Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991. Verðkönnun - stólar o.fl. Verkefnisstjórn Ráðhúss Reykjavíkur óskar eftir verði í stóla fyrir skrifstofur, mötuneyti og fleiri húsgögn fyrir Ráðhús Reykjavíkur. Gögn fást afhent á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík. - 10% afsláttur af gjafavöru og leikföngum. - Allt konfekt á sérstöku jólatilboði. - Opið alla daga frá 10-10. - Rennið í Rangá. RINÆi • Sjálfvirkur fókus • Sjálfvirkt flass • Dagsetning • Sjálftakari • Sjálfvirk filmufærsla 8.990 stgr. MINOLTA Myndavéla FOTO viðgerðir Skipholti 50B Sími 39200 - RAFGJAFINN - Títan rafgjafinn gefur 12 volta straum, t.d. fyrir ljós, útvarp, ísskáp, kælibox, sjónvarp, myndbandsupptökuvél, bílasíma og margt fleira. Einnig er skært vinnuljós og blikkandi neyðarljós og þar að auki eru innbyggðir startkaplar til að gefa bílum start. Tækinu fylgir handhæg taska og hleðslutæki en hægt er að hlaða tækið í bílnum eða heima við 220 volt. TITAN hf TITANhf j Lágmúla 7 - 108 Reykjavík Sími 814077 - Fax 813977 Merming Nadine Gordimer er hér ásamt samlanda sínum Desmond Tutu. Astarsaga með pólitísku ívaf i Nýlega kom út hjá Máli og menningu bókin Saga sonar míns í ágætri þýðingu Ólafar Eldjárn en þetta er nýjasta bók suður-afrísku skáldkonunnar Nadine Gordimer sem nýverið hlaut bókmenntaverðlaun Nó- bels. í bókinni segir frá lífi þeldökkrar fjölskyldu í Suður- Afríku, hjónunum Ailu og Sonna og bömum þeirra tveimur, Villa og Lillu. Sagan er ýmist sögö í fyrstu eða þriðju persónu þar sem Villi, sem er sögumaður, blandar tii skiptis sér og sínum tiifinningum inn í at- burðarásina ellegar skoðar söguna úr hlutlausri fjar- lægð og segir frá atvikum sem hann í raun réttri ætti ekki aö hafa minnstu hugmynd um. Þessi frásagnarað- ferð gerir það að verkum að lesandinn fær tvenns konar sýn á sömu atburði. í fyrstu persónu frásögn- inni brynjar Vilb sig með hæðni og óvægni, dæmir óragur menn og málefni og á stundum erfitt með að skoða hlutina í réttu samhengi. Þriðju persónu frá- sögnin sýnir atburðina í víðari samfellu, aðrar persón- ur fá tækifæri til að rétta við hlut sinn eftir áfellisdóma sonarins auk þess sem varpað er skýrara ljósi á margs konar átök sem eiga sér stað bæði í einkalífi aðalper- sónanna svo og í stjórnmálum landsins. Á þennan máta tekst að kalla fram margþætta samúð og skilning lesandans á háttarlagi hverrar persónu fyrir sig sem í kjölfar breyttra aðstæðna fara hver í sína áttina. Veröldin umturnast Frásögnin hefst á því að Villi kemst að því fyrir ein- skæra tilviljun að faðir hans er í tygjum við aðra konu, eEki einungis einhverja konu heldur hvíta konu sem Villi kannast viö. Við þessa uppgötvun er drengurinn særður djúpu sári og veröldin umtumast. Fram aö þessu hefur hann búið við öryggi, skilning, heiðarleika og sannsögli, þætti sem foreldrar hans hafa alla tíð reynt að innræta bömum sínum. Aður en fjölskyldan flytur til Jóhannesarborgar býr hún í litlu samfélagi kynblendinga þar sem faðirinn vinnur við kennslu. Lif þeirra er hversdagslegt og afs- lappað, markað hefðum og venjum sem bindur þau sterkum þöndum. Foreldramir em samheldnir, hugsa um hag bama sinna öðra fremur og gæta sín vandlega á því að ganga hvergi á hin óskrifuðu lög samfélagsins sem miðast við að vemda hagsmuni hinna hvítu. En hugmyndin um velferð svartra, frelsiö og jafnréttið, fer smátt og smátt að bæra á sér í huga kennarans sem hættir á endanum að sitja hjá og fer að láta til sín taka. Afleiðingamar láta ekki á sér standa. Honum er sagt upp störfum