Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Síða 33
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991.
41
Yfirhæð-
ina með
Rúnari Þór
Tónlistarmaðurinn Rúnar Þór hélt
útgáfutónleika á Púlsinum á fimmtu-
dagskvöldið þar sem hann kynnti
nýútkomna plötu sína, Yfir hæðina.
Lögin, sem hann flutti, voru auðvit-
að fyrst og fremst af nýju plötunni
en guilkom af fyrri plötum hans
fengu þó einnig að fljóta með.
Þetta era einu útgáfutónleikamir
sem Rúnar Þór kemur til með að
halda fyrir jólin enda voru aðdáend-
ur hans mættir til leiks og virtust
kunna vel að meta tónlistina.
Það er Skífan sem gefur plötuna út.
Höfundarnir sitja hér á bekk og hlýöa á kollega sína. F.v., Stefán Jón Haf-
stein, Jón Óttar Ragnarsson og Ómar Ragnarson. DV-myndir GVA
Kúltúrkvöld
með
bókakynningu
Gestum Café Romance í Lækjar-
götu var boöið upp á notalega kvöld-
stund síðastliðið fimmtudagskvöld
með jólaglögg og piparkökum. Þar
lásu ýmsir þekktir rithöfundar upp
úr nýútkomnum bókum sínum.
Stemningin var rómantísk og höf-
undamir fóm á kostum enda kvöld-
stund sem þessi tilvalinn vettvangur
að kynna nýju bækurnar fyrir jólin.
Höfundamir, sem um er að ræða,
vom þau Súsanna Svavarsdóttir, Jón
Óttar Ragnarsson, Stefán Jón Haf-
stein, Steinunn Sigurðardóttir, Þor-
grímur Þráinsson, Ómar Ragnarsson
og Illugi Jökulsson.
Hljóðfæraleikararnir Valdimar
Öm Flygenring og Hendes Verden
komu einnig fram ásamt þeim Pálma
Sigurhjartarsyni og Sigurði Jóns-
syni.
Kvöldið tókst með eindæmum vel
og mætti vel gera meira að þessu.
Steinunn Sigurðardóttir las úr bók
sinni sem ber þaö einkennilega nafn
Kúaskitur og norðurljós.
Súsanna Svavarsdóttir las meö til-
þrifum upp úr bók sinni, í miðjum
draumi, eins og sést á þessari
mynd.
Sviðsljós
Frá útgáfutónleikum á Púlsinum. F.v., Rúnar Þór, Jónas Björnsson, Jón Ólafsson, Tryggvi Hiibner og Þórir Úlfarsson.
NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ
Ásgeirjabnbssai
----------------------
Ásgeir Jakobsson
SÖGUR ÚR
TÝNDU LANDI
Ásgeir Jakobsson er landskunnur
fyrir œvisögur sínar um íslenska
athafnamenn. Þessi bók hefur
að geyma smásögur eftir hann,
sem skrifaðar eru á góðu og
kjarnyrtu máli. Þetta eru
bráðskemmtilegar sögur, sem
eru hvort tveggja í senn
gamansamar og með alvar-
legum undirtóni.
vnapá
IÆKJARÆTTV
i
Pétur Zophoníasson
VÍKINGSLÆKJARÆTT V
Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt,
niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og
Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra
á Víkingslœk. í þessu bindi er fyrsti
hluti h-liðar œftarinnar, niðjar
Stefáns Bjarnasonar, Efninu fram
að Guðmundi Brynjólfssyni á
Keldum verður skipt í tvö bindi,
þetta og sjötta bindi, sem kemur
út snemma á nœsta ári (1992).
Myndir eru rúmur helmingur
þessa bindis,
Pétur Eggerz
ÁST. MORÐ OG
DULRÆNIR HÆFILEIKAR
Þessi skáldsaga er sjöunda bók
Péturs Eggerz. í henni er meðal
annars sagt frá ummœlum
fluggáfaðs íslensks lœknis, sem
taldi sig fara sálförum að
nœturlagi og eiga tal við fram-
liðna menn. Þefta er forvitnileg
frásögn, sem fjallar um marg-
breytilegt eðli mannsins og
tiifinningar.
M.Scott Peck
Leiðin til andlegs
jproska
Öll þurfum við að takast á við
vandamál og erfiðleika. Það er
oft sársaukafullt að vinna bug á
þessum vandamálum, og flest
okkar reyna á einhvern hátt að
forðast að horfast í augu við
þau. í þessari bók sýnir banda-
ríski geðlœknirinn M. Scott Peck
hvernig við getum mœtt erfið-
leikum og vandamálum og
öðlast betri skilning á sjálfum
okkur, og um leið öðlast rósemi
og aukna lífsfyllingu.
Finnbogi
Guömundsson
GAMANSEMI
SNORRA STURLUSONAR
23. september voru liðin 750 ár
síðan Árni beiskur veitti Snorra_
Sturlusyni banasárl Reykholti. í
þessari bók er minnst
gleðimannsins Snorra og rifjaðir
upp ýmsir gamanþœttir I verkum
hans. Myndir í bókina gerðu
Aðalbjörg Þórðardóftir og
Gunnar Eyþórsson.
Auöunn Bragi
Sveinsson
SITTHVAÐ KRINGUM
PRESTA
í þessari bók greinir Auðunn Bragi
frá kynnum sínum af rúmlega
sextíu íslenskum prestum, sem
hann hefur hitt á lífsleiðinni.
Prestar þeir, sem Auðunn segir
frá, eru bœði lífs og liðnir og kynni
han's af hverjum og einum mjög
mismikil; við suma löng en aðra
vart meira en einn fundur.
SKUGGSJÁ
Bókabúð Olivers Steins sf
NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