Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 26
26 Meiming MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991. í ÁSKRIFTARGETRAUN DV verða dregnir út 13 bílar pP^- EINN BÍLLÁ MÁNUÐI FRÁ DES. 1991 TIL DES. 1992. Allir skuldlausir áskrifendur (bæði nýir og gamlir) eru sjálfkrafa með í pottinum hverju sinni. Ef þú ert svo heppinn að nafnið þitt sé dregið út, þarftu einungis að svara laufléttri spurningú í fyllingu tímans - og þú hefur ' eignast nýjan bíl. Safnarinn Einn besti samtímahöfundur í sálfræðilegum bók- menntum er John Fowles. Hér á landi er hann líklega þekktastur fyrir sögu sína „Kona franska lautinants- ins“ en það verk hefur verið kvikmyndað (1981). Svo er einnig um verk hans „Safnarinn" frá árinu 1963, en þessi saga var kvikmynduð tveimur árum eftir út- komu bókarinnar undir styrkri leikstjórn hinnar bandarísku kvikmyndakempu, William Wylers. Þegar „Safnarinn" var sýndur í Stjömubíói um árið vakti myndin verðskuldaða athygh enda efnið bæði óvenju- legt og vel matreitt. „Safnarinn" fjallar um ungan, nýríkan mann í lág- stétt, Frederick, sem er fiðrildasafnari. Honum stendur ekki til kvenna en bregður á það ráð sem ræningjam- ir i Kardemommubæ töldu vera gott: hann veiðir sér kvenmann, Míröndu, unga stúlku úr millistétt og held- ur henni í fangelsi eins og um hvert annað dautt fiðr- ildi væri að ræða. Helminginn af sögunni er sjónar- homið hjá Friðriki en síðan færist það yfir til Míröndu Bókmenntir Árni Blandon og atburðarásin er endurtekin. Þá kemur í ljós að Míranda er hrifin af manni sem er tuttugu ámm eldri en hún. Sá hefur gaman af að sofa hjá hvaða konu sem er; Míranda er því föst á milli tveggja manna sem em bilaðir á andstæðan hátt. Slæm þýðing Það er vandaverk að þýða sögur Fowles, eins og allra mikilhæfra og nákvæmra höfunda. Hið unga og fátæka menningar- og hugsjónafyrirtæki, Bjartur, hefur feng- ið til þess Sigurð A. Magnússon (SAM). Það kemur á óvart að SAM skuh treyst fyrir þessu verki því sjaldan hef ég kynnst verra þýðingarklúðri en hjá honum í eftirfarandi málsgrein úr „I Dyflinni" eftir James Jo- yce (1982): „Ást á mhh karls og konu er óhugsandi afþví kynjnök mega ekki eiga sér stað...“ (117). Eins og sést á pessari stuttu setningu er þar, auk buhsins, stafsetningarsérviska á ferðinni þar sem SAM vill skeha saman smáorðum hvar sem hann getur. Hér eru það orðin „af ‘ og „því“ sem eru orðin að einu orði. Vhlan sem ég benti á í „Dubhners" bendir th þess að SAM sé ekki vel læs á skáldsögur og lesi auk þess þýðingarhandrit sín illa yfir. í „Safnaranum" kemur í ljós að SAM les fmmtextann iha áður en hann hefst handa við að þýða og gerir sér ekki grein fyrir mál- farseinkennum persónanna. Orðskrípi Friðriks, „la- de-da“ í_ „The Collector“, sem m.a. varpar ljósi á hræðslu hans við miðstéttina, er gott dæmi. Fyrst þýðir SAM þetta með „skringhegur" (3), síðan „thgerð- arlegur" (10), þá „tepmlegur" (14), svo afræður hann að enda með „tilgerðarlegur" (58, 194). Þannig notar SAM þrjú orð í stað eins þar sem höfundur er m.a. að sýna fram á málfátækt Friðriks. Annað dæmi um ónákvæmni í þýðingu orða í „Safnaranum" er orð Míröndu „crypt" sem SAM þýðir ýmist sem „hvelf- ingu“ (85), „andstyggðarholu" (90) eða „grafhvelf- ingu“ (94). Orð Míröndu „lameducking" er einnig gott dæmi um - flumbrugang SAM við að þýða. Fyrst þýðir SAM „lameducking" með „kúga“ (100), síðan með „hitta aftur" (151); loks kemur rétta þýðingin „hjálpa" (161) en þá bregður svo viö að hann skiptir um orð á sömu blaðsíðu og segir „styðja við bakið á“ (161) í stað þess að halda sig við sama orðið eins og höfundur gerir. Sem sé: það er ekki nóg með að SAM kunni ekki ensku, heldur leyfir hann sér að giska á merkingu orða og fer ekki eftir því sem stendur í frumtextanum. Honum dytti ekki í hug að lesa frumhandritið yfir eft- ir að hann hefur þýtt verkið th að fækka vhlum eða th að skerpa skhning sinn á sögunni. Eitt þýðingarglapræði SAM felst í því að bæta viö frumtextann eftir eigin smekk. Dirfska hans í þessum málum er að sjálfsögðu fifldirfska og byggist á því að SAM skhur ekki hvað höfundur er að fara með verki John Fowles. sínu og kann ekki skh á því hvemig höfundurinn fer að því að ná árangri. Gott dæmi um viðbót í þýðing- unni, sem ekki er í frumtextanum, er thvitnun í „Of- viðrið" eftir Shakespeare. Höfundurinn gætir þess vandlega í thvitnun sinni að hafa ekki með orðin „ég sýndi þér í öhu mhdi og mannúð" (173), vegna þess að Friðrik sýnir Míröndu ekki mildi og mannúð. En þessum orðum bætir SAM við í þýðingunni upp á eig- in spýtur. Ég hef aðeins tíundað hér htinn hluta af þýðing- arglöpum og sérvisku SAM í þýðingu hans á „Safnar- anum“. En það er til marks um stöðu þýðingarmála á íslandi og eftirhtsleysið að Sigurði A. Magnússyni hefur verið treyst fyrir því að þýða „Ulysses" á ís- lensku, eitt mesta meistaraverk sem skrifað hefur verið á tuttugustu öldinni. En SAM er aö sjálfsögðu hvergi banginn því hann er fyrirmyndar safnari: Hann safnar á sig flumbruvhlum í þýðingum. En hvers eiga John Fowles og James Joyce að gjalda? John Fowles. Safnarinn, 194 bls. Þýð.: Sigurður A. Magnússon Bjartur, 1991 •Q bolta Áamut oatn i u UMFERÐAR RÁÐ nrnimn ÁSKRIFTARSÍMI 2 70 22 GRÆNT NÚMER 99 62 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.