og fer í framhaldi af því að taka fullan þátt í alls kyns stjórnmálastarfi og lendir aö lokum í fangelsi. í fangelsinu situr hann í tvö ár og þar kynn- ist hann Hönnu sem starfar sem eftirlitsmaður á veg- um mannréttindasamtaka. Hanna, það er hvíta konan sem Viili sér með Sonna daginn sem líf hans, líf þeirra, foreldranna og Lillu, hættir að vera til. Þegar hann stendur fóður sinn að því aö vera allt annað en hann gefur sig út fyrir að vera gjörbreytast tilfinningar hans í garð þessa manns sem getur ekki sjálfur staðið við þær hugmyndir sem hann hefur alla tíð haldið að bömum sínum. Afstaða Vifla til Sonna einkennist af hæðni og kulda, hann stillir honum upp sem villidýri sem getur ekki haldið aftur af lítilíjörlegum hvötum sínum og hann hefur andstyggö á Hönnu: „Mér finnst hún eins og svín. Forfeöur okkar átu ekki svínakjöt. Það em fáein hár eins og grafnar gler- flisar í bleiku húöinni í kringum munninn á henni. Skelfilegar hugsanir leita á mig. Um hana. Um fóður minn með henni. Ég ímynda mér þau... gæti ég nokk- urn tíma hugsað þannig um móður mína! Mér býður við sjálfum mér. Því sem hann hefur fengið mig til að hugsa um.“ (Bls. 76) Villi fyrirlítur föður sinn og hann fyrirlítur sjálfan sig fyrir aö vera neyddur til að taka þátt í þessu sjónar- Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir spili því hann getur ekki fyrir sitt litla líf fengið sig til að færa móður sinni þessar fréttir. Hann heldur áfram að leika sitt hlutverk í nýju lífi gmnlaus um að þetta er staðreynd sem allir vita af en leiða hjá sér í þörf sinni til að viðhalda þeirri blekkingu aö allt sé sem fyrr. Samband Sonna og Hönnu er viðurstyggilegur hór- dómur í augum Villa en unaðsleg ástarsaga í augum elskendanna og lesandans sem gerir sér grein fyrir að lífið hefur mörg andlit. Sonni svíkur Ailu og glatar henni vegna Hönnu, þörfin fyrir Hönnu verður öllum þörfum yfirsterkari: „Þarfnaöist Hönnu. Og nú var hún komin, haíði fundiö Sonna fyrir hann sjálfan. Hún var honum sælu- víma sem var jafn eðlileg og æðasláttur innra með honum hvert sem leið hans lá...“ (bls. 57). En ást Sonna og Hönnu er ekki bara fögur heldur einnig skelfileg því hún meiöir, særir og tvístrar, af- hjúpar botnlausa eigingirni Sonna sem svíkur ástvini sína aftur og aftur og veldur sáram sem aldrei gróa. í logum þessarar ástar brennir Sonni síðustu leifamar af þeirri samstöðu sem fjölskyldan bjó við en sá bruni er jafnframt óbein ástæða þess að hans nánustu fara að taka nýja afstöðu til mála sem þau höfðu engin afskipti af áður. Margslungin saga Saga sonar míns er margslungin saga þar sem sam- an fléttast flóknar og síbreytilegar mannlegar tilfinn- ingar og barátta fólks sem leggur allt í sölumar fyrir þann heim sem það þráir, heim frelsis, jafnréttis og bræðralags. Frelsisþráin æpir á lesandann af hverri síðu, frelsi sem sameinar, frelsi sem sundrar. Menn murka lífið úr meðbræðrum sínum og svíkja þá, allt fyrir frelsiö, frelsi til að eignast eða frelsi til að halda réttindum sínum. Frelsisþráin opnar augu söguper- sóna fyrir nýjum víddum í mannlegu samfélagi og hefur um leið dapurlegar en óumflýjanlegar afleiðing- ar. Bókin er sönn og sterk ekki bara vegna þess að hún segir frá atburðum sem hafa gerst og em að gerast heldur vegna þess að hún segir frá lifandi fólki, fólki sem þroskast og tekur afstöðu, fólki sem lumar á og býr yfir tilfinningum sem allir ættu að geta kannast við í sjálfum sér. Saga sonar míns, Nadine Gordimer, Mál og mennlng 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.