Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Page 29
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991. 37 pv_______________Merming Æviferilsskýrsla „Jæja, þá er karl kominn,“ flaug mér í hug þegar mér barst í hendur „æviferilsskýrsla" Vflhjálms Hjálmarssonar á Brekku en eitthvaö á þessa leið ávarpaði hann samkomu sem ég sótti fyrir fjölmörgum árum og hóf mál sitt með því að segja gamansögu að hans hætti. Bókin heitir: „Hann er sagður bóndi“. Á kápusíðu er kynnt að hann hafi einnig verið ráðherra, bókavörð- ur (í 63 ár), blaðamaður, ritstjóri, oddviti, sáttasemj- ari, vegaruðslumaður, rithöfundur, bóndi, alþingis- maður og kennari. Er þá ekki allt talið. Nefna má alls konar félagsstörf, svo sem setu í sýslunefnd, stjóm Stéttarsambands bænda, framleiðsluráði ög sex- mannanefnd, skólanefnd húsmæðraskóla, for- Bókmenntir Albert Jóhannsson mennsku í kjördæmasambandi og fleira. í bókarbyrjun segir höfundur frá bemsku- og upp- vaxtarámm á Brekku í Mjóafirði, lýsir heimflisfólki og störfum á þeim árum, þegar þáttaskil verða tfl sjáv- ar og sveita og nýir tímar ryðja burt mörgu því sem áöur var. Síðan er hleypt heimdraganum og haldið til náms, fyrst tfl Seyðisfjarðar, síðar að Laugarvatni. Þar opn- ast Vilhjálmi nýr heimur og skólinn hlýtur verðskuld- að lof. Segja má að starfsævi Vflhjálms Hjálmarssonar beri skólanum og þeirri menntun og fræðslu, sem þar var að fá, fegurst vitni. Bókin rekur síðan störf Vflhjálms heima í héraði og þar kemur að honum eru falin meiri og erfiðari verk- efni. Hann verður alþingismaður um skeið og eftir nokkurt hlé á þingsetu liggur leiðin þangað á ný. Þá bíða hans ný viðfangsefni. Hann verður menntamála- ráðherra og gegnir því starfi um árabil. Síðar tekur hann þá ákvörðun að draga sig í hlé úr amstri stjómmálanna og þá gerist hann mikilvirkur rithöfundur. Ekki sé ég ástæðu tfl að rekja þessa svipríku sögu nánar en læt lesandanum það eftir. Eitt er víst: Höf- undur hefur unnið hér þarft verk. Sótt verður tfl fanga Vilhjálmur Hjálmarsson. Bóndi og stjórnmálamaður. í þessa bók þegar leitað verður heimflda um sögu þeirra tíma sem höfundur fjallar um. Það þykist ég sjá að þær heimfldir verði taldar traustar. Þeim tökum tekur höfundur á efni sínu, segir hvorki lof né last en lastur lesandann um að draga sínar ályktanir. Það ligg- ur við á köflum að manni gleymist að hér sé stjóm- málamaður að segja sögu sína. Hann verður a.m.k. ekki sakaður um hlutdrægni. Athygli vekur að Vilhjálmur talar um bók sína sem „æviferflsskýrslu“. Það kann að vera ástæðan tfl þess að sú hugsun ásótti mig við lestur bókarinnar að höf- undur hefði auðveldlega getað skráð aðra ævisögu þar sem hann fjallaði um þá þætti sögu sinnar sem hér eru huldir, það sem gerist bak við tjöldin. Hann er allt í einu orðinn ráðherra en við fáum ekki að vita hvem- ig þaö gerðist og af hveiju. Við kynnumst samferöa- fólld hans en hann segir okkur ekki hvernig fólk þaö var. Þó þykist ég vita að hann kunni frá fjölmörgu að segja, alvarlegu sem broslegu sem hér er látið liggja á mflli hluta, en hann hefur sjálfsagt látið það fara hjá af þeim sökum að þetta væri bara „skýrsla" sem hann var að senda frá sér. Hvað um það. Bókin er eiguleg og fróðleg og ágætar myndir gefa henni aukiö gfldi. Hann er sagður bóndi Höfundur: Vilhjálmur Hjálmarsson Útgefandi: Æskan Reykjavik: 1991 I AÐ ÚTGÁFU SÍMA- SKRÁRIIUIMAR 1992 ER IUÚ HAFIIUIU Breytingar og viðbætur, svo sem ný aukanöfn þurfa að hafa borist eigi síðar en 31. desember n.k. Breytingar á heimibsfangi þarf ekki að tilkynna sérstaklega. SÉRSTÖK ATHYGLI ER VAKIN Á ÞVÍ AÐ I*EIR SÍMNOTENDUR SEM HAFA FARSÍMA, FAX, TELEX EÐA BOÐTÆKI, EIGA KOST Á AUKASKRÁNINGUM í NAFNA- OG ATVINNUSKRÁ SÍMASKRÁRINNAR, GEGN GREIÐSLU GJALDS KR. 243 - M/VSK FYRIR HVERJA LÍNU. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 91-63 66 20 kl. 8-16 virka daga. PÓSTUR OG SÍMI SÍMASKRÁ, 150 REYKJAVÍK ✓ " Hann var sko ekki eölilegur". Eg sá það eins og skot..." (Saxi læknir um Þórhall Sigurösson ungan) Maðurinn á bak við þúsund andlitin Fáir hafa kitlaö hláturtaugar landsmanna jafn rækilega og Þórhallur Sigurösson, sem bregöur sér betur en nokkur annar í allra kvikinda líki. Nú hefur annar spéfugl, Þráinn Bertelsson, sem kunnur er af gamansömum kvikmyndum sínum og útvarpsþáttum, sett saman bók um feril Ladda frá upphafi til þessa dags. Þessi bók á eflaust eftir ab koma mörgum í gott skap, en hún á líka eftir að koma mörgum á óvart. Þráinn gægist nefnilega undir skelina á listamanninum og Laddi segir hispurslaust frá lífi sínu, - höröum heimi skemmtanabransans og Ijúfa lífinu í kringum hann, uppvexti sínum, fjölskyldu, vonum, sigrum og vonbrigöum. Hver er maðurinn með þúsund andlitin? Hver er þessi feimni Hafnfirðingur, sem á svo auðvelt með að koma öllum landsmönnum til a veltast um af hlátri? Hvernig stóð á því að upprennandi húsgagnasmiður varð vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar? Þráinn skrifar um Ladda á einlægan og opinskáan hátt og lesendurfá að kynnast Þórhalli Sigurðssyni, manninum sjálfum bak við öll gervin. Í LIF OG SAGA Suðurlandsbraut 20 sími: 91 -689938

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.