kunningja, á þeim stöðum
sem ríkið hefur náðarsamlegast
sett niður sölubúð, senda sér
glundrið með pósti og þegar og ef
það nær á áfangastað þá hefur eft-
irvæntingin verið orðin slík að
ekkert fæst við ráðið og algjör mis-
notkun á veigunum átt sér stað.
Þar sem ríkið hefur hins vegar
haft sölubúðir er afgreiðslutíminn
hafður þannig að fólk kaupir yfir-
leitt mikið magn í einu th að eiga
alveg öragglega nóg yfir helgina,
páskana eða jóhn.
Sjálfsagðar upplýsingar um ein-
stakar víntegundar hafa verið af
svo skomum skammti aö ekki hef-
ur verið við því aö búast að ein-
hver siðmenning skapaðist í kring-
um þessar veigar. Og líklega er
best að orða þetta ástand þannig
að fólkt hefur þurft að nota það sem
það hefur keypt, en ekki fengið að
kaupa það sem það notar.
Stimdum hefur manni fundist að
það væri alveg jafn gott aö setja
upp aukakrana við eldhúsvaska
landsmanna þar sem áfengis-
skammturinn frá ríkinu kæmi úr.
Þetta væri jafnvel betra en núver-
andi ástand að því leyti að spenn-
ingurinn og túramennskan myndi
minnka.
En best væri auðvitað að gefa
einkareknum verslunum kost á að
selja þennan vaming og leyfa um
leið auglýsingar á honum svo fólk
ætti kost á upplýsingum um hvað
það er að kaupa og getur keypt. -
Það yrði vel þegið af þorra þjóðar-
innar, hvað sem einstakir verka-
lýösrekendur kunna aö segja.
Glúmur Jón Björnsson
„Hiö rétta er að ríkið hefur engar tekj-
ur af rekstri ATVR, Þvert á móti er það
einungis kostnaður fyrir ríkið að halda
úti þessu fyrirtæki.“
nóg yfir helgina, páskana eða jólin,“ segir m.a. í greininni um afgreiðslu-
tíma hjá ÁTVR.