Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991. 13 Utlönd Utanríkisráðherra Rússlands: Bandaríkin viðurkenni sjálfstæði lýðveldisins Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði við James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í Moskvu í gærkvöldi að stjóm- völd í Washington ættu aö viður- kenna sjálfstæði rússneska sam- bandslýðveldisins og annarra lýð- velda til að koma í veg fyrir frekari sundrun. Búist er við að Borís Jeltsín Rússlandsforseti viðri það mál einnig við Baker þegar þeir hittast í dag. Baker svaraði því til að stjóm sín mundi skoða þær tillögur sem hefðu verið lagðar fram. George Bush Bandaríkjaforseti sagði að hann mundi eiga aukið sam- starf við Úkraínu eftir að níu af hveijum tíu kjósendum greiddu sjálfstæði lýðveldisins atkvæði sitt þann 1. desember síðastliðinn. Hann gekk þó ekki svo langt að segjast mundu viðurkenna sjáifstæði þess. Bandarískir embættismenn segja að viðurkenning á sjálfstæði lýðveld- anna velti að hluta til á því hvaða tryggingar þau geti veitt um yfirráð yfir kjarnavopnum sem þau hafa á landi sínu, mannréttindi og virðingu fyrir landamærum. Baker mun einnig hitta Gorbatsjov Sovétforseta að máli en sá fundur er meira til málamynda. Staða Gorb- atsjovs hefur þó veikst mjög síðan slavnesku lýðveldin þrjú tóku ákvörðun um að stofna samveldi sjálfstæðra ríkja. Gorbatsjov hefur legið undir aukn- um þrýstingi um að segja af sér emb- ætti eftir að Rússland, Hvíta-Rúss- land og Úkraína stofnuðu samveldið sem búist er við að fimm önnur lýö- veldi gangi til hðs við. Búist er við að Kazakhstan lýsi yfir sjálfstæði sínu síðar í dag og verður Rússland þá eina lýðveldið sem ekki hefur gert það frá því að valdarán harðlínumanna mistókst í ágúst. Kozyrev taldi ekki útilokað að á Þessari úkrainsku konu tókst að krækja sér í þrjá brauðhleifa og einn svíns- haus þegar hún fór út að kaupa i matinn í gær. Búist er við að erlend matvælaaðstoð fari að berast til Úkraínu sfðar í mðnuöinum. Símamynd Reuter Skæruliðar IRA: Eldsprengjur í verslanir og saf n Skæruliðar írska lýöveldishersins, ÍRA, hertu árásir sínar á meginlandi Bretlands rnn helgina þegar þeir vörpuðu eldsprengjum á verslanir á laugardag og á eitt þekktasta Usta- safn landsins, National Gallery, í gær. Þá vörðuðu þeir við að fleiri árásir væru í undirbúningi. Þetta var þriðja helgin í röð sem ráðist var til atlögu gegn verslana- miðstöðvum og hafa eldsprengjumar valdið miklu IjónL „Efnahagslegt tjón vegna röskunar á daglegu lífi á Bretlandi mun halda áfram að aukast á meðan breska rík- isstjómin og hersveitir hennar halda áfram hemámi sínu á hluta írsks landsvæðis,“ sagði í tilkynningu frá IRA sem berst gegn yfirráðum Bret- lands á Norður-írlandi. Stjómarliðar og stjómarandstæð- ingar á breska þinginu hafa lagt æ harðar að Kenneth Baker innanrík- isráðherra að grípa til aðgerða gegn þessari ógn. „Ríkisstjómin verður að gera miklu meira til að brjóta hryðju- verkastarfsemina á bak aftur," sagði íhaldsþingmaðurinn Ivor Stanbrook. „Það þýðir að þeir verða að leggja meira fé og mannafla í að finna hina seku.“ Ekkert mannfall hefur orðið í árás- um IRA til þessa. Skæruliðamir hafa einkum beint spjótum sínum að hemaðarskotmörkum frá því á átt- unda áratugnum þegar sprengjuá- rásir á verslanir og krár kostuðu fiölda mannslífa og vöktu mikinn viðbjóðmeðallandsmanna. Reuter fundi Bakers og Jeltsíns mundi miða nokkuö í áttina að því aö sannfæra Vesturlönd um að kjamorkuvopna- búr Sovétríkjanna væri undir styrkri stjórn. Baker hefur í hyggju að leggja fram tillögur um hvemig Bandaríkin geti aðstoðað Sovétríkin við að eyðileggja kjamavopn sín. Reuter komst til skila Stálverkamaðurinn Tommy Klyczek vissi ekki að kærástan hans, hún Martha, væri skotin í honum, þ.e. ekki fyrr en bréfið frá henni barst til hans 44 áram of seint Klyczek, sem er 62 ára eftir- launamaður og hamingjusam- lega kvæntur í annað sinn, sagði á föstudag að hann hefði ef til vill fundiö ástina fyrr hefði bréfiö borist á réttum tíma. „Hún sendi mér ljóöog sagði mér að hún elsk- aði mig,“ sagði hann. Reuter GLÆSILEGAR JOLAGJAFIR Á GÓÐU VERÐI 1 2 Elta — 3630 Ferðaútvarpstæki Elta — 6080 Mónó útvarps- og kassettuferðatæki Jólatilboðsverð kr. 4.900,- stgr. Elta — 6249 Stereo útvarps- og kassettuferðatæki Jólatilboðsverð kr. 5.990,- stgr. Elta — 6456 Stereo útvarps- og tvöfalt kassettuferðatæki Jólatilboðsverð kr. 6.990,- stgr. r ’ \ f ;<« ' 3«|pFp' * 1PW B Elta — 6865 Stereo útvarps- og tvöfalt kassettuferðatæki Jólatilboðsverð kr. 15.990,- stgr. Elta — 6891 Stereo ferðaútvarp með tvöföldu kassettuferðatæki og geislaspilara Jólatilboðsverð kr. 28.900,- stgr. Gæði á góðu verði m Faxafeni 12, Reykjavík, sími 91 -670420 Greiðslukjör við allra hæfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.