Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991.
25
Merming
Skemmti-
sögurúr
skólanum
íslendingar hafa löngum taliö sig vera mikla sagna-
þjóð. Margt hefur verið skráð og er það efni af ýmsu
tagi. Við skoðun á þjóðsagnasafni Jóns Ámasonar er
að finna marga flokka sagna, þar á meðal kímnisögur.
Er þar meðal annars um að ræða sögur af Bakkabræð-
rum sem flestir íslendingar þekkja.
En hvað er fyndið? Þetta er spuming sem erfitt er
að flnna einhlítt svar við. Þar kemur nefnilega til ein-
staklingsbundið mat manna. Það sem einum finnst
vera drepfyndið kallar ekki fram brosvipru hjá þeim
næsta. Þess vegna er líklega svona erfitt að semja
skemmtiefni af ýmsu tagi.
Það er mjög misjafnt hvemig brandarar verða til.
Oft verða atburðir í samtíðinni kveikja þeirra og
stundum verða þeir hreinlega alveg óvart tfi, án þess
að nokkur maöur ætli sér að vera fyndinn. Við höfum
öll heyrt brandara sem eiga að gerast á sjúkrahúsum,
í skólum, af stjórnmálamönnum að ógleymdum Hafn-
arfjarðarbröndurunum sem eiga rætur að rekja til
Norðurlandanna.
Ekki er rík hefð fyrir útgáfu bóka með skopsögum
á íslandi. Þó má í þeim efnum nefna bækur Gunnars
Sigurðssonar frá Selalæk, íslensk fyndni, sem komu
út á sínum tíma í fjölmörgum heftum. Þar gat að finna
margar góðar sögur, en aðrar höfðuðu síður til nútíma-
manna.
Tveir ungir menn, Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Sig-
uijónsson hafa tekið saman bókina Miklu meira skóla-
skop. Þar er að finna sögur sem tengjast skólum og
skólastarfi og byggja eðlilega á hnyttnum tilsvörum
nemenda og kemiara og ekki síður á ýmsu kyndugu
sem staðið hefur í ritgerðum og prófúrlausnum nem-
enda. Gamanið er yfirleitt græskulaust og ætti vart
að skaða neinn eða særa. Hins vegar hefur kímnigáfa
íslendinga oft á tíðum byggst á því að gera grín að
náunganum.
Talsvert stór hluti þjóðarinnar starfar í skólum
landsins og því er ekki ólíklegt að sitthvað fyndið komi
þar fyrir. í þessari bók, sem er sú þriðja frá hendi
þeirra félaga, eru 175 sögur. Sumar þeirra eru bráð-
smellnar en inni á milli eru aðrar sem ekki liggur al-
veg ljóst fyrir hvers vegna eru í bókinni. En kannski
lýsir það engu öðru en takmörkuðu skopskyni lesand-
ans. Samt held ég að þeir hafi hreinlega ekki haft nógu
margar góðar sögur úr að velja þegar farið var af stað
til að undirbúa útgáfuna. Hefði meiri alúð verið lögð
við valið hefði án efa átt að vera hægt að finna 175
góðar skopsögur. En héma eru gæðin of misjöfn.
Sögumar eru yfirleitt vel fram settar og á þokkalegu
íslensku máli. Samt vil ég gera eina athugasemd við
Bókmermtir
Sigurður Helgason
málfar. Það er í sögu númer 7. Þar segir að nemendum
í skóla einum hafi verið falið að búa til leikrit. Stað-
reyndin er sú að leikrit em almennt ekki búin til,
heldur skrifuð eða samin.
Bækur af þessu tagi geta reynst gagnlegar þegar fólk
kemur saman og vill gera sér glaðan dag. Og enginn
vafi leikur á að margir eiga effir að lesa hana sér til
óblandinnar ánægju. En við höfundana vil ég segja:
„Vandið betur vafið næst því af nógu er að taka ef
menn leggja sig fram.“
Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Sigurjónsson Miklu meira skóla-
skop.
Lif og saga.
STERN
UCM-923 CD
Hljómtækjasamstæða meó öllu!!
40 watta magnari • Útvarpstæki
• Tónjafnari • 2 kassettutæki
• Plötuspilari • Geislaspilari
"2 way" hátalarar • Fjarstýring
A Ð E I N S
kr. 29.000.“ itgr.
Einnig á alvöru jólatilboði
fjölmörg önnur hljómtæki, sjónvarpstæki,
myndbandstæki, sjónvarpsleiktölvur, símar,
reiknivélar, útvarpsklukkur og ótal margt fleira.
HAGKAUP