Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Qupperneq 26
26 Meiming MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991. í ÁSKRIFTARGETRAUN DV verða dregnir út 13 bílar pP^- EINN BÍLLÁ MÁNUÐI FRÁ DES. 1991 TIL DES. 1992. Allir skuldlausir áskrifendur (bæði nýir og gamlir) eru sjálfkrafa með í pottinum hverju sinni. Ef þú ert svo heppinn að nafnið þitt sé dregið út, þarftu einungis að svara laufléttri spurningú í fyllingu tímans - og þú hefur ' eignast nýjan bíl. Safnarinn Einn besti samtímahöfundur í sálfræðilegum bók- menntum er John Fowles. Hér á landi er hann líklega þekktastur fyrir sögu sína „Kona franska lautinants- ins“ en það verk hefur verið kvikmyndað (1981). Svo er einnig um verk hans „Safnarinn" frá árinu 1963, en þessi saga var kvikmynduð tveimur árum eftir út- komu bókarinnar undir styrkri leikstjórn hinnar bandarísku kvikmyndakempu, William Wylers. Þegar „Safnarinn" var sýndur í Stjömubíói um árið vakti myndin verðskuldaða athygh enda efnið bæði óvenju- legt og vel matreitt. „Safnarinn" fjallar um ungan, nýríkan mann í lág- stétt, Frederick, sem er fiðrildasafnari. Honum stendur ekki til kvenna en bregður á það ráð sem ræningjam- ir i Kardemommubæ töldu vera gott: hann veiðir sér kvenmann, Míröndu, unga stúlku úr millistétt og held- ur henni í fangelsi eins og um hvert annað dautt fiðr- ildi væri að ræða. Helminginn af sögunni er sjónar- homið hjá Friðriki en síðan færist það yfir til Míröndu Bókmenntir Árni Blandon og atburðarásin er endurtekin. Þá kemur í ljós að Míranda er hrifin af manni sem er tuttugu ámm eldri en hún. Sá hefur gaman af að sofa hjá hvaða konu sem er; Míranda er því föst á milli tveggja manna sem em bilaðir á andstæðan hátt. Slæm þýðing Það er vandaverk að þýða sögur Fowles, eins og allra mikilhæfra og nákvæmra höfunda. Hið unga og fátæka menningar- og hugsjónafyrirtæki, Bjartur, hefur feng- ið til þess Sigurð A. Magnússon (SAM). Það kemur á óvart að SAM skuh treyst fyrir þessu verki því sjaldan hef ég kynnst verra þýðingarklúðri en hjá honum í eftirfarandi málsgrein úr „I Dyflinni" eftir James Jo- yce (1982): „Ást á mhh karls og konu er óhugsandi afþví kynjnök mega ekki eiga sér stað...“ (117). Eins og sést á pessari stuttu setningu er þar, auk buhsins, stafsetningarsérviska á ferðinni þar sem SAM vill skeha saman smáorðum hvar sem hann getur. Hér eru það orðin „af ‘ og „því“ sem eru orðin að einu orði. Vhlan sem ég benti á í „Dubhners" bendir th þess að SAM sé ekki vel læs á skáldsögur og lesi auk þess þýðingarhandrit sín illa yfir. í „Safnaranum" kemur í ljós að SAM les fmmtextann iha áður en hann hefst handa við að þýða og gerir sér ekki grein fyrir mál- farseinkennum persónanna. Orðskrípi Friðriks, „la- de-da“ í_ „The Collector“, sem m.a. varpar ljósi á hræðslu hans við miðstéttina, er gott dæmi. Fyrst þýðir SAM þetta með „skringhegur" (3), síðan „thgerð- arlegur" (10), þá „tepmlegur" (14), svo afræður hann að enda með „tilgerðarlegur" (58, 194). Þannig notar SAM þrjú orð í stað eins þar sem höfundur er m.a. að sýna fram á málfátækt Friðriks. Annað dæmi um ónákvæmni í þýðingu orða í „Safnaranum" er orð Míröndu „crypt" sem SAM þýðir ýmist sem „hvelf- ingu“ (85), „andstyggðarholu" (90) eða „grafhvelf- ingu“ (94). Orð Míröndu „lameducking" er einnig gott dæmi um - flumbrugang SAM við að þýða. Fyrst þýðir SAM „lameducking" með „kúga“ (100), síðan með „hitta aftur" (151); loks kemur rétta þýðingin „hjálpa" (161) en þá bregður svo viö að hann skiptir um orð á sömu blaðsíðu og segir „styðja við bakið á“ (161) í stað þess að halda sig við sama orðið eins og höfundur gerir. Sem sé: það er ekki nóg með að SAM kunni ekki ensku, heldur leyfir hann sér að giska á merkingu orða og fer ekki eftir því sem stendur í frumtextanum. Honum dytti ekki í hug að lesa frumhandritið yfir eft- ir að hann hefur þýtt verkið th að fækka vhlum eða th að skerpa skhning sinn á sögunni. Eitt þýðingarglapræði SAM felst í því að bæta viö frumtextann eftir eigin smekk. Dirfska hans í þessum málum er að sjálfsögðu fifldirfska og byggist á því að SAM skhur ekki hvað höfundur er að fara með verki John Fowles. sínu og kann ekki skh á því hvemig höfundurinn fer að því að ná árangri. Gott dæmi um viðbót í þýðing- unni, sem ekki er í frumtextanum, er thvitnun í „Of- viðrið" eftir Shakespeare. Höfundurinn gætir þess vandlega í thvitnun sinni að hafa ekki með orðin „ég sýndi þér í öhu mhdi og mannúð" (173), vegna þess að Friðrik sýnir Míröndu ekki mildi og mannúð. En þessum orðum bætir SAM við í þýðingunni upp á eig- in spýtur. Ég hef aðeins tíundað hér htinn hluta af þýðing- arglöpum og sérvisku SAM í þýðingu hans á „Safnar- anum“. En það er til marks um stöðu þýðingarmála á íslandi og eftirhtsleysið að Sigurði A. Magnússyni hefur verið treyst fyrir því að þýða „Ulysses" á ís- lensku, eitt mesta meistaraverk sem skrifað hefur verið á tuttugustu öldinni. En SAM er aö sjálfsögðu hvergi banginn því hann er fyrirmyndar safnari: Hann safnar á sig flumbruvhlum í þýðingum. En hvers eiga John Fowles og James Joyce að gjalda? John Fowles. Safnarinn, 194 bls. Þýð.: Sigurður A. Magnússon Bjartur, 1991 •Q bolta Áamut oatn i u UMFERÐAR RÁÐ nrnimn ÁSKRIFTARSÍMI 2 70 22 GRÆNT NÚMER 99 62 70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.